Vísir - 13.04.1939, Blaðsíða 3
VISI fí
Leiðangur Guðmundar
frá Miðdal og félaga hans,
til Eyjafjalla og Mýrdalsjökuls.
Eins og' áður var getið fóruiþeir Guðm. Einarsson frá Miðdal,
Halldór Kiljan Laxness, Sveinn Einarsson, Baldur Ásgeirsson
og Björgvin Kristófersson í leiðangur til Eyjafjalla- og Mýr-
dalsjökuls og lögðu af stað héðan miðvikudag í fyrri viku. Tíð-
indamaður Yísis hitti Guðmund Einarsson að máli í morgun
og spurði hann tíðinda um ferðalagið. Sagðist honum svo frá:
Við höfðum ágætis útbúnað i
þennan leiðangur, sleða og
tjöld, skíði og vikuforða til
dvalarinnar á jöklinum. Magn-
ús á Steinum flutti okkur upp
Jökulháls á skirdagsmorgun og
vorum við komnir upp í 1000
metra liæð klukkan tíu um
morguninn. Var þá bjartviðri
og hið besta sldðafæri (mjöll),
sem á verður kosið, eða „silki-
færi“, sem menn eru farnir að
segja hér í Reykjavík að norskri
fyrirmynd. Gengum við þegar á
Eyjafjallajökul en á austanverð-
um jöklinum eru þær bestu
skíðabrekkur, sem hægt er að
fá á íslandi. Vorum við komn-
ir upp að Goðasteini (Guðna-
steini) kl. 3 um daginn. Þoku-
bólstrar lágu sunnan til á jökl-
inum, en til norðurs, vesturs og
austurs var hið fegurta útsýni,
er eg hefi séð hér af jöklum Um
mörg ár. Loftið var tært svo að
við sáum greinilega alt norður
um Kjöl og til Vatnajökuls.
Niður jökulinn vorum við að-
eins örfáar minútur og mun það
öllum okkar ógleymanleg stund
Á föstudaginn Ianga fórum
við með farangur okkar inn á
Fimmvörðuháls, en það er hin
forna leið milli Eyjafjalla og
Merkurbæjanna. Og sjást þar
enn merki vega, og vörðurnar,
sem áður voru komnar i kaf af
jökli, eru nú að skjóta upp koll-
inum.
Á jæssum slóðum eða við
giga, sem eru nokkuru innar,
athuguðum við stæði fyrir
skiðaskála, sem i ráði er að
reisa þar á næstu árum. Var þar
afbragðs skiðafæri. Þarna við
gígana hittum við Björn Arn-
órsson, Kjartan Ólafsson og þá
félaga, er gengu norður til Þórs-
merkur þennan dag. Voru þeir
fimm í hópnum. Varð þarna
fagnaðarfundur. Þeir félagar
höfðu tjald sitt frammi við
Skógarheiðina.
Næsta dag var veður og færi
enn ágætt og fluttum við þá far-
angur okkar norður á Goða-
landsjökul, en hann er, eins og
menn vita, vestari bunga Mýr-
dalsjökuls, og þegar upp er
komið, kemur það í ljós, að
milli jæssara jökulbunga ér
djúpur dalur og á Sólheima-
jökull þar upptök sín og skriður
hann þar fram í djúpum far-
vegi, og er jökullinn þar mjög
sprunginn. Af Goðalandsjöldi
er dæmalaus útsýn yfir Fjalla-
baksveg syðri og eru Tindfjöll-
in (Tindfjallajökull) fegurst
þaðan að sjá. Einnig blasir
Torfajökull þar við og standa
reykjarstrókar úr Háahver og
Stórahver hátt yfir jölculinn. —
Mun Stórihver í Torfajökli vera
kraftmesti gufuhver á íslandi.
Gufuop StórahVers eru 5
og kraftur gufunnar svo
mikill, að vindar hafa lítil
áhrif á gufustrókana. Til að
sjá í góðu veðri líta strók-
arnir út eins og tilkomu-
mikið vatnsgos.
Á laugardagskvöld bjuggumst
við við að hitta Tryggva Magn-
ússon og þá félaga úr Litla
skíðafélaginu, er voru samferða
okkur austur og gengu á Mýr-
dalsjökul og Fagradal. En nú
tók að hvessa. Og brátt var
komin blindliríð með hörku-
frosti. Bjuggum við þá um
tjöldin eins og best mátti verða
því að útlitið var rosalegt. Um
nóttina gerði aftakaveður og
hygg eg, að veðurhæðin hafi
vart verið undir 10—11 vind-
stig (var 9 vindstig i bygð), en
frostið var 19 stig á Celsius. Á
páskadag var sama veður og á-
kvað eg þá, þrátt fyrir óveðrið,
að freista þess að fá betri tjald-
stað og tókum við okkur upp
með allan farangur og fórum
niður að Sólheimajökli og tjöld-
uðum efst í Skógarheiðinni und-
ir jöklinum. Yar veðurhæðin þá
svo mikil, að við gátum vart
höndlað sleðana og urðum að
beita broddum og isöxum, er
við þurftum að stöðva okkur.
En ofanverð Skógarlieiði er
verri yfirferðar en sjálfur jök-
ullinn, því að þar liggja gjár og
gil sitt á livað, og urðum við að
leita fyrir okkur trygðir með
fjallalínu og er það erfitt, þeg-
ar þarf að ganga eftir kompás.
Slógum við þarna tjöldum í
blindhríð. Um nóttina kaffenti
tjöldin og urðum við að moka
okkur út þrívegis þá um nótt-
ina. Um morguninn var snjór-
inn um 75 cm. yfir tjaldmæn-
ana. Þann dag héldum við til
bygða og vorum við þrjár
klukkustundir að grafa farang-
ur okkar upp úr snjónum.
Komum við niður að Eystri-
Skógum um liádegi og var okk-
ur tekið þar forkunnar vel.
Fréttum við þá síðar, að
Tryggvi Magnússon og þeir fé-
lagar væri komnir niður að Sól-
heimum (næsta bæ fyrir aust-
an E. Sk) og höfðum við þann-
ig ferðast í liriðinni 7—10 kiló-
metra liver frá öðrum en sam-
hliða.
Jack: Royle:
Merkileg frásögn um starfsemi
þjóðræknisfélagsins.
í blaðinu LÖgberg, sem út kom 15. mars s.I. er eftirfarandi
frásögn um starf íslendinga vestan haf, og þá einkum starfsemi
Þjóðræknisfélagsins, sem hefir hin merkilegustu verkefni með
höndum, sem allir íslendingar hér heima þurfa að kynnast og
veita fulla athygli. Augu manna hér heima eru sem óðast að
opnast fyrir þeirri nauðsyn að hinn fámenni íslenski þjóðflokk-
ur austan hafs og vestan standi sem fastast saman um hugðar-
efni sín, sem allir íslendingar, hvar sem eru í heiminum, eiga
sameiginlegt.
Vísir leyfir sér að birta grein þessa í þeirri von að hún auki
á þekkingu og skilning manna á starfsemi landa vorra vestra.
Annaðlivort höfum vér þá
skoðun, að Canadamenn eigi
allir að vera steyptir í sama
mót; vei-a eins og baunir í
belgjum, eða oss langar til þess
að þeir geti orðið heilsteypt
fjölskylda, þar sem hver ein-
slaklingur haldi sínum eigin
sérkennum út af fyrir sig, leggi
það fram til félagslieildarinnar,
sem hann á best og dýrmætast
í eigu sinni. I stuttu máli: Vér
fylgjum annaðhvort hugmynd-
inni, sem kölluð hefir verið
„deiglan í pottinum“ eða hinni
svokölluðu „fjöllita“ hugmynd
(mosaic), er það orðtæki John
Murray Gilibons í ritverki þvi,
er hann kallar: „Canadiska
fjöllita myndin“. Hefir þetta
orðatiltæki náð miklum vin-
sældum.
Ef vér erum hlyntir fjölhta
liugmyndinni, þá er oss hollast
að taka oss til fyrirmyndar
Þjóðræknisfélag íslendinga og
Tweedsmuir barón, ríkisstjóra í
Canada.
Yfirstandandi viku heldur
Þjóðræknisfélagið ársþing sitt
og minnist um leið tuttugu ára
tilveru sínnar; á því tímabili
liefir það leitast við að snúa í
raunveruleik fjöllitahugmynd-
inni að svo miklu leyti sem það
snertir menn og konur, pilta og
stúlkur liér í álfu af íslensku
bergi brotin.
Þegar félagið hóf göngu sína
í marsmánuði árið 1919, var
liæsti tindur hugsjóna jiess sá,
að skapa sem besta kanadiska
og ameríska borgara úr þeim
íslendingum, sem heima ættu
hér megin liafsins. Ekki svo að
skilja að það vildi steypa þá
alla í sama móti og láta þá
hverfa með húð og liári inn í
hið kanadiska eða ameriska
þjóðlif, þannig að þeirra gætti
hvergi; heldur hitt: að gera þá
nýta borgara og áhrifaríka, þar
sem þeir legði á borð með sér
auðgandi gáfur — hin bestu og
verðmætustu menningaratriði,
er þeir fluttu með sér hingað
vestur.
Félagið trúir því, að ef mögu-
legt sé að vekja það og viðhalda
því hér vestra, sem hest er i sál
og sögu íslendinga lieima og
móta það inn i lif þeirra, sem
hér eru af íslensku þjóðerni, þá
verði þeir betri horgarar í sinu
nýja heímkynni. En sá andlegi
auður, sem hér er um að ræða
er: hneigð til skáldskapar, lista
og hljómfræði; virðing fyrir
lögum og rétti; ráðvendni og
táp.
Frá því er greint i frétta
pistlum blaðsins Tribune, að
Tweedsmuir barón hafi sam-
þykt að gerast heiðursstjórn-
andi félagsins. Þar kemur í ljós,
að ríkisstjórinn er samþykkur
fjöllita hugmyndinni.
Eitt af störfum Þjóðræknis-
félagsins hefir verið það, að
styðja þá með fjárframlögum,
sem barist hafa áfram á braut-
um lista og ljóða. Það er að
nokkuru leyti jieirri hjálp að
Jiakka, að góð skáld hafa getað
nolið sín Iiér vestra, bæði í
hundnu máli og óbundnu.
Félagið hefir gert ráðstafanir
til þess að kenna hinni uppvax-
andi æsku íslenska tungu í því
skyni að með aldri og þroska
standi lienni opnar dyr að
musteri islenskra bókmenta.
Félagið hefir veitt heiðurs-
viðurkenningu brautryðjendum
liér í álfu. Það gekst fyrir því
að frumbyggjum var reist
minningarvarða að Gimli. Það
liefir með höndum söfnun
minjagripa, sem afhentir verða
minjasafni fylkisins Jiegar nógu
mikið þykir hafa safnast af
verðmætum munum.
Félagið .liefir gengist fyrir
þvi að stjórnmálamenn og
mentamálafrömuðir frá ísland'.
hafa ferðast meðal landa sinna
liér i álfu og flutt fróðlega og
uppbyggilega fyrirlestra um
ýms efni. Félagið liefir stofn-
að all-yfirgripsmikið íslemkt
bókasafn i Winnipeg. Það lief-
ir einnig haldið úti fróðlegu
ársriti og barnablaði til fróð-
leiks og fræðslu.
Næsta verkefni félagsins er
það, að taka saman höndum við
stjórnina á Islandi við undir-
búning íslensku deildarinnar á
heimssýningunni í New York.
Þetta starf heyrir til þeim lið,
sem félagið nefnir samvinnu-
mál milli Islands og Norður-
Ameríku.
Félagið var stofnað í Winni-
peg, og hefir það í undanfarin
tuttugu ár látt Jiví láni að fagna,
að hafa mikilhæfa menn í
broddi fylkingar. Af þeim þrjá-
tíu mönnum og konum, sem
upphaflega mættu til Jiess að
stofna félagið eru enn 19 á lífi
og starfandi af áliuga. Núver-
andi forseti Jiess Dr. R. Péturs-
son og flestir sem stjórnina
skipa, voru meðal stofnend-
anna.
Félagið hefir sýnt að Jiað get-
ur stutt hið islenska Jijóðbrot til
Jiess að verða áhrifaríkur limur
á Jijóðlíkama Jiessa lands og
varpa glæsilegmn lit á vort and-
lega líf.
Og nú verður Tweedsmuir
barón heiðursstjórnandi Jiess.
Sig. Júl. Jóhannesson
Jiýddi úr Trihune.
Frú
} Þðrnnn Havsteen |
Frú Þórunn Havsleen, kona
Júliusar Havsteen sýslumanns á
Húsavík, verður borin til mold-
ar i dag, en liún andaðist að
heimili sínu hinn 28. mars og
varð banamein liennar blóð-
eitrun.
Frú Þórunn Havsteen var ein
af Jieim konum, sem ávann sér
traust og virðingu allra, sem
henni kyntust, enda var fram-
koma hennar öll í senn alúðleg
og tiguleg, og bar þess ljósan
vott að hún var af góðu hergi
brotin og mentuð vel. Frú Þór-
unn var dóttir Jóns Þórarins-
sonar fræðslumálastjóra og
konu hans, Láru Pétursdóttur
Havsteen, en ung að aldri misti
hún móður sína, og ólst upp
eftir Jiað að mestu á heimili
móðurbróður síns Hannesar
Hafsteins, og vandist þar strax
í æsku að umgangast stórmenni.
Vorið 1912 giftist frú Þórunn
frænda sínum Júlíusi Havsteen
og settust þau hjónin að á Ak-
ureyri, en til Húsavíkur fluttust
þau, er Júlíus varð sýslumaður
Þingeyinga vorið 1920.
Þeim hjónum varð 8 barna
auðið, sem öll eru hin mann-
vænlegustu og flest uppkomin,
Fimm málverk hafa selst á sýnL
ingu Guðmundar frá MiðdaL
Sýningin verður opin til
n. k. sunnudagskvölds.
Guðmundur Einarsson hefir ákveðið að framlengja mál-
verkasýningu sína í sýningarskálanum á Skólavörðustíg 43 og
verður hún opin til næsta sunnudagskvölds.
Eins og áður hefir verið getið
í Vísi er margt málverka, um
30 talsins, á sýningunni, og
nokkurar höggmyndir. Eru
Jietta alt fögur verk og sérkenni-
leg og hefir sem vænta mátti
verið ágæt aðsókn að sýning-
unni, enda á Guðmundur hér
aðdáendur marga og fer þeim
stöðugt fjölgandi, sem veita list
lians athygli.
Fimm málverk hafa selst.
og voru þau öll, foreldrarnir og
börnin samlient um að gera
heimilið svo glæsilegt, sem
frelcast verður á kosið. Gest-
kvæmt var Jiar mjög, og flestir
Jieir, sem einu sinni höfðu kom-
ið á heimili Jieirra lijóna sátu
sig ekki úr færi að koma þang-
að aftur, ef Jieir áttu leið um
Húsavík, þvi að svo var gest-
risnin, alúðin og glaðværðin
mikil að einstakt var, og var
þar enginn mannamunur gerð-
ur.
Þess má geta nærri að heim-
ilisstörfin liafa orðið allum-
svifamikil, bæði vegna liins
mikla barnalióps og gestagangs-
ins, sem sifelt var á heimilinu,
en þrátt fyrir miklar annir og
umstang var frú Þórunn sönn
fyrirmynd annara húsmæðra í
framkomu allri, — glaðvær,
ungleg, fríð og tíguleg og munu
allir sakna liennar, sem til
þektu.
J/.
Jaröarför
Indriða Ginarssonar
fór fram í gær að viðstöddu
miklu fjölmenni. Séra Friðrik
Hallgrimsson flutti bæn í
heimahúsum, en Jiaðan var
kistan horin í Góðtemplarahús-
ið, og flutti þar ræðu sr. Frið-
rik Friðriksson. Kvaðst liann
hafa Jiekt I. E. og verið vinur
hans um meira en hálfrar ald-
ar skeið og eiga margar minn-
ingar frá Jieim löngu kynnum.
Mætti svo að orði kveða, að
liann liefði verið daglegur gest-
ur á heimilinu í Tjamargötu
3 C, árum og jafnvel áratugum
saman, og vinur allrar fjöl-
skyldunnar. Og minningarnar
Jiaðan væri ljúfar og góðar,
hver og ein. — Æ.t. stúkunnar
„Verðandi nr. 9“, Árni Óla
blaðamaður, flutti Jiakkar-ei'-
indi frá góðtemplurum og fög-
ur kveðjuorð. Var atliöfnin i
Góðtemplarahúsinu hin feg-
ursta og að öllu smekklega hag-
að. — Séra Jón Auðuns flutti
ræðu í dómkirkjunni og var at-
höfninni Jiar útvarpað. Hafði
útvarpsstjóri boðið fram þá
þjónustu af liálfu útvarpsins og
vildi með því lieiðra minningu
hins mæta manns og þjóð-
kunna, hins si-unga, glæsilega
öldungs. — Fyrsta spölinn úr
heimahúsum var kistan borin
af dætrasonum hins framliðna
og öðrum nánustu vandamönn-
um, en þá tóku við góðtemplar-
ar og báru alla leið í Góðtempl-
arahúsið og þaðan að kirkju-
dyrum. — I kirkju var kistan
borin af leikfélagsmönnum, en
frímúrarar báru úr kirkju. Þeir
stóðu og heiðursvörð um kist-
Málverkin tru Jiessi: Jökulda^*
ur við Vatriajökul, Hraunborg.
ir, Blágnýpa. I Reykjadal við
Torfajökul og Vetur. ,
Reykvikingar liafa keypt 4
myndirnar og þýskur maður þá
fimtu.
Sýningin er opin daglega kl.
10—7. Henni lýkur, sem fyraj
var sagt, næstkomandi sunnu-
dagskvöld, og verður Jiá opið tiS
kl. 10 um kvöldið.
una. — Hinsta spölinn, frá
garðshliði til grafar, var kistan
borin af stjórn Stúdentafélags
Reykjavíkur og stúdentaráði,
en sveit ungra stúdenta skipaði
sér i fylkingu með líkvagninum
frá kirkju til grafar. GóðtempjU
arar gengu fyiktu liði fyrir Iik-
fylgdinni undir fánum, en
lúðrasveit lék sorgargöngulög.
— Kistan var sveipuð þjóðfána
íslands, en ekki blómum
skreytt. — Var atliöfnin öll hin
virðulegasta.
Bæjor
fréfftr
io.o.f.5=9 n
Veðrið í moigun.
1 Reykjavík “ st., heitast í gær
io, kaldast í nótt 6 st. Úrkoma i
gær og nótt 0.4 mm. Heitast á land-
inu í morgun 8 st., Fagurhólsmýri;
kaldast 1 st., á Horni, Grímsey og
Fagradal. — Yfirliti Lægðin suð-
ur af Islandi þokast i norðaustur.
— IIorfur: Suðvesturland: Austan
kaldi. Dálítil rigning. Faxaflói:
Austan og nc>rðaustan kaldi. Úr-
komulaust..
Af veiðnm
komu í morgun Karlsefni, með
80 föt lifrar. og Snorri goði með
dágóðan afla.
Bruninn í Kotvogi.
Við brunann i Kotvogi á dögun-
um misti margt fólk aleigu sína og
stóð uppi slipí og snautt, og sumt
sært eða brent. Jiannig að Jiað verð-
ur að vera undir læknisumsjá. Fólk
Jietta er Jiví mjög illa statt f járliags-
lega, og væri vel gert, ef Jiví væri
rétt hjálparhönd í neyð þess. Af-
greiðsla Vísis tekur á móti sam-
skotum fólki þessu til styrklar,,
Skipafregnir.
Gullfoss er í Kaupmannahöfm
Goðafoss er i Hull. Brúarfoss kom
til Siglufjarðar um hádegi. Detti-
foss og Selfoss eru í Reykjavík.
Lagarfoss er á leið til Austfjarða
frá Leith,
Hjónaefni.
Nýlega haía opinberað trúlófuni
sína Dídí Kristjánsdóttir, Skóla-
vörðustig 26 og Oddgeir Bárðar-
son, bílstjóri, Haðarstíg 4.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Sólveig Vilhjálmsdótt-
ir frá Torfunesi í Köldukinn og
Hámundur Jónasson frá Selalæk í
Aðaldal .
I
50 ára
er í dag Helgi Guðmundsson,
brjóstsykursgerðarmaður, Laugar-
nesveg 77.
Gengið í dag.
Sterlingspund ......... kr. 27.OÖ
Dollar ................ — 5-78}^
100 ríkismörk ............— 331.38
— fr. frankar ......... — 15-43
— belgur ...............— 97.27
— sv. frankar ...... — 129.70
— finsk mörk ...........— 12.07
— gyllini ..............— 306.9$
— tékkósl. krónur . . — 20.13
— sænskar krónur____— 139-34
— norskar krónur .. — I35-&I
— danskar krónur .. — 120.54