Vísir - 22.04.1939, Síða 3
V I S 1 H
JAKOB MÖLLER. ÁRNI JÓNSSON.
Starfsmannaskifti.
Jakob Möller fjármálaráðherra, sem skrifað hefir stjórn-
málagreinar í Vísi að staðaldri í rösk tuttugu ár hefir vegna
hins nýja starfs, ákveðið að láta af störfum við blaðið í bili.
Hefir starf Jakobs Möllers í þágu blaðsins frá öndverðu verið
því ómetanleg stoð, enda hefir hann átt allra manna drýgstan
þátt í áliti og viðgangi blaðsins á stjórnmálasviðinu.
Sem meðeigandi og einn af stjórnendum blaðsins mun Jakob
Möller þó að sjálfsögðu halda áfram sambandi sínu við blaðið.
Samkvæmt ósk Jakobs Möllers hefir Árni Jónsson frá Múla
tekið að sér aðstoð, við blaðið fyrst um sinn.
Um leið og ritstjóri Vísis þakkar Jakobi Möller unnið starf
í þágu blaðsins og ágætt samstarf, býður hann Árna Jónsson
velkominn að blaðinu.
Leiltfélag Reykjavikur.
„Tengdapabbi“ verður
leikinn á næstunni.
Búningar frá því um aldamót.
Vísir frétti að Leikfélagið væri að undirbúa að leika „Tengda-
orðað, vegna þess, hve leikritið
er skemtilegt og hve vinsælt það
var á sinum tíma. Auk þess hef-
ir fjöldi manna, sem sá leik-
ritið hér fyr, liaft orð á þvi, að
það væri æskilegt að Leikfélag-
ið sýndi Tengdapabba aftur, og
reyndar fleiri gömul leikrit, sem
náðu miklum vinsældum.
Það finst mörgum máske mið-
ur, að ekki skuli heldur vera
tekin eingöngu ný leikrit, sem
ekki liafa verið tekin hér áður
til sýningar. En þvi til að svara
er það, að þetta er nú gert á svo
að segja öllum leikhúsum
heims, að sýna með nokkurra
ára millibili vinsæl og góð leik-
rit aftur og aftur. Ein kynslóð
tekur við af annari, bæði leikar-
ar og áhorfendur, án þess að
nokkurt lát virðist verða á vin-
sældunum. Má í þessu sambandi
henda á „ldassisku leikritin“
svo kölluðu, auk fjölda annara.
Hér á landi má beuda á íslensku
leikritin: Nýársnóttina, Skugga-
Svein, Fjalla-Eyvind, Lénharð
fógeta o. fl. fyrst og fremst, og
svo liin erlendu: Æfintýri á
gönguför, ímyndunarveikina,
Jeppa á Fjalli, Tengdapabba, og
nú síðasta dæmið frá Akureyri,
þar sem „Drengurinn minn“
var sýndur i vetur við feikna
mikla aðsókn og ánægju. Þetta
er heldur ekki svo undarlegt,
því að góð leikrit (þau þurfa
ekki endilega að vera þung og
mjög efnismikil til að vera góð
leikrit), sem ekki eru beinlínis
dægur-leikrit, eru sigild og þar
af leiðandi alt af ný. Auk þess-
ara ástæðna var og ýmislegt
annað, sem réði því, að Tengda-
pahhi var nú tekinn til sýning-
ar, frekar en t. d. á næsta leik-
ári.
— Hverjir fara með hlutverk-
pabba“ á næstunni og átti því tal við leiðbeinandann, Indriða
Waage, um leikinn. Fer hér á eftir samtalið við Indriða:
— Hvað getur þú sagt okkur
um höfund „Tengdapahba“?
Höfundurinn er sænska
skáldið Gustaf Geijerstam (f.
1858 d. 1909), sem var eitt af
höfuðskáldum Svía í lok síðustu
aldar. Samdi hann bæði skáld-
sögur og leikrit, auk fjölda
tímaritsgreina, og er talið að
liann liafi verið sá rithöfundur,
sem var einna mest lesinn í
Sviþjóð fyrir og um aldamötin
síðfustu. Taldist liann til þess
flokks skálda og rithöfunda,
sem nefndir voru „det unge
Sverige“. Um nofkkurt sjkeið
var G. G. blaðamaður í Stoklc-
hólmi. Við Stora Teatern i Göte-
borg vann liann einnig nokkur
ár sem „litteratör“.
Af leikritum G. G. varð
„Tengdapahbi“ lang vinsælast,
og það að verðleikum. Hin góð-
lála græskulausa sænska kýmni
er þar i ríkum mæli.
— Hvenær var „Tengda-
pabhi fyrst leikinn hér?
Árið 1916, og í því sambandi
er gaman að rifja upp hvað
blöðin liér í Reykjavik sögðu
um leikritið. í Visi skrifaði
Bjarni heitinn frá Vogi: „Það er
vel ráðið að velja sænskan
gamanleik, þvi Svíar eru mjög
fyndnir. Geta menn best séð
það sjálfir, ef þeir fara að sjá
leikinn (Tengdapabba) ....
leikurinn er allur gott og
græskulaust gaman.......Farið
óhræddir í leikhúsið, þvi að þér
munuð fá lungum yðar liolla
hreyfing.“ — Ólafur heitinn
Björnsson ritstjóri skrifar í ísa-
fokl meðal annars: „.... Ef
])að er satt, sem margir mæla,
að góður hlátur lengi lifið, þá
er þeim það heillaráð, sem lang-
lífir vilja verða, að skreppa i
leikhúsið og liorfa á „Tengda-
pabba“....... Leikrilið er svo
sem ekki veigamikið, en sam-
tölin stórhnittin og gáslca-
INDRIÐI WAAGE
sem Tom Prior í „Á útleið“.
fullum viðburðum komið sér-
staklega vel fyrir. Islenska þýð-
ingin (eftir Andrés Björnsson)
óvenju góð.“ .... Þannig skrifa
þessir tveir alkunnu smekk-
menn. Líkir voru dómar ann-
ara blaða svo og alls almenn-
ings. Enda varð leikritið með
afbrigðum vinsælt hér.
— Hvað var það sýnt oft þetta
ár?
Það var sýnt 6 sinum á 9
dögum, fyrst þegar það var leik-
ið. AIls var það leikið 12 sinn-
um i það sinn. Varð að hætta
við það í fullum gangi sökum
andláts eins aðalleikandands
(Andrésar Björnssonar). Næst
var það svo leikið veturinn 1917
og aftur 1922—23, í bæði skift-
in við feíkna mikla aðsókn. —
Væri freístandi að rifja upp
hlutverkaskípan og meðferð
liinna ýmsu leikara á hlutverk-
unum frá þessum sýningum, en
það yrði of langt mál hér og er
þar að auki miklum fjölda
Reykvíkinga kunnugt, og að
góðu einu.
— Hvers vegna varð gamalt
leikrit fyrir valinu?
Það eru ýmsar ástæður til
þess. Mörg undanfarin ár hefir
það oft komið til tals ínnan
leikfélagsins, að „taka upp
Tengdapabba“, eins og það er
in?
Emila Borg, Regína Þórðar-
dóttir, Þóra Borg, Alda Möller,
Hulda Larsen, Anna Einars-
dóttir, Kolbrún Bjarnadóttir,
Alfreð Andrésson, Brynjölfur
Jóhannesson, Gestur Pálsson,
Indriði Waage og Valur Gísla-
son. Vandað hefir verið til sýn-
ingarinnar eftir föngum, meðal
annars eru búningar samkvæmt
þvi sem tískan var um 1900, en
leikurinn gerist á þenn tímum.
En þó leikritið fjalTi að mestu
leyti um heimihslifið á þe'im
tímum, þá getur það alveg eins
átt við í dag. Viðhorf einstak-
linga á heimilinu hvers til ann-
ars og ummæli, eru svo afar lík
því, sem gerist nú á tímum. —
Tökum sem dæmi hvað hin
aldraða amma segir um ungu
kynslóðina: „Uiijga fólkið vill
eklci giftast, og það sem giftist,
getur ekki tollað saman.“ — Er
])etta ekki eitthvað svipað þvi,
sem nú er sagt? Eða hinn fimt-
ugi tengdapabbi, sem ekki getur
þolað það að vera kallaður gam-
all eða tengdapabbi, og fleira
mætti til taka. En sjón er sögu
rikari, og skal hér ekki meira
sagt frá leikritinu. Það er von
Leikfélagsins, að fjöldi Reyk-
vílcinga eigi eftir að skemta sér
vð að horfa á hinn gamla góða
„Tengdapabba“.
NÝ JÁRNBRAUT
I PÓLLANDI.
London, i morgun.
Monzie ráðherra opinberra
verka í Frakldandi og ýmsir
liáttsettir embættismenn eru
lagðir af stað til Póllands til
þess að vera viðstaddir vígslu
nýrrar járnbrautar frá Efri
Slesiu til Eystrasalts.
United Press.
Allir KR-ingar
eru l)eðnir að mæta niður á Hafn-
arbakka þegar Es. Gullfoss kemur,
til að taka á móti kvenflokki félags-
ins. Forseti I.S.Í., Ben. G. Wáge,
ávarpar flokkinn. Skipið kemur í
kvöld.
Garðyrkjuskölínn að
Reykjum vigður fyrsta
sumardag.
Skólinn hefír eignast bókasafn
Einars Helgasonar gardyrkjustjópa.
Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi var vígður hátíðlega
á sumardaginn fjæsta, og höfðu ýmsir alþingismenn fai-ið aust-
ur til þess að vera viðstaddir vígsluna.
Hermann Jónasson forsætisráðherra hélt aðalræðuna, en því-
næst töluðu þeir Pétur Ottesen alþm., Bjarni Ásgeirsson, form.
Búnaðarfélags íslands, Jón Pálmason alþm., SteingTÍmur Stein.
þórsson búnaðarmálastjóri, Lárus Rist sundkennari og Jónas
Jónsson alþm.
Nemendur skólans eru 21 að
tölu og úr flestum sýslum
landsins. Þar af eru 18 piltar
og 3 stúlkur. Námstíminn er
ákveðinn tvö ár, frá 1. apríl
s.l. til jafnlengdar árið 1941. Á
vetrum verður aðallega um
bóklegt nám að ræða, en á
sumrum verður eingöngu eða
aðallega stundað hið verklega
námið. Verður kend meðferð
og ræktun allskyns grænmetis,
bæði í gróðurliúsum" og utan
þeirra.
Kennarar við skólann verða
þrír, þeir: Unnsteinn Ólafsson
slcólastjóri, Stefán Þorsteinsson
og Sigurður Ingi Sigurðsson,
Akranesi, 21. apríl. |
Eins og getið hefir verið um ;
í Vísi, hefir verið unnið að því |
í skipasmiðastöðinni liér á
Akranesi. að gera allverulegar
breytingar og endurbætur á m.s.
„Fagranes“. Var skipið tekið
upp í drátlarbrautina og verkið
hafið hinn 7. febr. s.l. og verk-
inu lokið í dag.
Leifur Böðvarsson, eigandi
skipsins og útgerðarmaður,
bauð fréttamanni Vísis um borð
í skipið i gær, — þar sem húið
var að lcoma því fyrir á sleð-
ann, sem því var rent á fram i
sjó í kvöld. Voru þar þá enn
margir málarar að verki og
unnu af miklu kappi, en þetta
voru síðustu handtökin við
þessa gagngerðu „yfirhalingu“,
sem skipið hefir fengið, og ekk-
ert virðist hafa verið til sparað.
Verulegasta endurbótin er i því
íólgin, að skipið var sagað sund-
ur og lengt um 12 fet, og treyst
að ýmsu leyti í samræmi við
það. Er þetta verk, eins og öll
önnur vinua við skipið, unnið af
Akurnesingum, en yfirsmiður
hefir verið hinn þjóðkunni
reykvíski skipasmiður Eyjólfur
Gíslason. Lauk eigandi skipsins
miklu lofsorði á hagsýni og
vandvirkni Eyjólfs, og tók það
niörku, en kemur heim á hausti
komanda.
Tliyberg', formaður Garð-
yrkjufélagsins, færði skólan-
um fyrir félagsins liönd kr.
300.00 að gjöf, en henni skyldi
varið til þess að koma upp
bókasafni, og mun þegar liafa
verið ákveðið að fest verði
kaup á bókasafui Einars heit-
ins Helgasonar garðyrkju-
stjóra, en eins og menn vita,
átti hann liið ágætasta bóka-
safn. Ýmsir vinir skólans og
velunnarar hafa beitt sér fyr-
ir þessu máli, og rikið mun
stuðla að því að kaupin takist,
með því að leggja fram nauð-
fram, að sér væri ánægja að því,
að það frétlist, að hann væri i
alla staði ánægður með starf
Eyjólfs og samverkamanna
hans, Akurnesinganna, þvi að
það hefði verið leyst af hendi
af hinni meslu prýði og þó unn-
ist mjög greiðlega, en hann
kvaðst liafa haft tækifæri til að
fylgjast daglega með þvi, hvem-
ig verkið var unnið. — Skipinu
var hleypt af stokkunum i kvöld,
cn vegna rúmleysis bíður nánari
lýsíng á skipinu ngesta blaðs.
Fáséðui? f’aigl.
Að því er fróður maður tjáði
Vísi hefir fáséður fugl sést hér
á Tjörninni síðustu dagana, en
það er andartegund, sem Dr.
Bjarni Sæmundsson hefir kall-
að skeiðönd (spatula clypeata),
cn andartegund þessi mun að
eins liafa sést tvisvar áður hér
á landi.
í fyrra skiftið sást hún að
Sandi i Aðaldal i Suður-Þing-
eyjarsýslu, en í hið síðara á
Meðallandi.
Nafnið skeiðönd er drcgið af
af þvi að goggurinn er skeiðlag-
aður. Önd þessi heldur sig aðal-
lega í Mið-Evrópu.
Kapplelkur á morpn:
KR. - Valur
Á morgun íer fram á íþrótta-
vellinum skemtileg og spenn-
andi knattspyrnukeppni — K-R.
og Valur tefla fram sínum bestu
mönnum í þremur aldursflokk-
um.
Þeir leikir er mesta athygli
liafa vakið hér á seinni árum,
eru tvímælalaust kappleikir
Vals og K. R. Engir leikir hafa
hrifið svo áliorfendur sem þeir,
til' siðustu minútu leiksins, því
að þar hefir enginn útreikning-
ur áhorfendans komist að. Hin-
ir frægu jafnteflisleikir hafa
verið svo spennandi að enginn
mun sitja sig úr færi sem á þá'
hefir horft, að sjá þessi félög
keppa í þremur aldursflokkum
á morgun. Keppa þau um vand-
aðan silfurbikar er velunnari
félaganna hefir gefið þeim.
Keppnin byrjar með því að kl.
2 keppir III. flokkur í 30 min.
síðan II. flokkur i eina klukku-
stund. Hvor sigrar í þessari
keppni er ekki gott að sjá, því
að þótt Valur sé tvöfaldur
meistari, þá geta hinir yngii
flokkar K. R. ef til vill vegið
upp á móti þvi.
Dómarar verða Guðjón Ein-
arsson fyi’h’ meistaraflokk og
Þráinn Sigurðsson fyrir 2.
og 3. flokk.
Skiðaferðir'um
helgina.
Enn er nægur snjór við skíða-
skálana og fara þessi félög «
kvöld og á morgunt
Ármenningar fara í kveld kl.
8 og í fyrramálið ld. 9 í Jósefs-
dal. Farmiðar fást í kveld í
Brynju og á skiifstofu félagsins
(kl. 7—8) og við bílana í fyrra-
málið.
íþróttafél. kvenna fer í fýrra-
málið kl. 8VÍ> frá Gamla Bíó, ef
veður leyfir. Farmiðar fást i
Hattaversl. Hadda i kveld kl. 6.
Í.R.-ingar fara að Kolviðar-
hóli i kveld kj. 8 og í fyrramál-
ið kl. 9. Lagt upp frá Sölutnm-
inum. Farmiðar fást í Stálhús-
gögn.
K.R.ingar íara í kveld kll 8,.
ekki í fyrramálið. Lagt af stað
fá K.R.-húsinu.
Bæjcfp
fréWtr
Veðrið í inorjru::.
1 Reykjavík 2st., heitast í 'gær
7, kaldast i nott — i st. Úrkoma
í gær og nótt 3.3 mm. Sólskin í
gær 3.9 st. Heitast á landinu í morg-
un 3 st., í Vestmannaeyjum; kald-
ast —3 st., á Dalatanga, Siglunesi,
Raufarhöfn og Fagradal. — Yfir-
lit: Háþrýstisvæði yfir íslandi, en
lægð að nálgast vestan yfir Græn-
land. — Horfur: Suðvesturland til
Arestfjarða: Suðaustan og sunnarr
gola i dag, en sennilega allhvasst og
rigning með nóttunnL
Messur á morgun.
I dómkirkjunni: Kl. 11, síra Bj.
..Jonsson (ferming); kl. 2, sira Frið-
rik Hallgrímsson (ferming).
í fríkirkjunni kl. 12, sira Árni
Sigurðsson ( ferming).
í Laugarnesskóla kl. 5, síra Garð-
ar Svavarsson, barnaguðsþjónusta
kl. 10 f. h.
í fríkirkjunni i Hafnarfirði kí,
2, síra Jón Auðuns (sumarkoman)..
í kaþólsku kirkjunni kl. 6p2 Og
8 árd. lágmessur. Kl. 10 árd. há-
messa, og kl. 6 síðd. prédikun og
blessun með sakramentinu.
Hrói höttur.
Bœkur til að lima Hróa hött r,
eru komnar aftur, og geta því kaup-
endur fengið þœr á afgr. Vtsis„
sem nú stundar nám í Dan- ; synlegt fé til þess.
M.s. Fagranes sett fram.
Breytingum og endurbótum lokið.
FAGRANESI HLEYPT AF STOKKUNUM í GÆRKVELDI. —