Vísir - 26.04.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1939, Blaðsíða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 26. apríl 1939. r OAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjórí: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Trausí og vantraust. ÓÐSTJÓRNIN lifði það af. Það mátti ekki tæpara standa — að liún fengi öll at- kvæðin! Þvílíkt vantraust og þvílík opposition! Fyrir utan þingliúsið stóðu nokkrir strákar. Þeir höfðu of- urlítið vikið við gömlum hús- gang, sem allir kunna. Nú lögðu þeir kommúnistum orðin í munn og sungu: Allir kratar, allir kratar eru í skrípaleik. Má eg ekki mamma með í leikinn þramma? Mig langar svo, mig langar svo, að lyfta mér á kreik. Þingmennirnir, sem hlustað höfðu andagtugir á ræðu Einars Olgeirssonar og Héðins, höfðu ekki botnað lifandi vitund í öllu þessu fargani. Það var fyrst þegar þeir heyrðu til strákpatt- anna á götunni, að ljós rann upp fyrir þeim. Þama var skýr- ingin. Kommúnistarnir voru sárir við fyrri félaga sína. Þá langaðí til að vera með í „skrípaleiknum“, sem þeir köll- uðu svo. Það er gamla sagan um refinn, sem sagði að berin væru súr, þegar liann gat ó- mögulega náð í þau. Svona er það. Það var auðheyrt á kommún- istum, að þeir töldu þingmeun Framsóknar- og Alþýðuflokks- ins hold af sínu holdi. Höfðu þeir ekki samkvæmt allrahæst- um fyrirmælum frá „föður Sta- Iin“ stutt þessa menn, allstaðar þar, sem á þurfti að halda? Og hverjar voru svo þakkirnar? Hermann sagði bara eins og fyrri daginn: — Ykkar augna- blik er liðið! Laun heimsins er vánþakk- læti. Það fengu kommúnistarn- ir að reyna í gær. Þeir gátu ekki einu sinni hleypt upp í neinum. Foi-sætisráðlierrann svaraði þeim í ósköp syfjulegum róm, eins og hann væri milli svefns og vöku. Og Stefán Jóhann Ijómaði af sínu sælasta og há- borgaralegasta ánægjuhrosi,eins og hann væri að svara slcála- ræðu einhvers orðulilaðins dús- bróður í Svíaríki. Það tók yfir- leitt enginn maður mark á kommúnistunum. Það var al- veg eins og þeir væru „þurkað- ir út“. Þeir voru eitthvað að stagla með gömul blaðaummæli, hvað Tíminn hefði sagt fyrir 10 ár- um og hvað Aþlýðuhlaðið hefði sagt fyrir 5 árum. Þeir hlupu alveg yfir, hvað jieir höfðu sjálfir sagt um Héðinn fyrir rúmu ári. Það var býsna klókt af þeim. En þar með eru klók- indin hka upp tahn. Þessi vantrausts tillaga vár eintómt flan. Héðinn rumdi, eins og gamall klár, sem teymd- ur er úr hlaði undir þungum klyfjum. Einar Olgeirsson glamraði eins og hans er vandi. Hann er eklci sérlega þjóðlegur í sér, en þó hefir gamall sveita- maður sagt, að liann fari altaf ósjálfrátt að liugsa um réttiru- ar, þegar hann heyri Einar lialda ræðu. Það sé einhver sér- kennilegur „réttarkliður“ í Ein- ari, þegar hlustað sé álengdar. Og það er vist eitthvað til í þessu. Eins og sagt hefir verið stóðst þjóðstjómin þessa eldraun af mikilli prýði. Kom það í Ijós, sem raunar vita mátti „að allar vildu meyjar með Ingólfi ganga“. Því þótt kommúnistar hörkuðu það af sér að greiða atkvæði með vantrausti sínu, var öllum ljóst, að óánægja þeirra var fyrst og fremst sprottin af þvi, að fráfarandi stjórnarflokkar höfðu ekkert „nefnt það við þá“ að vera með í stjórnarmyndun. En þetta cr ekki annað en það sem oft skeð- ur eftir dálítið kátínubrall í ljósaskiftunum, að „ungmeyjan grætur“. Atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós, að engin ríkisstjóm hér á landi hefir átt jafn öflug- an þingmeirihluta að baki sér. Hitt er þó engu minna um vert, að engin stjórn hefir átt jafn á- kjósanlegi'i andstöðu að fagna! a Hið nfkosna útvarpsráð teknr vlð störfnm í dag. Forsætisráðherra Hermann Jónasson, sem einnig er menta- málaráðherra, hefir nýlega skip- að Jón Eyþórsson sem formann hins nýkjörna útvarpsráðs, en lítill vafi leikur á því, að slík ráðstöfun mun mælast illa fyrir rneðal alls almennings. Hið nýja útvarpsráð er þann- ig skipað: Árni Jónsson frá Múla, Yaltýr Stefánsson, Pálmi Hannesson, Finnbogi Rútur Valdemarsson og Jón Eyþórs- son. í fráfarandi útvarpsráði áttu sæti þeir: Sigfús Sigurþjartar- son, sem var formaður ráðsins, Árni Friðriksson, Valtýr Stef- ánsson, Sigurður Raldvinsson, Pálmi Hannesson, Pétur G. Guð- mundsson og Jón Eyþórsson. Hið nýkjörna útvarpsráð mun taka til starfa í dag. Er óskandi að það verði öllu afkastameira og áhrifaríkara en hið fráfar- andi, sem tiltölulega fátt hefir unnið sér til ágætis, að því er menn best vita. M0HICAH-STR4ND1B. Vegna brims hefir enn ekki verið gerð úrslitatilraun til þess að ná b.v. Mohican út. Eins og áður hefir verið getið liér í blaðinu, fór Geir Zoega, útgerðarmaður í Hafnarfirði, aftur austur í Hallgeirsey s. 1. mánudagsmorgun, til þess að vera viðstaddur tilraunir þær, sem varðskipið Ægir er að gera til þess að ná út enska botnvörp- ungnum Mohican frá Hull, sem strandaði á Rangársandi fyrir skemstu. Tilraunirnar hafa ekki borið árangur enn sem komið er, og mun það aðallega vera brim, sem veldur, að erfitt er um björgunartilraunir. Strax og brim lægir mun verða gerð úr- slitatilraun til þess að ná út skipinu. Geir Zoéga er enn fyrir aust- an. Kokkinaki, frægasti flngmafiur Róssa nú, ætlaði að leggja npp f flngið f ndtt, en varð að fresta pvf vegna veðurs. Hann Ieggor af stað pá og þegar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Heimssýningin mikla í New York verður opnuð á sunnudaginn kemur, og hafa miljónir manna streymt til New York og annara nærliggjandi borga, seinustu daga. Er búist við, að fjöldi sýningargesta verði svo mikill, að langtum færri komist að í fyrstu en vilja. Hefr þó verið gripið tl hverskonar nútímatækni, sem til mála getur komið, til þess að greiða fyrir sýningar- gestum, og að koma gestunum til sýningarsvæðisins og frá því á sem hagkvæmastan hátt. Æðstu embættis- menn ríkisins verða viðstaddir setningu sýningarinn- ar, og margt erlent stórmenni. Eitt af því í sambandi við setningu Heimssýning- arinnar, sem vekur langsamlega mesta athygli, er á- form Rússa um viðstöðuíaust flug milli New York og Moskva. Var svo ráð fyrir gert, að einn af frægustu flugmönnum Rússa — Kokkinaki —, sem sett hefir fjölda mörg flugmet, Iegði af stað frá Moskva í tæka tíð til þess að geta verið kominn til New York, áður en sýningin verður opn- uð. Hann ætlaði að leggja af stað kl. 3.30 í nótt sem leið, en varð að fresta ferð sinni, vegna þess, að stormur var yfir Finnlandi og norðan- verðu Atlantshafi. Kokkinaki mun leggja af stað undir eins og veðurhorfur batna. Mikill áhugi er fyrir flugi þessu, bæði í Rússlandi — þar sem litið er á flugið sem „good- will-flight“, þ. e. að Rússar vilja með flugi sínu heiðra Bandaríkjamenn og sýna þeim góðvild sína og aðdáun — og ekki síður í Bandaríkjun- um, þar sem mikil aðdáun er stöðugt ríkjandi í garð rússneskra f lugmanna, síðan er þeir settu hin frækilegu langflugsmet sín í flugferðum til Bandaríkjanna yfir norðurheimsskautið. United Press. Bretar kveflja 750.000 miga menn til heræfinga. Grnndvöllnr lagðnr að því að firetland hafi miljönaher á takteinnm, ef styrjöld hrýst út, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Sámkvæmt áreiðanlegum heimildum var samþykt á ráðu- neytisfundi í gærkvöldi, að koma á herskyldu í Bretlandi. Eins og sjá mátti af skeyti því, sem United Press sendi í gærmorg- un, var þegai' búið að ákveða herskyldu karla á aldrinum 18 —22 ára, en það sem raunverulega hefir gerst á fundinum á mánudags- og þriðjudagskvöld, er það að Bretar hafa loks horfið frá því hefðbundna fyrir- komulagi, að hafa ekki herskyldu á friðartímum. Her- skyldan verður nú lögleidd, og þegar í stað kvaddir til vopna ungir menn á aldrinum 18, 19 og 20 ára, sem eiga að gegna herskyldustörfum f jóra til sex mánuði, í sérstökum herbúðum, og verða þeir æfðir af þjálf- urum heimahersins. Giskað er á, að þeir, sem á þess- um aldri eru, og kvaddir eru til æfinga, séu um 750.000 talsins. Verður svo haldið áfram að kalla menn til æfinga upp að 25 ára aldri. Fer það svo eftir út- liti og horfum hversu langt verður farið í þessum efnum, en ef til styrjaldar kemur verða allir karlar alt að 45 ára aldri kvaddir til vopna. Fjolda margir karlar innan við fertugt og jafnvel eldri, sem fengu hern- aðaralega æfingu í heimsstyrj- öldinni, þyrftu tilltöluleg minni æfingu en hinir yngri menn. Verður þess mjog skamt að bíða, að Bretar geti teflt fram miljónaher, éins og í -Heims- GLERKASTALINN Á HEIMSSÁNINGUNNI, sem liér birtist mynd af, var reistur fyrir 1 miljón dollara. Glerið í kastalaturninum er allavega litt, og kvað, það vera furðulega fögur sjón, að sjá kastalann, er sól skín á hann, og þó enn frekara á kvöldin, er hann er allur ljósum prýddur. í kastalanum er sýning á allskonar mununi o. fl. úr gleri, — og yfirleitt sýnt, til hversu margvíslegra nota gler hefir verið mannkyninu, — og þó einkanlega á voinm timum, er marg- víslegar tegundir glers eru notaðar á æ fleiri vegu. Sandarikin vilja alls- herjar (riðarsáttmála. Cordell Hull býður aðstoð Bandaríkjanna við slíka samningagerð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Cordell Hull, utanrikismála- ráðherra Bandaríkjanna hefir haldið ræðu, og lýst yfir því, að ef Evrópuþjóðirnar vildi setjast að samningaborði og gera til- raun lil þess að jafna deilumál sín friðsamlega, væri Bandarík- ín fús til þess að leggja öllum slikum tilraunum lið, í þeirri von, að friðarvonir þjóðanua verði ekki fyrir borð bornar, í þvi róti sem nú er í alheims- málunum. United Press. De Monzie fagn- að í Póllandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. De Monzie, franska ráðherr- anum, hefir verið tekið ákaflega vel í Póllandi. Flytja pólsk blöð margar greinir um komu hans og fransk-pólska vinátíu. De Monzie fór til PóIIands til þess að vera viðstaddur opnun nýrr- ar járnbrantar. United Press. styrjöldinni. En sá er munurinn, að þá þurfti að reisa herinn svo að segja frá grunni, eftir að styrjöldin skall á, því að fasta- herinn var mjög fámennur. Ákvarðanirnar um þetta hafa verið gerðar að óskum Frakka og af því, að Bretar hafa sann- færst um, að það er knýjandi nauðsyn. Með þessu ætla Bretar að sýna Þjóðverjum, að þeim er fylsta alvara að spyrna við frekari ágangi af þeirra hálfu. United Press. Times um Berlinar- fðr Henderson. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Times hefir gert að umtals- efni, að Sir Neville Henderson var sendug aftur til Berlinar. Segir blaðið að breska stjórnin hafi óskað eftir að lialda sem nánustu sambandi við þýsku stjórnina, en það sé ekki hægt nema með því að hafa þar sendiherra. Þess er vænst, að Sir Neville geri þýsku stjórn- inni sem nánasta grein fyrir af- stöðu bresku stjórnarinnar og stuðningi hennar við boðskap Roosevelts. — Henderson hafði ekki talað við von Ribbentrop í gærkveldi, en hann hafði rætt við ítalska sendiherrann i Ber- lín. United Press. Pólitisfet vcpna- hlé i Kanada. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. í tilefni af komu bresku kon- ungslijónanna, segir í símfregn frá Ottawa, liafa allir þingflokk- ar samþykt að láta allar deilur niður falla meðan ferð konungs- hjónanna stendur yfir. United Press. Gafencu í París. EINKASIŒYTI TIL VlSIS. London í morgun. Gafencu utanríkisráðherra Rúmena er nú kominn til Par- isar og á hann þar mikilvægar viðræður við Bonnet utanríkis- málaráðherra. Um viðræður Gafencu við Halifax og Chamb- erlain hefir ekkert verið tilkynt opinberlega. Frá Pax-ís fer Gaf- encu til Rómaborgar og verður hann kominn þangað á laugar- dag. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.