Vísir


Vísir - 26.04.1939, Qupperneq 4

Vísir - 26.04.1939, Qupperneq 4
4 V í S I B Miðvikudaginn 26. apríl 1939. Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi ritar um: Minkun einstaklinga. AMERÍSK FLUGHETJA HEIÐRUÐ. Þegar neyðin var mest í Cliile vegna landskjálftanna vann amerískur flugmaður Caleb Y. Haynes, það afrek, að fljúga frá Langley Field í Virginia, U. S. til Santiago, Cliile, með lyf og sáraumhúðir á 49 klst, og 18 mínútum. Vegalengdin er 4933 enskar mílur. — Hér sést er Caleb fekk æðsta heiðursmerki fyrir flugafrek, sem hægt er að veita í Bandaríkjunum. Það verður naumast kölluð skreytni, j)ó að sagt sé, að á s.I. fullveldLsdegi hafi íslenska þjóðin hlegið út undir eyru af fögnuði yfir því fullveldi, sem búið er að telja henni trú um, að hún sé orðin aðnjótandi. Þorri Islendinga virðist trúa þvi, að þjóðin beri á höfði lýð- ræðisliúfu úr silki undir silki- liúfu fullveldisins. Og svo er þingræðissilkihúfa — og er alt þegar þrent er, segir málshátt- ur. Eg komst eigi hærra á full- veldisdaginn, í hrifningarliæð- irnar, en að eg brosti í kamp- inn, eða réttara sagt: Eg glotti um tiinn — úti i horninu, sem eg sat í. Mér fanst fagnaðargaura- gangurinn gersamlega ástæðu- laus. Það var engin ráðgáta 1918, að smáþjóð gat varla gert sér skynsamlegar vonir um að vera fullvalda. En nú er það degin- um Ijósara, að jafnvel stór- þjóðir eru meira og minna las- burða gagnvart nágrannanum, ef i harðbakka slær. Sá bölmóður gengur nú yfir Heimskringluna, að liver þjóð er annari háð, svo sem ambátt er húsbónda i 1001 nótt. Eg sleppi að ræða um fjár- munalegan vanmátt vorn til að vera fullvalda ríki. Það er svo margrætt mál, að eg bæri í bakkafullan læk óþarfa vatns- fötu, ef eg tæki það til bragðs. En eg ætla að gera annað — minnast á minkun einstaklinga, minkun, sem ágerist árlega síð- an vér fengum svokallað full- veldi. Eg ætla að nefna þrjú dæmi til smækkunar einstaklinga og um Ieið sanna með rökum, livernig hópsálin níðist á sálu einstaklingsins, henni til stund- legrar ófrelsis-niðurlægingar. Slik dæmi gæti eg valið hundr- að falsins. En eg læt mér lynda þrjú. Svo bar við fyrir fáeinum ár- um, að eg kom syni mínum, þeim elsta, í síldarverksmiðju í Siglufirði. Næsta sumar gat þessi son minn eigi farið vegna vanheilsu (brjósthimnubólgu). Eg sendi þá annan son minn og fór þess á leit, að liann yrði tekinn gild- ur, enda hinum jafn að viti og þreki. En við þetta var eigi kom- andi — fyrir ofríki verkalýðs- félaganna eða forkólfa þeirra. Þau héldu fund um málið og jafnvel gekk þessi ágreiningur til yfirvalda verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Því var hótað, að gera aðsúg að verksmiðjunni, ef sonur minn fengi þar inn- göngu. Og niðurstaða þessa máls varð sú, að drengurinn hröklaðist heim, misti atvinnu- skilyrðið, misti timann, sem gekk í þetta þras og ferðalag, hálfan mánuð, eða meira, ferða- kostnað o. s. frv. Það var látið heita svo, af hálfu verkalýðsfé- laganna, að sami maður mætti koma, en ekki annar en hann. Enn leitaði eg hófanna um þetla mál á þriðja vori og fékk þá þau úrslit með fulltingi ráð- herra Har. Guðmundssonar, sem eg þekti frá unglingsaldri hans, er hann var í vegavinnu í dalnum mínum — að sonur minn, einhver, kæmist í verk- smiðju í Raufarhöfn. Verka- lýðsstórveldið gaf þá það eftir. Sú staða eða aðstaða þótti lítil- mótlegri en staðan í verksmiðju Siglufjarðar, enda rýrari at- vinna. Það þótti víst nokkurs- konar refsing á mig og mína. Annað eins ofbeldi sem þetta, lalar sínu máli. Þá kem eg að öðru dæmi: Nýlega flutti Tíminn smá- grein eftir sveitastúlku, sem er næsta athyglisverð. Stúlkan kom til Reykjavikur í haust til þess að lyfta sér upp og fá atvinnu um tíma, ef svo mætti verða. Hún komst í vinnu hjá smá- vaxinni verksmiðju og undi vel kaupi og hag sínum. En svo skeður það einn góð- an veðurdag, eða illan aftan, að til hennar kemur sendill frá félagi sem er nafngreint og er stúlkunni sagt að segja sig í fé- lag sendilsins og greiða þar til- tekinn félagsskatt, ella muni fé- lagið herja á þá verksmiðju, sem stúlkan vann í, og banna henni að bjarga sér! Þessi stúlka var annarar trúar í póli- tískum skilningi en félagar sendilsins og var hún með þessu vonda ofbeldi neydd til að veita fjárbagslegan stuðning óvinun- um! og lúta þeim. Þetta kalla sumir heimskir menn lýðræ'ði og sleikja út uin af ánægju á heilagan fullveldis- daginn yfir frelsinu, sem þeir kalla að vér búum við, sem hokrum í landinu. í raun og veru eru flestallir menn í félögum allskonar, i þessu landi, ófrjálsir orða og at- hafna. Forkólfar félaganna sitja yfir hlut fólksins eins og hrafn- ar gína yfir krásum á láglendi, ýmist á flugi eða þá uppi á há- vöðum, þar sem þeir sitja og brýna gogginn. Einstaklingar í landi voru, voru miklu frjálsari athafna sinna meðan Danakonungar réðu landi voru, upp á síðkast- ið a. m. k., en landsmenn eru nú. Og það ófrelsi ágerist ár frá ári og versnar með sér- hverju tungli, sem kviknar á himninum, og slikt liið sama með sérhverjú sjávarfalli. Eg er eigi að óska eftir yfir- drotnan útlendra konunga né ofjarla, sem bitnað gæti á landi voru. En staðreyndirnar tala sínu máli. Þegar Ólafur digri kvaddi sér bljóðs og konungsdóms á Upp- löndum, og Snorri segir frá í Heimskringlu, tók til máls Heiðrekur konungur, sem seinna dó á Kálfskinni við Eyja- fjörð. Hann mælti þar þau minnulegu orð m. a., að lands- fólk í Noregi hefði verið frjáls- ara undir yfirráðum Danakon- unga en sumra innlendra höfð- ingja. Hann nefndi þá orsök, að fjarlægð Danakonungs hefði valdið því, að Norðmenn fengu að strjúka um frjálst höfuð nokkurnveginn. Það er auðskilið mál, að auð- veldara er að troða fólki um tær, þar sem svo er ástatt, að eigi þarf langt að seilast til þess að ná i menn. St. G. St. segir í kvæði að þar vestra fari saman Iandrými (og óbygð) og frelsi — án landrým- is sé „vesturheimska frelsíð bara gömul lýgi“. Þetta mætti til sanns vegar færa hér á landi, þar sem bændastéttin hjarir — ef hún fengi notið sín. Sú alda hófst um stund með- al bænda lands vors, að þeir kusu að eignast jarðirnar sem þeir bjuggu á og vera sjálfra sín. Nú er þessi alda að snúast í öldulægð; fjöldi bænda sækir nú fast á að selja ríkinu jarð- ir sínar og gerast leiguliðar þess — liklega vegna fjárskorts. Ekki er hlæjandi að getuleysi bænda fremur en annara fá- tæklinga. En þar sem hlátur þrýtur, tekur við grátur. I j)essu dæmi sem vera mun þúsundfalt i landi voru, er það sorgarefnið, að einstaklingurinn er eigi ófús til að heygja sig fyr- ir hópsálinni, heildinni. En þeg- ar svo er teflt, er haldið i þá átt að gera sjálfa sig að núlli, fremur en höfuðtölu, í því dæmi sem þá og þá, eða þar og þar er verið að setja niður eða leysa úr. Þess er eigi að vænta, að þorri einstaklinga meti sig svip- að þvi sem St. G. St. gerði né meti frelsi sitt á þann hátt, sem honum þótti rétt að gera. Hann var landvinur, gæddur liöfð- ingjastolti. En islenskir bændur eru „þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, þreytuna stritið og baslið alt“ —- afkomendur landnáms- manna, sem ekki gátu unað því, að vera leiguliðar og mætti ætla að þeim kipti í kynið. Þá kem eg að þriðja dæmi máls míns. Nýlega sá eg í reykvísku blaði ritgerð sem hafði að fyrirsögn: „Islenskur bóndi verkamaður framtíðarinnar“. Blaðið er málgagn (liálfgild- ings) kommúnista og x-itgerðin eftir fluggáfaðan, hálærðan bóndason. Sá bóndi, sem er fað- ir þessa lærða manns, er gáfu- maður, sem ekki hefir getað notið sín vegna þess — að hann hefir vcrið og er verkamaður, þ. e. a. s. einyrki. Þetta veit sonurinn. Og þó — samt lítur hann lxýru auga það væntanlega hlutskifti íslenskra bænda, að þeir „verði í vond- um ldæðum“. Þessi ritgei’ð veldur því að eg tók nú til máls. Eg varð svo særður á bjarta við að lesa greinina, að eg gat eigi stilt mig um að draga pennann úr slíðr- um og opna blekbyttuna. Grein mentamannsins hefir að uppistöðu Ingjald íHergiIsey, senx liðsinti Gísla Súrssyni. Sög- ur Gísla segja svo frá, að Bárð- | ur digri hafi lirakyi’t Ingjald fyx-ir bjargi’áðin við Gísla bróð- urbana Barkar — „ok ertu mik- ill mannbundr, þar senx þxi ert landseti minn“. Böi’kur hótaði honunx bana. „Ek hefi vond klæði ok hirði ek eigi, þó at ek sliti þeixn eigi gerr“ -— það var Ingjalds svar. Höf. blaðsgreinarinnar kemst svo að þeirri niðurstöðu, að Ingjaldur liafi verið fátækur verkamaður sjálfs sín, af því að hann vii’ðist vera illa til fara. Og liöf. greinarinnar sér í Ingj- aldi fyrirmynd íslensks bónda, senx er verkamaður, þ. e. a. s. einyrki, en þorir þó að bjóða byi’gin ofjarli sínum, þegar drengskaparskylda býður hon- um það. Ot af þessu guðspjalli má að vísu prédika á ýmsar lundir. Eg geri það eftir mínu höfði. Þess er þá að geta, að tvenn- um sögum fer um Ingjald, sem bjó í Hergilsey á söguöld. Landnáma segir um hann, að „Börkur digri hafi gert af hon- um eyna fyrir bjargir við Gísla Súrsson“. Þetta þýðir það, að Ingjald- ur hefir átt eyna og verið sjálfs- eignarbóndi a. m. k. Hann og Gísli Súrsson voru systrungai’, segir Landnánxa, og hún getur um, að stórbýlisjörð- in Reykliólar hafi verið bixstað- ur náfrænda Ingjalds. Má af þessu mai’ka, að Ingjaldur hefir verið aðalborinn og alls enginn einyrki. Hafi hann sagt þetta um búning sinn, sem sagan hernxir, mætti skoða það sem kaldhæðnisorð, sögð til storkun- ar við Börk. Vera nxá að Gísli hafi verið í vinnufötum, þegar fundum hans og Bai’kar bar sanian. Hann gat verið þrátt fyrir það lxöfðingi. Arnkell var goði á Breiðabólstað og var þó í heyakstri á náttax-þeli, þegar Snorri á Helgafelli drap hann, og að líkindum hversdags- klæddur. Möi-g dæmi mætti nefna úr söguxn um höfðingja, er voru litt húnir hversdags- lega. T. d. var Sighvatur á Grund Sturluson litið búinn, þegar sagan lýsir honum nán- ast. Gissur jarl hafði eitt sinn loðna kálfskinnsskó á fótum. En hvað sem líður búningi og stöðu Ingjalds í Hergilsey, þá er það víst,.að ekki er óska- leikur gerandi til þess, að ís- lenskir bændur verði verka- menn, þ. e. daglaunamenn, ein- yrkjar, smábændur. Þeir eru orðnir það, og margir, og xnunu ef til vill verða. En það er hai’insefni frenxur en fagnaðar, hvort sem það mál er metið frá efnalxagshliðinni ellegar mann- gildis hlið. Matthías sagði eitt sinn, að héi’aðshöfðingjar væru livei-ri Ixygð lífsnauðsyn. Hann gat trútt unx talað, alinn upp við breiðfirska höfðingjahætti og forsjá þeiri’a, i mátulegri fjar- sýn, þó að faðir lxans væri fá- tækur. , Enn vita þó nokkurir nxenn um þá þýðingu, sem Eyjólfur í Hvammi á Landi og Hjörtur á Þóreyjarnúpi hafa liaft fyrir sínar sveitir. Höfðingjalaus héruð eru svo senx fjallalausar lágsléttur. Mundi það eigi vera happa- drýgra smábændum að líta upp til höfðingja sinnar stéttar og leita ráða til þeirra og ásjár, en að horfa bænaraugum til veifi- skata á þjóðmálasviðinu og leggjast á brjóst þeirra? Allur þorri fólks lætur aðra Iiugsa fyrir sig. Og í annan stað vilja flestir nxenn líta upp til einhvers. Þess vegna er áríðandi að þeix’, senx litið er upp til, sé þess verðir, og helst skyldu þeir vera staddir i samskonar jax’ð- vegi, sem þei.r hafa undir fót- um, sem líta upp. Eg sé eigi að það væri vei’ra, að sveitaxjliöfðingjar droínuðu yfir smábændum, að einhverju leyti, t. d. skoðunum þeirra, en hitt, að þjóðmálaskúnxar sijji yfir hlut múga manns. Benda má á það, sem er þjóð- kunnugt, að varla getur heitið, að á síðustu áratugum hafi and- lega sjálfstæður bóndi setið á Alþingi voru, að undanskildum einunx eða tveimur. Þetta stafar af því, að þingbændurnir eru engir höfðingjar i héraði og vai’la heldur á heimilum sínum og því síður kjósendurnir. Eg vai’ð i rauninni svo sem steini lostinn, þegar eg las grein- ina i blaðinu, sem eg nefndi áðan. —- Það er þó sitt hvað, að sætta sig við lítilsliáttar hlutskifti bænda og hitt, að óska þess að þeir verði lítils hlutskiftis að- njótandi. Þetta er eigi svo að skilja, að eg telji það ósæmilegt, að vera litill bóndi, eða verkanxaður lijá sjálfunx séi’. St. G. St. kallar þessa menn „sjálfsmensku- þræla“: „Of eins er nxér sanxa þó sjálfs- mensku þræll þú sért, eins og fjöldinn og eg“ Þarna getur að líta hverjum augunx Klettafjallaskáldið lítur á kjör bónda, sem er vei’kamað- ur. Ef sjálfsmensku þræll á að geta vaxið nxeð aldri, vei’ður bann að leita á náðir andvök- unnar og’ selja svefn sjálfs sín fyrir þróunarskilyrði. Slíkt og því líkt gerir einn af þúsundi, eða einn af nxiljón. Almenning- ur vinnur eigi til þess, og tekur lieldur það úi’ræði að verða mosavaxinn, smámsaman, í því afdx-epi, sem smánxennakjörin skapa eða hafa í boði. Þó er það nokkurnveginn bæi’ilegt hlutskifti, að vera sjálfsmenskuþræll i bónda- beygj u og hafa grasrót undir fótuxxx, í samanburði við liitt: að reika um mölina og vera á valdi leiðtoga, senx drotna yfir lýðnunx eins og bersliöfðingi ræður yfir hermannasæg, svo að hann getur teflt þúsundum manna út í opna glötun feigðar og limlestinga, oft og tíðum fyr- ir liégóma sakir fremur en vegna liugsjóna. . Á svipaðan liátt tefla verk- lýðsforingjar sínum peðunx í ó- færu . Eigi má gleynxa þeinx mis- þyrmingum, senx einstaklingar eru beittir við kosningar, alt fi’á fi’æðslunefndakosning- unx upp til alþingismannakosn- inga. Sumunx sálum er hótað nxissi lánstrausts, eða atvinnu- missi, aðrir keyptir fyrir fé eða fríðindi. Fjöldi fólks er gei’ður áttaviltur nxeð ósannindunx — lofi unx fylgifiska, senx er marg- faldað, lasti unx andstæðinga, sem er þannig, að úlfaldar eru gerðir úr mýflugum. Kosningai’réttur alþýðu er þannig troðinn undir fótum, að flokkaforingjar í lxöfuðstað landsins í’áða. framboðum út unx þorp og sveitir, og í’áða þannig hverjir eru kosnir í lægri stöð- ur sem hærri. Þeir ráða einnig verkföllum, reka fólkið xit í vei’kfallaofbeldi, stundum nauð- ugt. Það sýnist smánxál út af fyrir sig, hvort sonur Sands- bónda fær að fara i síldarverk- smiðju, í skiftum fyrir bróður sinn, lasburða — eða ekki. En þó fór þetta mál fyrir stjónx verkalýðs landsins, til þeirra niðurstöðu-úrslita, að ofbeldið gekk fram, og sá vægði, sem vitrari er. „Lög hafið þér,“ sagði Pila- tus. ^Samkvæmt vorunx löguxxx á liann að dænxast,“ sögðu Fari- sear og fræðisnápar. Þá og þar réði hópsálin meðferðiixni, sem sá einstaki sætti. Ofbeldis- flokka-leiðtogai’nir segjaí „Vér liöfunx lög og eftir þeim á mað- urinn að dæmast“. Eg nefni þessa grein minkun einstaklinga. Minkunn þýðir þæði smækkun og niðurlæging. Þegar níðingshætti er beitt, minka báðir aðilar, gerandi og þolandi. En þá er illa verslað, þegar báðir liafa skaða. Þannig fóru skiftin nxeð mig og bílstjóra einn í lxitt eð fyrra. Eg fékk haixn úr þorxxinu til að aka nxöl heinx til mín frá flæð- armáli. Hann seldi dagsverkið 40 krónur. Eg borgaði honum út í hönd helminginn. Þetta var á vetrardegi. Ilann bygði sér hús unx vorið og þui’fti þá að fá sér snxiði. Eg bauð honunx að box-ga eftix’stöðvar skuldarinnar nxeð vinnu soixar íxxíns, senx er smiður og kvaðst skyldi látá vinnu hans ódýrari en taxta- kauxxi nam í þorpinu. Hann kvaðst fyrir sitt leyti vera fús til þess. En þó gæti hann eigi nolað sér þetta, þvi að kosta myndi „ui)pistand“ og verk- bann eða vinnustöðvun af hálfu snxiða, er hlut áttu að máli. Þess vegna bauð eg lionum son nxinn fyrir lægra kaup en gilti í þorpinu, að í sveit fáum við bændur þráfalt lægi’a fyrir vinnu vora vor og liaust og vet- ur en taxtakauxxi nemnr. Eg varð að láta í nxinni xxok- ann, og kyssa á vöndinn. Þegar eg á s. 1. vetri lá í sjúkráhúsi, hafði eg að herberg- isfélaga húsanxálara. Hann sagði mér að ofríki svonefxxdra sveinafélaga væri svo nxikið, að lxann mætti ekki kenna syni sín- unx iðnina né lieldur hafa vinnuskifti við annan nxálara- meistara, þannig að hvor ynni hjá liinum á vixl, þegar annar- livor ætti annríkt við að afkasta lofaðri vinnu. Tíminn hefir rætt unx þetta ofbeldi, en annars lxefir verið hljótt unx þessi mál. Síðasti Skíi’ixir flutti athyglis- verða grein um viði’eisníiixa í Portugal, sem gerðist nxeð því nxóti nx. a., að einvaldur ágætis- maður lét þjóðina gegna sér. vinna og spara. Hanxx bannaði verkföll, lifði sjálfur óbrotnu lífi, og þostaði sjálfur lækningu á sjálfunx sér við fótlxi’oti, sem liann lilaut við starf fyrir í’íkið. Hér á , landi hefði góður drengur, einvaldur, átt erindi inn á svið opinberi'a athafna — hér í landi, þar senx sunxir ráð- herrar hafa lialdið bílstjóra til Frh. á 7. .síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.