Vísir


Vísir - 26.04.1939, Qupperneq 7

Vísir - 26.04.1939, Qupperneq 7
Miðvikudag-inn 26. apríl 1939. VÍSIR 7 Stðrmerkileg uppfinning. Amerískur uppfinningamað- ur að nafni Dr. Frederick W. Hochstetter, sem sést til vinstri hér á myndinni að ofan, liefir nýlega fundið upp aðferð til þess að endurnýja notaðan hlaðapappír, þannig að hann megi nota að nýju til prentun- ar. Aðferðin er i því fólgin, að leysa upp svertuna með sérstök- um efnum og afmá hana, en um leið hafa efni þessi þau áhrif, að pappírinn verður sterkari og betri en áður. Er talið víst, að þessi aðferð inuni hal'a stórkostlega þýðingu við útgáfu blaða og pappírs- framleiðslu yfirleitt, með þvi að skrifpappír má endurnýja ná- Senðiherra Islands og Danmerknr í Stokk- bölmi lést í gær. Stokkhólmi 26. apríl. FB. Sendilierra Islands og Dan- merkur í Stokkhólmi, Ove Eng- ell, lést á þriðjudagsmorgun. Hann lét sér mjög ant um ís- lendinga húsetta í Stokkhólmi, en eins og kunnugt er hafa margir Islendingar verið í Stokkhóhni undangengin ár, einkanlega námsfólk. H. W. kvæmlega á sama liátt. Vegna hinnar stórauknu pappírsnot- kunar í heiminum, er ekki ann- að sýnilegt, en að skógarnir hafi ekki við að vaxa til þess að upp- fylla pappírsþarfirnar, og hafa ýmsir uppfinningamenn um langt skeið leitast við að fram- leiða blaðapappír i stórum stíl án viðar, en þær tilraunir munu ekki hafa borið verulegan ár- angur. I tilraunaskyni voru prentuð 8.000 eintök af Pittsburgh Post- Gazette á þennan nýja pappír og reyndist hann prýðilega. — Myndin sýnir þegar verið er að alhuga eitt af fyrstu eintökun- um, sem frá vélinni komu, og stóðst það sína raun á þann hátt, sem að ofan greinir. Aftökur í Þýskalandi- EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Fregn frá Berlín hermir, að níu menn hafi verið teknir af lífi fyrir margvíslegan pólitísk- an undirrróður. United Press. „Tengda- pabbi“. Eg las i Visi i gær, mér til mikillar ánægju, að Leikfélagið ætlaði að fara að sýna hinn vin- sæla leik, „Tengdax>ahba“, á næstunni. Það er nú orðið nokkuð langt síðan eg sá það leikrit (1916—17), en öll sýningin stendur mér enn ljóslega fyrir hugskotssjónum, því það er án efa einhver skemtilegasta leik- sýning, sem eg hefi séð, og liefi og þó séð margar góðar, bæði liér og annars staðar. „Tengda- l>abbi“ er óvenjulega skemti- legt leikrit, að vísu ekki sér- lega efnismikið, en allur blær- inn svo mannlegur og samtöl- in bráðhnyttin og fjörug. Til þess að leikrit séu skemtileg á leiksviði og falli áhorfendum í geð, er ekki altaf nóg að þau séu vel skrifuð og fyndin; þau þurfa að hafa það, sem kallað er „leikliæfni“ til þess, og það er einmitt það, sem „Tengda- pabbi“ hefir. Þess vegna hef- ir liann hér, sem annars stað- ar, átt alveg sérstökum vin- sældum að fagna. Eg hripa þessar fáu línur vegna þess, að það gladdi mig, að fá nú aftur tækifæri lil að sjá eitt af upx>áhalds-leikritum mínum, svo og til að hvetja bæjarbúa til að fara og horfa á „Tengdapabba"; eg er viss um að þeir sjá ekki eftir því. Leilcvinur. KÍNVERJAR TILKYNNA NÝJA SIGRA. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Kínverjar halda áfram sókn sinni og tilkynna nýja sigra dag- lega. I gær segjast þeir hafa tek- ið stórt svæði með 60—70 þorp- um og bæjum. United Press. LANDHER U.S.A. FÆR 500 MILJ. DOLLARA. EINIvASKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Þjóðþingið í Bandarikjunum hefir samþykt fjárveitingu að upphæð 500 milj. dollara til landhersins. United Press. 100.000 Gyðingnm frá Evrópn leyfi landvist á Haiti í Vestur-Indium Ciudad Trujllo i apríl (U. P.). Stjórnin í Dominikanska lýðveldinu á Haiti er búin að ákveða að bjóða 100 þús. Gvð- ingaflóttamanna frá Evrópu, ef þeir vilja gerast bændur og yrkja hinn frjósama, en strjál- býla jarðveg landsins. Dominikanska lýðveldið er að flatarmál á stærð við Portu- gal, en ibúarnir eru að eins 1.6 milj. að tölu. Hitt i'ikið, sem er á eyjunni og er henni samnefnt —Haiti — er helmingi miima að flatarmáli, en ibúatalan er samt helmingi hærri. Þetta tilboð sjómarinnar i D. L. er komið af því, að liún ger- ir sér ljóst, að hún verður að auka landbúnaðinn, en ekki verksmiðjuiðnaðinn í borgunum. Það er því ekki gert ráð fyrir að þeir vei'ði neinna fi-íðinda aðnjótandi, sem ekki vilja gei-ast jai’ðræktarmenn. Frjómoldin er um 12 fet á dýpt og loftslagið þurt og heitt svo að þarna eru hin bestu skil- yrði til að rækta sykurreyr (að- alútflutningsvöru landsins), tó- bak, kaffi, hi'ísgi’jón, banana, kartöflur og fjölda annara matjurta. Þeii', sem vilja gei'ast bænd- ur, verða þessara hlunninda að- njótandi: 1. Þurfa ekki að greiða 500 dollara í innflutningseyri, sem ki-afist er annai's af öllum. 2. Fá landrými endurgjalds- laust og trygðan stöðugan markað fyrir framleiðsluvörur sínar. 3. Ólceypis hús og ágæla að- lilynningu, meðan verið er að byggja þau. 4. Jarðyrkjuverkfæri og til- sögn i jarðyrkju endurgjalds- laust. Domiiiikanska lýðveldið er ekki fyrsta landið, sem býður slík kostaboð, því að Brasilía hefir gert það áður, en brendi sig á því. Því að þegar Gyðinga- innflytjendurnir í Brasilíu höfðu setið á búgörðum sínum i eitt iár eða svo, þá tóku þeir sig upp, sviku öll loforð sín um að stuiida landbúnað og fóru til borganna. Þess vegna hefir D. Hátiðahöldm 1. mal. 1. maí fer í hönd, en sá dagur er hátíð verkalýðsins, sem soci- alistar og kommúnistar Iiafa revnt að tileinkasérsérstaklega i pólitísku áróðursskyni. Framan af létu menn sér fátt um finn- ast, þótt dagurinn væri þannig misnotaður og svívirtur, en nú er þetta breytt til hins betra, með þvi að verkamennirnir sjálfir liafa risið npp til þess að gera daginn að degi sínum í orðsins eiginlegu inerkingu. Þeir verkamenn, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum hér i bænum, munu að þessu sinni gera sitt til að dagurinn megi verða minnisstæður sem hátið verkamanna fyrst og fremst. Vaxandi áhugi fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, samfara auknum félagsleg'um samtökum og liarðnandi baráttu, hefir leitt það i Ijós, að þrátt fyrir allan áróður, beinan og óbeinan, hefir byltingáöflunum hrakað innan verkalýðshreyfingarinnar, mátt- ur þeirra f jarað út og þorrið, en verkamenn hafa fundið kraft- inn í sjálfum sér, svo sem vera ber, m. a. til þess að eignast sinn eigin dag og endurheimta liann úr greipum eyðingarafl- anna. Málfundafélagið Óðinn, sem er fyrst og fremst félagsskapur verkamanna, hefir fyrir nokkru hafið undirbúning hátíðahalda þennan dag og mun þeim undir- búningi lokið að mestu. (Útifundur verður haldinn, þar sem margir ágætir ræðu- menn láta til sin hejn’a, fjöl- breyttar inniskemtanir verða luiídnar, hátíðablað gefið út og að lokum verður samkoma um kvöldið að Hótel Borg. Þarf ekki að efa, .að 1. maí verður að þessu sinni, — eins og liann á að vera —, dagur allra verkamanna hér i bæ, en ekki einstakra flokka eða félaga. L. sett ströng ákvæði þessu við- víkjandi. Enda er nú líka svo kornið, að takist ekki að auka jarðrækt- ina i landinu, þá er voði fyrir dyrum. Borgirnar mega ekki vaxa meira á kostnað sveit- anna. Minkun einstaklingsins. Framh. af 4. síSu. að aka sér i hvita húsið, styttri spöl frá bústað, þ. e. heimili, en liverjum manni er nauðsynlegt að ganga sér til hressingar. — Sama tegund manna gengur svo á skiðum og brýtur á sér lapp- irnar að óþörfu — engu máli þörfu, til gagns né sóma. Hér i landi, sem er jafn nærri gjald- þroti sem Portugal var, þegar viðreisnin liófst, talca opinberir starfsmenn daglaun ofan á ferðakostnað og ofan á árslaun- in, þegar þeir látast vera i em- Iiættisferðum, en eru í raun og veru i skemtisnatti. — Ein að- alþróunin í voru lýðræðislandi er vöxtur fingranna á lengdar- veginn. Og allskonar endemi er samþykt, eða liðið, eftir reglum lýðræðisins og þingræðisvenj- um. — Ritgerðin í Skírni vakti þá at- hygli, ef svo mætti segja, að enginn maður hefir nefnt liana á nafn í blöðunum, svo að eg viti. önnur merkisritgerð í Skirni um uppruna Landnámu, frum- leg grein, hefir sætt samskonar dauðaþögn. Fleiri ritgerðir i heftinu rnætti nefna, sem þögn- in hefir bælt undir sig. En um svokölluð lýðræðismálefni er masað og þvælt látlaust, liér í landi, þar sem lýðræðið er orð- ið að undri í augum skynsamra manna, vegna misbeitingar of- beldismannanna, sem gera sig að illum ofjörlum — á kostnað almennings.------ Landrýmið fóstraði á söguöld konungshugann. Sum land- náms-víðlendi einstaklinga svör- uðu til fylkja í Noregi, að stærð. Nú er svo komið, að svokall- aðir bjargráðamenn lands vors óska eftir að bygðin verði þröng — að þorpum gerð, með þeim nágrannakriti og einkum kjafta- masi, sem jafnan verður i þröngbýli. Ef til vill rekur að þessu. En það er þó neyðarúr- ræði og mun verða þess vald- andi, að fólkið smækkar and- lega. Mér er eigi gefið um harð- stjórn og stórbokka, sem þrengja að kosti lítilmagna, sjálfum sér til framdrdáttar. En hópsálin er jafnillrar náttúru, þegar liún lendir í vasa illra of- stopa eða auðlrúa einstakling- um er vafið um fingur, sem klær eru á. Hópsálin var að verki t. d. þegar Ki'istur var krossfestur. Iienni var talin trú um það, að liann væri óvinur þjóðarinnar. Jesús vissi víst livaðan veði'ið blés, eða mundii blása, þegar liann „tók sig út úr mannfjöld- anum og fór á afvikinn stað“, til þess að geta notið innra nian.ns síns, utan við þröngina. Allir miklir menn þurfa á ein- veru að halda öðru hvoru, til þess að þroska einstaklingseðlið — því að þroskun þess er nauð- syn og skylda, manngildinu til vaxtar og viðhalds og verndar. Skaftfellingar hjálpa hverir öðrum við að byggja liús og er sú samvinna fyrirmynd, fegurri og göfgari en sú samtakaúlf- úð, sem bannar húsbændum að vinna hverir hjá öðrum. En sú samvinna er þó óæski- legust, sem hvetur til þess að rithöfundar hræri saman i eitt skáldverk hugarburðum sinum. Sú rússneska grautargerð hefir verið lofuð í herbúðum rauð- liða. Það væri hliðstætt þvi liátt- erni, ef livatt væri til þess að svo væri teflt, að kona kendi með líkindum barn sitt mörg- um mönnum -— á samvinnu- grundvelli. Mikil rækt er nú lögð við í- þróttir í landi voru, einkum þær, sem fæturnir iðka. — Iþróttir tungunnar (orðlist) er minna metin. St. G. St. kemur inn á þetta svið í kvæði um Kolbein, liklega þann, sem mátaði kölska i Ijóði, en vera mundi snauður að ver- aldarauði. „Hann iðlcaði list sem er fáum hent: að lepja upp mola á hfsins stig, en lét ekki baslið smækka sig.“ Hópsálin, sem lýðræðisbull- urnar dásama, smækkar ein- staklingana og fækkar höfð- ingjum, sem lieitið geta þvi nafni. St. G. St. skildi vel, og hafði reynt það, að örðugt er erfiðismanni, sem er lúinn, að lialda fjörsporinu. Likamleg þreyta mun liafa valdið þvi, hve kvæði lians eru þunglamaleg, flest ó-lyrisk. Hann skildi hættuna, sem er samfara baslinu: að bóndinn, sem er verkamaður (einyrki) verði andlega lítill, lendi í Ixindabeygju. Og skáldið er undir sömu syndina selt,t. d. ef það velur lít- ilsháttar yrkisefni, ellegar htur svo lágt, að það vinnur sér til lesendafylgis að æsa upp for- vitni alþýðu með skrípamynda- samsetningi, þar sem: Öllu er snúið öfugt þó aftur og fram í hundamó. Vöxtur og viðganjgur einstak- linga verður því að eins, að þeir verði sjálfstæðir menn að stöðu og efnahag. Minkun manna er í vændum, ef Iiygðin dregst saman í þorp, svo að allir verði smælingjar smælingjanna. Það er sitt hvað: að æskja þess, og hitt: að sætta sig við það, ef eigi verður und- ankomu auðið því hutskifti. Þvi fleiri hornsíli i einni á — því færri laxar, „sem leita móti straumi sterklega og stikla fossa.“ Og þvi fleiri höfuðstafir verða i dæmi lífsins i hvaða landi sem er, sem fleiri eru frumlegir og sjálfstæðir einstaklingar í þjóð- félaginu. Guðmundur Friðjónsson. f dag er til moldar borimsi Magnús Daviðsson, Þvervegi 3&, er andaðjst i Landakotsspítala 14. þ. m. eftir þunga legu. Magnús sál, var fæddur a<3 Örnólfsdal i ÞverárhliS 18- mars 1874. Föreldrar hans vora Davið bóndi Daviðsson frá Þór- gautsstöðum í Hvitársíðu og kona hans, Guðrún Magnúsdótt- ir prests Sigurðssonar á Gils- bakka. — Hann ólst upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingu, en varð ungur að fara að vinna fyrír sér. Dvaldi hama á ýrnsum stöðum í Borgarfírði, bæði sem vinnumaður og Iausar- maður, þótti hann jafnan á- reiðanlegur ogduglegurtil hvers sem hann vann við, enda vai* hann vinsæll og vel látinn hvar sem hann dvaldi. — Hingað til Reykjavikur flutti Magnús 1915. Stundaði hann legst af akstur, en hin síðari ór byggingavínnu. Magnús sál. kvæntist 1918 eftir- lifandi konu sinni, Soffíu Jóns- dóttur af Akranesi, er þá var ekkja; eiga ]>au eina dóttur á hfi, Jónu Kristinu, er dvelur hjá móður sinni. Stjúpdóttir Magn- úsar, RagnSiiIdur Jónsdöttir, ólst að nokkuru leyti upp hjá honum; hún er gift Böðvari Bjarnasvni Siúsasmíðameistara. Sambúð Magnúsar og koma hans var liin besta; þau voru bæði samvaíin i gestrisni og gi-eiðasemi og eru það margir sem notið liafa gestrisni þeirra, og þrátt fyrir það þótt ekki væri auðlegð i búi. höfðu þau alla tíð nóg fyrir sig, og einlægan vilja til að gieðja aðra. Eg sem þessar línur rita, þekti Magnús sál. um 30 ára bil og minnist lians sem elns Mns dagfarsbesta og grandvarasta manns í hvivetna: hlýr í við- móti, hjálpfús, barngóður og einlægur vinur vina sinna, og sérstaklega umhvggjusamui; heimilisfaðir. og liefðí hanoi áreiðanlega óskað þess heilast að mega lifa lengur fyrir ást- vini sína. — Nú er liann horfinra inn á eihfðai'Iandið, er hama trúði einlæglega að framundaia væri, en ásívinírnir sem eftir eru, sakna hans og blessa minn- ingn Iians. Yinur. Náttúrufræðingurinn, 4. hefti 8. árgangs, er nýlega ú'C- koniið, fjölhreytt og frótSIegt atS vanda. 1 því er þetta efnf me'SaS anmirs: Á ferð með þorskinum (4- F.), Um útbreiSsíu dýranna á jörð- inni (Á. F.), Kenningar um Geysis- gosin (Á. F.), Fuglanýjuiig-ar (F„ S.), Víðidalur í Lóni (St. St), Á- rangur islenskra fuglarneridnga (M. B.), Ferðir Islendinga til Amerikta í fornöld (Á. F.) o. m. fl. — Nátt- úrufræðingurinn er eitt af þeím rit- um okkar. sem er bæði þroskandS og skemtilegt í senn, og á það skií- ið, að sem flestir lesi það. Leikfélag- Reykjavíkur hefir á morgun frumsýningu á sænskum gamanleik, sens heitir Tengdapahbi. — Þes&s gamanleikur var sýndur húr fyrst 1916 og fékk þá. Iiinar bestu viðtökur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.