Vísir - 27.04.1939, Side 2

Vísir - 27.04.1939, Side 2
V I S I R Horfurnar í álfunni alvarlegri en í september. Menn kalladir til skyldustarfa í loft- varnarbyssustödv- um hvarvetna í Bretlandi. Breska herskipiö Repnlse verðnr ekki sent til Kanada með konnngsiijdnin í næsta mánnði. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London í morgun. Chamberlain forsætisráðherra vék að því í ræðu sinni í neðri málstofunni í gær, að á þeim tímum, sem nú væri, yrði að taka ákvarðanir mjög snögglega, og' það væri of seint að leggja her- skyldumálið fyrir þingið, þegar ófriður væri skollinn á. Tímarnir væri ekki venjulegir friðartímar, því að horfurnar væri áframhaldandi mjög ískyggilegar. Til marks um hvers alvarlega stjórnin telur horfa er það, að í gær og alla síðastliðna nótt hefir verið unnið af kappi að margskonar undirbúningi í öllum loft- varnastöðvum landsins, alveg eins ,og í september, er menn óttuðust, að heimsstyrjöld kynni að brjótast út þá og þegar. Allir þeir, sem vinna við loftvarnastöðvar, hafa fengið fyrirskipun um að hverfa til stöðva sinna. Blöðin sem gera þessar ráðstafanir að umtalsefni ræða þær í sambandi við það, sem Chamberlain sagði, að nauðsynlegt væri, að hafa ávalt nægum mannafla á að skipa í loftvarna- stöðvunum. Og þegar ískyggilega horfði yrði að hafa nægt lið til taks. Hermenn úr fastahernum eiga að vera stöðugt á verði í loft- varnastöðvunum, uns búið er að þjálfa nýliða sem geta tekið við af þeim. 7000 manna japansknr her hrakinn á flitta við Nanchang. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkvæmt tilkynningum kínversku stjórnarinnar halda Kínverjar áfram sigursælli gagnsókn á hendur Japönum og hafa víða unnið mikið á. VÍSIR DAOBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lánstraust landsins. INGI hefir nú verið frestað til haustsins. Hin nýja rík- isstjórn fær þannig tækifæri til þess að ráða ráðum sínum í ró og næði. Enginn vafi er á því, að það er fullkominn ásetning- ur ráðherranna að taka nú til óspiltra málanna. Enda er það svo, að oft er þörf en nú er nauðsyn. Það eru ekki líkindi til þess að þeir sem með völdin hafa farið að undanförnu hafi liaft neina tilhneigingu til þess að sverta ástandið úr hófi fram. Miklu fremur er áslæða til að ætla, að þeir reyni að berja í brestina í lengslu lög. En af ræðum þeim, sem fluttar voru við stjórnarmyndunina varð það ^alþjóð ljóst, að hag lands og þjóðar er svo komið, að þörf er viturlegra úrræða og karlmannlegra átaka til þess að koma nauðsvnlegri lagfæringu til leiðar. Ráðherrar Sj álfstæðisflokks- ins ganga þass ekki duldir, fremur en flokksmenn þeirra, að þeir hafa tekið að sér vanda- söm störf og vanþakklát. At- vinnuvegirnir eru í kaldakoli, einkum við sjóinn. Fjárhagur ríkisins hinn erfiðasti. Viðskifti lÖmuð vegna gjaldeyrisskorts. Lánstraust landsins þrotið. Og loks yfirvofandi styrjaldar- hætta. Þannig er ástandið þegar Sjálfstæðismenn taka sæti í rikisstjórninni. Þeir koma þangað ekki til þess að njóta góðra daga, svo mikið er vist. Þeirra fulltingis var ekki óskað meðan alt lék í Iyndi. Þeim hefir ekki verið boðin þátttaka í „góðærisstjórn“. Það er ekki leitað til þeirra fyr en á elleftu stundu. Um þetta skal ekki sak- ast. Til Sjálfstæðisflokksins er leitað þegar mest á liggur. í því felst sú fylsta viðurkenning, sem á verður kosið frá fornum andstæðingum. Það er dálítið ólík aðkoma fyrir Sjálfstæðismenn nú, eða fýrir þá, sem settust að völdum eftir kosningarnar 1927. Þá höfðu Sjálfstæðism. farið með völd í 4 ,ár. Þau ár voru mesta viðreisnartímabilið í síðari sögu okkar. Atvinnuvegirnir til lands og sjávar stóðu með miklum blóma. Útgjöld ríkisins voru helmingi lægri en nú. Skattar höfðu farið lækkandi. Samtimis hafði verið unnið meira að op- inberum framkvæmdum, en áð- ur hafði þekst. Lánstraust ríkis og einstaklinga erlendis betra en verið hefir, fyrr eða síðar. Þannig var ástandið, þegar hér tóku völdin, þeir flokkar, sem stjórnað hafa Iandinu, síðustu 12 árin. Verkefni hinnar nýju stjórn- ar eru mikil og margvísleg. At- vinnurekendurnir í landinu þurfa að finna, að fullur skiln- ingur sé á hag þeirra og af- stöðu. Öll þjóðin verður að sjá, að ekki verði stjórnað með hagsmuni einstakra stétta, flokka né fyrirtækja fyrir aug- um. Það verður að örfa fram- takið í stað þess að draga úr því. Og síðast en ekki síst: Það verður að endurreisa hið glat- aða lánstraust erlendis. Undanfarin misseri höfum við gengið bónleiðir til búðar, livar sem leitast hefir verið fyrir um lánstökur erlendis. Fyrir einu ári lýsti formaður Framsóknarflokksins þvi yfir mjög skorinort, að engin von væri til þess að erlendir fjár- málamenn vildu hætta hingað fé sínu, að „óbreyttum kring- umstæðum“. Ekki er við því að búast að hinar „breyttu kring- umstæður“ hafi mildu umþokað í þessum efnum, á þeim viku- tíma, sem liðinn er síðan Sjálf- stæðismenn gengu til stjórnar- myndunar. En það er álit þeirra, sem kunnugir eru i fjár- málaheiminum, að vitneskjan um þátttöku sjálfstæðismanna í stjórn landsins, muni hafa heillavænleg áhrif út á við. Reynslan ein getur úr þessu skorið. En takist að endurreisa lánstraust landsins, munu Sjálf- stæðismenn ekki telja eftir stuðninginn við hina nýju stjórn. a MQHICAN-STRANBIfl. Horfflr batnandi að togarinn náist út. Vísir átli tal við Geir Zoege útgerðarmann í Hafnarfirði í morgun. Var Geir þá i Ifallgeirs- ey, en á förum heim. Kvað G. Z. góðar horfur á, að togarinn næðist út. Hann hefði verið dreginn út 2—-3 lengdir sínar og þyrfti ekki að draga hann út nema 1—2 lengd- ir til, og væri liann þá kominn á flot, en nú væri smástreymt, og ekki hægt að gera úrslilatil- raunina fyr en eftir 1—2 daga eða svo, með ’vaxandi straum. Veður er gott og alveg ládautt við sandinn. ÍOOO námu- menn farast. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Ógurleg gassprenging varð í morgun í kolanámu í Qubari í Hokkaido-eyju í Japan. Niðri í námunni voru 1279 verkamenn, er spreng- ingin varð, og komust að eins 163 upp úr námunni. Hinir króuðust inni í nám- unni og er talið að þeir muni flestir eða allir hafa farist. Samkvæmt seinustu fregnum óttast menn, að yfir 1000 námumenn hafi farist í námunni. United Press. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik heldur fund í kvöld kl. 8J/>, í Varð- arhúsinu. — Áríðandi að allir mæti! HVERS VEGNA HERSKIPIÐ REPULSE VERÐUR EKKI SENT TIL CANADA. Það er búist við því, að Chamberlain muni tilkynna í neðri málstofunni í dag, að | bresku konungshjónin muni ekki fara á herskipinu Repulse í heimsókn sína til Canada og Bandaríkjanna, eins og ráðgert var, heldur í línuskipinu Em- press of Australia. Að minsta kosti býst Daily Express við yfirlýsingu um þetta frá Cham- berlain, og í London er altalað, að þau fari ekki vestur um haf á Repulse. Orsökin er talin sú, að svo ískyggilega horfi, að flota-' málastjórnin vilji ekki senda Repulse frá Bretlandi þar sem Repulse er eina herskipið í flota Breta, sem hraðskreið- ara er en litlu orustuskip- in þýsku fþ. e. hin svo köll- uðu „pocket“ (vasa ) orustu- skip), sem eru afar hrað- skreið og útbúin eins full- komnum tækjum og stór orustuskip. Eiga Þjóðverjar 3 slík orustuskip fullgerð. — Af stóru bresku herskipunum er Repulse eitt nægilega hraðskreitt til þess að elta uppi slík herskip. HERSKYLDUÁFORMUNUM VEL TEKIÐ Á BRETLANDI. Akvörðununum um her- skylduáformin liefir verið vel íekið í Brellandi yfirleitt, að því er best verður séð, þótt senni- lega sé mótspyrnu að vænta frá jafnaðarmönnum. Blöðunum verður tíðrætt um þessa stefnu- breytingu stjórnarinnar og telja nauðsynlegt, að herskyldunni sé komið á. Evening Standanrd telur að hér sé ekki verið að rifta neinni erfðavenju, því að hér liggi fyrir svo mikil og knýj- andi nauðsyn, að ekki verði saman jafnað við aðra tíma en þá, er ófriður virðist yfirvof- andi. Þegar horfurnar eru eins Segjast Kínverjar hafa náð miklu svæði af Japönum á sitt vald. Hefir verið stöðug sókn af Iiálfu Kínverja að undan- förnu. — Fregnir frá Kína í gær vekja óvanalega eftirtekt, því að samkvæmt þeim hafa Kín- verjar sent mikið lið til Nan- chang-vígstöðvanna þar sem Japanir voru taldir hafa komið sér vel fyrir eftir sigur sinn þar. Er svo að sjá, sem þeir hafi ekki búist við mikilli árás á þeim slóðum, en þó höfðu þeir þarna mikið lið. Kínverjar segjast hafa gert gagnárás við Nanchang og borið sigur úr býtum. Hafa þeir tekið mikið herfang m. a. mikið af brynvörðum bif- reiðum. — Kínverjar ætla að ömurjegar og nú, er knýjandi nauðsyn, að alt sé gert sem unl er til þess að þjóðin geti varið frelsi sitt, sem henni og mörg- urn þjóðum öðrum sé dýrmæt- ast af öllu. ÁLIT FRANSKRA OG ENSKRA BLAÐA. Frönsk blöð eru mjög ánægð yfir þeirri ákvörðun, sem breska stjórnin hefir tekið. Þýsk blöð — t. d. Börzen Zeitung — telur, að þessi ákvörðunbreskustjórn- arinnar sýni betur en nokkuð annað að liverju breska stjórnin stefni í raun og veru og mun þar vera átt við það, að Bretar leggi nú höfuðáherslu iá að treysta samtökin gegn Þýska- landi. þarna hafi Japanir liaft 7000' manna lið til varnar og segj- ast þeir liafa tvístrað þessum her, sem nú sé á óreglulegu undanhaldi. United Press. Islenskir starfs- menn viö heims- sýiingunð. Átta manns af íslenskum ætt- um verða starfandi við íslensku sýninguna í New York og verða þar af nokkurir Vestur-íslend- ingar. Gefa þeir sýningargest- um leiðbeiningar og upplýsing- ar um ísland, svo sem þess verð. ur óskað. Farnar eru vestur tvær kon- ur, frú Ivlara Árnason og frk. Jóhannsson, en Thor R. Thors er ófarinn vestur og verður hann þar í 3 mánuði. Har. Árnason verður vestra fram eftir maímánuði, en í júní fer Thor Tliors vestur í erindum S. í. F. og verður á sýningunni ís- landsdaginn 17. júní. Vilhjáhnur Þór dvelur vestra meðan sýningin stendur yfir. Send hefir verið vestur aukin og endurbætt útgáfa hinnar ágætu bókar — ísland: Ljós- myndir af landi og þjóð. Höfnin. í morgun komu þessir togarar af veiðum : Gulltoppur, Snorri goði, Baldur og Karlsefni, allir með 6o —70 föt lifrar. FRAKKAR OG BRETAR IIAFA KEYPT FLUGVÉLAR AF ÞESSARI GERÐ í BANDARÍKJUNUM. Þetta er mynd af flugvélum, sem tóku þátt í mesta hópflugi, sem ameríski herskipaflotinn nokk- uru sinni hefir stofnað til. Eru þetla alt stórarárásarflugvélar og tóku 48 þeirra þátt í hópfluginu — frá San Diego í Kaliforniu til Panama, en ef til til ófriðar kemur eiga slíkar flugvélar að verja skurðinn. Vegalengdin frá San Diego til Panama er 3000 enskar mílur. 45 af flugvélunum flugu alla leið til Panaina án viðkomu, en þrjár nauðlentu. — Bretar og Frakkar hafa keypt talsvert af flugvélum af þessari gerð í Bandaríkjunum. —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.