Vísir - 28.04.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 28.04.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 28. apríl 1939. 3 V I S I R IðiÉi - istð frðÉriál Reykjaior - veillr kzjðrkíii ótzmaiidi haosíiótashilyrði. Öll líkindi epu til ad bæjafstjópnin taki tilboði Möjgaapd & Sehultz um framkvæmd verksins, sem þá ætti að hefjast mjög bráðlega. Eftir þeim upplýsingnm að dæma, sem Vísir hefir fengið má telja það vafalaust, að vinna við hitaveitu Reykjavíkur hefjist bráðlega, með því að tilboð firmans Höjgaard og Schubz A. s. mun eftir öllum atvikum vera mjög sæmilegt, en þeir munu gera heildartilboð í verkið, þ. e. a. s. bæði að framkvæma þaði og útvega nauðsynlegt fé, sem til framkvæmdanna þarf. Að vísu hefir heyrst að lán það sem félagið þannig hefir aflað sé ekki til langs tíma, en samkvæmt þeim áætlunum, sem fyrir liggja er talið að hitaveitan geti að fullu og öllu staðið undir greiðslu afborgana og vaxta, og er þá þessu nauðsynjamáli bjargað í bráð og lengd. l>ótt ekki sé unt að fullyrða, að í verkið verði ráðist fyr en bæjarstjórnin hefir samþykt til- boð það, sem hún fær frá ofan- greindu firma, er engin ástæða til að ætla, að óvæntir atburðir hindri framkvæmd verksins úr þessu, og er því ekki úr vegi að gera sér nokkra grein fyrir þýð- ingu þessarar stórmerlcu fram- kvæmdar, bæði fyrir Reykvik- inga og þjóðina í heild. Það er talið, að í vinnulaun muni verða greiddar ca. 3 milj. króna, og verður það að teljast gott búsilag fyrir verkalýðinn liér í bænum, á þeim erfiðu tím- u'm, sem nú standa yfiir. Má ætla að liinu tilfinnanlega at- vinnuleysi, sem verið hefir hér að undanförnu, verði þannig út- rýmt að verulega leyti, meðan á framkvæmd verlcsins stendur, en þegar hitaveitan er komin að fullu í framkvæmd, er það trú manna, að möguleikarnir séu ótæmandi og óteljandi, sem hið heita vatn getur veitt, til alls- kyns framkvæmda hér í bæn- um . Mun hinn sænski verlc- fræðingur, sem hér var á ferð, m. a. liafa látið það álit sitt í ljós, og bent á ýmsar fram- kvæmdir, sem til greina geta komið. Ilitt liggur í augum uppi, að Reykjavík verður mun hollara aðsetur, eftir að hitaveitan er komin í framkvæmd, en áður, og til þess munu allir hafa hugs- að með tilhlökkun, sem séð hafa sótskýin yfir bænum á kyrrum vetrardögum, þótt eklci sé á-f stæða til að ætla, að sót hverfi liéðan með öllu, þrátt fyrir hita- veituna. Það eru mikil likindi til, að heita vatnið geti með réttri not- kun komið að góðu lialdi við garðrækt allskonar, og að það verði á þann hátt bænum óbein tekjulind. Telja fróðir menn, að þau not verði ekki að fullu met- in til fjár, ekki síst ef áfram- haldandi grænmetisskortur verður hér ríkjandi, vegna ó- hagstæðra verslunarhátta, og gera menn sér vonir mn ,að Reykvíkingar geti orðið sjálfum sér nógir um grænmetisfram- Ieiðslu i framtíðinni. En livað sem um þetta má segja er hitt augljóst, að með framkvæmd hitaveitunnar spar- ast ógrynni fjár í erlendum gjaldeyri, með því að heildar- notkun erlends eldsneytis liér i hænum nemur geisihárrri upp- hæð á ári hverju. Yerður hér um árlegan sparnað að ræða, sem með tímanum nemur tug- uni miljónum króna, en auk þess verður þetta einhv.er ör- uggasta og hagkvæmasta ráð- stöfun gegn afleiðingum ófrið- ar, sem á verður kosið. Yæri óskandi, að allir bæir hér á landi ætti þess kost, að verða sömu hlunninda aðnjótandi, enda get- ur vel svo farið að víðar kom- ist upp hitaveita en hér, og er þá vel. Þegar rætt er um hitaveituna, sem rnenn gera sér þannig bestu vonir um, er skylt að minnast þess mannsins, sem aðallega beitti sér fyrir framkvæmdum i þessu efni, en það var Jón Þor- lákssoii borgarstjóri. Hitaveitan var eitt af lians aðal áliugmál- um og mun liafa átt sinn þátt i því, að liann tókst á hendur að gegna borgarstjórastöðunni, þrátt fyrir hina alvarlegustu vanheilsu. Er liann féll frá, var j undirbúningur málsins kominn ! vel á veg, þannig að auðsætt var j að hér var um þarft og gott fyr- irtæki að ræða, sem ástæða var til að leggja alt lcapp á að lirinda , í framkvæmd. Þá ber og að þakka verkfræð- ingum bæjarins, og þá sérstak- lega Helga Sigurðssyni og Val- ! geiri Björnssyni, liið ágæta und- I irbúningsstarf, sem þeir liafa leyst af hendi, en á þeim hefir REYKSKÝ TIL VERNDAR HERSVEITUM. Mynd þessi er frá heræfingum við Panamaskurðinn. 65. herdeild Bandaríkjanna hylur sig með reykskýjum fyrir „óvinahersve'tunum“, sem settar hafa verið á land frá herskipum. að vissu leyti hvilt þyngsta á- byrgðin við undirbúning verks- ins. Starf þeirra hefir fengið þá dóma lijá öllum þeim, sem um málin hafa fjallað, að það stæð- ist fylstu gagnrýni, og allar á- ætlanir þeirra og útreikningar liafa verið gerðir af svo mikilli varfærni, að til fyrirmyndar má vera, þegar í miklar fram- kvæmdir er ráðist. Borgarstjóri Pétur Halldórs- son og bæjarstjórn liafa stöðugt unnið að þessu nauðsynjamáli, þrátt fyrir allö erfiðleika, og hafa gert alt sein unt hefir verið til þess að hrinda málinu i fram- kvæmd, og er ekki ástæða til að ætla annað, en að lausnin sé fengin, þótt svo kunni að fara, að einhverjir agnúar séu á kjör- um, miðað við það, sem best hefði orðið á kosið. Það er engin ástæða til að rifja upp forsögu þessa máls að öðru leyti, enda munu Reykvíkingar allir sem einn vænta hins besta af hinn nýju framlcvæmd, sem er eitthvert rnesta og besta hags- munamál þeirra, að Sogsvirkj- uninniundanskilinni. Þetta tvent, Sogsvirkjunin og hitaveitan, Sdðaskapnr- inn í bænom. Nýl. fór lögreglustjóri ásamt með einum lögregluþjónanna víðsvegar um bæinn og athug- i aði hvar helst væri áberandi sóðaskapur við hús, með það ! fyrir augum, að láta ráða bót á honum. Ilefir jiessi lögregluþjónn framvegis það starf, að líta eftir j lireinlæti umhverfis hús bæjar- búa. Fær hann sérstök eyðublöð, j sem hann útfyllir og fær hús- : ráðendum, þar sem tiltekið er, i hverju sé ábótavant hreinlæti umhverfis liús. Vonandi verður þetta til þess, að ástandið í þessu efni hér í j bænum lagast, því að það hefir j oft verið hin mesta smán að sjá hvernig umhorfs Iiefir verið víðsvegar i þessu efni. sýna stórhug, hygni og forsjá sjálfstæðismanna, þar sem ; kraftar þeirra fá að njóta sín. JAPANIR HERTAKA TVÖ NORSK SKIP. Osló, 27. april. — FB. Japanir liafa tekið tvö skip í förum til Ivina og flutt til liafn- ar. Skip þessi eru Prosper og Promise frá Haugasundi. — Eigendur skipanna telja þessar aðfarir alveg óskiljanlegar. Töku skipanna liefir verið mót- mælt. Búist er við, að skipin verði látin laus bráðlega. — NRP. FRÁ HAFNARFIRÐI. I fyrrakvöld kom línuveiðar- inn Eróði til Hafnarfjarðar og hafði fengið 100 skpd á 8 dög- um. í gærmorgun kom Júní með 72 föt eftir 12 daga útivist. Blautur fiskur, 53 tonn, var fluttur út með Dettifossi siðast frá Lofti Bjarnasvni og s.l'. Akurgerði. Einnig sendi Loftur Bjarnason 150 pakka af ufsa með sama slcipi og mun sá fiskur hafa farið til Brasilíu. Gustav Cassel prófessor: Jafnvægisskopfup stypkj astefnunnap. Niðurlag. Viðskiftabúskapur, sem starf- ar í jafnvægi á þennan hátt, er vissulega eftirsóknarverð fyrir- mynd. En það er ekki hægt að komast af án þessarar fyrir- myndar. Vér erum altaf neydd- ir til hennar aftur þegar vér viljum rökstyðja skoðanir vor- ar um „sannvirði“ á ýmsurn framleiðslukröftum og nauð- svnjum, og skýra fyrirkomu- lagsreglurnar í viðskiftahygg- ingu þjóðfélagsins. En þörfin fvrir slíkar útskýringar vex óumræðilega og stöðugt eftir þvi sem hin stjórnarfarslega skipulögðu þjóðfélög fjarlægj- ast meira hinn frjálsa við- skiftabúskap. Það er nauðsyn- legt að skoða þau afbrigði í samhengi og gera sér ljóst, hvernig sá búskapur lítur út í heild sem ríkisvaldið gripur mikið inn i af tilviljun, og hvernig það yfirleitt er mögu- legt að halda jafnvægi í slikum búskap. Það er að vísu ekki fyrirfram hægt að staðhæfa að annað viðskiftafyrirkomulag en viðskiftahúskapurinn sé ó- nothæft, en það er ekki hægt að gera stöðugar breytingar á viðskiftabúskapnum án þess að gera sér ljóst, hvernig jafnvæg- isviðfangsefnið skuli leyst í því viðsldftafyrirkomulagi sem þá skapast. Ef maður hættir að fara eftir ]>eim reglum sem viðskiftabúskapurinn byggir á, þá glatast bæði tilheyrandi skil- yrði til að hagnýta framleiðslu- kraftana og verðlagsmæli- kvarði hans fyrir öllu verð- mæti. Þegar ríkið liefir á ein- stöku sviðum gert breytingar á viðskiftabúskapnum hefir það talið sig auðveldlega geta bætt þjóðfélaginu þau töp með opin- beru eftirliti. En ef þessi stefna útrýmir að verulegu leyti við- skiftabúskapnum mun ríkis- valdið sjálft skorla í sérhverju tilliti leiðarvisi um verðlag og stjórn á viðskiftamálum þjóð- félagsins. Tilviljanir, sem skapa pólitískar skoðanir um það, hvað sé „sanngjörn“ greiðsla eða „réttlátt“ verð, hafa ekkert sönnunargildi hagfræðilega séð. Tilfinningamál, sem menn reisa á kröfur um fasl sam- ræmi i lífskjörin við framleiðsl- una, stefnir að því að halda starfskröftunum föstum við framleiðslugreinar, sem starfa ckki lengur í samræmi við eft- irspurnina. Ef lækkandi verð- Iagsmat neytendanna fær ekld lengur að ráða, þá glatast um leið hið nauðsynlega aðhald sem heldur framleiðshumi i samræmi við breytilega neyslu. Ef til vill getur jafnvægisskort- urinn til að byrja með ekki þótt vera sérstaklega kvíðavænlegur. En haldi ríkið áfrani með aukn- um afskiftum að útrýma við- skiftabúskapnum, hlýtur að reka að því, að hið eðlilega jafn- vægi í viðskiftum þjóðfélagsins tapasj algerlega, og stjórnend- urnir komast þá að raun um, að endurlieimtan á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar er ó- hjákvæmileg, en hins vegar mjög erfitt úrlausnarefni. Þegar framleiðslukraftarnir eru verðlagðir eftir geðjiótta, og sömu reglu fylgt um skiftingu þeirra í liinar ýmsu greinar framleiðslunnar, er ekki til lengdar hægt að samrýma þetta við valfrelsi neytendanna. Heimti hið pólitiska vald um- ráðin á fyrra sviðinu getur það ekki til Icngdar komst hjá um- sjón með hinu síðarnefnda. Ríki, sem á stórum sviðum hef- ir afskifti af framleiðslunni í ])águ ýmsra framleiðslugreina, vill ógjarnan sætta sig við sölu- örðugleika og liefir þar af leið- andi altaf tilhneigingu til að þvinga neysluna til þess að láta hana laga sig eftir framleiðsl- unni. En fyrirkomulagið sem þá kemur i ljós er háð neyslu- eftirliti, sem tekur lítið tillit til óska neytendanna en reynir í staðinn að þvinga neysluna eft- ir framleiðslu, sem ákveðin er á pólitiskum vettvangi. Að sið- ustu lendir slík þróun í þjóð- skipulagi, þar sem vér etum all- ir við sama borð þann mat, sem rikið telur æskilegt að framreiða. Styrkjastefnan er knúð fram af þörfum, sem tilviljanir hafa skapað, en hún liefir aldrei ver- ið vel íliugað hagfræðikerfi. Hún hefir komið fram i ýmsum löndum og átt talsmenn innan ýmsra stjórnmálaflokka. En það er alls ekki hægt að tak- marka hana við socialismann í gamalli merkingu. Socialismi átti að tákna það að þjóðfélagið yfirtæki relcstur framleiðslunn- ar, en talsmenn fyrir slíkt þjóð- skipulag liafa aldrei hugsað sér að ]>að útilokaði valfrelsi nevt- endanna. Þegar socialistar liafa hinsvegar nú á síðari árum gert styrkjastefnuna að aðaláliuga- máli, ber nánast að skoða þaö sem stefnubreytingu frá hrein- ræktuðum socialisma. Áhrifaríkust hefir styrkja- stefnan orðið í samkepninni á alþjóðavettvangi. Menn liafa álitið sig geta skapað betri at- vinnuskilyrði innan þjóðfélags- ins á þann háttað loka fyrir inn- ílutninginn og hafa þannig án tillita truflað viðskiftakerfi annara landa, en þá liefir glevmst að shkt framferði tak- markar eigin útflutning og dregur úr þeirri vinnu sem hann skapar. Hámark þessarar innilokunarstefnu kemur nú æ betur í ljós í tilraunum til að lifa á eigin framleiðslu. Menn slcýra þessa sjálfsframleiðslu eins og það sé eitthvað, sem á- stæða sé til að vera lireykinn af, og revna að gera gildandi að hagsmunir einstaklingsins eigi að víkja fjTÍr hinum miklu, þjóðlegu hagsmunum. í lönd- um þar sem þessi þróun er lengst komin áleiðis, má gera ráð fyrir að valfrelsi neytend- anna sé takmarkaðra en nokk- ursstaðar annarsstaðar. Með skattaálögum og öðrum þess- háttar aðgerðum eru neytend- urnir rændir æ meiri hluta teknanna, og á mörgum svið- um takmarkast eftirspurn ]>eiiTa fyrir séx’stakar verðhækk- unarráðstafanir, eða með því að takmarka ]>að vörumagn sem einstaklingnum er heimil- að að kaupa, en á sama tíma eru nauðsynjar boðnar fram undir verði á kostnað skatt- greiðendanna. Þessar stað- reyndir sýna, hverskonar örð- ugleikar steðja að, þegar einu sinni er byrjað á því að útrýma viðskif tabúskapnum. Á síðustu tímum virðast skarpskvgnari nxenn, i ýnxsunx löndum og af ýmsum flokkum, vera konxnir til meðvitundar uixx, að styrkjastefnan er þegar komin út í öfgar og orðin að alvarlegri liættu fyrir öll þjóð- félagsviðskiftin, seixx þrátt fyrir ]>etta byggjast enn þá í aðalatr- iðum á grundvelli hins fi’jálsa viðskif tafyriikomulags. I ]>essu tilliti er það séi'staklega mikils- vert að menn eru farnir að gera sé ljóst, að taknxai’kið með x’æktxm landsins er að framfæra fólkið, og að ræktunina má ekki skoða senx óháð tak niark út af fyrir sig* 1). Það hefir mikilvægxxstu þýðingxi að þessi nývaknaða meðvitund um að fulhxægja mannlegum þörfum — eins og líka að allur tilgang- xir sem felst í búskap vorum og hið óixxetanlega verðmæti við- skiftafi’elsisins nxegi eflast og skýx-ast sem allra best. 1) Final Report of tlie Mixed Conxmittee of tlie League of Nations on the Relation of Nutrition to Health, Agriculture and Economic Policy. Geneve 1937.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.