Vísir - 28.04.1939, Blaðsíða 6
6
V I S I R
Föstudaginn 28. apríl 1939.
Ú tvarpið
vikuna serxi leið.
‘Norski leikurinii „Upp til
aelja“ er eitt af hinum vinsælu
leikritmn, sem menn geta hlýtt
á. sér lil ánægju aftui- og aftur.
IÞað er alþýðlegt leikrit í orðs-
iins bestu merkingu. Það var
þvi vel iil fallið að leika það á
sumardaginn fyrsta. Brynjólfur
Jóhannesson hafði leikstjórn á
hendi og tókst vel að fá fram
Biinn létta og hressa svip á leik-
ánn, sem þar á að vera. Hlut-
yerkin voru leikin af úr\'als-
leiknrum, söngkraftarnir voru
jgöðir, svo hinir alþektu söngvar
jnutu sín vel. Sem lieild var
leikurinn mjög ánægjulegur.
t»að var því eðliiegt, að liinn
venjulegi leikritatimi á laugar-
dagskvöldið væri helgaður öðru
efni að þessu sinni, Fyrir valinu
varð erindi Barða Guðmunds-
sonar þjóðskjalavarðar í er-
indaflokknum um leitina að
höfundi Njálu. „Regn á Blá-
skógaheiði“ hét þetta erindi og
var alhniklu lengra en útvai-ps-
erindi eru að jafnaði. Greindi
Barði frá ýmsu, er hann telur
því til stuðnings, að Þorvarður
Þórarirjsson sé höfundur Njálu.
Var sá málaflutningur aðmörgu
leyti skemtilegur, en líklega í
hæpnara lagi sumstaðar t. d.
samlíkingin á ferð Flosa fram
hjá Fiskivötnum norðan Torfa-
jökuls og ferð Þorvarðar fram
hjá Fiskivötnum á Arnarvatns-
heiði. En hvað sem því hður,
hefir Barði með þessum fyrir-
lestrum hvatt til umliugsunar,
og gert viða skarplegar ályktan-
ir.
Erindi Grétars Ó. Fells á
sunnudagskvöldið, er liann
nefndi „um likamsrækt" var
„heítbrigðisþá11ur " á sina vísu.
Grétar talar oft í útvarpið, og
erindi hans fá talsvert sundur-
leita dóma. Flutníngur hans er
alveg sérstaklega áhevrilegur,
en um það geta verið skiftar
skoðanir, livort heppilegt sé að
útvarpið láti flytja mikið af er-
indum um guðspekileg efni.
Það er nú einu sinni svo, að ali-
ir geta ekki orðið guðspekingar.
Og með allri virðingu fyrir guð-
spekilegum fræðum, þá getur
Jiugsast, að of tíðir fyrirlestrar
um þau verki þreytandi á marga
og er ekki grunlaust um, að svo
sé að verða með liina ágætu
fvrirleslra Grétars.
Á þriðjudagskvöldið flutti svo
Guðjón Guðjónsson skólastjóri
í Hafnarfirði fyrsta kafla í er-
indaflokki, er liann nefnir
„Auðæfi jarðar“. Var þessi kafli
um gúmmí. Það var vel samið
erindi og þægilega flutt. Sú liug-
mynd, að gefa í útvarpinu yfir-
lit yfir ýms liin þýðingarmeslu
Iiráefni jarðarinnar á í fylsta
máta rétt á sér. Það liefir löng-
um brunnið við hér á landi, að
þessi hlið almenns fróðleiks
væri látin sitja um of á liakan-
um i landafræðikenslu skól-
anna. Veldur því fyrst og fremst
skortur á handhægri kenslubók
um þessi efni. Útvarpið getur
hlaupið þarna í skarðið að
nokkuru leyti, og hefir gert það
áður með erindaflokki, er Ein-
ar Magnússon mentaskólakenn-
ari flutti fyrir nokkrum árum
urn orkulindir og liráefni. En
þeir, sem taka að sér að gera
þessháttar efnum skil í útvarp-
inu, taka á sig talsverðan
vanda. Það er nefnilega alls
elcki nóg, að þylja upp margs-
konar fróðleik um þessi efni,
mörg mannanöfn og tölur.
Hvert erindi verður að vera lif-
andi heild, þar sem eitt leiðir af
öðru og aðalatriðin koma skýrt
i ljós, annars ber þessi fræðsla
of mikinn keim af alfræðiorða-
bók. En þessa er getið liér, af
því hæði Einar Magnússon á
sínum tíma og einnig Guðjón i
þessu erindi hætti við með
köflum að missa sjónar á þessu.
Erindi heggja myndu sóma sér
vel sem kaflar í kenslubók, en
fyrir útvarp þarf efnismeðferð-
in að vera öðru vísi. Ef eittlivað
mætti finna að erindi Guðjóns,
þá væri það lielst, að hann lét
með öllu ógetið um þátttöku
.Tapana í gúmmíiðnaðinum, og
liefði vel mátt gera meiri grein
fyrir þróun gerfigúmmíiðnaðar-
ins lijá Þjóðverjum.
Þá söng Kanlölukór Akur-
evrar nokkra kafla úr „Ora-
toríi“ eftir Björgvin Guðmunds-
son. Gaf sá söngur nokkra hug-
mvnd um hversu stórkostleg
verk þetta ágæta tónskáld hefir
gert. Margir kaflanna voru gull-
fagrir og meðferð kórsins á
þeim mjög áhevrileg.
Eftlrmæli.
Hinn 15. april s.l. lést merkis-
konan frú Jólianna Sigfúsdóttir
á Undralandi ekkja Stefáns B.
Jónssonar kaupmanns. Jóhanna
heitin var rúmlega sextug, fædd
25. nóv. 1875 að Kleppjárns-
stöðum í Hjaltastaðaþingliá,
Norður-Múlasýslu. Foreldrar
hennar fluttu til Ameriku þegar
hún var á 3. ári og ólst liún
upp hjá þeim í Kanada og gift-
ist þar Stefáni árið 1893. Eftir
6 ára sambúð vestra fluttist
hún með manni sínum liingað
til Islands árið 1899. Bjuggu
þau fyrst á Dunkárbakka i
Dalasýslu og svo hér i Reykja-
vík og nokkur ár á Reykjum i
Mosfellssveit. Þau lvjón áttu
eina dóttur, Þóru Mörtu, sem
er gift Karli Hinst, þýskum
manni og búa þau á föðurleifð
hennar, Undralandi, liér i hæ.
Frú Jólianna var vinsæl
lcona og mikils metin af öllum
sem hana þektu, gestrisin glað-
lynd og góðviljuð, vildi hún alla
gleðja sem henni voru liand-
gengnir og hlynna að öllum
sem áttu erfitt og aflaði hún
sér ástsældar allra sem kyntust
lienni og voru henni samtíða.
Hún var hin mesta fríðleikskona,
dugleg og lieilsuhraust fram
imdir það er hún kendi sér
þeirrar vanheilsu er dró hana
til dauða.
Jóhanna heitin lifði sín æsku-
ár i annari heimsálfu og fluti-
ist ekki til ættjarðar sinnar fyr
en hún var orðin fulltíða, þnátt
fyrir það bar hún í hrjósti ríka
ást lil ættjarðar sinnar og hafði
mikinn áhuga fyrir framförum
og velgengni þessa lands, en
hún bar þó hlýjan hug til
æskustöðvanna vestan liafs og
unni fósturlandi sínu, Kanada,
einnig mjög, enda rúmaði henn-
ar hlýja hjarla ástúð og velvild
til allra manna.
Foreldrar frú Jóhönnu voru
merkishjónin Auðrún Þóra
Sveinsdóttir (ættuð úr Vopna-
firði) og Sigfús Pétursson (af
hinni kunnu ætt Hermanns í
Firði) þau námu land í Skóg-
argerði í Nýja-íslandi í Kanada.
Börn þeirra voru 13 alls, þar
af komust 8 til fullorðinsára og
lifa liana 6 af 'þeim, öll vestan
hafs, þau eru: Sigurborg Reyk-
dal, Raldursson, Man., ekkja
Kristjáns Reykdal, Hildur
Finnsson, gift Sigurði Finns-
syni, Víðir P. 0., Man., Dóra
Péturson, yfirhjúkrunarkona í
Flin Flon, Man., Franklin Pét-
ursson bóndi Víðir, Man.,
Rergrós, kona Á. Pálssonar
fyrrum lyfsala í Elfros, Sask.,
Sigríður, kona Jóliannesar Páls-
sonar læknis og rithöf. í Bor-
den, Sask., er alt jietta fólk hin-
ir bestu íslendingar, og þegár
frú Jólianna fluttist frá æslai-
stöðvum sínum liingað heim,
hugði liún gott til að starfa á
sínu ættarlandi, sem henni
hafði margt verið gott sagt um
og innrætt ást til af foreldrum
sínum. Frú Jóhanna var fi-jáls-
lynd í trúmálum, en þó heit trú-
kona, því hún trúði á sigur liins
góða bæði í þessum heimi og
öðrum og gekk því örugg á móti
dauðanum. Hún hafði ráð og
rænu alveg fram í andlátið og
bar þjáningarnar með þreki og
þolinmæði, hughreysti þá sem
voru lijá henni, og bar um-
hyggju fvrir þeim. Svo sofnaði
hún og leið inn í eilífðina, þar
Norðmenn selja hvallýsi fyrlr 32 miij. kr. -
Þjóðverjar áttn kost á að kanpa (ramleiðstnna
en Bretar iiuðu tietnr.
Osló, 27. april. — FB.
Hvalveiðifélagið hefir sent út
tilkynningu þar sem gerð er
grein f\TÍr samkomulagsumleit-
unum norska söluhringsins á
livallýsi til Þýskalands. Sölu-
liringurinn vildi fá 1(5 stpd. og
10 sh. pr. smálest miðað við
clearingsölu, en 16 stpd. gegn
staðgreiðslu. Meðan á sam-
komulagsumleitununum stóð
var verðið lælckað niður í 16
stpd. miðað við clearing, en
þrátt fyrir jietta vildu Þjóð-
verjar ekki gi-eiða meira en 15
stpd. og 10 sh. miðað við
clearingsölu. Tvö firmu vildu
þá ekki l>íða lengur og seldu
22.000 smál. til Englands fyrir
15 stpd. og 10 sh. smálestina
gegn staðgreiðslu. Eftir að jæssi
sala hafði farið fram fengu
Þjóðverjar nýtt tilboð með
sem liún trúði að liennar biði
hjartir og fagrir timar við lilið
mannsins síns í líknarstarfi, til
þess að létta þjáningar annara.
Henni fylgja yfir landamærin
hlýir hugir allra þeirra mörgu
er hún kvntist á lifsleiðinni, ást-
vina, tengdafólks, systkina,
frænda og vina. Þeir sakna
hlýju brosanna og trausta liand-
taksins, en lifa i voninni um að
fá að hitta hana sæla í æðra
heimi.
Hún lifði og dó i trúnaðar-
trausti til hins alvalda og al-
góða.
Blessuð sé minning hennar.
I. G.
sama verði, en þeir Jiöfnuðu, og
seldu Norðmenn þá 58.000
smálestir fyrir 15 stpd. 10 sh.
smál. gegn staðgreiðslu til Engl.
Eftir þessu hefir sala á norsku
livallýsi í ár numið 32 milj. kr.
— en í fyrra nam hún 42 milj.
kr. — NRP.
JÁRANBRAUTARSLYS
í NOREGI.
Osló, 27. april. —- FB.
í fyrradag hljóp járnbrautar-
lestin á Vestfold af teinunum
og valt eimreiðin og tveir vöru-
flutningavagnar niður i skurð.
Eimreiðarstjórinn varð fyrir
meiðslum og ein kona, sem var
farþegi. NRP.
SELVEIÐISKIP MEÐ 14
MANNA ÁHÖFN FERST.
Osló, 27. apríl. —1 FB.
Setveiðiskipið Polhavet er
komið heim til Aalesund af
veiðum með 1500 seli. Veiði-
skútan Örnen 2 hefir farist með
14 manna áhöfn. — NRP.
FJÁRLÖG BRETA 1939—1940.
— ÚTGJÖLDIN NEMA 1300
MILJ. STPD.
Osló, 27. apríl. — FB.
Samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu, sem Sir John Simon
hefir nú lagt fyrir þingið er
gert ráð fyrir útgjöldum, sem
nema 1300 miljónum sterlings-
punda á fjárliagsárinu 1939—
1940. Þar af ganga 630 milj.
stpd. til landvarna og þjóðvarna
fHRÓI HÖTTUR og menn hana.— Sögur í myudum fyrir börn
338. HEFND VEGNA EIRÍKS.
— Er Hrólfur lávarður hér stacld-
ur? Leyfðu okkur að sjá hann. —
Litli-Jón, biddu Hrólf lávarð að
koma hingað.
— Hrólfur lávarður! Þegnar yðar
hafa lengi beðið eftir yður. — Eg
þakka ykkur.Og eg lofa því, að nú
skal ykkar verða hefnt.
— Eg hefi þráð þessa stund, alt
frá því að Hrói höttur kom á fund
niinn og tjáði mér að þið þyrítuð
hjálp mína.
En í Thane hefir frést, að Eiríkur,
sem menn héldu að væri Hrólfur
— sé fallinn. Borgarbúar heimta
hefnd fyrir Eirík.
OERKULES KEMUR TIL SKJALANNA.
liafði smeygt sér í grófgerða, velkta og fremur
óhreina ullarpeysu, leit hann með efasvip á liöf-
uðföt þau, sem þarna voru.
„Eg verð að kaupa mér húfu,“ sagði liann að
lokum, „mér líst ekki á þessar. Auk þess held
<eg að eg sé höfuðstærri en svo, að nokkur þess-
ara geti komið til mála.“
„Það lield eg ekki — en það er mikilvægt að
luáfan sé réít valin, ef enginn grunur á að kvilcna
iim, að þér séuð ekki sá, sem þér þykist vera.
Eg skal fúslega skreppa út og kaupa lianda yð-
«r liíjfu af réttri gerð, en eg verð að liafa hatt-
inn yðar með, tii þess að vera viss um að fá
rétta stærð.“
^ÍÞakka yður fyrir, gamli vin,“ sagði hann.
„Þetta getið þér annast mikið betur en eg.
Beynið að ná í höfuðfat, sem ekki ber það með
sér, að það sé nýtt.“
„Jæja verkamenn vorir bafa góð laun nú á
dögLim og fá sér iðulega nýjar húfur,“ sagði
liinn og hló.
Klukkustund síðar komu tveir verkamenn
sneð handvagn í eftirdragi inn í garð Hótel
Paragon. A handvagninum var Iangur stigi.
Flestir gestimir í hinu fagra, gamla húsi, voru
slS heiman, enda var þetta nokkuru eftir hádegi,
og þótt vetrardagur væri, var veðrið óvanalega
gott. Herkúles Popeau vissi, að Bonnefon og
frú hans fengu sér alt af siðdegisblund laust
«*ftir klukkan þrjú. En dvravörður gistihússins
kom út og kallaði til hans:
„Hvað eruð þér að gera?“
„Það sem okkur hefir verið sagt,“ sagði aá
•cldri, „okkur hefir verið falið, af borgarráðinu,
að taka mót af átjándu aldar skrautinu yfir
einum glugganum. Þér vitið víst ekki, að þetta
liús er frægur staður, sem komið hefir við
sögu.“
Verkamennirnir tóku stigami af vagninum.
„Hvernig komumst við inn i garðinn hinum
megin —- glugginn er þeim megin, skiljið þér?“
„Þið verðið að fara gegnum liúsið,“ sagði
dyravörðurinn, sem, óttaðist frekara en nokkuð
að vekja reiði yfirvaldanna, en dyravörðurinn
var alt annað en hlíður á svipinn.
Gekk þetta að óskum og biðu þeir undir hús-
veggnum ]iar til dyravörðurinn var farinn inn.
„Eg verð að segja, að eg var smeykur um, að
liann mundi þekkja mig,“ sagði Herkules og
var auðheyrt, að honum liafði létt.
„Það var hyggilegt af vður, að taka ekki ofan
húfuna,“ sagði hinn glottandi. „Og að hvaða
glugga eigum við nú að leggja stigann?“
„Við þriðja gluggann frá liorninu — á ann-
ari hæð,“ svaraði hann og hjálpaði honum að
leggja stigann að glugganum.
Herkúles fór að ganga upp stigann, sem liinn
sfuddi, hægt og örugglega.
„Skyldi eg vera á villigötum?“ hugsaði Her-
Jcúles, er liann gekk upp stigann — og hjarta
lians sló nokkuru hraðara, er hann var kom-
inn alveg uj>p að glugganum á herbergi því,
sem hann hugði stúlkuna, er hafði beðið liann
hjálpar, vera Iiafða í haldi.
Hahn gægðist inn um glufu milli glugga-
tjaldanna, en gluggarnir voru háir, og honum
virtist herbergið vera svipað að stærð og lögun
og setustofa hans sjálfs. 1 herberginu voru tvö
rúm, en ekki samhliða — heldur sitt í hvoru
horni, og voru dyrnar sem vissu út í göngin á
milli þeirra.
Á rúminu vinstra megin hvíldi kona nokkur
Grímumaðurinn
Skáldsaga, eftir PATRICIA WENTWORTH.
I.
Packer handlék lyklakippuna stundarkorn
áður en haníi lagði liana á borðið.
„Fjögur :ár er langur tími að vera að heim-
nn,“ sagði hann. Packer, sá, er mælt hafði, var
lögfræðilegur ráðunautur Morayættarinnar, og
þótt liann liefði mælt af kurteisi var hann svo
þurlegur að Charles Moray, sem var nýkominn
heim, rendi grun í, að málflutningsmanninum
þætti það hirðuleysi mikið, að Iiann hafði dreg-
ið á langinn að koma og annast ýms mál, m. a.
vandamál, sem upp höfðu komð og afgreiða
þurfti, eftir andlát föður hans. Einkasonur, sem
erfir miklar eignir, á að sjálfsögðu ekki að vera
flækjast. út um allar jarðir — jafnvel til annara
heimsáifa, heldur setjast að á ættaróðali sínu,
gegna sínum borgaralegu skyldum, og bjóða sig
fram til þings í kjördæmi því, sem ættmenn
lians höfðu verið þingmenn fyrir hver af öðr-
um í þrjá mannsaldra — í stuttu máli — slík-
um einkasyni har að takast á Iiendur skyldur
sínar gagnvart ætt sinni og samhorgurum.
Charles tók upp lyklakippuna, liorfði á liana
einkennilega grettinn á svip og stakk henni svo
í vasann.
„Þér farið fráleitt heim í kvöld,“ sagði
Packer.
„Nei. Eg verð í „The Luxe“ í nótt. Eg leit
inn til þess eins að sækja lyklana.“
„Eg spurði að eins vegna þess, að eg hygg að
Lattery, maðurinn, sem sér um liúsið, sé ekki
lieima. ITann liefir liaft það fyrir reglu, að taka
sér frí á fimtudagskvöldum. Eg veit það, þvi
að liann leggur það í vana sinn að koma hing-
að eftir kaupi sínu — og hann kemur alt af á
slaginu klukkan fimm. Það liefði vakið furðu
vðar — ef þér hefðið farið til hins, gamla heim-
ilis yðar — og ekki hitt nokkura sál.“
„Nei. Eg held, að eg fari þangað ekki í
icvöld,“ sagði Charles og leit á armbandsúr sitt.
„Eg hefi elcki tíma til þess — Millar ætlar að
borða miðdegisverð með mér. Þér munið vafa-
laust eftir honum.“
Packer kvaðst muna eftir Millar — en það
varð elcki séð, að honum væri neitt Ijúft að
minnast lians.
Charles stóð upp.
„Jæja, eg lit inn í fyrramálið. Eg get þá skrif-
að undir skjöl þau, sem bíða undirskriftar. Mér
þykir leitt, að liafa valdið ónæði — athugaði
ekki hvað orðið er áliðið.“
Þetta var á olrióberkvöldi. Það var farið að
skyggja — og það var kalt veður og raki í lofti
— og eittlivað ömurlegt og skuggalegt við alt
í augum Charles Moray — en hann liafði líka
atið manninn í hita og sólskini suðlægra landa
um fjögurra ára skeið.
En ]>rátt fyrir alt var gott að vera kominn
heim. Það var nautn að því, að anda að sér íöku,
hressandi loftinu — og troða þessar gömlu slóð-
ir. Gömlu sárin voru tekin að gróa. HamFhafði
farið að heiman djúpt særður — æfur af reiði
— til þess að gleyma. En reiði Iians var út
hrunnin — liún liafði brunnið ákaft — og nú
var elckert eftir nema aslca gleymskunnar.
Hann hugsaði nú til Margaret Langley án
beiskju og haturs. Yafalaust hafði hún gifst, —