Vísir - 09.05.1939, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSIB
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(Gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
(kl. 9—12 5377)
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Hitaveitan.
y ÍSIR skýrði frá því í gær, að
" hitaveitumálinu mundi
verða ráðið til lykta einlivern
næstu daga. Þau tíðindi ættu að
vekja óblandna ánægju um alt
Island. Því hitaveitan er merki-
legasta framkvæmdin, sem
nokkurn tíma hefir verið ráðist
í hér á landi. Það er alveg sama
hvort litið er á hagsmunahlið
málsins eða menningarlilið.
Hvorttveggja er óvenju glæsi-
legt. Með hitaveitunni sparast
árlega erlendur gjaldeyrir, sem
nemur miljón króna, miðað við
það verðlag, sem verið hefir á
kolum að undanförnu. • En
menningaráhrifin, sem fram-
kvæmdinni fylgja, verða ekki
metin til fjár. Eða hvers virði
er það fyrir heilbrigði bæjarbúa
að losna við reykskýið, sem
grúfir yfir bænum? Hvað
mundu Lundúnabúar vilja
greiða fyrir slíka „ryksugu“.
Hitaveitan liefir vakið meiri
athygli erlendis, en nokkuð
annað mál, sem uppi hefir verið
hér. Aumur er öfundlaus mað-
ur, segir máltækið. Við höfum
sjaldan orðið fyrir því, að út-
lendingar hafi litið okkur öf-
undaraugum. En að þessu sinni
gegnir alt öðru máli. Allir sem
á hitaveituna hafa minst, telja
hana einhverja merkilegustu
framkvæmd, sem nú sé á döf-
inni. Og það er einmitt ein-
kemii á þessu mál, hversu fjöl-
breyttir kostir j)ess eru.
Ef blaðað er í gömlum ferða-
bókum útlendinga, sem ferðast
hafa á íslandi, mæta auganu
oftast sömu ömurlegu lýsing-
arnar á óþrifnaði þjóðarinnar.
Alt fram á síðuslu áratugi hefir
þetta sama kveðið við. Og það
er vafasamt hvort nokkuð ann-
að hefir rýrt okkur jafn mikið
í augum umheimsins. Við liöf-
um þegar mikið til rekið af
okkur óorðið í þessum efnum.
En þegar hitaveitan er komin
höfum \dð Reykvíkingar ekki
einungis tök á að standa jafn-
fætis þeim, sem best eru settir
hvað þrifnað allan snertir, held-
ur skara fram úr þeim öllum.
Með hitaveitunni verður „bað-
stofa“ á hverju heimili i upp-
haflegri merkingu orðsins.
Reynsla er fyrir því hverju
notkun jarðliitans veldur um
ræktun alla. Þess vegna má
vænta þess, að hitaveitan verði
til þess að fegra bæinn mjög.
Það er yfirleitt sama hvert lit-
ið er, allsstaðar má gera ráð
fyrir áhrifum hitaveitunnar í
aukinni menningu, auknum
þægindum, aukinni fegurð,
auknum þrifnaði, aukinni heil-
brigði, aukinni hagsæld þessa
bæjarfélags.
Tvent er það, sem lamar okk-
ur íslendinga um þessar mund-
ir öðru fremur: gjaldeyrisskort-
ur og atvinnuleysi. Hitaveitan
er ævarandi gjaldeyrisráðstöf-
un. Og að þvi er atvinnuleysið
snertir, þá bætir framkvæmd
verksins mjög úr þvi, meðan á
Iienni stendur. Vafalaust hefðu
menn óskað þess að verkið gæti
liafist nú þegar. En vegna ýmis-
legs undix-búnings, sem enn er
ekki lokið getur vinna ekki
byi-jað fyr en eftir nokki-a mán-
uði.
Hitaveitumálið hefir vexið
lengur á döfimii en inenn liöfðu
vænst. Bæjarbúar ui'ðu fyrir
hinum mestu vonbrigðum á
síðastlinu ári, jjegar það kom í
ljós, að Jiau fyrirheit, sem gef-
in voru erlendis um lánsfé til
framkvæmdarinnar, brugðust.
Vonbi'igðin urðu til þess, að
ýmsir voru farnir að öi'vænta
um, að hitaveitan kæmist til
fx-amkvæmda á nálægum tíma.
Þess meiri vei'ður fögnuður
manna nú, þegar liafist vei'ður
handa.
Um þessar mundir er verið
að vinna að þvi að þjóðin geti
búið sem mest að sinu, ef til
ófriðar dregur i nági'enninu.
Framkvæmd liitaveitunnar
verður mikilvægasti þátturinn í
þeirri viðleitni.
Aflafréttir af
Akranesi*
Þriðjudag 9. maí.
Síldaraflinn hefir verið ágæt-
ur undanfarna daga á bátana
fimm,sem reknetaveiðar stunda
héðan. Öfluðu þeir á tveim dög-
um fullfermi í línuveiðarann
„Ólaf Bjarnason“, eða 523 tunn-
ur, sem hann lagði af stað xneð
í gærkveldi áleiðis til Þýska-
lands.
Ennfremur voru í gær tekn-
ar um 140 tunnur til hraðfryst-
ingar í frystiliús Haraldar Böðv-
ai-ssonar & Co., en saltaðar voru
um 80 tunnur og úrgangur lát-
inn í bræðslu, sem nam nokkr-
um tugum tunna.
Mestan afla höfðu í gær m.b.
„Ægir“, um 150 tunnur og
, Höfi-ungur“ um 130 tunnur.
Enn mun eiga að afla í þriðja
slcipið og hefir heyrst, að það
muni verða einn af togurum h.f.
Alliance. Frjr.
Drengjahlanp
Hafnarfjarðar.
S.l. sunnudag fór fram liið
árlega Drengjahlaup Hafnar-
fjarðar. Vegalengdin var sú
sama og undanfarin ár, 2.5 km.
Þátttakendur voru sjö, en sex
komu að marki.
Fyrstur varð Haraldur Sig-
urjónsson, 7 mín. 41.5 sék., -—
annar Ingibjartur Björnsson,
8: 14.9 mín. og þriðji Jón Guð-
jónsson, 8:18.5 mín.
Besti tími, sem náðst hafði
áður, var 8:04.3 mín. og er
tími Haralds því met.
Norðmeoo óttast álorm
ÞjóBverja 1 útgeróar-
málutn.
Norskir sjómenn og útgerð-
armenn hafa áhyggjur af fyrir-
ætlunum Þjóðvei'ja að birgja
sig sjálfir upp að öllum þeim
fiski, sem þeir þurfa, því að
Norðmenn lxafa lxaft mikilvæg-
an markað fyrir sjávarafurðir
í Þýskalandi. Samkvæmt hag-
skýrslum keyptu Þjóðverjar
fisk og fiskafurðir frá Noregi
1937 fyrir 20 miljónir kr. Versl-
unarráðherrann hefir látið í
ljós von um, að vegna aukinn-
ar neyslu á fiski í Þýskalandi
muni verða framhald á því, að
Norðmenn hafi þar góðan
markað fyrir sjávarafurðir,
einkanlega sild. — NRP.
Tillögup hans þar ad lixtaudi
lagöap fyrir Hitlex* og
Halifax lávarö*
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Enda þótt menn alment telji horfumar í álfunni
ískyggilegar virðist mönnum þó sem heldur
hafi rofað til, vegna fregnarinnar um tilraun-
ir Píusar XII. til þess að varðveita friðinn. Sumir eru
svo bjartsýnir, að gera sér vonir um, að tillögur hans
muni leiða til þess, að upp birti og samkomulag náist
og þjóðirnar sættist á deilumál sín.
Stjórnmálafréttaritari News Chronicle heldur því fram, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum, að Pius XII. eigi frumkvæði
að hugmynd um ráðstefnu í framannefndu augnamiði, og hafi
erindreki hans rætt þessa hugmynd við Hitler, er hann gekk á
fund hans nýverið. Von páfa er, að á ráðstefnu þessari náist
samkomulag milli stórveldanna, sem leiði til þess, að ný öld
friðar, samvinnu og velgengni renni upp í heiminum.
Páfi mun hafa lagt til, að eftirtöld veldi taki þátt í
hinni fyrirhuguðu ráðstefnu: Bretland, Frakkland,
Þýskaland, Ítalía og Pólland.
Það er talið alveg1 vafalaust, að breska stjórnin muni fúslega
leggja fram alla krafta sína til stuðnings hugmynd páfa, ef
þess er óskað.
Fulltrúi páfa, Monsignor Godfrey. hefir afhent Halifax lá-
varði greinargerð fyrir áformi Piusar páfa.
UMRÆÐUR I NEÐRI MÁLSTOFUNNI ALLA SÍÐAST-
LIÐNA NÓTT UM HERSKYLDITFRUMVARPIÐ.
Herskyldufrumvarpið var til umræðu í neðri málstofunni í
gær og síðastliðna nótt. Voru umræður allharðar á köflum og
gerðu andstæðingar herskyldunnar tvær tilraunir til þess að
fá málinu frestað, en hvorug bar árangur. Annars var það að-
allega ágreiningur um fjárhagshlið málsins, sem olli því, að
umræðurnar drógust á langinn, eða þar til kl. að ganga sex í
morgun, en frumvarpið var samþykt með 159 gegn 65 atkv.
HORE BELISHA SVARAR
LLOYD GEORGE.
Af hálfu stjórnarandstæð-
inga talaði Attlee majór og var
ein höfuðröksemd hans, að
sjálfboðaliðar reyndist betri
hermenn en þeir, sem skyld-
aðir væri lil hermensku. Lloyd
George talaði með frv. stjórn-
arinnai’, en hafði ýmislegt út
á það að setja og þótti það
ekki ganga nógu langt. Hore-
Belislia hermálaráðherra svar-
aði f. h. stjórnarinnar. Hann
sagði m. a. að Lloyd George
hefði fengið orð í eyra hjá
ýmsum fyrir það á styrjaldar-
árunum, er liann var ráðherra,
að hann hefði ekki gert nógu
viðtækar ráðstafanir, og slíku
halda fram. Hér væri aðalatr- j
iði, að leggja réttan grundvöll, '
væri auðvitað alt af liægt að |
og byggja á honum eftir því,
sem þörf krefði.
SEEDS OG MOLOTOV
RÆÐAST VIÐ.
Sendilxerra Breta í Moskva,
Seeds, átti langt viðtal við
Molotov í gær. Álit manna er,
að xneiri hluti Sovétstjórnar-
innar sé fylgjandi samningum
við Iýðræðisríkin.
SENDIHERRA BRETA
í TOKIO
hefir átt 40 mínútna viðræðu
við Arita utanríkismálaráð-
herra. Hvað þeim fór á milli
er ekki kunnugt.
POTEMKIN IBUKAREST
OG VARSJÁ.
Potemkin, aðstoðar-utanrík-
ismálafulltrúi, sem fyrir nokk-
uru var í Tyrklandi, hefir nú
verið í Búkarest og rætt við
Gafencu. Þaðan fer liann til
Varsjá og' ræðir við Beck. —
Potemkin hefir sagt það sem
„sína skoðun“, að Litvinoff hafi
farið fi’á heilsu sinnar vegna.
BANDARlKIN EFLA ENN
HERSKIPAFLOTANN.
Þjóðþing Bandarikjanna
hefir samþykt nýja fjxxrveit-
ingu til herskipaflotans — þ. e.
773 miljónir dollara. Fjárveit-
ingin var samþykt með 237 at-
kvæðum gegn 56.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Von Ribbentrop er nú
lagður af stað frá Como-
vatni áleiðis til Berlín. Áður
en von Ribbentrop lagði af
stað átti tíðindamaður frá
Popola d’Italia viðtal við
hann, og í þessu viðtali, að-
varaði Ribbentrop lýðræð-
isríkin.
„ítalir og Þjóðverjar,
með Mussolini og Hitler í
broddi fylkingar eru ó-
sigrandi“, sagði hann,
„en því fer fjarri, að ítal-
ir og Þjóðverjar vilji
styrjöld. Þeir vilja frið“.
FRÁ RÓMABORG.
CIANO OG MUSSOLINI.
PÁLL PRINS OG MARKO-
WITZ.
Ciano greifi ræddi lengi við
Mussolini eftir lieimkomuna
frá Comovatni. Talsvert er nú
um að vera í Rómaborg. 20.000
ungmennasveitir hersins hafa
gengið fylktu liði fyrir Musso-
lini og von Brauchitsch, yfir-
hershöfðingja Þýskalands. —
Páll prins, rikisstjórnandi i
Júgóslavíu og Markowitz utan-
ríkisrnálaráðherra, eru nú
væntanlegir til Rómaborgar.
United Press.
ítalir vilja miSla mál-
nm í deilu Pólverja
og Þjóðverja.
Osló, í dag. — FB.
Samkvæm ttilkynningum frá
Italíu og Þýskalandi er tilgang-
urinn með hinu pólitíska og
hernaðarlega bandalagi Þjóð-
vei’ja og ítala náin samvinna til
þess að tryggja fx’ið í álfunni.
Italir hafa boðist til þess að
miðla málum í deilu Pólverja
og Þjóðverja — FB.
inn ár
London í morgun.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
Frá Burgos er símað, atS Jor-
dana utanrríkismálaráðherra,
hafi símað Avenol ritara Þjóða-
bandalagsins úrsögn Spánar úr
Þjóðabandalaginu.
United Presa.
Uppfinning, sem mun valda
gerbreytingu á lofthernaði.
Osló, í dag. — FB.
Sænsku blöðin skýra frá
því, að Borfors falbyssuverk-
smiðjurnar hafi fullkomnað
nýja uppfinningu. Er það „20
millimetra vélbyssa“ til
notkunar í flugvélum og er
byssunni stjórnað með véla-
útbúnaði. Menn ætla, að þessi
uppfinning muni valda hinni
stórkostlegustu breytingu
flughex-naðarlega, þvi að
framvegis vei’ði slikum byss-
um komið fyrir í öllum hem-
aðarflugvélum. — 1 verk-
smiðjunni er unnið nótt og
dag og liggja fyrir pantanir,
sem nema 262 milj. kr. NRP.
Barátta gegn kyn-
sjúkdðmnm i Noregi
Félagið til vemdar heilbrigði
þjóðarinnar er í þann veginn að
stofna til skipulagðrar starf-
semi í stórum stíl til þess að
hindra útbreiðslu kynferðis-
sjúkdóma. Noregur er eina
menningarlandið, þar sem ekki
er búið að skipuleggja slíka
baráttu, og gengur fyrrnefnt fé-
lag í alþjóðafélagið, sem liefir
slika baráttu á stefnuskrá sinni.
Verður haldinn opinber fundur
um þessi mál næstkomandi
föstudag og hefst baráttan með
honum. Ráðgert er að koma þvi
til leiðar, að fræðsla verði veitt
um þessi mál í öllum skólum
nemendum, sem eru 17 ára og
eldri. En talið er, að á þeim
aldri sé unglingum hættast. —
NRP.
FRÖNSKU HERSKIPIN VIÐ GIBRALTAR.
Þegar þýski flotinn var við æfingar við strendur Spánar og Porlugal og heimsótti flotahafnir i
spænska Marokko og á Spáni, safnaðist meginhluti Miðjarðarhafsflota Breta við eyjuna Malla og
var þar á verði, til þess að gefa gætur að ítölum -— en Fi-akkar sendu mikinn hluta síns Miðjarðar-
hafsflota til Gibraltar. Allur er varinn góður“.Skiftu Bi-etar og Frakka þannig með sér verk-
urn. — Myndin er af einu herskipi Frakka við Gibi'altar. Nokkur hluti Gibraltarkletts í baksýn. —