Vísir - 11.05.1939, Síða 2

Vísir - 11.05.1939, Síða 2
VISI H VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsniiðjan h/f. Síld- veiðarnar. ÓIT bræðsíiiSÍlclárVeröiö sé ekki endanlega ákveðið ma telja vist að það hækki um nal. 50%. í fyrra var verðið kr. 4.50 fyrir mál. En nú hefir meiri- hluti stjórnar sildarbræðslu- stöðva ríkisins samþykt að greiða 6.70 fyrir málið. Fram- leiðendur fá þvi sama verð í ár fyrir 2 mál síldar sem þeir fengu í fyrra fyrir 3. Að eins eitt ár, 1937, hefir bræðslusild- arverðið verið liærra en nú. Þá var það 8 krónur á málið. En það sýndi sig, þegar upp var gert, að verksmiðjurnar þoldu ekki það verð. En auk fyrirsjáanlegrar stór- hækkunar á bræðslusíldinni er gert ráð fyrir að saltsildin liækki einnig allmikið í verði. Þetta eru liin mestu gleði- tiðindi. Þorskvertiðinni er nú lokið. Þótt heildarafli sé yokkru meiri en i fyrra, þá er vertíðin í lieild sinni innan við meðallag, og að þvi er togarana snertir er þetta al-rýrasta verlíð, sem sög- ur fara af. Ofan á þetta hætist svo það, að ekki virðist neitt útlit á, að fiskverðið hækki á erlendum markaði, heldur jafn- vel þvert á móíh Það er þess vegna sýnilegt, að síldin verður að hjarga, ef bjargað verður. Síldarfram- leiðslan er nú orðin stærsti lið- ui’inn í framleiðslustarfsemi þjóðarinnar og sá, sem mest veltur á. Hækkunin á síldarverð- inu hlýtur þvi að glæða mjög vonir manna um bætta afkomu á þessu ári. Ef sildaraflinn verður í meðallagi eða þar yfir, ætti að mega takast áð fleyta sér þrátt fyrir erfiðleika á flést- um sviðuni. Það ér sýnilegt að þátttak- an í síldveiðunum í sumar verður meiri en nokkru sinni fyr. Þetta eru hin mestu gleði- tíðindi. Hagur þjóðarinnar er á þá lund, að öll hjól þurfa að vera í gangi, ef ekki á að bera upp á sker. Elckert getur bjarg- að nema framleiðslan komist aftur úr kútnum. Nú mun livert skip verða á floti.um sildveiði- tímann, allar verksmiðjur rekn- ar af fylsta krafti og síldarsölt- un sennilega meiri en nokkru sinni fyr. Ef ekki verður afla- brestur, ætti þvi að mega vænta þess, að síldarvertiðin i sumar færi þá björg í búið, að duga megi um sinn. Það var orðtak Otto heitins Wathne, sem var einhver mesti framkvæmdamaður hér á landi síðasta fjórðung 19. aldarinnar „det kommer an pá silla“ — það er undir síldinni komið. F.ins og högum þjóðarinnar er nú komið, gæti hún vel gert þetta orðtak að sínu. Alt veltur á sildinni. Þorskurinn er ekki lengur aðalútflutningsvaran. Og þótt fiskaflinn ykist mikið frá því sem verið hefir að undan- förnu, er vandinn ekki þar með leystur. Við eigum í samkepni við þjóðir, sem standa miklu betur að vígi í markaðslöndun- um og geta auk þess greitt út- flutningsverðlaun svo tugum króna nemur á hvert skippund. Hvað síldarafurðirnar snert- ir, eru markaðarnh’ miklu frjálsari og hagstæðari. Við er- um ekki í neinum vandræðum með markað fyrir síldarlýsi og síldarmjöl. Þess vegna er senni- lega óhætt að auka bræðslu- stöðvar allmikið frá því, sem er. Reynslan hefir sýnt, að altaf hafa orðið tafir, þegar mest hefir borist að af síldinni, vegna þess að verksmiðjurnar hafa þá ekki haft undan. Úr þessu þarf að bæta. a Prófessor Sigfiis Einarssoi. Prófessor Sigfús Einarsson, tónskáld, andaðist í gær rnjög sviplega, en hann hafði verið veikur fyrir hjarta undanfarið, og mun hafa verið á förum til útlanda til þess að leita sér Jækninga, þótt dauðinn yrði fyrri til. Á fimmta tímanum í gær var prófessor Sigfús Einarsson staddur inni i Tóbaksverslun- inni Havana i Austurstræti, en hné þá skyndilega niður. Menn, sem í búðinni voru staddir brugðu þá við, náðu í lækni og sjúkrabifreið, og flutti hún prófessorinn á Landspítalann, en er þangað kom var liann lát- inn. Próf. Sigfús Einarsson var fædclur að Eyrarbakka hinn 30. janúar 1877. Hóf hann nám í Latínuskólanum árið 1892 og útskrifaðist sem stúdent árið 1898. Fór hann þá til háskólans í Ivaupmannahöfn, og hugðístað stunda lögfræði, en tónlistin hafði ávalt átt i lionum rík ítök, og fór svo er til Kaupmanna- hafnar kom að hann lagði lög- fræðinámið alveg á hilluna, en snéri sér að liljómlistarnámi af fullu kappi. Árið 1906 fluttist Sigfús Ein- arsson heim til Islands og kvæntist um likt leyti danskri koiilt, Vaíborg Helleman, Hér í bænum gegndi prófessor Sigfús mörgum störfum, var söng- kennari við ýmsa skóla, organ- leikari við dómkirkjuna, stofn- aði og æfði kóra og átti frum- kvæði að stofnun Hljómsveitar Reykjavíkur, og veitti henni förstöðu um skeið. Prófessor Sigfús Einarsson samdi ýms tónverk, og mörg hin vinsælustu lög meðal þjóð- arinnar. Um æfiferil hans og störf verður ritað siðar hér i blaðinu. Krían er nú komin hingað í sumar-ver- ið og er óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni. — Hún er hverjum fugli nákvæmari um ferðir sínar hingað, að því er til tímans tekur, og hefir verið talið að ekki skeik- aði, að hún kæmi rétt um kross- messuna, stundum sjálfan kross- messudaginn. 1 f.yrradag (9. maí) var allmikið af krium á, flökti við Þingvallavatn og sagði Símon bóndi í Vatnskoti, að þær væri komnar fyrir nokkurum dögum. Taldi hann það óvenjulega snemt. Súðin er væntanleg hingað síðdegis í dag. — Rússar hafna tillögum Breta, - segip JDaily Herald. — Times elur enn voniv um samkomulag Rósssr Tiija trygpja sjálftlæDi Eystra- saltsrfkjannp, ekki síöur en Pðilands og Rúmsnío. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Lundúnablöðin í morgun gera sér vonir um, að skýringar þær, sem Chamberlain gaf í neðri málstofunni í gær, verði til þess að draga úr grunsemdum Rússa, og verði þá greiðari leið að sam- komulagi við þá. Nokkurs skoðanamunar gætir í blöð- unum í greinujn og fréttum um þetta mál og virðist ,svo, sem sum þeírra hafi ekki mikla trú á því, að sam- komulag náist. Blaðið Times er þó þeirrar skoðunar, að sam- komulagsumleitununum sé þó svo langt komið, að vænta megi árangurs. Úr því þeim sé eins langt komið og orðið er verði að vænta einhvers ár- angurs. Verkamannablaðið Daily Herald býst þó við, að Rússar hafni tillögum Breta, vegna þess áð ráðstjórn- in sé staðráðin í að halda til streitu þeirri kröfu, að samkomulagið nái einnig til Eystrasaltsríkjanna, — Lithauen, Eistlandi og Lettlandi — verði heitið vernd ekki síður en Rúmeniu og Póllandi. News Chronicle er þeirrar skoðunar, að efasemdir Rússa um heilhug Breta og Frakka hafi aukist að und- anförnu, vegna afstöðu þeirra gagnvart ítalíu, Spáni og Japan, en Rússar líta svo á, að skort hafi festu og einurð í framkomunni gagnvart þessum ríkjum. Skýringar Chamberlains. í ræðu þeirri, sem Chamber- lain flutti í neðri málstofunni í gær, gerði hann allítarlega grein fyrir samkomulagsum- leitunum við Rússa. Kvað liann Breta liafa farið fram á, að Rússar gæfi yfirlýsingu um, að þeir kæmi Bretum og Frökkum til lijálpar ef á þá væri ráðist vegna skuldbindinga þeirra gagnvart Póllandi og Rúmeníu (sbr. skeyti í Yísi í gær), en um savna leyti hefði Rússar lagt fram viðtækari tillögur (hern- aðarbandalag Breta, Frakka, Rússa). Hefði Bretar bent á ýmislegt varliugavert í því sam- handi og sent gagntillögur, sem nú væri verið að athuga. Nokk- urs misskilnings kvað Chamb- erlain hafa orðið vart af Rússa hálfu út af þvi, að gert var ráð fyrir aðstoð Rússa, er til styrj- aldar væri komið út af skuld- bindingum Breta og Frakka. — Nokkurar umræður urðu um þetta og er nú beðið svars frá Moskva. 45 SPRENGIEFNIS-„PAT- RÓNUR“ í PÓSTKASSA Á STÓRHÝSI í LIVERPOOL. Einkaskeyti til Yísis. London í morgun. í morgun, þegar póstmað- ur nokkur í Liverpool var að tæma póstkassa á stórhýsi nokkuru í aðalhluta borgar- innar, fann hann 45 „patrón- ur“ sprengiefnis í kassanum. Ef sprenging hefði orðið í kassanum hefði vafalaust orðið stórslys af, því að um- ferð er þarna mjög mikil. Talið er víst, að írskir hermdarverkamenn hafi sett sprengiefnið í póstkassann. United Press. Flotasýning til heiðurs Páli prins, í Neapel Vietor Emanuel og Mussolini viðstaddir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgnn. Frá Neapel er símað í morgun, að Páll prins, ríkis- stjórnandi í Júgóslaviu, sem nú er í opinberri Iieim- sókn á Ítalíu, komi til Neapel ásamt VictoF Emmanuel konungi og Mussolini, og verði haldin stórkostleg flota- sýning til heiðurs Páli prinsi Eitt hundrað itölsk her- skip taka þátt í flotaæfingunum. Eins og sjá má af því, að efnt er til stórkostlegrar flota- sýningar í tilefni af komu Páls prins, leggja ítalir nú hina mestu áherslu á, að afla sér vinfengis Júgóslava, með það fyr- ir augum, að þeir verði hlyntir þýsk-ítalskri samvinnu. Minna sum blöðin á það, er Horthy ríkisstjórnandi Ungverjalands, kom til Þýskalands, og Hitler efndi til flotaæfinga honum til heiðurs, en það var talið hafa sin áhrif. — Ungverjar hafi þá ákveðið að snúast algerlega á sveif með Þjóðverjum, enda fengið loforð um friðindi og stuðning um það leyti. Það er kunnugt, að Ciano greifi og Páll prins munu halda áfram þeim stjómmálaviðræðum, sem Markowitz utanrikis- málaráðherra Júgóslaviu og Ciano óttu í Feneyjum á dög- unum. United Press, Breskí skip bjaroar 350 ISKIOI Oslo 12. mai. FB. Eldur kom upp í danska mó- torskipinu Alsia undan strönd Ceylon. Skipið var 5812 smá- lestir og gereyðilagðist það af eldinum. Breska farþegaskipið Canton og hreska beitiskipið Trashooper hjörguðu áhöfn, 50 mönnum, og 300 farþegum. — Skipið var smíðað 1927. NRP. Úlafnr krósprlns helð- nrsdokfor. Oslo 12. mai. FB. Ólafur konungsefni Norð- manna og Martha krónprins- essa liafa heimsótt St. Olaf Coll- ege i Northfield Minnesota og var konungsefni kjörinn heið- ursdoktor háskólans við mikil hátíðahöld. NRP. Þjóðrerjar hafa keypt allar hvaliysisbirgðir Japana. Oslo 12. maí. FB. Þjóðverjar liafa keypt nærri allar hvallýsisbirgðir Japana eða 500.000 föt. Fyrst voru seld- ar þangað 15.000 smálestir fyr- ir 13 stpd. og 10 shillings smá- lestin, en seinna enn meira fyr- ir 14. slpd. smálestin. NRP. MEMEL, Þessi mynd er af „brú Lovisu drottningar“, sem kom við sögu, er Þjóðverjar tóku Memel á dög- unum. Nú hafa Þjóðverjar, að sögn, horið fram nýjar kröfur í garð Lithaua. Yilja þeir, að Lit- hauar noti Memel nærri eingöngu sem milliflutningastöð inn- og útflutningsverslunar sinnar. — Shr. skeyti um framtíð Eystrasaltsrikjanna í blaðinu i dag. —• Brnni á Akureyri. í fyrakvöld kom eldur upp í skúr, sem stendur bak við hús- ið Brekkugötu 32 á Akureyri, og brann skúrinn að mestu, en hangir þó uppi. Húsið Brekku- götu 32 á Eyþór Tómasson, og hafði hann notað skúrinn fyrir börn sín til að leika sér í, og var þar nokkuð af barnaleik- föngum og ýmsu skrani, sem geymt var þar og lagt liafði ver- ið til hliðar. Einnig var þar nokkuð af liálmi. Talið er sennilegt, að börnin hafi farið óvarlega með eld og hafi hann komist í liálminn, með því að eldurinn greip mjög fljótt um sig og varð af mikið hál, svo að liúsinu stóð hætta af. Heimiljsfólkið brá við og kallaði á hrunaliðið, en meðan eftir því var beðið tókst fólk- inu að vernda íbúðarhúsið fyrir eldinum með því að sprauta á það vatni með garðslöngu. Slökkviliðinu tókst fljótlega að vinna bug á eldinum, en eng- um munum varð bjargað úr skúrnum. Skipafregnir. Gullfoss kemur til Kaupmanna- hafnar kl. 8 í kvöld. Goðafoss fer til útlanda kl. 6 annað kvöld. Brú- arfoss kom til Siglufjarðar ú há- degi. Dettifoss kom til Hull í morg- un. Lagarfoss er á leið til Kaup- mannahafnar. Selfoss er í Vest- mannaeyjum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.