Vísir - 15.05.1939, Síða 3

Vísir - 15.05.1939, Síða 3
VISIR Togararnir leggja ÍIP' híÍfll Agætur afll á 1|| IlUlii. Hornbanka. Undanfama þrjá sólarhringa hefir verið mjög sæmilegur afli hjá þeim togurum, sem verið hafa á Hornbanka, en þeir eru: Belgaum, Skutull, Gylfi, Surprise, Karlsefni og ef til vill fleiri. Hafa allir þessir togarar aflað vel og sumir ágætlega. Fengu sumir togaranna 7—12 poka í kasti og 30 poka yfir dag- inn, en það er talinn ágætisafli. Samkvæmt fregnum, sem bár- ust að norðan í morgun fengu togararnir 12 poka í nótt frá kl. 12—9 og er það talið sæmilegt. Flestir eða allir togararnir, sem hér liggja munu leggja úr höfn í dag, og leita norður á Hornbanka til veiða, og gera út- gerðarmenn ráð fyrir að þegar um svona mikla veiði er að ræða séu líkur til að fiskurinn sé að ganga upp að landinu, og kunni því vertíðin að enda betur en á horfðist til þessa. Um þetta leyti hefir venjulega aflast vel á þessum slóðum, og sá afli haldist í 10—12 daga, Kveldúlfur sendir fimm togara sína til veiða nú í dag og frá Alliance fara Tryggvi gamli og Baldur en Jón Ólafsson á morg- un. M hefir Vísir heyrt að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar muni einnig láta skip sín halda norður í dag eða á morgun. •h Þórður Sveinsson aðalbókari andaðist í gærmorgun, eftir að hafa verið rúmfastur eina viku, en sjúkleika þess, sem leiddi hann til dauða kendi hann fyrst í septemhermánuði s.l. Þórður Sveinsson var fæddur að Húsavík hinn 19. júli 1885 og var hann bróðir þeirra Bene- dikts hókavarðar Sveinssonar og Baldurs Sveinssonar blaða- manns, og var hann yngstur þeirra bræðra. Til Reykjavikur fluttist Þórður árið 1906 og vann hér á pósthúsinu um nokkurra ára skeið. Er liann lét af þvi starfi tólc hann að gefa sig að verslun, stofnaði Við- skiftafélagið og síðar firmað Þórð Sveinsson & Co., en seldi eignarhlut sinn í þvi siðar, og gerðist þá starfsmaður við Ræktunarsjóð. Er Búnaðar- bankinn var stofnaður réðist Þórður þangað sem aðalbókari °g gegndi því starfi til dauða- dags. Nokkru eftir að Þórður Sveinsson kendi krankleika síns var hann skorinn upp, en alt kom fyrir ekki og var auðsætt til hvers sjúkdómurinn myndi leiða. Það mun Þórði sjálfum einnig hafa verið vel ljóst, en þrátt fyrir það gekk hann að störfum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Þórður Sveins- son var einhver vinsælasti og vandaðasti maður, sem völ er á. Hans verður nánar getið síðar hér i blaðinu. Austur- Fyrir helgina voru flutt að Austurvelli nokkur bilhlöss af hraunhellum. Á að nota þær sem einskonar „girðingu“ með- fram gangbrautum. Það hefir nefnilega altaf vilj- að brenna við, að fólk gengi út í grasið og þá hefir ysta rönd- in, næst götunni orðið fjótlega að flagi. Nú verða liraunhell- runar grafnar niður að nokk- uru meðfram götunum og mynda þar með varnargarð. Er þetta vel til fundið og gefst vonandi vel. Hefir iðulega verið vikið að þvi i Visi að þetta væri heppilegt og mundi fara vel á því og fyrst skömmu eftir að girðingin var tekin á hrott. TF-Örn ráðin til síldarleitar, Margir fróðir menn telja að líkindi séu til að mikill síldar- afli verði hér við land á þessu sumri, og draga þá ályktun sína aðallega af því að sjór við land- ið sé mjög hlýr, og auki það lík- urnar fyrir því að mikið verði af síld. Þá er einnig talið að áta sé óvenju mikil um þetta leyti árs og því gert ráð fyrir af sjó- mönnum að síldin gangi snemma. Rílrisstjórnin, síldarútvegs- nefnd og stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins hafa fyrir sitt leyti gert ýmsar ráðstafanir til þess að undirbúa veiðina, og hefir verið ákveðið að varðbát- urinn Óðinn fari norður fyrir land um miðjan þennan mánuð til síldarleitar og áturannsókn- ar, og hefir hann innbyrðis ýms tæki til hægðarauka við rann- sóknirnar t. d. dýptarmæli o. fl. fl. Þá hefir ríkisstjórnin ákveðið að leigja TF. Örn til síldarleitar í tvo mánuði eða rösklega það, og er ætlunin að kostnaðurinn við flugferðirnar greiðist að jöfnu af ríkissjóði, síldarút- vegsnefnd, síldarverksmiðjum ríkisins og síldarverksmiðjum einstakra manna. Undanfarin ár hafa menn strax í maí og júni reynt fyrir sér með reknet og hefir sildar- útvegsnefnd átt frumkvæðið að þri, að minsta kosti tvö siðustu árin. Að þessu sinni hefir Magn_ ús Gamalíelsson í Ólafsfirði tekist á hendur að inna þetla rannsóknarstarf af hendi fyrir nefndina og mun hann leggja út mjög bráðlega. Málverki af Skjald- breið stolið. Nú fyrir skemstu var mál- verki af Skjaldbreið eftir Jón Þorleifsson stolið úr anddyri á liúsi i Suðurgötu. Málverkið var í ramma, en gallað í einu horninu. Sá, sem verður þess var, ætti að gera rannsóknarlögreglunni aðvart. Mött, þvottheld linnanhúss m áln ingr LRKK-OG MRLNINGRR-lj á D|) A H VERKSMIÐJRN frétttr Veðrið í morírun. í Reykjavik 8 st., heitast í gær 12, kaldast í nótt 6 st. Sólskin í gær o.8 st. Heitast á landinu í rnorg- un n st., á Akureyri, Blönduósi, Hólum í Hornaf. í Fagurhólsmýri; kaldast 6 st., i Kjörvogi og Gríms- ey. — Yfirlit: HáþrýstisvæÖi yfir Islandi og hafinu fyrir sunnan og su'Öaustan land. -— Horfur: SuÖ- vesturland til Vestfjarða: Hæg vestanátt. Úrkomulaust og viÖa létt- skýjað. Silfurbrúðkaup eiga á morgun Kristín Guðmunds- dóttir og Jón Normann Jónsson, Hverfisgötu 62. Skipafregnir. Gullfoss og Selfoss eru i Reykja- vík. GoÖafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss kom að vestan og norðan i morgun. Dettifoss er á leið til landsins. Lag- arfoss er í Kaupmannahöfn. Af veiðum kom í morgun Venus með fersk- an fisk, mestmegnis þyrskling, til herslu. Kemur Venus inn annan- hvern dag. Næturlæknir: Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, simi 3931. Næturvörður i Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. 3. flokks mótið. I gærmorgun keptu Fram og Vik- ingur og Valur og K. R. Leikar fóru svo: Fram : Vikingur 3:0 og K.R.: Valur 0:0. — Næst verður kept annað kvöld kl. 7*4, Valur: Víkingur, dómari Björgvin Schram, Fram : K.R., dómari Sighv. Jóns- son. j, TF. örn fór tvær ferðir til Akureyrar á laugardag, og er það um 1700 kni. flug. Klemminn TF. Sux fór með póst til Hornaf jarðar og kom aftur. Tennis- og badmintonfélag- Rvíkur Athygli skal vakin á auglýsingu frá félaginu í blaðinu í dag, um tennis og badminton. Þeim, sem styttra eru komnir, verður veitt kensla. Allar nánari uppl. fást hjá Friðrik Sigurbjörnssyni (tennis), simi 2872, ld. 6—7 og Jörii Jó- hannessyni, sími 4941, kl. '6—7. 75 ára verður í dag ekkjan Gnðbjörg Guðmundsdóttir, Njálsgötu 25. 11 tekj halda stöðugt áfram. Þegar útborgað 50 þús. Éftir 30 þús. Æskilegt að félags- menn sæki tekjuafgang sinn sem fyrst. Okaupíélaqiá Nokkra sekki af (spíraðar) seljum við fyrir 9,50 pokann. þuíl tJtvarpið í kvöld. Kl. 19.15 Hljómplötur: Göngu- lög. 19.45 Fréttir. 20.20 Um dag- inn og veginn (Pálmi Hannesson). 20.40 Einsöngur (frú Annie Chalo- pek-Þórðarson). 21.00 Útvarps- hljómsveitir. leikur alþýðulög. 21.35 Hljömplötur: Kvartett í e-moll, „Úr æfi minni“, eftir Smetana. Flutningarnir. Laust eftir hádegi í dag höfðu rúml. 700 beiðnir borist Rafmagns- veitunni um mælaálestur vegna flutnings. Ýmsir munu eiga eftir að tilkynna flutning. Sennilega eru fliitningariiir öllu meiri en í fyrra. Síldarsöltun. Vil, fyrir hönd sildarstöðvar á Norðurlandi, gera saminga um kaup á helmingi matéssildarafla nokkun'a skipa. Ennfremur tekur stöðin að sér verkun á hinum helmingnum og annari síld og útvegar tunnur og salt. Víglundup Méller Hverfisgöu 47. Sími: 1724. Steindórs bifreiðar bestar Q lnnilegar þakkir fgrir auðsijndar vinsemdir á fiml- o ugsafmæli mínu, 7. mai s.l. o í? g Haraldur Böðvarssan. éoooooooooooooooooooooooooooooooooocooooooooooooKKSoci;. « Ú Hjartanlegustu þakkir til allra þeirra, er glorfdn mig á sextíu og fimm ára afmæli mínu. jj Einar Jónsson_ POOPOOOOOOOOOOOOOOOPOOOOOOOOOPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOaaSBC Skrifstofa mín er flutt i Hafnar- húsið, austurend- ann, gengið inn frá Tryggvagötu. Bernharfl Petersen. Tilkynning frá Fiskimálanefnd. Fiskimálanefnd hefir ákveðid aðleyfa ekki fyrst um sinn til n.k. áramóta útflutning á ísvörðum fiiski með er- lendum fiskiskipum til Bretlands-. FISKIMÁLANEFN9; Sími 1580 V eggfóður nýkomið í stóru úrvali. Verð frá kr. 0.65 pr. rúlla. ^JÉGCfOSRIUUKK^ Kolasundi 1. Sími: 4484. Matarstell nýkomin. Hðfnm í boðstólum allar okkar fjölbi-eyttu vörur - NotiS tækifærið. Engin verðhækkun ennþá. RAFLAMPAGERÐIN Suðurgötu 3.-— Simi 1926.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.