Vísir - 03.06.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1939, Blaðsíða 3
VISI fí Islenskur einangrunarflóki sem reynist jafngóður þeim erlenda. Tilnunir tg frimldðsla Vald. Kr. Árnasoiar. Það heyrast víða kvartanir hjá fólki yfir upphitunarkostnaði húsa. En því er nú svo farið vegna veðurfars á þessu landi, að ekki verður fremur komist hjá þeim kostnaði en fæði og hús- næði. Hitt verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að vera vakandi fyrir því, á hvern hátt fá má bestan hita fyrir minst verð. En það er kunnara en frá þurfi að, segja, hvílíkur; geysimunur getur verið á upphitunarkostnaði á einu húsi mið- að við annað sömu stærðar, að jöfnu kolaverði, og hitastigi í stofu. Óðinn mótmælir verkíallinu í byggingariðnaðinum. Félagið Óðinn hélt fund í gærkveldi, en fyrir lá að taka af- stöðu til hins óvenjulega verkfalis í byggingariðnaðinum, sem hófst nú um mánaðamótin. Samþykti fundurinn einróma svohljóðandi tillögu: „Fundur haldinn { „Óðni“ föstudaginn 2. júní 1939 telur kröfu Dagsbrúnar á hendur meisturum í byggingaiðnaðin- um um 1% álag á kaupið, til skrifstofukostnaðar félagsinS, algerlega andstæða verkefnum verklýðsfélaganna, og skorar því á stjóm Dagsbrúnar, að af- lýsa verkfallinu nú þegar“. I greinargerð till. segir svo: Yfirstandandi deila Dags- brúnar við meistara í bygginga- iðnaðinum er einstæð í sögu verklýðsfélaganna. Deilan stendur ekki um kaup og kjör. Hún er ekki deila um sanmingsrof. Hún er ekki um réttarstöðu verklýðsfélagafina. Deilan er um það, að Dagsbrún krefst af meisturum 1% álag á kaup verkamannsins, til slcrif- stofukostnaðar, sem sýnilega er óþarfur. Það eru ekki hagsmunir verkamanna, sem eflast við þenna aukakostnað. Fyrir meistara er hann augsýnilega tap. FyTÍr Dagsbrún, sem fé- lag, er þetta 1 % álag enginn á- Færri skemtiferíaskip vegna strfSsðttans. Frá því er skýrt í FB-fréttum frá Noregi, að mörg erlend skemtiferðaskip, er væntanleg voru til Noregs í sumar, komi ekki, þar sem draga muni mik- ið úr skemtiferðalögum vegna styrjaldaróttans. Yar til dæmis von á 31 skemtiferðaskipi til Oslo í sumar.en ferðum 9 þeirra var aflýst. Hingað munu einnig koma færri skemtiferðaskip en gert var ráð fyrir snemma í vor. —• Sennilega verða skemtiferða- skipjn, sem hingað koma, fimm færri en búist var við. góði, þar sem peningarnir eiga allir að fara í kostnað við út- hlutun á kaupi verkamanna, eða m. ö. o. til að kosta starf, sem meistarar höfðu áður unn- ið jxiknunarlaust. Þar sem framanskráð atriði eru öllum mönnum augljós, og með, því að félagar „Óðins“ á- líta, að verklýðsfélögin eigi að starfa að bættum hagsmunum verkamanna og helst með sem allra mestri samvinnu við vinnuveitendur, telur fundurinn rétt að koma fram með eftir- farandi tillögu. (Sbr. hér að ofan). Varnir gegn npp- blæstri og landbroti í Vestmannaeyjnm. Pálmi Einarssonar, ráðunaut- ur, er nýfarinn til Vestmanna- eyja, til þess að athuga ræktun- arskilyrði til varnar gegn upp- blæstri og landbroti. Alþingi heimilaði ríkisstjórn- nni, að verja nokkurum hlutan- um af umboðstekjunum af eyj- unum til varnar uppblæstri og landbroti, og hefir því verið á- kveðið, að atliuga hversu því fé, sem um er að ræða, verði hest varið í þessu skyni. Hefir Pálma Einarssyni verið falið þetta, en um leið athugar hann skilyrði til aukinnar ræktunar í Eyjum, að beiðni húnaðarfélagsins þar. Yestmannaeyingar hafa verið ötulir jarðræktarmenn og ætla sér að hagnýta jarðræktar- möguleikana í Eyjum til hins ítrasta. BcejciP fréttír Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. II, sira Bjarni Jónsson; kl. 5, síra Fri'Örik Hall- grimsson. I fríkirkjunni kl. 5, síra Árni SigurÖsson (Sj ómannadagurinn). Messað í kaþólsku kirkjunni. Lágmessur kl. 6)4 og 8 árd. Bisk- upsmessa og ferming kl. 10 árd. Prédikun og blessun með sakra- mentinu kl. 6 síðd. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 10 st., heitast í gær 12, kaldast í nótt 6 st. Úrkoma í gær og nótt 1.5 mm. Heitast á landinu í morgun 13 st., á Akureyri; kaldast 7 st., í Kjörvogi, Grímsey og Vestm.eyjum. — Yfirlit: Grunn lægð fyrir norðan Island og önn- ur við Suður-Grænland, báðar á hreyfingu í norðaustur. — Horfur: Suðvesturland til Breiðaf jarðar: Hægviðri og bjartviðri í dag, en sennilega sunnanátt og rigning í nótt. Sundmet. Jónas Halldórsson, sundkóngur, setur svo ört ný met þessa dagana, að vart er hægt að fylgjast með þvi. — 1 gærmorgun setti hann 49. met sitt, á 100 m. baksundi. Synti hann þá vegalengd á 1 :i6.2 mín. Eldra metið, 1: 18.8 mín. setti Jón- as i síðastl. desember. 1. flokks mótið. 1 gærkveldi keptu Valur og Fram og sigraði Valur með 1: o. Sjómannaljóð eftir Jónas Jónasson frá Grjót- heimi, verða seld á götunum á morgun. Háskólaritari • óskar þess getið, að De Arlandis haldi fyrsta fyrirlestur sinn í Há- skólanum kl. 6í óag. í tilefni af Grundvallarlagadegi Dana taka Charge d’Affaires og frú Brun móti gestum á heimili sínu, Tjarnargötu 22, mánudaginn 5. þ. m. kl. 4—6 síðd. Næturlæknar. 1 nótt: Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, simi 3951. Næturvörður í Reykjavikur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. — Áffra nótt: Berg- sveinn Ólafsson, Hávallagötu 47, sími 4985. Næturvörður í Ingólfs- apóteki og Laugavegs apóteki. Fram : Víkingur. 1 fyrramálið kl. 10 keppa Fram og Víkingur í 1. fl. Verður Fram að keppa svo ört, vegna utanfarar- innar á mánudag. Allir út á v'óll! Útvarpið i kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Léít lög,_ 19.45 Fréttir. 20.20 H1 jómplötur r Lög eftir Chopin. 20.30 Erindir Landflug á Islandi (Örn Joíunsonj flugamaður). 20.55 ÚtvarpstríóiíS leikur. 21.15 Hljómplötur: Létfe kórlög. 21.40 Danslög. Útvarpið á raorgmi. Kl. 10.45 Morguntónleikar (plöt— ur). 11.50 Hádegisútvarp- 13.30 Útvarp frá útihátíð sjómannadags- ins við Leifsstyttuna í Reykjavík; Ræður, söngur, hljóðfæralríknr- 15.30 Miðdegistónleikar (plötnr): Yms lög. 17.00 Messa í frikirkjonni (síra Árni Sigurðsson). 18.40 Út- varp til útlanda (24.52®). 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.50 Frétt- ir. 20.20 Útvarp frá hátííl sjó- mannadagsins að Hótel Borg. 23.00 Danslög. Yatnsmagnifi á Reykjum eykst stOðngi Vísir hitti Helga Sigurðssore verkfræðing að máli í dag, og skýrði hann blaðinu svo frá, að verið væri að bora tvær Iiolm? að Reykjum, og hefði vatris- magn þeirra aukist þanrtig, að nú gæfi stærri bolan 33,4 Itr. á sek., en hin minni 11,9 Itr. á sek- og væri lieildarvatnsmagn það, sem úr horholunum fæst, 195» Itr. á sek. Þar kemur svo til viðhótar 30 —40 ltr., sem fást úr uppsprett- unum, þannig að til hitunar hæjarins fást nú samtals 225— 230 sekltr., en i tilboði ITöj- gaards og Schultz hefir verið reiknað með 207 ltr. til liiíunar öllum hænum. Það er athyglisvert, aS þótE stærri horholan, sem nú er ver- ið með, sé rétt við þá borholn. sem mest vatn gaf áður, hefir vatnsmagn liennar ekkert mint- að, sem teljandr er. Má ætla aS sú rénun nemi ca. 2% Itr. Helgi Sigurðsson verkfræö- ingur fer utan á mánudaginn kemur, og mun dvelja í Kaup- mannaliöfn um tíma til þess að undirhúa hitaveituna ásamt verkfræðingafélagi því, sem verkið framkvæmir. P ó 11 a n d. Sjötta voldugasta herveldi 1 heimi. Til þess geta legið margar or- sakir, en hin algengasta mun vera sú, hvernig gengið er í uppliafi frá miðstöðvarlögn liús,aima. Kemur þar til greina vandvirkni og verkþekking, halli á pípum og gildleiki þeirra meS tilliti til þess ofnafjölda, sem greininni er ætlaður o.s.írv. Þó er ótalið það, sem e. t. v. er mest vanrækt í sambandi við þessi mál, og það er einangrun heitvatnspípanna. Þegar við byggingu húsa verður að gæta þess, að einangr- un pippa í vegg sé góð. Flóka á að nota næst þeim og þar yfir pappa. Pípur allar, sem liggja í kjöllurum eða geymslum þurfa að vefjast vel með flóka, til að forðast liitatap og einkum þarf að lcoma i veg fyrir að hit- inn streymi út í kjaflaraher- bergi, þar sem hans eru engin not. Altof oft má sjá ber rör liggja við loft í kjallarageymslum, þar sem geymd skulu matvæli, t. d. kartöflur o. þ. h., og til þess að liamla á móti hitanum af rör- 11 m, er opinn gluggi, eða vírnet i stað glugga. Með öðrum orð- um, i stað þess að einangra rör- in, þá er útiloft notað til þess að kæla þau! Þá er mjög þýðingarmikið að vefja vel heitavatnsgeyma í húsum. Hitaflötur geyma er stór og þar tapast mikið, ef ekki er vandlega gætt að einangrun sé góð, helst með tvöföldum flóka. í sambandi við heita- vatnsgeymi má benda á sem all- mikinn ávinning, að eftir að dagleg notkun lieitavatns hefir farið fram, er rétt að loka á kvöldin krana þeim, sem er ým- ist á að- eða frárenslisröri geymisins. Við þetta kólnar vatnið í geyminum miklu hæg- ar yfir nóttina en annars. Að morgni er rétt að hita upp mið- stöð hússins nokkuð áður en krani geymisins er opnaður. — Með þessu lítilfjörlega liand- bragði sparast allverulega 4 upphitun daglega, þvi að það er auðsldlið mál, að sé vatnið i geymi mjög tekið að kólna eftir nóttina, þá þarf allsnarpa kynd- ingu að morgni, eingöngu til að hita geymisvatnið, þvi að með frjálsu rensli að og frá geymi fylgist að hitastig ofna og vants- geymis. Um mitt sumar i fyrra sendi Valdimar Kr. Árnason sýnis- horn af flókaplötum sínum til Atvinnudeildar Háskólans til rannsóknar og fer hér á eftir svarbréf Atvinnudeildarinnar. Eíns og sjá má af þvi, liefir ein- angrunarflóki Valdimars í öll- um tilfellum reynst belrí en sá iitlendí af sömu gerð. Reykjavík, 19. júní 1938. Hr. Valdimar Kr. Árnason Vitastíg 9, Reykjavik. Þér hafið sent atvinnudeild Háskólans þrjár plötur af ein- angrunarflóka, gjörðar af yður sjálfum og auk þess tvær út- lendar plötur af sama tagi og óskað samanburðar á hita-ein- angrunarhæfileikum þeírra. Tilraun var gerð þannig, að jafnstórir blikkdúnkar, fyltir með ís voru einangraðir með plötum þessum og síðan athug- að liversu mikið bráðnaði af ísnum í liverjum dúnk iá 1 klst., við að standa í 20° heitu her- bergi. Til samauburðar var einnig liafður einn dúnkur með tvöföldum pappir (samskonar sem venjulega er notaður undir gólfdúka). Eftir þessu voru reiknuð lilutföllin milli einangr. unarhæfileika platanna og reyndust þau þannig: Nr. 1 V. Á.............. 1,25 Nr. 2 útlend ........... 0,98 Nr. 3 V. Á...............1,07 Nr. 4 útlend ........... 1,00 Nr. 5 V. Á...............1,25 Nr. 6 pappír .......... 0,67> Einangrunarliæfileiki plötu nr. 4 er liér settur af liandaliófi = 1,00 og hinar reiknaðar i lilutfalli þar eftir. Plötur yðar vhðast þannig einangra lieldur meir en hinar útlendu, en ]>css ber að gæta að þær eru heklur þykkri (ca. 1.3 cm.). Sé tekið tillit til þess og einangrunin reiknuð fyrir sömu þykt, verður mismunurinn svo lítill að ekki er upp úr honum leggjandi, getur auðvitað stafað frá ónákvæmni í tilrauninni. . Helst þyrfti að gera fleiri til- raunir til þess að fá verulega örugga vitneskju um þetta efni. Alvinnudeild Háskólans, Bjarni Jösefsson. Flókagerð Valdimars er ]>ess verð, að henni sé gaumur gef- inn, og má undarlegt heita, að menn skuli ekki hafa gert sér það Ijóst, hvílíkur spamaður er í þvi fólginnn, að notfæra sér þessa islensku framleiðslu við einangrun hitalagna og veggja i húsum, þar sem hitatækin standa. Framleiðslan er fult eins góð og sú útlenda (sbr. til- raunir atvinnudeildarinnar) og kostnaðurinn er raunverulega minni en á hinum útlenda flóka, sem er fluttur inn fyrir ærið fé árlega. Ættu allir verkfræðingar og húsameistarar að mæla með þessu einangrunarefni Valdi- mars í hvert hús, sem hygt er, en með því móti styrkja þeir liag viðskiftamanna og efla nauðsynlega og gagnlega ís- lenska framleiðslu. Sama ættu þeir liúsameistarar að gera, sem finst hitunarkostnaður húsa sinna vera óeðlilega hár. Við höfum flutt inn árlega mikið af einangrunarflóka til að ráða bót á þessu liitatapi, og fyrir tveim árum hóf Valdimar Kr. Árnason framleiðslu á flóka og liefir hann verið notaður við allmörg hús og reynst ágætlega. Farfuglar ganga á Esju næstkomandi sunnu- dag. VerSur gengíð upp frá Þver- árkoti á hæsta tínd fjallsins. — Þeir þátttakendur, sem fara á reið- hjólum að Þverárkoti, leggja af sta'Ö frá Mentaskólanum kl. 7)4 f. h. — Aðrir geta komist áleiÖis með áætlunarbíl í Kollafjörð, er fer frá B.S.R. kl. 8 f. h. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu Farfugla í dag kl, 4—5 í Mentaskólanum, Þvi hefir verið haldið fram livað eftir annað aðundanförnu, að Pólverjar muni berjast til liinsta blóðdropa. Manni bland- ast ekki hugur um, að þetta eru ekki innantóm orð, þegar mað- ur hefir dvalið um stund i land- inu. En hvað geta Pólverjar, ef til striðs kemur? Yfirliersliöfðingi Eistlands, Laicloner, var fyrir skemstu í Varsjá og sagði er hann fór það- an: „Sem sérfræðingur verð eg að láta í ljós aðdáun mína yfir liinni miklu framför, sem her- inn og hergagnaiðnaðurinn hafa tekið þau 20 ár, sem liið nýja Pólland hefir verið til. Eftir- menn hins mikla Pilsudslds liafa lialdið áfram endurreisn- inni og "Pólland getur tekið hverju, sem að höndum ber.“ Pólland er hernaðarríki og ]>ar skorast enginn vopnfær maður undan herþjónustu. Her- þjónustan hefst við 21 árs ald- ur og stendur i tvö ár. Vegna hinna miklu breytinga á aldurs- flokkunum, sem brsökuðust af heimsstyrjöldinni og hungurs- neyðunum, sem fylgdu henni, er nú svo komið, að tveir þriðju landsmanna eru undir þrítugt. Pólverjar, sem eru „aðeins“ 34 miljónir, geta kallað jafnmarga menn til vopna sem Frakkar, sem eru 41 miljón að tölu. í hverjum árgangi nýliða eru um 300 þús. menn, ekki fjarri hverjum árgangi hjá Þjóðverj- um, og miklu fleiri en þau 200 þús., sem Bretar búast við að fá á ári, skv. hinum nýju her- skyldulögum. Á hernaðartímum munu Pól- verjar geta haft 4—5 milj. manna undir vopnum, þegar alt er tekið með. Æðsti maður hersins er for- setinn, en næstur honum kemur aðalumsjónarmaður hersins, sem hefir hina raunverulega yf- stjórn hans á hendi. Þessa stöðu hefir Smigly-Rydz. Kjarni hersins eru liðssveit- irnar, sem börðust í heimsstyrj- öldinni undir stjórn Pilsudskis og Hallers, hershöfðingja. Á friðartímum er hann 30 fót- gönguliðssveitir og ein riddara- liðsdeild. Hann er vel útbúinn öllum nýtisku tækjum. Landamæri Póllands eru um 2000 km. að lengd, þau, sem snúa að Þýskalandi og Rúss- landi. Af þeim ástæðum er ekki til nein Maginot-lína, en herinn verður hinsvegar að vera léttur og snar í snúningum, til að liæfa því umhverfi, sem er í landinu. Eftir anda fólksins verður mað- ur að ætla, að þegar Pólverjar fara í stríð, þá muni þeir segja sem svo: „Sóknin er besta vöm- in“. Landslagið er þannig, að riddaraliðið skipar áríðandi sess í vörnunum. Það er talið meðal bestu riddaraliða í heimi og vegna þess, hve landið er alt erfitt yfirferðar og vegir slæm- ir, er engin liætta á því, að bil- ar o. þ. u. 1. farartæki rými hest- um burt. Þrátt fvrir þetta hafa bryn- reiðar verið bygðar í hundraða- tali að undanförnu. Þær eru af öllum tegundum, en stórar, vel vopnaðar og varðar brynreiðar eru í miklum meirihluta. — Áð- ur fyr voru flest vopn Pólverja af gömlum þýskum, frönskum og rússneskum gerðum, en nú er hergagnaframleiðslan að öllu leiyti innlend. Loftflotinn er að nokkru leyti undir stjóm hersins og nokkm leyti undir stjóm flotans. Flug- vélakosturinn mun nema um 2500 vélum og hafá gæði hans aukist mikið undaufaTÍn ár. Á5- ur voru mest bygðar franskar Potez-vélar, en nú er bygt aS* mestu eftir enskum fyrirmynd- um. u Einkennisbúningar fótgpngu- liðsins eru hrún-grænir, og fer það vel við lit jarðvegsins, en einkennisbúningar flugliðsins eru stálgráir og ekki ólíkir Bún- ingum flugmanna. Flugkensl- an er mjög nákvæm og allir flugmenn verða að læra undír- stöðuatriðin i srífflugi.. Hergagnaiðnaðurinn pólskii hefir gnægð hráefna úr landinœ sjálfu, en a ðaliðnaðarhémðinn eru i Slesiu og því auðvelt aS herja á þau. Er þess vegna veri$ oð flytja iðnaðinn nær mn'ðhikij landsins og heitir sú ráðstöfun á pólsku Centraluy Okreg Prz- myslowy. Hjá Weiehsel og rí8 horgina Sandomíera sprettia nuu nýjar borgir. Þar hefir t. d. myndast ný borg með 30 þús. ibúa á einu ári og aðrar borgir" liafa vaxið um 1000%. Afar- miklum hráefnahirgðum heffr- verið komið fyrir þama og enda? þótt fjandmennirnir gætu tekiði námurnar og iðnaðai’horgimar- í Slesíu strax í stríðsbyrjun„ myndi iðnaðarborgirnar inni I landinu geta haldið áfram staxfi sínu í langan tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.