Vísir - 07.06.1939, Blaðsíða 6
€
,visiR
Miðvikudaginn 7. júní 1939,
HENRI PETAIN,
marskálkur, sem mest frægð-
arorð gat sér í styrjöldinni
miklu er nú sendiherra Frakka
á Spáni.
aldri og nýtur hinnar mestu
virðingar í Frakklandi.
GENGUR AFTUR Á BAK.
John Bollinger hafði þá atvinnu að þvo upp diska á amerísku
j veitingahúsi. Hann misti atvinnuna og tók þá upp á þvi að
Ilann er 82 ára að , ganga aftur á bak. Hann var settur á sjúkrahús, og læknar
. komust að þeirri niðurstöðu, að hann liefði geðbilast vegna
atvinnumissisins.
jGÚSTAY ADOLF KRÓNPRINS OG LOUISE KRÓNPRINSESSA.
I fyrra fóru krónprinshjónin vestur um haf, til þess að vera
viðstödd hátíð, sem haldin var til minningar um 300 ára hú-
setu Svía i Bandaríkjunum. Krónprinsinn veiktist hastarlega
á leiðinni vestur, en sonur hans, Bertil, annaðist skyldur lians
og opinber störf, meðan krónprinsinn var rúmliggjandi. Krón-
prinshjónin ferðuðust víðsvegar um Bandarikin og hlutu hin-
ar virðulegustu móttökur, livar sem þau fóru. Aðalmóttöku-
hátíðin fór fram í Wilmington í Bandaríkjunum.
RAUÐLIÐAR í FLÓTTAMANNAHERBUÐUM.
jÞannig var umliorfs í fangabúðunum á landamærum Frakk-
lands og Spánar i lok ófriðarins á Spáni. Var fanganna gætt
af herdeildum Frakka frá Senegal, og þarna urðu þeir að
dvelja, nema því aðeins að þeir kysu lieldur að hverfa til
Spánar að nýju. Nokkrir þessara fanga tóku þann kostinn, að
hverfa aftur lieim og berjast til þrautar, en ennþá er verið að
senda flóttamenn frá Fraklandi til Spánar. Utgjöld Frakka
vegna þessa flóttamannastraums voru geysilega mikil, þótt all-
ur aðbúnaður fanganna væri hinn lélegasti.
WILLIAM SPINELLI,
dvergur að vexti og úrkynjað-
ur með afbrigðum, myrti konu
sína og brendi til ösku. Játaði
hann glæp sinn eftir miklar }rf-
irheyrslur. — Hér sést liann i
réttinum.
357. AFTUR HJÁ EINBÚANUM.
— Hvað veldur því, aÖ ])ú ert kom-
inn aftur? — Ef eg verð áfram
i Thane, ver'ða vinir minir þar í
sífeldri hættu.
— En þú ert Hrólfur, lávarður af
Thane, og verður að gæta hagsmuna
þinna þar. — En Eiríkur og Hrói . .
— Eg held að Eiríkur hafi fallið.
Ef þú hefðir fylgst með mér, hefði
eg aldrei flúið frá Thane.
— Það er aðeins um eitt að ræða,
segir einbúinn. — Við verðum að
fara strax til Thane, en vonandi
er það ekki of seint.
LEON BERARD
| HRÓI HÖTTUR og rnenn hans. —
Sögur í myndum fyrir börn.
þingmaður, hafði með hönd-
um samninga fyrir Frakka við
Franco, en af hálfu Francos
mætti Jordane utanríkismála-
ráðherra lians. — Viðurkendu
Frakkar stjórn Francos á
Spáni.
ROMEO LOFTSINS SÆKIR KONU SÍNA.
Bryan Grover, breskur vélamaður, flaug nýlega til Rússlands,
til þess að sækja konu sína, sem þar var í haldi, en hann fór
þangað í leyfisleysi frá hendi rússneskra stjórnarvalda, og
braut í bága við alþjóðasamþyktir í flugmálum. Hann varð að
greiða 1500 rúbla sekt,- en náði í konu sína, og er myndin tek-
in, er þau komu i flugvél til Norwich í Englandi.
GRÍMUMAÐURINN. 23
^Hárviss. Af hverju spyrðu?“
„Af þvi að það er nafn stúlkunnar, sem eg
var að tala um, Margot er dóttir miljónamær-
ings’ms, Standings.“
„Margot?“ hvíslaði Charles.
„Margot Standing,“ hvíslaði Arcliie á móti.
Vfll. kapítuli.
Hale varð meira en lítið undrandi næsta
anorgun, er Egbert Standing kom inn á skrif-
stofu hans og skrifari Hale á hælum hans með
leðurhandlösku úttroðna af skjölum og voru
|>au öll á mestu ringulreið.
Var Standing hinn húsbóndalegasti og skipaði
skrifaranum fyrir eins og sínum eigin þjóni:
^Setjið hana þarna á gólfið og opnið liana.
Svona nú. Já, þarna er alt iá tjái og tundri, en
Cg legg það eklci í vana minn að tegunda hréf
ö>g setja I bindi.“
Hale horfði á vixl á töskuna og Egbert Stand-
ing og hið sama gerði skrifarinn og svo litu
J>eir hvor á annan undrandi, Hale og skrifari
Sians. Efst lá blátt umslag stórt, sem á var
fetimplað „tekjuskattur“, en innan um í töskunni
woru bréf sem sterkan ilm lagði frá.
vByrjið að Ieita,“ sagði Egbert við skrifarann
af óþolinmæði.
„Eg hefði haldið, að þér munduð vilja gera
það sjálfur. Þarna eru vafalaust einkabréf —“
„Eg nenni því ekki,“ sagði Egbert og hristi
höfuðið.
Hale endurtók það, sem skrifarinn hafði sagt
um einkabréfin.
„Æ, eg nenni ekki að fást við það. Hann getur
gert það.“
Þegar Hale liafði kinkað kolli til skrifarans
fór liann að tegunda bréfin. Mestur hlutinn var,
þegar farið var að athuga innihald töskunnar
riánara, ógreiddir reikningar. En þar var sitt
lrvað fleira, sokkabönd, upplitað gerviblóm,
grænn hægrifótar morgunskór með háum hæl,
nokkurar myndir af léttklæddum meyjum og
fleira og fleira.“
„Leggið bréfin til annarar hliðar, Cassels,“
sagði Hale. „Við erum að leita að hréfi, sem
Standing heitinn skrifaði. Þér munið eftir rit-
liönd hans?“
„Það held eg. Ei' ekki þetta bréf, sem hann
hefir skrifað?“
Hale tók við bréfinu, leit á það og aflienti það
svo Egbert.
„Viljið þér, að eg lesi þetta bréf. Það virðist
vera bréf eða hluti af bréfi frá frænda yðar?“
„Lesið — hátt ef þér viljið — mér er alveg
sama.“
Hale las bréfið og varð ólundarlegur á svip.
„Það er ekki minst á ungfrú Standing hér.
Eg held e^ lesi það ekki upphátt.“
„Er það skammarbréfið, sem eg sagði yður
frá?“
„Nei,“ sagði Hale.
„Hvað er það þá?“
„f þessu bréfi neitar Standing yður um lán.“
„2E, já, nú man eg —liann tók lieldur stirð.
lega í það.“
Cassels fletti sundur bréfi, sem hafði verið
högglað saman.
Hann lagði það á borðið.
„Á eg að lesa þetta, herra Standing?“
„Lesið þau öll — mér er alveg sama. Ekki
fer eg að lesa þau.“
Bréfið hafði verið illa meðfarið, en það lyft-
isl hrúnin á Hale, er hann fór að athuga það.
Bréfið var skrifað á gistihúsi á Majorca og ekki
hálfsmánaðar gamalt. Hann las hátt ávarpið og
dagsetninguna, leit því næsta fljótlega yfir
hréfið og sagði við skrifarann:
„Þetta nægir, Cassels. Þetta er bréfið, sem við
erum að leila að.“
Hale sneri sér snögglega að Egbert.
„Þetta bréf var skrifað daginn áður en frændi
yðar di-ukknaði. Það er, að því er best verður
vitað, seinasta bréfið, sem hann skrifaði. Það
verðu ekki metið um of hversu mikilvægt þetta
bréf er. Hvernig stendur á þvi, að þér sáuð það
ekki?“
„Eg hefi engan áhuga fyrir viðskiftum,”
sagði Egbert. „Það er eg margbúinn að segja.
Áhugi minn er allur fyrir listum.“
„Það getur ekki átt ser stað, að þér skiljið
ekki liversu mikilvægt þetta bréf er.“
Egbert geispaði.
„Eg las það ekki vandlega. Mér leiddist altaf
bréf frænda míns.“
„Herra Standing, eg ætla að biðja yður að
hlusta með athygli, er eg les bréfið.“
Egbert hallaði sér aftur i hægindastól og
lygndi aftur augunum. Ef til vill lilustaði hann
með athygli, en það gat eins vel verið, að hann
væri liálf sofandi. En Hale las bréfið upp hátt
og með álierslum:
„Kæri Egbert!
Það kemur ekki til þess, að eg láni þér
fé eða gefi þér fé. Bréf þitt minnir mig á
— og það er ekki í fyrsta sinni, sem bréf
þín minna mig á það — að eg ætti ekki að
draga :á langinn að gera erfðaskrá — en
ef eg gerði það gæti það haft hinar óþægi-
legustu afleiðingar vegna þess, að Margot
er eklci hjónabandsbarn. En enda þótt
hún væri það mundi eg ekki tefla á tvær
liætlur. Það væri liættulegt fyrir liana, ef
liún fengi ótakmörkuð yfirráð yfir svona
miklu fé. Eg mun gera erfðaskrá undir
eins og eg kem til Englands. Og eg vil ráð-
leggja þér að búast ekki við miklu frá