Vísir - 12.06.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1939, Blaðsíða 2
VISÍ R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristjón Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Grein Helga Hermanns. PINN af bæjarfulltrúum ^ Reykjavíkur, Helgi H. Ei- ríksson verlcfræðingur, skrif- aði grein um hitaveitumálið hér í blaðið síðastliðinn föstudag. Grein þessi hefir verið lesin með mikilli athygli, enda varpar hún skýru ljósi yfir ýms atriði þessa máls, sem áður hafa verið al- menningi meira og minna óljós. Er hér á einum stað að finna skilmerkilega og ítarleg svör við þeirri gagnrýni, sem fram hefir komið út af tilboði Höj- gaard & Schultz. Rekur Helgi Eiríksson atriði þessarar gagn- rýni lið fyrir lið og gerir þeim full skil. Eins og kunnugt er hafa menn ekki verið á eitt sáttir um það, hvort Reykjavíkurhær ætti að leggja í hitaveitu frá Reykj- um.Sumir liafa haldið því mjög eindregið fram, að glæfralegt væri að leggja í hitaveituna,eins og hún er fyrirhuguð af bæjar- meirihlutanum í Reykjavík, án þess fyrir lægi ahnenn rannsókn á jarðhitasvæðum landsins. Þessar raddir hafa ekki verið eins háværar nú upp á siðkastið, eflir að sýnt var, að lausn hita- veitunnar frá Reykjum stóð fyrir. Helgi Hermann gengur al- veg fram hjá þessu, en ræðir einvörðungu þær athugasemdir, sem komið hafa fram út af lánstilboði því, sem fyrir hefir legið. Það sem að hefir verið fund- ið i tilboði Höjgaai-d & Scliultz er fyrst það, að lánstíminn væri of stuttur, því næst að reiknuð væri óhæfilega há þóknun fyrir ábyrgðinni á láninu, þá að heimtuð væri ábyrgð þjóðbanlc- ans fyrir yfirfærslunum. Menn hafa fett fingur út í veðsetning- una, fundið að því að pípurnar í aðalvatnsveitumar verði ekki steyptar hér lieima, lieimtaug- arkostnaðinum og mörgu fleim. Ýmsar af þessum athugasemd- um em á þá lund, að ekki er ó- eðlilegt, að mönnum að lítt rannsökuðu máli fyndist tilboð- ið ekki í alla staði sem hagfeld- ast. En eftir lestur greinar Helga Eiríksson munu flestir viðurkenna, að eins og liögum þjóðarinnar er nú komið, megi telja tilboð Höjgaard & Schultz mjög aðgengilegt. Með þessu er vitanlega ekki verið að halda þvi fram, að ekki sé sjálfsagt, að fá sniðið af til- boðinu þá agnúa, sem helst er hægt að hengja hattinn á. Hita- veitan er svo glæsilegt fyrirtæki, að framkvæmd hennar á ekki lengur en orðið er að gjalda hins alvarlega fjárhagsástands rikisins. Nú eru þeir Jakob Möller f jármálaráðherra og Pét- urHalIdórsson borgarstjóri báð- ir erlendis, ásamt Valgeiri Bjömssyni bæjarverkfræðingi til þess að ganga til fullnustu frá samningum um hitaveituna. Leitast jieir við að fá kjörin bætt, svo sem frekast er unt. Verður engu spáð um árangur þeirra umleitana. Menn vita, að afstaða verktalca og annara að- ilja í Danmörku hefir engin á- hrif á það, að hafist verði handa um hitaveituna, þegar á þessu sumri. Hitaveitan er efst í hugum manna um þessar mundir, ekki einungis hér i Reykjavík, lield- ur líka út um alt land. Ýmsir, sem annars liafa verið málinu fullkomlega hlyntir, hafa óttast að lánslcjörin væru fremur óað- gengileg. Þessum mönnum skal á það bent, að jafnvel þeir, sem aldrei hafa lagt hitaveitunni lið, greiddu atkvæði með málinu í bæjarstjórn Reykjavíkur, þrátt fyrir mótbárur þær, sem þeir höfðu borið fram um einstök atriði. Hafi menn verið á báð- um áttum, hefir grein Helga H. Eiríkssonar teki af allan vafa um tilboð Höjgaard & Schultz. a Raftækja einkasalan á ffirnm.? Starfsfólki raftækjaeinkasöl- unnar hefir verið sagt upp frá nasstu áramótum. Er þetta gert svo snemma, lil }>ess að starfs- fólkið hafi fengið uppsögn i tæka tíð, ef einkasalan yrði lögð niður um áramót. Þær sögur ganga um bæinn, að leggja eigi 3—4 einkasölur aðrar niður um leið og Raf- tækjaeinkasölunnar, en ekkert mun hafa verið afráðið i því efni og orðrómurinn ástæðu- laus. Fyrif framsala síldarmjöls. Þeir Jóli. Þ. Jósefsson og Sveinn Benediktsson liafa nú um sinn verið erlendis og feng- ist við að selja fyrirfram sildar- mjöl ríkisverksmiðjanna, sem þær munu framleiða i sumar. Eru þeir um það bil að ganga frá sölu á 4000 smál. og eru þá 17 þús. smál. seldar fyrirfram til útlanda. Verðið er heldur Iægra en í fyrra. Nýr skrifstofnstjðri { stjárnrriðinö. Konungurinn hefir méð úr- skurði 1. þ. m. skipað Magnús Gislason, sýslumann í Suður- Múlasýslu, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, frá 1. júli n. k. að telja. tlerOi stjórnarskifti i Horeoi? Oslo, 12. júní. FB. Vegna auka-fjárveitingarinn- ar til landvarnanna er lagt til, að beinn tekjuskattur hækki um 10% af skattaupphæðinni. Fjár- málanefnd Stórþingsins liefir málið til meðferðar og er þeirr- ar skoðunar, að sömu reglur eigi að gilda um takmörk fyrir auka-tekjuslcatti sem auka- eignaskatti, en Bergsvik fjár- málaráðherra er á annari skoð- un en nefndin og hefir að því er Morgenbladet hermir, tekið svo ákveðna afstöðu, að hann hótar að gera máhð að fráfar- aratriði fyrir alla ríkisstjómina. NRP. Skerst (odda milli Breta og Japana. Japanir einangra réttlndasvædi Breta og Frakka í Tientsín Rafmagnaðar gaddavfrsgir ðis gar settar upp og aðflutningar hindraðir EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Hinar alvarlegu horfur í Austur-Asíu, vegna á- greinings Japana við Breta og Frakka um for- réttindasvæðin í kínverksum borgum, fara stöðugt vaxandi. Það einasta, sem gerst hefir þessum málum viðkomandi er það, að Japanir virðast staðráðn- ir í að knýja Breta og Frakka á forréttindasvæðunum í Tientsin til þess að fara þaðan, og myndi þá Japanir taka við svæðunum. Samkvæmt fregnum frá Hongkong í morgun, berast fregnir um það þangað frá Tientsin, að fólk á bresku og frönsku forréttindasvæðunum í Tientsin safni að sér matvælum og yfirleitt birgi sig upp að öllum þeim nauðsynjum, sem það getur náð í, þar sem Japanir miði að því að einangra forréttindasvæðið og hindra aðflutninga þangað. Þjúöverjar verða að af- neita ofbeldinu, S.ri.V. Þýsk blöd harðorð í garð Breta. Var Halifax að eins að svara ræðu Bitlers á dögunum? EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Eitt af höfuðviðræðuefnum heimsblaðanna eru enn í dag ræð- ur þær, sem Halifax ávarður og Chamberlain flutti í breska þinginu í lok fyrri viku. I blöðunum Daily Mail og Daily Tele- graph er lögð áhersla á það í ritstjórnargreinum, að Bretar á- formi ekki einangrun Þýskalands, eins og leiðtogar nasista halda fram. Bæði blöðin halda því fram, að breskir stjómmálamenn og breskur almenningur beri í raun og veru mikla velvild í brjósti til Þýskalands og Þjóðverja, og vilji verða við sann- gjörnum kröfum þeirra, én eitt höfuðskilyrði verði að setja og það sé, að Þjóðverjar lýsi opinberlega yfir því, að þeir afneiti ofbeldinu í viðskiftum þjóða milli. Morðið í Kladno. um, sem myrtu þýska lögreglu- eiubættismanuinn þar í borg- inni í síðastliðinni vilcu. Hafa Þjóðverjar lcomið með nýjar hótanir í garð Tékka, ef morð- inginn verður ekki framseldur. Olypisku vetrarleikarnir að ári í Garmisch Partenkirchen. Oslo, 12. júní. FB. Á fundi Alþjóða-Olympíu- I nefndarinnar í London var á- kveðið, að halda olympisku vetrarleikana að ári í Garmisch Partenkirclien í Þýskalandi, en ekki í St. Moritz í Sviss, eins og ráðgert hafði verið. NRP. Oslo, 11. júní. FB. Þýsku yfirvöldin i Kladno hafa gripið til mjög viðtækra og aukinna ráðstafana út af þvi, að enn hefir ekki tekist að hafa tipp á manni þehn eða mönn- ÞEGAR PÁFINN FLYTUR RÆÐU standa hundruð þúsunda tryggra trúbraeðra á torginu við St. Péturskirkjuna, til þess að ajá hann og hlýða á hann. Vald páfans yfir hugum kaþólskra manna er mikið, og nú berast tíðindi þess efnis, að páfinn muni senda erindreka sinn til Lundúna,Berlínar og Varsjá, til þess aðt ræða við deiluaðilana og reyna að stilla til friðar. Hver alvara hér er á ferðum má marka af því, að Japanir eru að koma upp margföldum gaddavírs- girðingum kringum alt forréttindasvæðið og munu þeir ætla sér að rafmagna þræðina, eins og tíðkast á vígstöðvum. Eins og gefur að skilja geta Bretar ekki látið til þess koma, að Japanir svelti breska borgara í kínverskum borgum sem rakka í greni og er því alment búist við, að þeir muni verða að láta til skarar skríða gegn yfir- gangi Japana. Bretar gera sér fyllilega ljóst hverjar hættur eru á ferðum í Austur-Asíu og þess vegna hafa þeir rætt við Frakka um sameiginlegar varnir þeirra við Hongkong. Munu Frakkar sendá herskip sín frá Franska Indókína til liðs við Breta. United Press. Bandarlkjaheimsókn Georgs VI. mikilvæg fyrir hresk-ameriska samyinnn. Konungshjónin eru nú komin aftur til Kanada. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Georg VI. Bretakonungur og Elisaþeth drotning lögðu af stað frá Hyde Park kl. 11,19 í gær- lcvöldi áleiðis til Canada. Roose- yelt forseti og frú hpns fylgdu þeim á stöðina og var þar múg- ur manns saman kominn, úr efri liéruðum New York ríkis og víðar að. Iíonungshjónin voru gestir Roosevelts og og frúar hans á heimili þeirra í Hyde Park, frá því er lokið var heimsókninni til New York. Hyde Park stend- ur við Hudsonána og er Iands- lag þar einkar fagurt. Hafa kon- ungshjónin notað timann í Hyde Park til þess að hvílast og njóta náttúrufegurðar og kyrð- ar, eftir hin löngu ferðalög og hinar opinberu móttökur í Can- ada og Bandaríkjunum. Heim- sókn lconungshjónanna er af öllum blöðum talin munu hafa mikla þýðingu fyrir bresk-ame- ríska samvinnu. United Press. VAR RÆÐAN TILBOÐ UM RÁÐSTEFNU EÐA SVAR? Osló, 12. júní. — FB. I Berlín er litið svo á, að ummæli Halifax lávarðs í efri mál- stofunni í fyrri viku sé eingöngu fram komin vegna Rússa og hversu samkomulagsumleitanimar við þá hafa gengið tregt. í ræðu sinni bauð Halifax lávarður upp á sanngjarna, íhugun á kröfum Þjóðverja. Ræðunni er illa tekið í Þýskalandi - Reutcrs- fréttastofan segir, að ummæli Halifax beri ekki að skilja semc boð um ráðstefnu eða upphaf að samkomulagsumleitunum við þá, heldur hafi tilgangurinn verið sá einn að svara ásökun Þýskalands í garð Bretlands, að stefnt sé að einangrun Þýska- lands. — NRP. . > Þjóðverjar hafa tekið um- mælum Halifax lávarðar og Chamberlains illa og segja. að það hafi engin áhrif á Þjóð- verja, þótt talað sé alment um, að Bretar vilji fallast á sann- gjarna íhugun á kröfum Þjóð- verja. Sum þýsku blöðin taka alveg af skarið og segja, að mál- ið liggi alveg Ijóst fyrir, því að Þýskaland krefjist þess, að fá allar sínar gömlu nýlendur aft- ur, og Bretland ætti að svara því skýrt og skorinort, hvort þeir vildi verða við þessum sann- gjörnu kröfum Þjóðverja. ÞJÓÐIRNAR GETA EKKI HALDIÐ ÁFRAM AÐ VÍGBÚAST, SEGIR FORSÆTISRÁÐHERRA ÁSTRALlU. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Forsætisráðherra Ástralíu hefir boðið Chamberlain alla að- stoð Ástralíu til þess að vinna að því, að samkomulagsumleitan- ir verði hafnar til þess að kröf- ur Þjóðverja verði teknar til at- hugunar. Þjóðirnar geta ekki haldið áfram að vígbúast, sagði ráð- herrann, því að afleiðingin yrði gjaldþrot og allsherjar hrun velmegunar og við- skifta. Ráðstefna um deilu- mái þjóðanna mundi, ef samkomulag næðist verða upphaf nýs friðar- og vel- megunartímabils, sem allar þjóðir myndi njóta góðs af. Með því að halda slíka ráð- stefnu, sagði ráðherrann enn- fremur, ætti að vera hægt að finna leið til friðar, viðskifta- legra og f járhagslegra framfara og öryggis. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.