Vísir - 13.06.1939, Síða 2

Vísir - 13.06.1939, Síða 2
VISI ft Smrisíln I SIMii gtin DjQDuerjim. Slavnesk „hreyflng“ hefir breiðst út um alt landið. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. ausafregnir hafa gengið í gær og dag um það, og verið frá þeim skýrt í ýmsum blöðum, að Þjóðverjar hefði sent hersveitir til Slovakíu. Ýmsar getgátur komu fram um þetta, jafnvel að fyrir- huguð væri árás á Danzig og ætluðu Þjóðverjar að ráð- ast inn í Pólland frá Slóvakíu. Áreiðanlegar fregnir eru enn ekki fyrir hendi um hvernig á því stendur, að Þjóð- verjar hafa sent herlið til Slovakíu, en hitt er víst að nokkurrar ókyrðar hefir gætt í Slovakíu að undanförnu ekki síður en í Tékkíu. Samkvæmt fregnum frá Bratislava í morgun hafa 26 menn verið handteknir og sendir í fangabúðir og eru þeir sakaðir um að hafa unnið gegn Þjóð- verjum og væri menn þessir baráttumenn slav- neskrar hreyfingar, sem hefði náð útbreiðslu um gervalla Slóvakíu. Handtökurnar eru upphaf þýskrar gagnstarf- semi, sem hefir það að markmiði, að uppræta „pan- slavismann“ eða hina slavnesku hreyfingu hvar- vetna í Slóvakíu. Fregnirnar um þetta vekja nokkura furðu, þar sem alment var talið, að, sambúð Slóvaka og Þjóðverja væri mjög sæmi- leg og a. m. k. miklum mun betri en sambúð Tékka og Slóvaka. Þrátt fyrir að Tékkóslóvakía misti Súdetahéruðin og sneiðar til Póllands og Ungverjalands, var búist við, að hin gamla vin- átta og samvinna mundi haldast milli Slóvaka og Tékka, en sú samvinna spiltist, sem kunnugt varð, og Þjóverjar virtust mjög hliðhollir Slóvökum, sem sögðu skilið við Tékka. Fregnirnar um handtökurnar í Slóvakíu eru fyrstu sannanim'ar fyrir, að óánægja er ríkjandi einnig þar, en í Tékkíu hefir mikil sorg og niðurbæld gremja verið ríkjandi alt frá því, er Tékkóslóvak- ía bútaðist sundur. Hefir komið til árekstra þar milli Tékka og Þjóðverja. Alvarlegasti áreksturinn varð fyrir skömmu, er þýskur lögregluembættismaður var drepinn í smábæ í Tékkó- slóvakíu. Nú hefir komið annað alvarlegt misklíðarefni. Þýsk- ur maður drap tékkneskan lögreglumann í bænum Nachod í Austur-Bæheimi (samkv. FB.-NRP. fregn) og hefir verið fyrir- skipuð ítarleg rannsókn út af þessu máli. HVAÐ ER AÐ GERAST í DANZIG? Mikill f jöldi S. A. manna frá Þýskalandi steymir nú til Danzig og koma S. A. mennirnir frá Austur-Prússlandi. Stendur til að halda þar íþróttahátíð mikla, en hinn mikli straumur S. A. manna þangað vekur mikla athygli. Borgin er því líkust sem hún væri í umsátursástandi (samkv. NRP.-FB. fregnum). Þó er yfirleitt talið ólíklegt, að Hitler freisti að leggja Danzig undir Þýskaland að svo stöddu. Hinsvegar er stöðugt unnið að því, að efla þýsk áhrif þar sem allra mest og gera aðstöðu Þjóðverja sem allra öflugasta. Bretar veita Pólverjum ný lán til hergagnakaupa. London, í morgun. Nefnd pólskra f jármálamanna er væntanleg til Lon- don í yfirstandandi viku til þess að ræða nýjar lántök- ur í vígbúnaðar skyni. Lánsfénu vérður varið, að því er United Press hefir fregnað, til kaupa á liergögnum í Bretlandi, einkanlega fallbyssum ög stórum árásarflugvélum, en Bretar framleiða nú í stómm stíl hraðfleygustu og mestu lárásarflugvélar í heimi. Ennfremur er gert ráð fyrir, að lánsfénu verði varið, að einhverju leyti, til kaupa á vélum, sem notaðar eru við framleiðslu hergagna, en á sviði hergagnaframleíðslu ertx Pólverjar enn langt að baki öðrum þjóðurn Þykir mikilvægt að úr þessu verði bætt, þar sem erfitt verður að 'koma hergögnum til þeirra, eftir að styrj- öld skellur á. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Jafnvægi sjávar og sveita. w Iprýðilegum sumarþætti, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason flutti í útvarpið í gærkveldi, gerði hann meðal annars að umræðu- efni „jafnvægið milli sjávar og sveita“. Hér er ekki tilætlunin að rekja efni þessa erindis. Það skal aðeins sagt, að Vilhjálmur ræddi þetta mál af meiri víð- sýni, en oftast verður vart, þeg- ar talið berst að „fólksstraumn- um úr sveitunum“ og „hinni nýju borgarmenningu“. Hlutfallið milli íbúatölu sveita og sjávarplássa hefir ger- breyst á einum mannsaldri. Fólksstraumurinn úr sveitun- um hefir verið svo mikill, að nú er svo komið, að bændur eru víða í stökustu vandræðum vegna fólkseklu, samtímis því, sem bæjarfélög og kauptún stynja undir fátækrabyrðinni af völdum atvinnuleysisins. Hér eru á ferðinni öfgar, sem livor um sig er þjóðfélagsmein. En ástæðan til þess að svona er komið er meðal annars sú, að sveitirnar hafa talið til skuldar hjá sjávarplássunum fyrir það vinnuafl, sem þær liafi lagt til atvinnuveganna við sjó- inn. I skjóh þessa hugsunarhátt- ar hafa fulltrúar bænda tálið sig rækja skyldu sína með því, að varpa byrðum þjóðfélagsins sem mest á herðar atvinnurek- endanna við sjóinn. Á þennan hátt hafa þeir átt samleið með sósíalistum, sem hér eins og annarsstaðar hafa sýnt mikla ó- hlífni við einkareksturinn. Er nú syo komið, að aðstreymið að kaupstöðunum er orðið jafn mikið áliyggjuefni forráða- mönnum þeirra og sveitanna. Því hefir verið lýst, að sumstað- ar í sveitum sé sá hugsunarhátt- ur til, að Iífvænlegra sé að vera atvinnuleysingi á „mölinni“ en bóndi í sveit. Þegar talað er um fólks- strauminn úr sveitunum, má ekki gleyma því, að hann var byrjaður löngu áður en sjávar- útvegurinn komst lil nútíma- horfs. Allan síðasta f jórðung 19. aldarinnar og fram yfir aldamót var látlaus straumur til Ame- ríku. Á þannan hátt flýði um fjórði hluti þjóðarinnar land. Þegar atvinnuhættirnir bötnuðu hér lieima fyrir tók fyrir þenn- an straum úr landi. Þess vegna liefir sú „skuldheimta“, sem hér hefir farið fram af hálfu sveit- anna, verið á hæpnum rétti bygð. Á síðari árum hefir minna verið alið á rígnum milli sveita og kaupstaða en áður var. Bændur eru farnir að skilja, að þeim getur því aðeins vegnað vel, að atvinnureksturinn við sjóinn geti slaðið undir kaup- getu þeirra, er þar búa. Og kaupstaðarbúar viðurkenna nauðsyn þess, að framleiðslan í sveitunum geti blómgast. Sú kenning, að kaupstaðabúar og sveitamenn séu tvær andstæður, er brátt úr sögunni. Menn eru að komast til viðurkcnningar á því, að stéttirnar eigi sameigin- legra liagsmuna að gæta. En þegar sú viðurkenning er fengin, að sveilirnar geti ekki komist af án þeirra, sem við sjó- inn búa, ætti liins ekki að vera langt að bíða, að liætt verði að úthluta almennum mannrétt- indum eftir búsetu. íslenskir kjósendur eiga að vera jafn rétt- liáir, hvar sem þeir búa á land- inu. Þótt mál þetta verði látið kyrt liggja meðan sameiginleg- um kröftum verður einbeint að viðréttingu atvinnuveganna, væri fásinna að ætla að það væri úr sögunni. Það verður tekið upp að nýju og er mjög trúlegt, að sveitamenn séu farn- ir að líta á það af meiri sann- girni en verið liefir. Með því móti kemst fyrst á það „jafn- vægi sjávar og sveifa“, sem Vil- hjálmur Gíslason ræddi um i erindi sínu. a Díttttaka VestiiHi- eyji i sítiveiiiiiiui. Óvenju mikil þátttaka virðist ætla að verða í síldveiðunum í ár, og verða fleiri bátar gerðir út úr flestum verstöðvum en verið hefir. Vísir barst frétt í morgun um þátttöku Vest- mannaeyjaflotans í veiðunum, og verða að minsta kosti þrír nýir og stórir bátar gerðir þaðan út á þessu ári. Eru tveir af bátum þessum keyptir frá Danmörku, fyrir milligöngu Óskars Halldórsson- ar, en einn er smíðaður í Vest- mannaeyjum, og er það 100 tn. bátur, eign Helga Benediktsson- ar. Þessir bátar frá Vestmanna- eyjum vefða einir um nót: Heimir, Leo, Ágústa, Gotta, Þor- geir goði, Hilmir, Ásæll, Björg- vin, Gyllir, Garðar, Baldur, Hrafnkell goði og hið nýja skip Helga Benediktssonar, sem mun verða tilbúið á veiðar í byrjun næsta mánaðar. Tveir um nót verða eftirtaldir bátar: Gísli J. Johnsen—Veiga, Ilafaldan—Gulltoppur, Ófeigur —Óðinn, Skúli fógeti—Freyja, Muggur—Nanna, Lagarfoss— Frigg, Erlingur I—Erlingur II. Verður þannig farið með 21 herpinót á síldveiðar frá Vest- mannaeyjum að þessu sinni. Hinir nýju bátar, sem keyptir liafa verið til Vestmannaeyja eru 50—60 tonn að stærð, en eigendur þeirra munu vera Gunnar Ólafsson & Co. Harald- ur Ilannesson, Jón Óíafsson á Hólmi o. fl. og eru hinir síðar- töldu sameigendur um annan bátinn. Hrefndýrakálftr ( flugierð. Um helgina flulti TF-Öm mjög óvenjulegan farm frá Fljótsdalshéraði til Þingvalla. voru það f jórir hreindýrakálfar, sem náðust í Kverkfjöllum. Voru þeir ekki fluttir strax eftir að þeir náðust, vegna þess, að það þótti ekki óhætt, meðan þeir voru að heita mátti ósjálf- bjarga. 1 flugvélinni voru kálfarnir fluttir 1 pokum, þannig að höf- uðið eitt stóð út um op þeirra. 50 manns brenna til bana af Völdum skógarelda. London í morgun. Fimtíu menn hafa beðið bana af völdum skógarelda í Gehri í Indlandi, að því er liermt er í skeytum frá Alla- Iiabad. Tjónið af skógareld- unum nemur um einni milj. sterlingspunda. United Press. Iveir IðDiiír drepiir á eitri. London í morgun. í veislu, sem í gær var haldin japönskum embættismönnum við aðalkonsulatið japanska í Nanking, af kínverskum em- bættismönnum, Var borið fram eitrað vín og veiktust allir boðs- gestanna. Tveir ritarar við aðalkonsú- latið biðu bana eftir miklar kvalir,, en Kínverjunum tókst að bjarga vegna þess, hversu skjótlega þeir komust til lækna. Utanríkismálaráðuneytið jap- anska gaf tilkynningu um þetta. Er mikil gremja í Japan út af þessum atburði og heimta jap- önsku blöðin, að Kínverjar verði látnir sæta þungri hegningu fyr- ir þetta tiltæki. United Press. Þriðja markmiðið. Þriðja markmiðið með notk- un lánsfjárins er að örva út- flutningsverslunina, og verður því unnið að því að efla iðnað- inn. Pólverjar eru nú, sem kunnugt er, orðin mikfl sigl- ingaþjóð, og eiga nýtísku línu- skip í förum milli Gdynia og New York, og alhnörg flutn- ingaskip, en auk þess eru þeir að koma sér upp herskipa- og fiskiskipaflota. Frá þvi Pól- verjar fengu sjálfstæði sitt upp úr heimsstyrjöldinni, hafa þeir unnið markvisst að því, að efla iðnað sinn, framleiðslu, sigling- ar og utanríkisverslun. Af því má sjá, hversu mikilvægt það er fyrir Pólverja, að liafa að- gang að sjó, er þeir hafa fengið gegnum „pólska hliðið“, á kostnað Þýskalands. Pólverjar og Þjóðverjar standa hér á svo öndverðum meiði, að sam- komulagshorfurnar eru næsta litlar. Láta Pólverjar engan bil- bug á sér finna i deilunum við Þjóðverja og ófyrirsjáanlegt enn til hvers síharðnandi af- staða beggja aðila leiðir. United Press. Hermanu Christiansen hafnargerðarmaður lést í Kaup- mannaliöfn 27. maí s. 1. Hann hafði starfað um 12 ára skeið við ýmsar liafnargerðir liér við land svo sem hafnarbryggjuna á Siglufirði, bryggjuna í Borg- arnesi, nýju bryggjuna í Reylcjavík og nú síðast liafnar- virkin á Siglufirði, sein nú eru í smíðum. Auk þess hafði hann dýpkað allmargar hafnir hér við land, enda var það sérgrein hans. Christiansen varð 68 ára gamall. Hann var liinn mesti atorku og dugnaðarmaður og þrekmaður með afbrigðum og var t. d. glímukongur Norður- landa árin 1899—1900. Christi- ansen var vinsæll maður og mjög vinveittur fslendingum, enda liafa þeir margir notið gestrisni lians bæði á heimili hans erlendis og þegar hann dvaldi hér á landi. Hann var riddari af Fálka- orðunni. Frá Keflavik. Fiskþurkun hefir gengið erf- iðlega í Keflavílc í vor. Fiskur er mikill í þorpinu, og horfir til vandræða, ef ekki breytist veð- urfar til meiri þurlca. Þeir bátar, sem síldveiði ætla að stunda fyrir Norðurlandi í sumar, búast nú sem óðast til norðurfarar. Eru nokkrir þeg- ar farnir. Fiskþurkunarhús Keflavíkur h.f. mun nú á næstunni taka til að þurka fisk til sölu á Suður- Ameríkumarkaði. —< Hrað- frystihúsið Jökull fryslir all- mikið af kola til útflutnings, og er af þeirri starfrækslu hin mesta atvinnubót. Ungmennafélag Keflavíkur á í smíðum sundlaug þar á staðn- um. Verður hún væntanlega vígð og tekin til afnota í sumar. Leysist þar liið mjög þýðingar- mikla hagsmunamál Keflvik- inga, þeirra manna, er mestan liulta árs stunda erfiða sjósókn á tiltölulega litlum skipum. f / KAFBÁTSSLYSIÐ MIIÍLA. Mynd þessi er af breska kafbátnum Thelus, sem sökk í Liverpool bay að æfingu í seinustu reynslu- ferð, og fórust þar 99 menn, en 4 komust af. Er þetta hið mesta kafbátaslys, sem sögur fara af. í kafbátnum voru margir færustu kafbátasérfræðingar Breta. Björgunartilraunirnar liafa verið mjög erfiðar, enda er straumþungi mikill í botni, þar sem kafbáturinn liggur. Fyrir skönnnu var björgunartilraunum hætt í bili, og var búist við, að aftur yrði hafist lianda, eftir 3 vikur, en sein- ustu fregnir herma, að sérfræðingar sé komnir á á þá skoðun, að það megi heita nærri vonlaust, að ná kafbátnum upp. Er vafasamt að frekari tilraunir verði gerðar til þess.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.