Vísir - 20.06.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1939, Blaðsíða 3
V ! S IR Þátttaka íslands í heims- sýningunni í New York. Hvernig íslandsdeildin kemur áhorfendum fyrir sjónir í nýútkomnu Lögbergi birtist grein um heimssýninguna í New York eftir frú Lilju Eylands. Vísir leyfir sér að birta þá kafla greinarinnar, sem fjalla um íslandsdeild sýningarinnar, með því að þeir lýsa þeim áhrifum, sem sýningin hefir á landa vora vestra, þá, er ísland hafa aldrei augum litið og geðhrifum þeirra. í grein þessari kynnast íslendingar sjálfir sýningunni nokkru nánar, en þeim hefir gefist kostur á til þessa, og það beint frá sjónarvotti, en ekki sýningarnefndinni. Sjaldan á æfinni liefi eg orð- ið eins hrifin eins og á dögun- um er eg gekk inn í hið mikla svæði heimssýningarinanr í New York. Blóðið í æðum manns örvast í rás sinni, að þvi er virðist, við það að heyra trumbuslátt og homaspil, sjá fána blakta á óteljandi stöng- um, og þúsundir manna og kvenna á sifeldu iði fram og aft- ur. Hér eiga sextíu og tvö þjóð- lönd sýningarskála, og ísland er eitt þeirra. Island er ltomið á kortið! Einkennileg ánægju- kend vaknar í brjósti landans, þótt hann kunni að vera orð- inn að einhverju leyti fjarskyld- Ur fósturjörð feðra Siíina, við þá tilhugsun að Island á sæti á þessu alþjóðaþingi. Eg, sem aldrei hefi Island augum litið á nú að fá að sjá það fegursta og hesta, sem land og þjóð hef- ir á borð að bera með öðrum þjóðum. Víst er eg hrifin — og forvitin! Svo sem fyr er getið er mér mjög í huga að komast sem fyrst að sýningarskála íslands, og legg eg þvi leið mína þang- að við fyrstu hentugleika. Eklci er skálinn okkar heldur vand- fundinn, því hann er annar í þjóðskálaröðinni til vinstri við sjálfa sýningarhöll Bandaríkj- anna. Mér hitnar um hjartaræt- ur er eg sé íslenska fánann blakta við hún, liátt yfir bygg- ingunni. Næstum samstundis sé eg gríðarmikið eirlíkneski af Leifi hepna, við framhlið skál- ans. Mér er sagt að það sé af- steypa að eirmyndinni, sem Bandaríkjaþjóðin gaf Islandi, árið 1930. Eg minnist þess, að hafa séð samskotalista í sam- bandi við þessa mynd í „Lög- bergi* og „Heimskringlu“. Við landarnir hér vestra eigum þá líka einhver ítök hér. Þessi mynd var reist með fjárfram- lögum frá okkur. Mörg voru víst tillögin smá, sem vænta mátti, sem lögð voru fram í Leifsmyndar-sjóðinn, og margir sem góðan höfðu vilja en minni getu til að styrkja þetta fyrir- tæki munu liafa fundið til þess, að tillag þeirra næði skamt. En einmitt fyrir almennan áhuga og samtök í'þessu efni varð það kleift, að reisa ]>essa tignarlegu mynd. Gat hún naumast komið fram á heppilegri tíma né stað- ið á hetri stað. Iiún talar af- dráttarlaust máli Vínlandsfund- ar Leifs, staðfeslir þá sögulegu staðreynd, í viðurvist lýða allra landa, að það var íslenskur maður, sem fyrstur allra hvítra manna steig fæti á ameríska grund. Við skáladyrnar mætir þér fögur íslensk stúlka. Erindi hennar er ekki að eins að heilsa þér og brosa framan í þig, held- ur vill liún einnig sýna þér og skýra fyrir þér liina ýmsu sýn- ingarmuni. Sex ungar stúlkur hafa þennan slarfa á hendi. Fjói’ar þeirra eru frá Manitoba og ein þeirra liefir nýlega hlotið viðurkenning þess, að vera ,.hin fegursta meðal hinna fögi-u“, á heimssýningunni. Stúlkurnar tvær frá íslandi töluðu svo góða ensku að undrun sætti. Einhverjum kann að finnast það í of mikið ráðist fyrir smá- þjóð eins og ísland, sem eftir síðustu blaðafregnum að dæma á við ýrnsa örðugleika að stríða, hvað snertir atvinnu- og við- skiftamál, að leggja út í að talca þátt í þessari voldugu heimssýn- ingu. Mun þetta líka vera í fyrsta skifti, að þjóðin kemur þannig fram. Ekki mun það for- dild eða látalæti, sem i’æður þessum athöfnum íslands, held- ur praktisk búhyggindi. Það bef'ír vakað fyrír fslendinguni um margra ára skeið, að með stöðugum erjum og ófriðar- hættu í Evrópu væri Ameríka liklegasta landið til frambúðar í viðskiftum. Með þetta fyrir augum tók stjórn íslands því tilboði Bandaríkjanna, að taka þátt í þessari miklu heimssýn- ingu í New York. Mun þeim hafa fundist, sem rétt er, að þarna væri glæsilegt tækifæri til að kynna bæði land og þjóð hinu mikla heimsveldi, og öðr- um þjóðum. Á sýningu þessari sýnir Island sögu þjóðarinnar alt frá vík- ingaöld til vorra daga. Þetta er gert með kortum, Ijósmyndum og líkönum af ýmsri gerð. Er inn í salinn kemur er lögð ný áhersla á hugsun þá, sem fyrst vaknar lijá gestinum við skála- dyrnar, er hann sér Leifsmynd- ina, um leið og inn er gengið: hugsunina um samband íslands og Vesturheims. Þar blasir við gríðarmikið landabréf, upplýst rafljósum; tekur þetta yfir mik- in hluta veggjar. Á kortinu sést leiðin, sem Leifur fór forðum, og loftleið Lindbergs ofursta, er hann flaug til Evrópu fyrir nokkrum árum, með viðkomu- stað á íslandi. Islenskir atvinnuvegir eru sýndir í tveimur greinum. Ann- ars vegar er sjávarútvegurinn. Er þar sýnd fjölbeytni íslenskra sjávarafurða, íslenskur skipa- stóll, hvemig unnið er á þeim sviðum, og hvernig fiskurinn er undirbúinn til útflutnings. Landbúnaðarsýningin gefur glögga hugmynd um sveitabú- skapinn á íslandi, eins og hann er nú rekinn. 1 sambandi við þetta atriði sýningarinnar er vert að geta þess, að sérstök skýring með myndum er gefin um það, livernig Iaugavatn og heitar vatnslindir eru liagnýttar til að búa til vermireiti, þar sem ávextir allskonar og grænmeti dafnar eins og þá er best lætur. Upjjstoppaðar íslenskar kindur af ýmsum litum, sem stóðu í glerkössum, vöktu milda at- hygli. Þótli ullin einkennileg og fögui’. Kaupsýslumaður einn, er inn kom taldi að íslenslc gæru- skinn væru glæsileg vara til kápugerðar. Glögg liugmynd og góð var gefin um fræðslumál landsins, með ágætum ljósmyndum af fögrum skólabyggingum. Man eg eftir myndum af þessum: Hólaskóla, Laugarvatnsskóla, Hallormsstaðaskóla og Menta- skóla Akureyrar. Gamlar ís- lenskar bækur voru til sýnis i glerskápum í litlu herbergi, sem kallað var „baðstofan“. Það sem mesta athj’gli vakti í „baðstof- unni“ voru útskornar súðir og bekkir. Listavei’k íslenskra fagmanna eru hér til sýnis, og naut eg þeirrar ánægju að kyxmast ein- um þeirra, hr. Þorleifsson. Hafði hann málað allmargar af hinum fögru olíumyndum, sem sýndar voru, og sömuleiðis voru málverkin á skálasvölunum hans handaverk. Því miður eru málverkin sýnd í stofu, sem er svo lítil, að mjmdirnar geta ekki notið sín að fullu. Tvö forkunn- ar fögur veggtjöld, með hönd- um gjörð, vekja undrun og að- dáun áhorfenda, vegna þess hve eðlileg þau eru. Annað þeirra sýnir íslenskan bóndabæ í miðju túni. Hitt sýnir baðstofu að inn- an. Hver meðlimur fjölskyld- unnar er á sínum stað, og hver með sitt verk í höndum. Hús- bóndinn situr fyrir miðju og les fyi’ir fólkið. Þessar myndir, svo nákvæmar út í ystu æsar, eru liið mesta furðuverk listarinnar. Fagrar standmyndir skreyta svalirnar, og ýmsa aðra hluta sýningarinnar. Margar þeirra eru handaverk hins fræga ínyndhöggvara Einars Jónsson- ar. Er tillit er tekið til fólks- fjölda á íslandi, má með sanni segja að sýning þess líði ekki að neinu leyti við samanburð sýninga annara þjóða. Um lista- safnið íslenska má hiklaust segja, að það ekki aðeins þoli samanburð við samsvarandi sýningarmuni annara þjóða, heldur standi langt um framar mörgum þeirra, sem mér auðn- aðist að sjá. Sýningarnefndin á mikið þakklæti skilið fyrir sína frammistöðu, fyrir að koma sýningannununum svo smekk- lega fyrir og gjöra sýninguna svo aðlaðandi og ánægjulega. — Forstöðumaður Islandsdeildar- innar er hr. Vilhjáhnur Þór. — Megi hróður íslands vaxa að verðugu við sýningu þessa! I. ( ■ 1:1 K. R. Bæði mörkin sett á síðustu 5 mínútunum. Knattmeðferð Englendinganna yfirleitt miklu betri. Menn munu alment ekki hafa búist við því af K.R.-ingum, eftir ósigurinn fjTÍr Val í síðasta leik, að þeir myndi standa_I. 0. snúning, en þó fór svo, að leikurinn endaði með jafntefli, sem var mjög sanngjörn útkoma, eftir gangi leiksins. Er alveg óhætt að segja, að þetta sé besti leikur, sem sést hefir hjá K.R. á þessu sumri. En. þó þarf ekki að draga þá ályktun af þessu, að I. C. sé lé- legir, en hinsvegar á völlurinn mikinn þátt í því, að þeir voru K.R.-ingum ekki erfiðari. I uppliafi leiksins voru Eng- lendingarnir nokkuð óvissir, reiknuðu hreyfingar knattarins oft skakt, vegna þess hve völl- urinn var miklu liarðari en grasvellirnir, sem ]>eir eiga að venjast. En eftir því sem leið á leikinn varð leikur þeirar ör- uggari og oft með ágætum. Vörnin var heldur veik og ó- traust, að undanteknum mark- manni, Longman, og miðfram- herjanum, Wliittaker, og veitt- ist framherjum K.R. oft allauð- velt að komast framhjá bak- vörðununx, enda þótt K.R.-ingar misnotuðu tækifærin. Má þakka það snilli markmannsins og svo fljótfærni Steina og Guð- mundar, að ekld voru gerð tvö mörk hjá I. C. á fyrsta hálftím- anum. En eftir svo sem 25 min. fóru upphlaupin að skiftast á jafn- ara og varð talsvert fjör í leikn- um. Á 30,—40. mín. sýndu I. C. þann leik, sem búist var við af þeim og þeir munu sýna, þegar þeir fara að venjast vellinum betur. Álti K.R. meira í þessum bálfleik og sýndi besta leik sinn í sumar. Er rétt að geta þess, að þeir höfðu aðeins vind og sól með sér. Síðari hálfleikur hófst á sterku upphlaupi I. C. en K.R.- ingar sýnilega teknir að þreyt- ast, og kom þar með greinilega í ljós, að Englendingarnir þurftu minna að hlaupa, vegna þess, liversu miklu betra vald þeir höfðu á knettinum. Fengu báðir mörg tækifæri, en mark- vörðum tólcst yfirleitt að bjarga- Ilefir vist sjaldan reynt jafn skóm; ef tilvillerþaðástæðan?) „Lánsmaðurinn“, Grimar, stóð sig ekki síður sem „K.R.-ingur“ en sem Valsmaður og var traustur og öruggur eins og venjulega. Dómari var Guðjón Einars- son. Hann hefir oft dæmt betur og virtust sumir dómarnir lítt skiljanlegir, en hann getur ver- ið misjafnlega upplagður eins og aðrir. Veður var liið ákjósanlegasta til kepni, en áliorfendur reynd- ust innan við 4 þúsund. Eftir leikinn buðu K.R--ing-» ar Englendingunum tfl kafft» drykkju i K.R.-lmsinu. Gaf K.B. þeim þar merki félagsins, en L C. gaf K.R. á móti hvítan og bláan fána, þar sem í voru fáu- ar Bretlands og Islands, en fyrir ofan stendur Islington Corinlhi- ans v (versus = gegn) Reykja- vík. 1 Namb. í»l. barna- kennara ern íiú 4SO kennarar. í tilefni af BO ára afmæli sambandsins, verð- ur lialdið hér uppeldismálaþing og skóla- sýning. Þ. 16. febrúar 1889 var stofnað hér í Reykjavík félag, sem hlaut nafnið „Hið íslenska kennarafélag“. Stofnendur vorn 20 að tölu og voru eða urðu síðar allir þjóðkunnir menn. Má með- al þeirra nefnda dr. Bjöm M. Olsen, Jón Þórarinsson, Þorvald Thoroddsen,. Þórhall Bjamason, Jóhannes Sigfússon, Pálma Pálsson og Morten Hansen. Dr. Bjöm varð fyrsti formaðnr félagsins, en einn af aðalhvatamönnum að stofnun þess var Stefán Stefánsson, enda þótt hann væri ekki í bænum, þegar stofnfundurinn var haldinn. mikið á dugnað markvarða beggja liða hér, en þeir voru hlutverki sínu vaxnir og ilt að gera upp á milli þeirra. Léku I. C. betur og öruggar þenna hálfleik, en K.R.-ingum tókst jafnan að verjast. Þegar 5 mírt. voru eftir af síðara hálfleik, náði Friday knettinum við vitateig og fór einn framhjá þrem K.R.-ingum, sem virtust misskilja hvern annan og skaut óverjandi við liægri stöngina. Þá settu K.R.-ingar kraft i sig og á næst síðustu min. tókst Þorst. að skora úr þvögu upp við mark, en markmaðurinn hafði dottið við fyrra skot frá Birgi. Bestu menn I. C. voru mark- maðurinn, miðframvörður og útherjarnir báðir. Sýndu þeir mesta leikni. Allir sýndu Eng- lendingarnir betri knattmeðferð en K.R-ingar, livort sem var með höfði eða fótum. Af K.R.-ingum sýndi Anton tvimælalaust öruggastan leik, en þeir Gísli og Hans Kragh sýndu einnig að þeir eru ekki enn dauðir úr öllum æðum og æfi þeir vel, þá komast ]>eir sjálfsagt í „essið sitt“ síðar í sumar. Haraldur hefir hreytt um leikaðferð, er liðlegri og gerði meira gagn. Björgvin var traustur og öruggur, en liann verður að lxætta að leika um of „sóló“. Birgir er efni í knatt- spyrnumann, en þarf að stillast og passa staðinn sinn betur. Þor- steinn var lélegur, hann verður að æfa sig. (Hann segir mér, að liann liafi ekki verið á sinum Tilgangur ]>essa félags var að efla mentun þjóðarinnar, vinna að auknum kynnum kennar- anna og hlynna að liagsmunum kennara í öllum greinum. I sambandi íslenskra barnakenn- ara, sem stofnað var upp úr gamla félaginu, eru nú um 420 meðlimir, af 450 kennurum landsins. Kennarafélagið vakti þegar rnikla atliygli og margir merkir menn, sem ekki voru kennarar, gengu í það og má þ. á. m. nefna Magnús Steplxensen, landshöfð- ingja. Enda hefir saga félagsins verið lxarla merkileg og skal hún rakin hér í stuttu máli. Hún liefir skiljanlega verið öað- greinanleg frá framförum og endurbótum á skólamálum landsmanna og það má segja, að barátta félagsins fyrir bætt- um kjörum kennara liafi verið baráttan fyrir betri alþýðu- mentun. Félagið komst strax svo langt í þessari baráttu sinni, að fljót- j lega voru sett lög til bráða- j birgða um alþýðufræðslu og . mentun kennara. S Árið 1907 vami félagið mik- \ inn sigur með Jón Þórarinsson ' í broddi fylkingar. Þá voru ! samþykt fræðslulög, þar sem öll börn, 10—14 ára eru skóla- skyld og jafnframt er Kennara- skólinn stofnaður með lögum. Tók hann til starfa 1908. Unnu þeir og ágætt verk í þessu sambahdi, þeir Páll Briem og Einar H. Kvaran, en aðalmennirnir við löggjöfina voru þeir Hannes Hafstein og Guðm. Finnbogason, en Guð- mundur samdi frumvarpið og hafði áður samið ágæta skýrslu, um fræðslu barna og unglinga. Alllangan tíma eftir þetta vanst svo heldur litið á í þess- um málum, en þá er aðalbarátt- an um að fá rétt kennara viður- kendan og samræmi í aðbúnað þeirra allan. Vanst mikill sigur að því marki árið 1919, því að þá var samþ. frv. um skiþun kennara og laUn þeirra. Fram til þess tima höfðu þeir verið nxjög illa launaðir og erfitt að fá þá til að lialda áfram kenslu, ef þeini bauðst etthvað betra. I þessum sigri áttu þeir mestan þátl Þorst. M. Jónsson, skólastjóri og Jón Magnússon, forsætisráðherra. Með þessari löggjöf voru rélt- indi kennara trygð, hvar sem er á landinu, en áður höfðu kjörin verið liarla sundurleit, eftir því hvar kennarar voru á Iandinii. Litlu siðar, eða 1921 var Saiii- hand íslenskra barnakennara stofnað og gamla félagið hættl störfum 1922, en ýmsir þeirTa, sem voru i þvi, störfuðu áfram i sambandinu. Er það síðan eina allsherjar félag bamakennara f landinu og tilgangur þess svip- aður og hjá gamla félaginu, að auka mentun kennara, aðallega á þennan hátt: 1) Stuðla að utanförum þeirra. 2) Gefa út tímarit (Menta- mál). 3) Endurbætur á mentun kennara. (Aukin ujipeídisfræði, kenslubækur o. s. frv.). Er kennurum ætlað húsnæði í háskólabyggingunni og era menn enn ekki á einu máli um, hvernig skuli hagnýta það. Vilja sumir leggja Kennaraskólann niður þar sem hann er nú, og aðrir að háskóladeildin verði einskonar framhaldsdeilÆ Síðan 1934 hefir sambandið verið meðlimur í alþjóðakeim- arasambandinu, sem hefir að- setur sitt í Paris og tvisvar sent þangað fulltrúa. Það hefir og unnið ýmsum framkvæmdum á sviði fræðslumálanna, svo sem nýjum fræðslulögum 1936 o. fL í tilefní 50 ára afmælisíns gefur sambandið ut bók eftir- Gunnar M. Magnúss og er hún bæði saga félagslns og saga skólamálanna frá 15.—16. öld! til vorra daga. Þá hefir það haft aðgang að Útvarpinu eina viku undanfárið og í kvöld liefst fulltrua- þing, sem setið er af 50 fulltrú- um víðsvegar af Iandínu, en át föstudag hefst uppeldfsmála-- þing og verða þá fluttir fyrir- lestrar í Útvarpið. Fyrirlestrana flvtja dr. Simon Jóh. ÁgþsLs- son, mag. Árni Halldórsson. pg Karl Finnbogason skólastjórí á Seyðisfii’ðí, en auk þess mun forsætisráðhena flytja ræðu. Þá verður stór sýning opnuð á sunnudag, en frá henni miin verða skýi t nánar síðar hér i blaðinu. Gufuböð. Forstjóri Sundhaltarinnar, Ólaf- ur K. Þorvarðarson, liefir sent hæj- arráði bréf, þar sem hann gerir þá tillögu, að rannsakaðir verði mögti- leikarnir á því, að koma upp gufu- baðsdeild við. Sundhöllina. -— ,MáI- ið var falið húsameistara bæjanns til athugunar. Súðin kom úr strandferðd gær.. ,.r„ *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.