Vísir - 22.06.1939, Page 2
VtSlR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: HverHsgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsiniðjan h/f.
Stjórnin og
framleiðslan
pLOKKAR þeir, sem farið
liafa með völdin undanfar-
inn áratug voru komnir í van-
skil við íslensku þjóðina. Við
hverjar kosningar voru gefin
loforð, sem ekki voru efnd.
Kjósendum var lofað skatta-
lækkun, skuldalækkun og at-
vinnuauka. Efndirnar voru
auknir skattar, auknar skuld-
ir, aukið atvinnuleysi. Kjósend-
urnir voru umburðarlyndir.
Þegar að skuldadögum kom
„gengu þeir ekki að“. „Skuldu-
nautamir“ voru ísmeygilegir,
töldu að alt mundi lagast, ef
þeir fengju frest, endumýjuðu
öll gömlu loforðin — og bættu
Dýjum við. Þeir komust að
sömu kjörum hjá þjóðinni og
vanskilamaður, sem fær banka-
stjóra til að kaupa nýjan fram-
lengingarvíxil, án þess að borga
eyri af honum og meira að
segja hækka hann. En jafnvel
„langþoli íslenskrar lundar“ eru
takmörk sett. Ekkert verður
fullyrt, hvernig kosningar
hefðu farið i vor. En það er
ákaflega líklegt að loforðahrell-
an hefði ekki lánast eins vel og
áður.
Hver og einn getur velt þvi
fyrir sér, live mikinn þátt neyð-
arástand fyrverandi stjórnar-
flokka átti í þeim samstarfs-
vilja, sem í ljós kom af þeirra
liálfu. Þetta pólitíska neyðar-
ástand fornra andstæðinga gaf
að sjálfsögðu ekkert tilefni til
þess að Sjálfstæðisflokkurinn
rétti hjálparhönd. En samfara
því var neyðarástand þjóðar-
innar, yfirvofandi hrun at-
vinnuveganna, fjárhagsöng-
þveiti og fyrirsjáanlegar óeirð-
ir. Ef gengið hefði verið til
kosninga eftir krónulækkunina,
hefði orðið hér sú ókyrð, sem
mjög sennilega liefði leitt til
nýs gengisliruns. Hefði svo far-
ið, var komið á svo hála braut,
að framundan var glundroði og
upplausn.
Sjálfstæðisflokkurinn gekk
til stjórnarsamvinnu, ekld
vegna neyðarástands þeirra
flqkka, sem' með völdin höfðu
farið, heldur vegna neyðar-
ástands þjóðarinnar. Þetta
verða menn að muna. Sjálf-
stæðisflokkurinn geklc ekki til
samstarfsins til þess að rétta
lilut Framsóknar og Alþýðu-
flokksins, heldur til þess að
rétta hlut atvinnuveganna, örva
framleiðsluna og bæta þannig
úr gjaldeyrisvandræðum og
Fjárhagsöngþveitinu, stöðva
gengisfallið og rétta við liið
glataða lánstraust þjóðarinnar
írlendis. Hvort, eða að hve
miklu leyti, Sjálfstæðisflokkn-
iiin tekst þetta, verður ekki full-
yrt. Það er mikið undir árferði
komið. En það er ekki síður
mdir þvi komið, að samstarfs-
flokkarnir viðurkenni í verki að
allar framkvæmdir og ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar verða að
miðast við alþjóðarhag og ann-
að ekki.
Sú reynsla, sem fengin er til
þessa, af samstarfi flokkanna,
dregur á engan liátt úr von
manna um vænlegan árangur.
Þau mál, sem mestum ágrein-
ing, hafa valdið að undanförnu,
fjármálin og viðskiftamálin,
Iiafa að vísu ekki verið rædd til
úrslita, enda verður þess ekki
krafist með neinni sanngirni, að
slilc mál verði leidd til endan-
legra lykta i skjótri svipan. En
það sem aðhafst.liefir verið, er
flest í þá átt að Sjálfstæðismenn
mega við una. Eitt fyrsta verk
stjórnarinnar var að birgja
landið upp af ýmsum nauð-
synjavörum, vegna yfirvofandi
styrjaldarhættu. Reynt liefir
verið að draga úr dýrtíðaraukn-
ingu vegna gengisfallsins, með
því að slaka til á innflutnings-
liöftunum. Skip liafa verið send
í fiskileit og flugvél fengin til
sildarleitar. Undirbúningur er
hafinn um að leggja niður þær
ríkisstofnanir, sem óþarfastar
liafa reynst. Mikil áhersla hefir
verið lögð á aukna garðrækt.
Ráðstafanir hafa verið gerðar
til þess að allar sildarverk-
smiðjur á landinu verði starf-
ræktar.
Framleiðendurnir í Iandinu
telja að brugðið hafi til hag-
stæðrar áttar við stjórnarskift-
in. Þeir þykjast kenna meiri
hlýju en þeir hafa vanist um
sinn, meiri skilnings, meiri á-
liuga. Þeir leggja öruggari og
ótrauðari hönd að verki en áð-
ur var. Ríkisstjórnin ræður
ekki yfir aflasæld og veðurfari.
En hún getur gert, hvort held-
ur er, að hvetja eða letja fram-
taldð og sjálfsbjargarviðleitn-
ina. Þær ráðstafanir, sem nú-
verandi rikisstjórn hefir þegar
gert viðvikjandi atvinnuvegun-
um hafa allar verið i hvatning-
arátt.
Fram tapaði, en
stóð sig vel.
Stefán A. Pálsson fékk seint
i gærkveldi skeyti um það, að
Fram hefði tapað fyrsta leik
sínum í Danmörku með 3:4. —
Leikurinn var við úrvalslið V.-
Sjálands.
Næsti leikur Framara er í
kveld, í Rönne á Bornholm.
Þeim leik útvarpar danska rik-
isútvarpið, en ekki verður hægt
að koma við endurvarpi hér, að
því er Vísir hefir fregnað. Þarf
ávalt nolckurra daga fyrirvara
til þess að slíkt geti farið fram,
vegna talstöðvarinnar.
Ferðafélag íslands
ráðgerir að fara tvær skemti-
ferðir um næstu helgi.
Hekluför. Síðdegis á laugar-
dag verður ekið í- bíluin að
Galtalæk á Landi og gist þar.
Sunnudagsmorgun snemma far-
ið á liestum upp fjallið að rétt-
inni yfir Löngufönn, en þaðan
gengið upp á hæstu tinda.
I Fljótshlíð og undir Eyja-
fjöll: Síðdegis á laugardag
verður farið í bílum að Múla-
koti i Fljótshlíð og gist þar. Ná-
grennið skoðað. Sunnudags-
morgun verður ekið austur með
Eyjafjöllum að Skógafossi, en í
bakaleið lcomið við hjá Selja-
landsfossi og Gljúfrafossi. og
viðar og heim um kvöldið.
Áskriftarlistar liggja frammi
á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs,
Túngötu 5, fyrir Hekluförina til
kl. 6 á fimtudag, en fyrir hina
ferðina til ld. 6 á föstudag.
V erðnr þríveldabandalapð
undiriikrifað á Ean^arda^ ?
Ilalifax segir að Bret-
ar hafi geng:ið eins
langl ogr þeim sé unt.
EINKASIŒYTI TIL VfSIS.
London í morgun.
Iutanríkismálaráðuneytinu breska í Whitehall
eru menn alment ekki á einu máli um það,
hvernig líta beri á ástandið í samningaum-
leitunum Breta, Frakka og Rússa, en eins og United
Press símaði í gær var fastlega búist við því, að þeir
Strang, fulltrúi Bretastjórnar, og Molotov, utanríkis-
málaráðherra Rússa myndi ræðast við í gærdag. Var
þess vænst að línurnar myndi skýrast.
Viðræðurnar hófust kl. 5 í gærdag og höfðu Frakkar
fulltrúa víð viðræðurnar. Samkvæmt því sem U. P.
hefir fregnað, eru margir menn, sem standa nærri
stjórninni og vita jafnan hvað er að gerast, von-
góðir um að takast megi að undirrita samkomulagið á
laugardaginn.
f París var kl. l1/^ í gærkveldi gefin út opinber til-
kynning, eftir að utanríkismálanefnd fulltrúadeildar-
innar, hafði haldið fund. í tilkynningunni segir, að
náðst hafi samkomulag um allmörg atriði, en þó sé enn
ef tir að vinna bug á allmörgum erfiðleikum. Komi þess-
ir erfiðleikar af því, að allmörg ríki, sem veita á vernd
og stuðning, samkvæmt kröfum Rússa, liafa alls ekki
farið fram á að slík vemd verði sér veitt. Eru þetta þau
af Eystrasaltrík junum, sem búin eru að undirrita hlut-
leysissáttmála með Þjóðverjum.
Burt með erlend
skip frá Swatow,
—• segja Japanir.
Bretar og Bandaríkjamenn hreyfa sig ekki.
EINKASKEYTI TIL YÍSIS.
London, í morgun.
Frá Hongkong er símað, að Japanir láti sér nú ekki nægja,
að hafa Swatow og umhverfi hennar á valdi sínu, heldur hafi
yfirherstjómin á staðnum gefið öllum erlendum skipum skiþ-
un um að hafa sig á brott úr höfninni fyrir kl. 1 í dag (kín-
verskur tími). Að öðrum kosti verði skipin og farmar þeirra
gerð upptæk. Allmörg skip létu hið skjótasta úr höfn, þegar
þeim barst þessi skipun, en bresk og amerísk skip munu ekki
fara eftir henni og hreyfa sig ekki, hvað sem Japanir segja.
Halifax lávarður, utanríkis-
málaráðherra Breta, hélt ræðu
í London í gær og Var henni út-
varpað. Gerði hann þar mjög
góða grein fyrir því, hvernig
málin stæ'ði.
Halifax sagði meðal annars,
að þótt þessar samkomulags-
umleitanir hefðu enn ekki bor-
ið þann árangur, sem menn
hefðu vonað, þá væri samt alls
ekki hægt að kenna Bretum um
það, að ekki gengi betur en
raun bæri vitni. Bretar hefði
teygt sig eins langt og
þeim væri auðið, og þegar
Rússar hefði aukið kröfur sín-
ar, hefði Bretar enn slakað til
við þá. Mátti skilja á ræðunni,
að Halifax findist Rússar ekki
t
vera heilir í málinu, og reyndu
jafnvel að heimta svo mikið, að (
Bretum væri alveg ómögulegt
að ganga að þVí. Síðan ætluðu
svo Rússar að skella allri skuld-
inni á Breta og Frakka, fyrir að
þeir hefði ekki viljað samvinnu. ?
Kl. 1 eftir miðnætti í nótt gaf
hin opinbera rússneska frétta- ;
stofa Tass út tilkynningu um j
samkomulagsumleitanirnar. — ,
Aðalefni tilkynningarinnar er
það, að móttillögur Breta hafi
ekki gengið neitt lengra en hin-
ar fyrri og sæti því alt við hið
sama.
United Press.
Einn af nieðlimimi
dansk-íslenskn ráí-
gjafarnefndarinnar
láttnn.
Hans Nielsen, þingmaður og ,
bankastjóri við Hypotek-bank- ;
ann, er látinn, sjötugur að i
aldri. Nielsen var meðlimur j
dansk-íslensku ráðgjafarnefnd- 1
arinnar.
Hann hafði mörg ár þjáðst af j
hjartasjúkdómi og hafði legið í
sjúkrahúsi nokkrar vikur, er
liann lést. !
Allur akstur aust-
ur Austurstræti
bannaður.
Eins og Vísir hefir skýrt frá
fyrir nokkuru, samþykti bæjar-
stjórn samkvæmt tillögu lög-
reglustjóra, að banna akstur
allra ökutækja eftir Austur-
stræti frá vestri til austurs.
Vísir átti tal við lögreglu-
stjóra í morgun og spurði hann
hvað þessu máli liði. Sagði
hann að bærinn væri að láta
smíða merkin og yrði þeim
komið fyrir jafnskjótt og þau
væru fullbúin.
Verða þá hjólreiðar bannaðar
frá vestri til austurs, þvi að
þetta bann nær til allra öku-
tækja (nema barnavagna).
Er þetta reiðhjólabann sett
til reynslu, sagði lögreglustjóri,
Vegna Tientsin-deilunnar er
nú unnið í Honkong og Singa-
pore eins og styrjöld sé alveg
yfirvofandi innan skamms og
hafa franskir og breskir hers-
höfðingjar oft fundi með sér.
Auk þess hafa breskir menn
fengið tilkynningu um að þeirra
geti orðið þörf í hernum þá og
þegar.
Annars hefir ástandið meðal
útlendinganna í Tientsin batn-
að, að því leyti, að bresku skip-
in, sem rufu hafnbannið, fluttu
þangað mjölvöru og lirísgrjón.
Hefir verið stofnuð þar sjálf-
boðaliðalögregla Breta, og er
hún ekld vopnum búin.
United Press.
og reynist það vel, verður það
síðar látið ná til annara gatna,
þar sem einstefnuakstur er nú
fyrirskipaður, m. a. Hverfisgötu
og Laugavegar.
Sumargistihús
að Svignaskarði.
í sumar verður eins og að
undanförnu rekið gislihús að
Svignaskarði, sem Guðbjörg
Sæmundsdótlir mun veita for-
stöðu.
Legst alt á eitt með að gera
Svignaskarð hinn ákjósanleg-
asta stað til sumardvalar, um
lengri eða skemri tíma. Nátt-
úrufegurðin mun kunnari en
frá þurfi að segja og útsýnið er
hið fegursta. Skógurinn i
kringum staðinn er hinn girni-
legasti til sólbaða. Fyrir þá, sem
liafa gaman af veiðum, mun
vera hægt að fá veiðileyfi í
Gljúfurá, sem er allgóð veiðiá,
og er þangað skamt að fara frá
Svignaskarði. Einnig mun vera
liægt að fá leigða hesta til
ferðalaga um nærsveitirnar.
Það myndi verða of langt
mál, að fara að telja upp alla
þá kosti, sem Svignaskarð hefir
til að bera sem sumardvalar-
staður, en þar gildir, eins og
annarstaðar, reglan: „Reynslan
er ólýgnust“. Og þeir, sem
reyna, munu ekki verða von-
sviknir.
Mynd þessi er af Avila Gama-
cho, fyrrum hermálaráðherra
Mexico, sem búist er við að
verði næsti forseti þar í landi.
Hann er 43 ára gamall og nýtur
stuðnings verkamanna.
IIENLEIN Á FERÐALAGI.
Síðan Henlein varð landstjóri i Súdetahéruðunum, liefir liann Iiaft ærið nóg að starfa, og þurft
að fara í eftirlitsferð um landið. Hér sést hann koma í heimsókn lil Ascli og Sudeta-Þjöðverjar
hylla hann óspart.