Vísir


Vísir - 30.06.1939, Qupperneq 2

Vísir - 30.06.1939, Qupperneq 2
2 Ví SIR Föstudaginn 30. júní 1939. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. RitBtjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ísland - ferðamanna- land. JjJLDRAÐUR Dani kom ný- lega inn á ritstjórnarskrif- stofu Vísis, og var erindið að skýra frá ferð sinni hér um landið, og þá aðallega í nágrenni Reykjavíkur. Hann lét vel að flestu leyti yfir dvöl sinni hér, — þótti landið fagurt, þjóðin kurteis og greiðvikin, og kvaðst hann fara héðan með hinar á- nægjulegustu ændurminningar, þótt nokkuð skorti á góðan að- búnað. Þessi sami maður gat þess einnig, að hingað myndu koma á þessu ári fleiri ferðamenn, en íslendingar gerðu sér fyllilega grein fyrir, og Iægi það meðal annars í hinum ótryggu liorf- um Mið- og Suður-Evrópu og í alþjóðamálum yfirleitt. „Allir vilja út, en allir vilja forðast ófriðarsvæðin, og þá geta menn aðeins leitað mót norðri, — liingað til íslands, — lands friðarins og fegurðarinn- ar,“ sagði hann. Honum virtist landið blásið og bert, en auðn þess þó voldug og sterk, — en fegurra sólarlag en hér við Faxaflóa kvaðst hann hvergi hafa augum litið, og bætti litfegurðin gróðurleys- ið upp til fullniistu. Það, sem þessi maður fann okkur til for- áttu var aðallega það, að hann taldi að of lítið væri að því gert að leiðheina ferðamönnum hér í bænum, og brys.'i lögregluna nauðsynlega tungumálakunn- áttu, er menn leituðu til hennar. Leit hann svo á, að úr þessu mætti bæta að nokkru, ef gefið væri út kort yfir bæinn og leið- arvísir, þar sem unt væri að sjá leiðir strætisvagnanna, sem og ferðir áætlunarhifreiða víðsveg- ar um nágrenni bæjarins. Shkur leiðarvísir þyrfti að vera á hoð- stólum i öllum bókahúðum, af- greiðslustöðvum bifreiða, og öðrum stöðum, sem ferðamenn leituðu til. Að því yrði að gæta, að þótt séð væri til fullnustu fyrir farþegum þeim, sem kæmu með erlendum skemti- ferðaskipum, væru þeir þó margir, sem vildu fara sinna eigin ferða, og á slíkum ferða- lögum græddi landið rnest. Öll óþægindi, sem ei'lendir ferða- menn yrðu hér fyrir, þótt smá- vægileg væru, skygði nokkuð á þá lánægju, sem þeir ella liefðu af ferðinni, en bæði land og þjóð ættu það vissulega skilið, að þeim væri borin sagan vel á erlendum vettvangi. Þótt segja megi, að hér sé ekki um stórvægilegar aðfinsl- ur að ræða, mun það þó mála sannast að okkur Lslendingum er margt betur gefið en það, að sjá fyrir smávægilegum þörfuin ferðamanna, eða að sýna þeim þá nærgætni, sem nauðsynleg er, til þess að þá fýsi þeirra | hluta vegna að koma hingað 1 aftur, eða hvetja. aðra til þess. Víða úti urn landsbygðina hafa Iiallir verið reistar, sem taka við ferðamönnum að sum- arlagi, eu mjög Iiefir sumstaðar á það skort, að aðbúnaður væri fullnægjandi, og jafnvel al- mennasta þrifnaðar ekki gætt svo sem skyldi í umgengni allri. Það er ýmsum erfiðleikum bundið fyrir óvana, að ferðast hér um landið, enda vegir lé- legir og þola engan samanhurð við þjóðbrautir í öðrum lönd- um. Þegar þar við bætist að all- ur aðbúnaður er lakari en gerist með öðrum auðugri þjóðum, verður landið sjálft að liafa æði margt umfram önnur lönd, til þess að erlendir menn sæki liingað. Við íslendingar verðum að gera okkur það Ijóst, að við hina erlendu gesti ber okkur að gæta fylstu kurteisi og greiðvikni, þannig að þeim megi verða hingaðkoman og viðkynning við þjóðina sem ánægjulegust. Greiðastaðir verða að gæta fylsta þrifnaðar og flutninga- stöðvar allar ítrustu árvekni, ef viðkynningin við þjóðina á ekki að slanda kynningunni af land- inu langt að baki. Við íslendingar höfum engan auð annan en náttúru landsins til þess að standast samkepni við aðrar þjóðir um ferðamenn- ina, en við eigum að kappkosta að auka hina ytri og innri fágun með þjóðinni, þannig að útlend- ir menn sækist eftir að kynnast henni, en flýi hana ekki. Fyrsta skemtun að Eiði verð- ur á þessu sumri haldin á sunnudaginn er kemur, og er það Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, sem ríður á vaðið með undirbúning skemtunarinnar. Hefir verið til þess kjörin sér- stök nefnd innan félagsins, og er hún skipuð þeim konum, sem hér greinir: Guðrún Guð- Iaugsdóttir form., María Maack, Guðbjörg Bjarnadóttir, Gunn- fríður Rögnvaldsdóttir, Sigríð- ur Bjarnadóttir, Ástríður Guð- mundsdóttir og Gróa Péturs- dóttir. Skemtunin hefst kl. 3 síðd. og setur María Maack hana með stuttri ræðu. Því næst munu þau Pétur Halldórsson borgar- stjóri og frú Guðrún Guðlaugs- dóttir flytja ræður, þá verður upplestur, fimleikasýning kvenna, hljóðfæraleikur o. fl. til skemtunar. Það þarf ekki að efa, að verði veður gott verður mikill mann- söfnuður samankominn að Eiði að þessu sinni, þótt aðrar sam- komur verði haldnar hinn sama dag. Eiði liefir upp á margt það að bjóða, sem allir vilja sækja, meðal annars sjóinn og sólskin- ið, en hetri aðstöðu liér í nánd getur ekki, enda er þar skjól fyr- ir öllúm átlum. Veitingar á staðnum annast á þessu sumri Guðjón Jónsson bryti, og er það fylsta trygging fyrir því, að þær verði góðar og greiðlega af hendi látnar. Sjálfstæðismenn eiga að fjöl- menna að Eiði á sunnudaginn kemur. Tveir botnvörpungar fóru norður í gær til síldvei'ða, þeir Jón Ólafsson og Rán. Eins og Vísir hefir skýrt frá áður keypti h.f. Djúpavík Rán frá Hafnarfirði fyrir nokkuru. Hitler i þann vegiim að láta tfl §karar §kríða í Hanzig:, Hitler aðvaraður af helstu stjórn- málamönuum stórveldanna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Meðal Breta, Frakka og Pólverja gætir nú hins mesta ótta um, að Hitler ætli að láta til skarar skríða í Danzig. Ræður þeirra Daladiers, Win- stons Curchills, og Halifax lávarðs, sem talaði í gær- kveldi, eru í rauninni allar strengilegar aðvaranir til Þjóðverja. í blöðum Bretlands, Frakklands og Póllands eru birtar f jölda margar fregnir, sem benda til óvana- legs undirbúnings í Danzig, svo sem að S.A.-menn haldi áfram að streyma þangað, fallbyssur hafi verið fluttar þangað og önnur hergögn o. m. fl. En í Berlín er því harðlega neitað, að mikill viðbúnaður eigi sér stað. Hinsvegar haldi Pólverjar áfram að hervæðast. Halifax lávarður var mjög' ákveðinn í ræðu þeirri, sem hann flutti í gærkvöldi. Hann líkti ástandi og horfum í fyrra við horfurnar nú og taldi þær jafnvel öllu ískyggilegri nú, en þegar verst horfði í fyrra. Hann kvaðst Breta vera við öllu búna. Flugher Breta væri nú svo öflugur orðinn, að þeir þyrfti ekkert að óttast á því sviði. Hann lýsti vilja Breta til þess að leiða öll deilumál til lykta með samkomulagi og neitaði því eindregið, að Bretar vildi ein- angra Þjóðverja. Þjóðverjar hafa sjálfir einangrað sig með framkomu sinni, sagði Halifax lávarður. Bretar og allur heim- urinn vissi, að ekki væri nokkur fótur fyrir lygaáróðrinum, sem dreift væri út um allan heim af einræðisríkjunum, til lítilsvirð- ingar Bretum, og væri það nauðsynlegt grundvallarskilyrði af hálfu Breta, að nýtt andrúmsloft skapaðist, áður en gengið væri til samninga, en ef gagnkvæmt traust fengist á ný, væri Bret- land fúst til þess að ræða nýlendumálin, réttlátari skiftingu hráefnanna, viðskiftahömlur og takmörkun vígbúnaðar. Blöðin lofa Halifax mjög fjTÍr ræðu hans og telja hana á- kveðna og skörulega. Jafnvel þau blöðin, er iðulega hafa gagn- rýnt stjórnina mjög. Blöðin telja öll, að ræðan sé alvarleg að- vörun til Hitlers. Bresku blöðin og þó enn frekar frönsku hlöðin, eru þeirrar skoðunar, að stórkostlegir atburðir sé í þann veginn að gerast I álfunni og fara ekki dult með, að þau ætla að þessir atburðir uni gerast í Danzig. Eitt franska blaðið segir, að hvað sem gerist muni Frakkar berjast gegn ofbeldinu. Mörg önnur taka í sama streng. Bresku blöðin segja líka, að Bretar muni berjast án þess að hika. Bresk blöð og frönsk geta um orðróm um, að Hitler og Mussolini hafi hist með leynd á landamærum Ítalíu og Þýskalands í lok fyrri viku, líklega á laugardag. Þessu eru hvorki játað eða neitað í Berlín. OPINBER PÓLSK TILKYNNING UM STOFNUN STORMSVEITA í DANZIG. Skömmu eftir miðnætti var opinberlega tilkynt í Varsjá, að það væri ekki lengur neinum vafa bundið, að verið væri að skipuleggja stormsveitir í Danzig. Hermannaskálar hafa verið útbúnir handa stormsveitunum og mikið lagt í geymslu af frosnu kjöti, fatnaði o. fl. handa stormsveitunum. Á öllum þýskum saumastofum í Danzig er unnið að kappi að því að sauma einkennisbúninga handa stormsveitarmönnunum. Alt þetta er auðvelt að sanna, segir í tilkynningunni, þótt þýska stjórnin haldi áfram að neita sannleiksgildi fregna þeirra sem berast frá Danzig. ÞJÓÐVERJAR HVERGI SMEYKIR. ÞEIR ÓTTAST EKKI BRETA. Þýsku blöðin í morgun eru æf út í Halifax lávarð fyrir ræðu hans og lýsa yfir því, að Þjóðverjar muni halda sitt strik og ekki óttast hótanir Breta. FRAKKAR ÁNÆGÐIR MEÐ HALIFAX LÁVARÐ. Frakknesk blöð í morgun eru afar ánægð yfir ræðu Halifax lávarðs. Ræðan er skilin sem hii alvarlegasta áminning tilÞjóð- verja og sýni, að Bretar sé ákveðnir í að berjast, ef til ofbeldis og ágengis komi af Þjóðverja hálfu í garð annara þjóða. PÓLLANDSFORSETI FLYTUR RÆÐU. Moscicki Póllandsforseti hef- ir flutt ræðu og sagði hann m.a., að órjúfandi tengsl hefði öldum saman verið milli Póllands og Danzig. Sjálfstæði og öryggi landsins væri undir því komið, að Pólverjar gæti haldið uppi viðskiftaleiðum til hafsins, og þess .vegna væri Danzig og Gdynia svo mikilvægar, að sjálfstæði Jandsins væri undir því komið, að þeir héldi Gdynia og nyti áfram sömu réttinda í fríríkinu. I Gdynia stendur yfir flota- vika og er unnið að því að efla samhug þjóðarinnar fyrir öfl- ugri flota. 70.000 manns lýstu yfir í heyranda hljóði í Gdynia í gær, að þeir myndi leggja fram lífið til verndar ströndum Póllands. VIÐRÆÐUR STJÓRNMÁLAMANNA. Miklar viðræður stjórnmála- manna fara fram í öllum höf- uðborgum álfunnar. Daladier hefir rætt við fjármála-, flota- og flugmálaráðherra sinn, en hann er sjálfur hermálaráð- herra. Bonnet ræðir við rúss- að áliti Pohcrjja, Frakka og Ilreta. 'OMi/er ^TCownitz POMOi FiríChi W LatKQWica, ydaosrczJ/y SchneideTni Mlawa .Tórun P O S E N -----^ WAnsAW ÞAÐ, SEM PÓLVERJAR OG ÞJÓÐVERJAR DEILA UM. Uppdrátturinn sýnir hafnarborg Pólverja Gdynia og Danzig, sem nú kemur svo mjög við sögu. Svarti bletturinn er Danzig- fríríkið. Uppdrátturinn sýnir livernig pólska bliðið aðskilur Austur-Prússland (East Prussia á uppd.) frá Þýskalandi. neskla sendiherrann í djag. — Rússneski ræðismaðurinn í Riga hefir verið kvaddur heim í skjoidi og er ókunnugt um or- sakirnar. Rússar hafa kallað heim settan sendherra sinn í Tokio, til þess að gefa skýrslu. United Press. Ræðii Cliurcliill. Oslo, 29. júní. FB. Winston Churcliill flutti al- vöruþrungna ræðu um ásland og horfur í álfunni og sagði m. a. að í júli, ágúst og september myndi mestar liættur á, að alt færi í blossa, og bann vildi segja það sem sitt álit, að það væri undir einUm manni komið bvort. friðurinn varðveittist. Eg óska að segja við Hitler sagði liann: Hugsið yður um, áður en þér takið stökkið út í bina hræðilegu óvissu. Athugið, bvort afleiðingin jrrði ekki sú, að Iífsverk yðar eyðilegðist svo, að aldrei jnði hægt að bæta um fjrrir ejrðilegginguna. NRP. Alþj oða\Tiðskífta< iiiáliii. Oslo, 29. júní. FB. Alþj óðaverslunarráðið sam- þykti í gær einróma áskorun ; þess efnis, að mæla með því, að i ríkisstjórnir Bretlands, Frákk- lands, Ítalíu, Jajian, Þýska- lands og Bandaríkjanna bver um sig Iiefji viðræður við belstu kaupsýslumenn í löndum sín- um, til þess að koma ])ví til leið- ar, að glögt yfirlit fáist jrfir fjár- bags- og viðskiftaástæður með tilliti til albeimsviðskifta og livers þau megi auka og koma i i betra borf. Þegar þessar viðræð- ur og athuganir bafa farið fram eiga fjármálasérfræðingar að taka til meðferðar niðurstöður þær sem fást. NRP. Nýr stórbruni í London. Oslo, 29. júni. FB. Eldur kviknaði á ný í gær í við- skiftaliverfi i austurhluta Lund- únaborgar og brann fimm liæða bús til kaldra kola. Tjónið nem- úr um 2 milj. kr. — Getgátur bafa komið fram um, að irskir liermdarverkamenn sé valdir að eldsupptökum, en ekkert hefir enn komið fram sem staðfestir þann grun. Rannsókn stendur yfir. NRP. Rússar treysta ekki Bretum. 77 daga sam- komulagsumleitanir. London i morgun. Einkaskeyti. Shtanoff, rússneski stjórn- málamaðurinn, hefir skrifað grein á eigin ábyrgð i Pravda, og lætur í Ijós mikinn efa á ein- lægni Breta og Frakka í sam- komulagsumleitununum. — Grein er talin túlka skoðanir lielstu stjórnmálamanna Rússa, þrátt fyrir að Shtanoff tali á eigin ábyrgð. Ilann er forseti utanrikismálanefnar og auk þess j'firmaður útbreiðslumál- anna og þvi mjög ábrifamikill maður. Shtanoff heldur þvi fram, að Bretar og Frakkar vilji ekki samninga, sem leggi jafn- ar byrðar á alla aðila heldur mundi mestur þungi hvíla á Rússum. ítölsk og þýsk þlöð geta mik- ið um þessa ræðu og segja sum að nú sé 77 dagar liðnir frá þvi Bretar fóru að semja við Rússa og ekkert liafi gengið, en altaf þegar bjartsýni sé látin í Ijós Icomi rússneskir stjórnmála- menn og kveði niður alla bjart- sýni. United Press. íslandssýningin í New York. 2S3 þús. s|nirprgest- ir til 27. J. m. Eftirfarandi tilkynning hefir Vísi borist frá Ragnari E. Kvar- an, ritara framkvæmdastjórnar íslandssýningarinnar í New York: Samkvæmt skeyti frá New York 27. júni hefir aðsókn að íslandssýningunni til þess tíma numið 253.000 manns. Þessi tala sýnir stöðuga aukningu á aðsókninni, þvi að um mán- aðamót maí—júní (það er eftir eins mánaðar sýningu) var tala gesta 83.000. Samkvæmt þessu hefir því aðsóknin 27 fyrstu daga júnímánaðar verið helm- ingi meiri en allan maímánuð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.