Vísir - 30.06.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1939, Blaðsíða 3
VISIR 3 Föstudaginn 30. júní 1939. Meðal Einars á Ölvalds- stöðum gegn mæðiveikinni Margir bændur hafa fengið hann til þess að sprauta því í fé sitt. í»að tjón, sem þegar er orðið af völdum mæðiveikinnar svo nefndu, verður ekki tölum talið. — Þessi vágestur hefir ekki komið í neina skyndiheimsókn — hann heldur kyrru fyrir, nema hann sé hrakinn á brott, og takist það ekki, verður öm- urlegt um að litast í mörgum sveitum, þar sem skilyrði eru þau, að höfuðatvinnuvegurinn hlýtur að vera sauðfjárrækt. Bændurnir flosna upp — jarðirnar leggjast í eyði — og er sú reyndin þegar orðin norður í Húnavatnssýslu, að ágætar jarð- ir og vel húsaðar hafa lagst í eyði af völdum veikinnar. Það væri því mikils um vert, ef takast mætti að finna meðal, sem að gagni kæmi í baráttunni við mæðiveikina. Tíðindamaður Yísis drap á meðal Einars bónda að Ölvalds- stöðum, í grein um ferðaslang- ur um Mýrar og Borgarfjörð éigi alls fyrir löngu. Var þess þar getið, að Einar væri maður athugull og natinn við skepnur og skilningsgóður á alt, sem þeim við kemur, og hefði hann sett saman meðal, til þess að sprauta í fé til varnar þvi gegn mæðiveikinni. Þar var þess og getið, að menn myndi hafa nokkuð missterka trú á þvi, hvort þetta meðal mundi að gagni koma, en mörgum þætti vert að reyna það. Þá var þess getið, að Einar hefði ekki gert uppskátt um efnasamsetning meðalsins, og mun svo enn vera. Þegar tiðindamaður Visis fór upp að Hvanneyri á dögunum var gott tækifæri til þess að spyrja bændur, hvort þeir teldi, að gagn myndi verða að notkun þessa meðals Einars. Átti tíð- indamaðurinn tal við nokkura bændur og var það álit þeirra allra, að enn væri of snemt að segja með vissu, hvert gagn -yrði að þvi að nota það, en auð- lieyrt var á þeim, sem tíðinda- maðurinn talaði við, að þeir gerðu sér nokkurar vonir um, að gagn verði að því. Bændur vestan úr hreppum, sem fengu Einar til þess að sprauta i fé sitt, segja frá því, að kindur, sem voru allmjög veikar, liafi hres.t mjög við eftir innspraut- inguna, sem var gerð í vor og sé enn hressar, en of snemt er enn að segja hvort um varan- legan bata er að ræða Bóndi úr Leirársveit sagði tíðindamann- inum, að mjög veik kind, sem Einar spraulaði í, liafi hrest við. Virðist svo sem Einar liafi haft talsvert að gera við inn- sprautingarnar og hefir hann farið allvíða um, að beiðni bænda. Þá er tiðindamannin- um kunnugt, að bóndi í Dölum vestur hreyfði því nýlega, að Einar kæmi þar til þess að sprauta lyfi sínu í fé, i von um að þvi verði bjargað. Því miður hafði tíðindamað- urinn ekki tækifæri til þess að tala við Einar sjálfan um þetta mál. — Um það verður vart deilt, að hér er um athyglis- verða tilraun að ræða, til þess að koma bændum að liði, og reynslan mun skera úr því, hvert gagn verður að meðalinu. Menn munu kannske segja sem svo, að það sé næsta ótrúlegt, að bónda skuli hepnast að firma meðal gegn slíkri veiki þar sem visindamönnunum hafi ekki tekist það, en vitanlega er það ekki óhugsanlegt, að athugull bóndi detti niður á ráð, sem að gagni kemur, og kastar j>að engri i*ýi'ð á visindamennina. En það er sem sagt ekki liægt um það að segja, hver not verða að meðalinu, fyrr en það hefir verið reynt til hlítar. Það væri vitanlega allra liluta vegna æskilegast, að Ein- ar bóndi gerði þeim, sem liafa liaft rannsóknir mæðiveildnn- ar með höndum, fulla grein fyrir efnasamsetningu meðals síns, og að nákvæmlega væri fylgst með liversu það reynist. Ef svo reyndist — sem kann- slce væri ekki of djarft að á- lykta eftir þeim dæmum, sem tilfærð eru hér að framan — að a. m. k. nokkur vöm sé í lyfinu — væri mjög æskilegt að samstarf gæti tekist milli bónd- ans og vísindamannanna. Það gæti m. ö. o. verið svo, að Einar sé á réttri leið, en þar með er ekki sagt, að hann nái markinu að finna upp meðal, sem örugg vörn er í, en það gæti tekist með sameiginlegum tilraunumbónd- ans og vísindamannsins. Prófessor L. Magon, forstöðu- maður norrænu stofnananna í Greifswald, hefir ritað próf. Al- exander Jóliannessyni eftirfar- andi bréf, dags. 16. júlí 1939: „Eg liefi þá sorglegu fregn að færa, að dr. Eiður Kvaran dó 12. júní að kveldi eftir langar þjáningar. Til aprílloka var hann á Hohenkrughælinu, og þar var hann, er þér komuð til Greifswald. Um skeið fór lion- um fram þar, en honum versn- aðí aftur um jól og í mars og gerði það batann að engu. Loks gat liann eklti haldist lengur við í Hohenkrug og kom liingað í apríllok. Hann var þá enn gagn- tekinn vinnugléði og í það eina sinn, er hann heimsótti mig hér í stofnuninni eftir að hann kom, lalaði liann livað eftir annað uni, að hann ætlaði að rita sögu íslands á þýsku á meðan hann dveldist enn á Þýskalandi. Auð- vitað gat ekki orðið af þvi. Heilsa hans fór nú versnandi og að tillilutun relctors liáskólans fékk hann ókeypis dvöl á lækna- stofnuninni. Þar virtist honum ætla að batna og við vonliðum allir, að hann næði þeim bata, að hann gæti farið í byrjun ág- ústmánaðar til íslands. Öll hans þrá snerist um þetta og í þeirri von, að þetta gæti tekist, liafði staðgengill lians, Ingvar Brynj- ólfsson, pantað far fyrir tvo með skipi til íslands. En rétt á eftir fór lieilsa hans hríðversn- andi, og leysti dauðinn hann iá mánudaginn var frá öllum þjáningum. Eins og hinn látni liafði ósk- að, var lík hans brent í gær og á duft Iians að fara til íslands og krukkan að leggjast i gröf hjá foreldrum hans, samkvæmt ósk hans. Við höfum lialdið virðu- lega útför hans í gær í kapellu líkbrenslustofunnar og voru þar viðstaddir samverkamenn lians í norrænu stofnununum og læri- Það er nú mikið um það rætt, að finna þurfi ráð til þess að stöðva fólksstrauminn úr sveit- unum. Þau mál liafa raunar alt af verið á dagskrá, en áhugi manna fyrir þeim er varanlegur vegna þess að þeim er að verða Ijósara að þau eru liliðstæð öðru vandamáli — hversu bjarga megi æskulýð landsins frá iðjuleysi og tryggja framtíð hans. Mæðiveikin veldur því, að brottflutningur fólksins úr sveitunum er meira vandamál en nokkuru sinni, því að menn verða að gera sér Ijóst, að ef ekki tekst að hindra útbreiðslu liennar vofir sú hætta yfir í sauðfjársveitum, þar sem af- koma manna byggist og hlýtur að byggjast á sauðfjárrækt að- allega, að þær leggist í auðn. Þegar er svo komið, eins og frá hefir verið skýrt í Vísi, að vel hýstar góðjarðir hafa lagst í eyði vegna mæðiveikinnar. Það er. ömurleg tilhugsun, ef á- gætra bújarða í kostaglyeitum bíða slík örlög. Alt verður að gera, sem unt er, til þess að uppræta mæði- veikina — ekkert tækifæri má vera ónotað. Þeir, sem að því vinna, verða að taka höndum saman. Og Vísir er þess full- viss að allir, sem að rannsókn- um mæðiveikinnar vinna, vilji grípa hvert tækifæri sem gefst, til þess að notfæra sér reynslu bænda. Og fráleitt þarf að gera ráð fyrir öðru en að þeir fái tækifæri til þess að kynna sér hana að vild. * sveinar. íslenski fáninn og blómsveigur með islensku litun- um huldu kistu hans ásamt fjölda blómsveiga frá opinber- um stofnunum og einstökum mönnum. Aulc prestsins og for- seta heimspekideildar og mín mælti einnig Ingvar Brynjólfs- son lektor á íslensku vegna vina lians og íslands. Á þennan liátt liöfum við kvatt dr. Kvaran, sem samboðinn var hinum j miklu verðleikum lians sem vís- indamanns, sem lektors og sem menningarhera milli þjóða lians og okkar, Við ínunum láta hengja mynd af honum, ér þýskur vinur hans hefir gert, upp í bókasafn íslensku stofn- unarinnar ,til minningar um hinn fyrsta islenska lektor við háskóla vorn, en auk þess mun- um vér varðveita minningu lians-------“ Hinir erlendu ferða- menn og tjörnin. Það verður að vinda bráðan bug að því, að flytja nú þegar í burtu hið mikla grjót, sem all- staðar liggur meðfram landi Tjarnarinnar. Ennfremur gefur þar að líta og sést greinilega allskonar gamla muni, svo sem potta, blikkdósir, bjól- barða, skó o. m. f 1., sem fleygt hefir verið í Tjörnina. Þetta er mesta vanvirða og lýsir liirðu- leysi og sóðaskap, sem þjóðinni er álitshnekkir að, því meðfram Tjörninni ganga flestir af hin- um erlendu gestum, hvort sem þeir dvelja hér lengur eða skemur. Með línum þessum vildi eg benda þeim aðiljum, sem með þessi málefni fara, á að ráða bót á þessu og það strax, því sóma okkar vegna þolir þetta enga bið. Þ. Þ. Þjóðverjar heiðra minningu dr. Eiðs S. Kvaran. Bréf frá Greifswald. FLOKKUR NIELS BUKII Á HEIMSSÝNINGUNNI. Mvndin er af úrvalsflokki Niels Bukli, er hann sýndi leikfimi fyrir framan sýningarhöll Dana á Heimssýningunni. Hitaveitan í hvert hús í bænum! Félitlir húseigendur eiga að fá að greiða heimtaugargjaldið í afborgun- um á sama hátt og rafvélarnar. Hr. bæjarfulltr. Helgi H. Eiríksson ritar nýlega í „Vísi“ mjög þarflega grein um fram- kvæmd hitaveitunnar og færir mjög ljós rök fyrir því, hversu lánstilboðin sé viðunandi eftir aðstæðum og allur gangur málsins eðlilegur og vel undir- búinn af liálfu bæjarins. Um þá málsgrein er veit að kolaofnahúsunum, langar mig þó til að segja annað álit og munu margir svo tala er eiga þar hlut að máli. Bæjarfulltr. ályktar viðvíkj- andi þeim liúsuni, að bænum beri ekki að skifta sér neitt af þeim í sambandi við liitaveit- una, þar eð þau verði ekki kraf- in um það að taka til sín lieita- vatnið. Með öðrum orðum: Þau eiga að vera einfær um það, að njóta þeirra sjálfs. hlunninda er hitaveitan kemur til að hafa m upp á að bjóða, ella verða þau að fara á mis við þann blessað- an yl, enda þó að þau liafi einna mesta þörf fyrir liann. Nú mun bað i flestum tilfellum vera svo. r að kolaofnaliúsin sem eru enn við lýði, voru bygð á þeim tíma er um miðstöð í hús var ekki að ræða, og liafa svo ekki liaft getu til að breyta þar um; eru því litlar líkur til að þau eigi liægara með að koma jieim upp þegar liitaveitan kemur, er þá ofan á bætist heimtaugargjald. Einnig verða þau að kosta til miklu meiri breytinga innan liúss og liafa því í raun og veru tvöfaldan hitakostnað, við það að byggja ekki á hentugri tima. Þeir sem búa í eldri liúsun- um munu einmitt vera þeir flestir hverjir sem eru minni máttar, en einmitt liinir rót- grónari Reykvíkingar, er goldið Iiafa lengst fasteignamatið og skatta til bæjarins og unnið hér baki brotnu alla æfi og telja Reykjavík part af sjálfum sér. Það mælir þvi engin sanngirni með þvi, að einmitt þeir verði þeir síðustu til að geta keypt liitann af bænum. Aftur á móti hygg eg að margir er við þessi skilyrði liafa að búa yrði kleift að borga smátt og smátt hita- breytinguna á húsUnum er þessu nauðsynjamáli eru sam- fara. Eru nægar sannanir fyrir því að rafeldavélarnar hafa ein- mitt náð sinni miklu útbreiðslu í bænum, vegna jiess hvað fólk- inu hefir verið gert hægara fyrir með að borga þær niður, þó ekki séu þar um að ræða nenia venjuleg lánskjör. Það er | margur er ekki hefir við annað ; að stvðjast en mánaðarlaun, en | myndi leggja liart að sér til að j njóta þeirra lilunninda er slíkt j þj óðþrif af yri r tæki veitir er bitaveitan kemur til að verða. Það á að vera kappsmál fyrir Reykjavík að liinn tilvonandi blessaði liitaveituylur nái til . allra, jafnt þeirra er í lireysum búa sem í stærri liúsum, og þá mun liann dafna og verða bless- aður af öllum og Reykjavík verður fvrsta reyklausa borgin í heiminum er allir vilja sjá og lieyra. Soffía M. Ólafsd. Frá Hong Kong 11 daga til íslands. Mörg bréf liefi eg fengið frá Kina og Japan; voru þau oflasl mánuð eða lengur á leiðinni. A laugardaginn var fékk eg samt bréf þaðan að austan er dagsett var 6. þ. m. Fór í flugpósti. Bréfritarinn, síra Jóhann Hannesson, liefir nú dvalið 2 mánuði i Hong Kong við kín- verskumám, og býst við að verða þar m. k. árlangt áður en hann geti farið að starfa að Kristniboði. Hér er stuttur kafli úr bréfí hans: „Um striðið er ekki hægt að segja neitt annað en að miklu blóði er útlielt daglega. Heilar herdeildir eru stundum „þurk- aðar út“. Kínverjar hafa látið Japani dreifa her sínum sem mest, og þar af leiðandi vinna ]>eir oft sigur i smáorustum. Mannfall Kínverja fer hlut- fallslega minkandi, en tap Jap- ana sívaxandi. Japanar liéldu að þeir gætu tekið Kina með 75 þús. manna her, er þeir byrjuðu striðið. Nú hafa ]ieir meira en hálfa aðra miljón manna undir vopnum í Ivina, og fer því fjarri að sigurinn sé unninn. Pening- ar Japana falla nú gífurlega i verði á heimsmarkaðinum“. .. Síra Jóhann biður fyrir kveðj- ur til allra, sem um hann 'spyrja, og þykir vænt um að fá íslensk bréf. Bréfin á að senda ræðismanni Dana i Hong Kong. S. Á. Gíslason. 8 Slysavarnardeildir stofnaðar á Vestur- landi. Að tilhlutun erindreka Slysa- varnafélags Islands, Jóns E. Bergsveinssonar, fóru Eyfell- ingariiir sr. Jón Guðjónsson, Holti undir Eyjafjöllum, Einar Guðmundsson, Ingimundur Ól- afsson og Sigmundur Þorgils- son kennari, og Leifur Auðuns- son sundkennari í erindum Slysavarnafélagsins dagana 12.—20. þ. m. um Borgarfjarð- ar-, Mýra- og Dalasýslur til þess að vinna að stofnun slysavama- deilda í sveitum þessara sýslna. Átta deildir voru stofnaðar i eftirtöldum sveitum: Á Hvitár- siðu, formaður Torfi Magnús- son, Hvammi, Guðmundur Böðvarsson, skáld, Kirkjubóli og Eyjólfur Andrésson, Siðu- múla. Að Hvanneyri, formaður Run- ólfur Sveinsson, skólastjóri. Á Hvalfjarðai’strönd, formaður sr. Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ, frú Ásgerður Þorgilsdóttir, Iíalastöðum og Þorvaldur Brynjólfsson, Miðsandi. I Leir- ár- og Melasveit, formaður Sigurjón Hallsteinsson, Skor- Iiolti, Júlíus Bjarnason Leirá og Ingvar Hallsteinsson, Lyng- liolti. I Skilamannahreppi, for- maður, Björn Lárusson, Ósi, Sigurður Sigurðsson, eldri, Stóra-Lambhaga og Guðmund- ur Björnsson, Litla-Lambhaga. í Borgarhreppi, formaður, Stef- án Jónssötl, BrenuustÖðuni, Þorsteinn Jóliannesson, Lauf- ási og Einar Sigurðsson, Stóra- Fjalli. I Stafholtstungum, for- hiaður, sr. Bergur Björnsson, Stafliolti, Geir Guðmundsson, Sundum og Guðmiuidur Guð- bjarnarson, Arnarliolti. 1 Norð- urárdal, formaður, Sverrir Gíslason, Hvammi. Undirbún- ingur var liafinn að stofnun deilda í Hálsasveit og Reyk- hóltsdabog i Dalasýslu i Laxár- hreppi, Hvammslireppi, Mið- dalalireppi og á Fellsströnd. Skilningur og samúð fólks, sem sótti þessa fundi, var frá- bær í garð Slysavamafélagsins og sjálfboðaliða þess, og kom fram á fundunum ríkur áhugi og besta samvinna að efla slysa- varnirnar á sjó og landi með fé- lagsbundnum samtökum. f „Der Norden“ (júníheftinu 1939) er grein, sem nefnist „Totenfeier im Skaftafells- sýsla auf Island“, eftir dr. Helmut Verleger. Greininni fylgja 3 góí5- ar myndir af kirkju og kirkjugarÖ- inum að Kálfafellsstað og af lík- fylgd (Die letzte Fahrt des Bauern von skalafell). (FB.). S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.