Vísir - 06.07.1939, Blaðsíða 3
VÍSIR
Einangraðasta kauptðn
landsins og helstu
hagsmunamál þess
Útvegur frá Ólafsfirði eykst með ári hverju
samfara vaxandi síldarsöltun. Bryggjubygg-
ingar, raíveitan og vegaker&ð.
Þorsteinn Símonarson lögreglustjóri í Ólafsfirði er staddur
hér í bænum í erindum Ólafsfjarðarkauptúns, aðallega varð-
andi byggingu rafveitu fyrir kauptúnið, en eins og menn munu
minnast stóð hörð deila um það mál hina síðustu nótt er Al-
þingi sat á rökstólum, og lá jafnvel við að alt færi í uppnám
vegna þess að farið var fram á að ríkisstjórninni yrði heimilað
að veita alt að 50 þús. kr. ábyrgðl sökum virkjunarinnar.
Nokkrir vélbátar
í ólafsfirði.
Vísir hitti Þorstein lögreglu-
stjóra að máli i morgun, og
spurði liann tíðinda úr Ólafs-
firði, og þá einkum um fram-
kvæmdir þær, sem fyrir hönd-
um eru í kauptúninu. Skýrði
hann svo frá.
Skólabyggingin.
Nýlega hefir verið hafist
handa um byggingu skólahúss
í ÓlafsfjarðarlireiJpi. Það verð-
ur lítið, kenslustofa, kennara-
stofa og hreinlætisherbergi, og
búist við að það muni kosta kr.
12—15 þús. Húsið er bygt með
tilliti til þess, að það sé hægt að
stækka, þannig að þar verði
starfræktur heimavistarskóli í
stað farskóla, eins og nú er.
Átján bæir eru í sveitinni og
þurfa sum börnin að fara lang-
-an veg til þess að sækja skóla,
en það er ekki vinnandi vegur
að vetrarlagi. Er því nauðsyn-
legt að komið verði upp heima-
vistarskóla, strax og þess er
kostur.
I
S j óvarnargarður
og uppfylling.
Þá liefir verið unnið að þvrí
undanfarið að byggja sjóvarn-
argarð og uppfyllingu innan við
bæjarbryggjuna. Flatarmál
uppfyllingarinnar er 1700 fer-
métrar 'og mún verkið kosla kr.
35—40 þús. Verkinu er því sem
næst lókið. Brýn nauðsyn ber að
koma verki þessu í fram-
kvæmd, vegna vaxandi síldar-
söltunar á staðnum, en áður var
afstaðan svo erfið við slík störf.
að algerlega var ófullnægjandi
fyrir þann bátastól, sem nú er í
Ólafsfirði. Eru þar nú gerðir út
12 vélbátar um 12 smál. og þar
yfir, og yfir tuttugu trillubátar.
Síldarsöllun er tiltölulega ný at-
vinnugrein i Ólafsfirði, en sið-
ustu árin hafa verið saltaðar þar
8—9 þús. tunnur á hverju sumri
og hafa saltendur í kauptúninu
getið scr góðan orðstír vegna
vöruvöndunar, en líkindi erti til
að söltunin aukist verulega,
vegna bættra skilyrða.
Þá hefir hluti af bátabryggj-
unni verið breikkaður, því að
eins og nú standa sakir er mest-
ur hluti bryggjunnar svo mjór,
að mjög er til trafala um alla
afgreiðslu skipa, og gildir það
jafnt um vöruflutninga og síld-
veiðiskap. Er þessi framkvæmd
einnig til mikils hagræðis, þeg-
ar lienni er lokið, en nú er sem
óðast unnið að verkinu.
Gegnt kauptúninu, hinumegin
við fjörðinn, hefir í vor verið
gerð bryggja, sem er nægilega
stór fyrir vélbáta kauptúnsins
og þarfir þeirra.
Rafveitumálið.
Aðal áhugamál allra Ólafs-
firðinga er þó, að komið verði
upp rafveitu fyrir kauptúnið.
Undanfarin ár hefir verið
starfrækt vélknúin rafstöð i ól-
afsfirði, sem að eins hefir fram-
leitt rafmagn til ljósa, en þessi
gamla stöð, bæði vélar og leiðsl-
ur, er nú gersamlega ónýt, og
hefir rafmagnseftirlit ríkisins
lagt bann við að hún verði starf-
rækt áfram. Ibúar Ólafsfjarðar-
kauptúns voru þess vel vitandi,
að að þessu myndi reka, og fyr-
ir því var hafist handa að und-
irbuningi þessa máls árið 1933.
Var þá Höskuldur Baldvinsson
raffræðingur fenginn til þess að
gcra mælingar fyrir væntan-
legri virkjun Garðsár i Ólafs-
firði, en þá höfðu farið fram
athuganir á vatnsmagni árinn-
ar um nokkurra ára skeið þar
á undan.
Málinu hefir síðan verið hald-
ið vakandi, en aldrei hefir ver-
ið unt að koma því i fram-
kvæmd vegna fjárskorts, þar til
nú á síðaslliðnum vetri, að lof-
orð fékst fyrir nægjanlegu láni
til virkjunarinnar.
Fyrirliugað er að virkja í
Garðsá um 200 ha., og áætlar
Höskuldur Baldvinsson að slík
virkjun með háspennulínu til
kauþtúnsins og lágspennuveitu
um kauptúnið, muni kosta kr.
190 þúsund. Garðsá er talin vel
fallin til slíkrar virkjunar og
er virkjunarstaðurinn um 2
km. frá kauptúninu. Slík stöð
sem þessi er talin nægja Ólafs-
firðingum til ljósa, suðu og
smáiðnaðar fyrst um sinn.
Kostnaðaráætlun og fyrir-
huguð tilhögun rafvirkjunar-
innar eru nú til athugunar hjá
Rafmagnseftirliti ríkisins, og
niun álit þess væntanlegt inn-
an skamms.
Síðasta Alþingi sýndi málinu
þá velvild, að heimila ríkis-
sjóðsábyrgð fyrir alt að kr. 50
þús. af stofnkosnaði.
Eg þarf ekki að fjölyrða um
þáð, hvér þægihdi það væru
fýrir Ólafsfirðinga, að hafa
raforku til ljósa og eldunar.
Hér er þó meira en um þæg-
indi að ræða. Verslunarhættir
eru þannig í Ólafsfirði, að
verslanir hafa þar engan kola-
forða yfir veturinn. Sá kola-
forði, sem almenningur getur
veitt sér að haustinu, er á þrot-
um á nýári. Verður þvi að
flytja þangað kol frá Akureyri,
smátt og smátt, eftir því sem
ferðir falla. Kæmi ísavetur,
teptust allir flutningar til Ól-
afsfjarðar á sjó, og landveg
verða kol ekki flntt til Ólafs-
fjarðar, þar sem yfir liá fjöll
er að sækja. Væri það björg
Ólafsfirðinga, ef þeir hefðu
raforku til eldunar. Það má
einnig benda á það, sem vitað
er, að styrjöld brjótist út, og
að kolaflutningar teppist til
landsins eða að kol hæklci mjög
í verði. Af raforku þessari
hefðu not um 790 manns.
Leyfi fyrir innflutningi á
nauðsynjum til rafvirkjunar-
innar er enn ekki fengið, en
með tilliti til þess, sem að of-
an greinir, og einnig til hins,
að árlega munu vera fluttar út
frá Ólafsfiði sjávarafurðir fyr-
ir yfir hálfa miljón króna, má
þess vænta, að innflutnings-
og gjaldeyrisnefnd veiti mál-
inu nauðsynlegan stuðning.
Emangrun kauplúnsins.
Það, sem mest hamlar öllum
faamkvæmdum og útgerð í
ólafsfirði, er hafnleysið*, en
fjörðurinn liggur sérstaklega
vel við fiski- og síldarmiðum
við Norðurland og bátastóll
Ólafsfirðinga er í ágætu standi,
þólt bátarnir séu yfirleitt ekki
stórir. Þá háir það mjög þró-
un kauptúnsins, að það er ekki
í neinu sambandi við aðalbíl-
vegakerfi landsins. Væntanleg-
ur bílvegur verður lagður yfir
Lágheiðí til Skagafjarðar, en
þess verður enn nokkur ár að
bíða, að vegasambandið kom-
ist á. Þar sem þessi vegur er
nú komínn í þjóðvegalölu,, má
þess þó vænta, að unnið verði
að honum á ári liverju úr
þessu.
Tjónið af brun-
anum í fyrrakveld
Vélar þær, vörubirgðir og
aðrir munir, sem voru í norð-
urenda Sænsk-íslenska frysti-
hússins, sem brann í fyrrakveld,
var vátrygt fyrir 306 þús. kr.,
en sá húshlutinn, sem brann,
var vátrygður fyrir 100 þús. kr.
Belgjagerðin liefir orðið fyrir
mestu tjóni, en eins og Vísir
skýrði frá í gær, liafði liún að-
setur sitt í tveim efstu liæðun-
um og var nýbúin að auka
starfssvið sitt. Þar unnu 12
manns að jafnaði. Vörur og vél-
ar voru vátrygðar fyrir 29.5
þús. kr..
Gert er ráð fyrir, eins og Vís-
ir skýrði frá í gær, að um sjálf-
íkveikjun hafi verið að ræða,
enda fór síðasti maður þaðan
kl. 6i/4 í fyrrakveld og enginn
eldur hafði verið hafður um
hönd allan daginn.
Belgjagerðin hafði ekki vá-
trygt gegn rekstursstöðvun, en
það liafði J. Rönning, rafvirki,
sem var á neðstu liæð í húsinu
og voru vélar hans og vöru-
birgðir vátrygðár fyrir 24 þús.
kr.
Þá hafði SKF-umboðið vá-
trygt fyrir 40 þús. kr., en þar
urðu litlar skemdir nema á um-
búðum.
Ekki er víst hvort norðurálm-
an verður bygð upp aftur, en
verði það ekki gert, dregur vá-
tryggingarfélagið mikið frá vá-
tryggingarupphæðinni.
Riiðíi hroísiiir af
§jálfri sér.
í gærkveldi sprakk rúða á
efri hæð í húsi Brauns-Verslun-
ar, án þess að nokkuð kæmi þar
nærri, sem gæti orsakað brotið.
Voru strax fengnir menn til
að ná rúðunni úr og tóksl það
vel, en fjöldi manns, sem safn-
ast hafði saman á götunni,
klappaði smiðunum lof í lófa.
Menn eru á ýmsum slcoðun-
um, hvað orsaki þetta. Er ein
skoðunin sú, að vegna þess hve
járn og eir — en úr þeim málrn-
um eru gluggaumgerðirnar —
eigi illa saman, komist fljótlega
ryð í falsinn, en við útþenslu
frá hita eða af því að stór og
þungur bíll ekur fram hjá, þoli
rúðan ekki hristinginn og
springi. Sé þessi tilgáta rétt,
þá hefði fremur mátt búast við
að rúðan springi um hádaginn,
þegar liíti er mestur, og hvers-
vegna liafa suðurrúðurnar ekki
sprungið fyrir löngu af þessum
ástæðum?
Þá hefir önnur af norðurrúð-
unni, ein af rúðunum í glugga
Sjúkrasamlagsins, sprungið, og
það má sjá að rúðurnar fyrir
eystri sýningarglugga Brauns-
Verslunar eru farnar að svigna
inn á við.
------Hm -------------
Mikil síld á
Vopnafirði.
Frá fréttaritara Vísis.
Seyðisfirði í morgun.
Vélbátarnir Þráinn og Mun-
inn eru komnir hingað með 400
mál síldar, sem þeir fengu á
Vopnafirði. Segja þeir mikla
síld þar, en fá skip að veiðum.
Fréttaritari.
Þjóðverjar
og afstaða
hlutleysis-
ríkjanna.
Oslo 5. júli. FB.
Þýskir stjórnmálamenn ræða
nú mikið afstöðu lilutlausu
rikjanna gagnvart stefnu Breta
og Frakka öryggissamkomulag.
Blöðin, sem túlka skoðanir ut-
anríkismálaráðuneytisins leggja
áherslu á, að lilutlausu smárík-
in segi sig úr Þjóðabandalag-
inu, því að framhald á tengsl-
um þeirra við Genf gefi tilefni
til að ætla, að þau hafi samúð
með eða sé samþykk stefnu
Breta og Frakka, en það væri
skaðlegt liinu algera lilutleysi
þeirra. Að áliti Þjóðverja ber
smárikjunum að mynda flokk
og standa fast saman til vernd-
ar hlutleysi sínu. — NRP.
Norrænu fræðslu-
vikunni lokið.
Þátttakendur ánægðir
Norrænu fræðsluvikunni er
lokið og fara hinir erlendu þátt-
takendur heimleiðis með Gull-
fossi í kvöld. — Fræðsluvik-
an hófst á þriðjudaginn í s.l.
viku og lauk í fyrrákveld með
samsæti í Oddfellowhúsinu það
kvöld. Þar hélt Ivar Wenner-
ström, landshöfðingi og fyrr-
verandi hermálaráðherra langt
og snjalt erindi um norræna
samvinnu.
Daglega voru haldnir 2—3
fyrirlestrar á dag og voru þeir,
sem hér segir:
Islendingar og íslensk menn-
ing eftir próf. Sig. Nordal,Land-
búnaður íslendinga. Árni Ey-
lands, Sjónarmið íslendinga út
á við, Jónas Jónsson, Verka-
mannahreyfingin á íslandi, Stef-
án Jóh. Stefánsson, Samvinnu-
hreyfingin á íslandi, Guðlaugur
Rósinkrans, Fjárliagsleg þróun
á Islandi, Ólafur Björnsson,
Islenskar bókmenlir, Jón Magn-
ússon, Fiskveiðar og fisksala
Islendinga, Ámi frá Múla, Við-
skifti umhverfis Norðursjó,
Axel Sönne frá Bergen, Sam-
viiina Norðnrlanda eftir Ivnut
Larsson frá Svíþjóð og Sigurð-
ur Þórarinsson flutti fyrirlestur
um náttúra íslands.
Farnar voru ferðir til Gull-
foss, Geysis, Þingvalla og
Reykja.
I sambandi við vikuna voru
og skemtanir og á föstudag sáu
hinir erlendu þátttakendur um
skemtiatriðin. Reistu þeir mai-
stöng og dönsuðu umhverfis
hana, en það er æfagamall
sænskur siður. Á laugardag
skemtu kraftar úr Reykjávik.
Kristján Kristjánsson söng,
Páhni rektor Hannesson flutti
fyrirlestur og K. R.-stúlkurnar
sýndu leikfimi.
Hinir erlendu þátttakendur
eru mjög ánægðir með förina
og dvölina hér og kváðust aldrei
hafa átt von á slíkum viðtök-
um.
Karlakór Reykjavíkur
heldur samsöng í Gamla Bió kl.
7.15 í kvöld. Stefán Guðmundsson
syngur einsöng, en frk. Guðriður
Guðmundsdóttir leikur undir. Söng-
urinn verður ekki endurtekinn, því
að Stefán fer utan í kvöld með
Gullfossi.
IMM SlÉÍSl
nyrira
Ófart veiðiveðwp £
dag
ÖIl síldveiðiskipin liggja upjp
við land og geta ekki stimdað
veiðar í dag vegna óveðuis. —
Flest liggja þau við Grímsey og
Langanes.
Framan af degi í gær IiélsS
veður gott og fengu þá mjög
mörg skipanna slatta af síld,
100—400 mál, og veiddist síldia
alt í kringum Grímsey og á
Grímseyjarsundi. Einr.íg féksk
nokkur veiði i Skagafirðí.
I gærkveldi versnaði vcður
mjög og var orðið ófært veHöÞ
veður um kl. 10.
Línuveiðarin Fróði Icom til
Hjalteyrar í gær með 600 máV
og mörg skipanna munu hafa
lagt afla sinn á land í Raufar-*
liöfn. Þar hafði 111/b Stella frá
Norðfirði hæstan afla, eða una
400 mál.
Þráimu
Frá aðalfimdi S. í. Si
Aðalfundur Sambands ísL
samvinnufélaga var haldinn a<5
Reykholti í Rorgarfirði dagaua
30. júní til 3. júlí s.l. Fámdúö*
sátu 65 fulltrúar frá 45 sam-*
bandsfélögum og auk þeirra
stjórn, framkvæmdastjóm og
endurskoðendur sambandsius..
Formaður, Einar Árnason
alþm., setti fundinn og mintisl
Tómasar Jónassonar, kanpfé-
lagsstjóra á HofsóSv. sem druíkn-
aði síðastliðínn vefur:
I árslok 1938 vorú 46 sam-
vinnufélög í sambandinu með
15.298 félagsmönnum. Ilafði fé-
lagsmönnuin fjölgað á áriins
um 4493. Samanlögð sala [kjss-
ara félaga nam á aðkeypium
vöruni kr. 18.725.000.00 og nm-
lendum vörum kr. 11.500.000.00
eða samtals kr. 30.225.000.00.
Samanlagðir sameignarsjóðir
þeirra námu kr. 4.878.000.00 og
stofhsjóðir kr. 3.203.000.00 eða
sjóðeignir alls kr. 8.081 .OOO.OÍL
Óráðstafaður tekjuafgangur fé-
lagamia nam kr. 976.Q00.0flt
Sambandið seldi á árími að-
keyptar vörur, þar með taldar
innlendar iðnaðarvörur aðrasr
en frá verksmiðjum þess, fyrir
kr. 10.446.000.00, innlendar af-
urðir fyrir kr. 11.724.000.00 og
vörur frá iðnfyrirækjum; siiniin
fyrir kr. 2.050.000.00. Heildar-
vörusala sambandsins nanx feyi.
kr. 24.220:000.00, og er það kr.
1400.000.00 minftar en árið áff-
ur. Tekjuafgangur sambands-
ins, þar með taliim tekjuaf—
gangur af rekstri iðnfyrírtækja,
nam árið 1938 kr. 409.042.68 og,
auk ]>ess var óráðstafað lekjæ-
afgangi frá 1937, kr. 60.945.11»
svo að alls voru til ráðstofunar
kr. 469.987.79, og er það kr_
72.000.00 minna en árið áður_
Sameignarsjóðir sambandsíns,
námu í árslok kr. 1.722.044.14
og stofnsjóður kr. 992.882.53i,
sjóðeignir sambandsiiisv uánus
því alls kr. 2.714.926.17c
Eitt félag gekk í samkandiS
á fundinum, Veis lu n arfélag
Norðurfjarðar á NorSicrfírðL
Fyrsti júlí var alþjóðasamt-
vinnudagur, en hann ei* haídinni
hátíðlegur fyrsta Iaugardag
júlímánaðar ár hvert. Yar J*ás
samvinnufáninn dreginn aS
liún í Reykholti og dagsins
minst með ræðu. Þá var og a?5
tilhlutun sambandsstjtíiraajr
minst Benedikts Jönsscínaiv
bókavarðar, frá Auðnum, seipi
lést á árinu. En hann vair einra
af frumherjum samvíprnusfefn-
unnar hér á landi.