Vísir - 06.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 06.07.1939, Blaðsíða 2
VlSIR u DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÖTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla " 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. íslenskt þjóðlíf og norræn samvinna. J^JÁLTÆKIÐ segir, að glögt sé gestsaugað. Útlendingar, sem hingað til lands koma og opin hafa augu, veita því flestir athygli, að hér á íslandi er demókratiskari bragur á þjóð- lífinu en nokkursstaðar ella, sem til þekkist í Norðurálfunni. Hér er minni stéttagreining, minni mannamunur. Ástæðurn- ar til þessa eru margvíslegar. Mannfæðin veldur því að við höfum meiri kunnleika hver af annars högum en títt er annars- s taðar. Ættvísin sannf ærir okkur um, að við séum af sama bergi brotin. Stopulir atvinnuve'gir hafa löngum átt sinn þátt í því, að auðsöfnun hefir orðið skámmæ. Hér hefir aldrei myndast nein arfgeng yfirstétt. Af þessum sökum höfum við ekki þurft að glíma hér á landi við ýmsa þá jileypidóma, sem erfiðastir hafa verið viðfangs erlendis í baráttunni fyrir frelsi og lýðréttindum. Við höfum haft skilyrði öðrum þjóðum fremur til þess að meta mann- inn eftir því hver hann er, en ekki aðeins hvað liann er. Við vitum þá einnig líka, að í öllum stéttum eru til ágætismenn, al- veg eins og hitt, að „í öllum stéttum er nokkur skrill“ eins og vitur maður sagði eitt sinn. Þegar á alt þetta er litið ætti lýðræðinu að vera betur borgið hér á íslandi en nokkursstaðar ella. Við höfum í daglegu lífi þjóðarinnar traustari undir- stöðu í þessum efnum en ailir aðrir. Á þeim grundvelli virðist vera einsætt að reisa hið full- komnasta lýðræðisskipulag í löggjöf og stjórnarvenjum. Hinn síðasta mannsaldur höf- um við verið að finna ný og ný verðmæti á landinu og kring um landið. Hér hafa orðið stór- stígari framfarir í verklegum efnum en víðast hvar annars- staðar á ekki lengri tíma. Við þekkjum kosU landsins betur en fyr og viljum láta þá njóta sín. Hitt er vafamál hvort við höfum liaft nægilega opin augu fyrir kostum sjálfs þjóðlífsins. Við liöfum ekki gert okkur nægilega grein fyrir því, hvílík- ur ávinningur það hefir verið fyrir frelsi og jafnrétti ein- staklinganna, að við höfum haft minni félagslega hleypi- dóma, minni stéttagreiningu, minni mannamun, við að stríða) en flestar aðrar þjóðir. Á þessum timum er mikið talað um samvinnu Norður- landa, — efnahagslega, andlega og menningarlega samvinnu. Ilvað getum við Islendingar lagt fram í þeim efnum? Þótt verklegar framfarir liafi mikl- ar orðið, stöndum við enn að baki nágrönnum okkar á þvi sviði. Norðurlandaj)j óði rnar eru ' taldar útverðir lýðræðisins i heiminum. Á þessum tímum, 1 þegar frelsi og mannréttindi er fótum troðið, verður ekki bent á göfugra menningarhlutverk. Og einmitt í þessu efni höfum við tækifæri lil að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í stað þess að sækja fyrirmyndir til þeirra. Á Norðurlöndum eru menn komnir til viðurkenningar á •því, að þeir flokkar sem með völdin fara eiga ekki að sitja yfir hlut annara. Hér liefir um sinn ráðið sú stefna, að skerða rélt andstæðinganna af fremsta megni. Á þennan hátt höfum við orðið eftirbátar annara ein- mitt í þeim efnum, sem við höfum skilyrði til að vera þeim fyrirmynd. Við höfum vanrækt þá kosti íslensks þjóðlífs, sem líklegastir eru til að skipa okk- ur tignarsess meðal þeirra, sem halda vörð um frelsi þjóðanna til liugsana og athafna. Lið- veisla okkar í hinni sameigin- legu menningarbaráttu nor- rænna þjóða, er undir því kom- in, hversu greiðlega tekst að bæta úr þeirri vanrækslu. a Húsmæður úr sveitum í kynnisför. 300 konur úr Borgarfjarðar-, Mýra- og Hnappadalssýslum hafa tekið þátt í f jórum ;ferðum sér til hressingar og skemtunar. í síðastliðinni viku komu hingað til bæjarins um 70 hús- freyjur úr Borgarfjarðar-, Mýra- og Ilnappadals sýslum. Voru þær í kynnisferðalagi og liöfðu farið i bílum úr Borgar- fjarðarhéraði til ýmissa staða á Suðurlandi, Þingvalla, Laugar- vatns, Geysis og Gullfoss, í Þrastalund og svo liingað. Komu þær liingað fimtudag og skoðuðu sig um í bænum og lögðu svo af stað heimleiðis, eft- ir af liafa föngið hressingu í Stúdentagarðinum. Fararstjóri var frú Geirlaug Jónsdóttir í Borgarnesi. Þetta var seinasta ferðin af fjórum, sem húsfreyj- ur úr framannefndum sýslum liafa farið í vor og sumar. Er það Kaupfélag Borgfirðinga, sem hefir gengist fyrir þessum ferðum, boðið húsfreyjunum í ferðirnar og kostað þær að öllu leyti. Ferðir þessar eru farnar í þeim tilgangi, að gefa húsfreyj- unum í sveitunum tækifæri til þess að lyfta sér upp, skoða merka staði og kynna sér verk- legar framkvæmdir, svo sem á sviði garðræktar, þar sem hún er rekin með fyrirmyndar brag. Það mun sennilega engin stétt hér á landi, sem hefir eins lang- an vinnudag og húsfreyjurnar í sveitinni flestar — þær eru margar störfum hlaðnar frá því snemma að morgni daghvernog langt fram ó kvöld5 ekki aðeins annatímann, heldur flesta daga ársins. Er það því góð hug- mynd, að gefa húsfreyjunum kost á að fara í ferðalög slík sem þessk enda hafa ferðirnar orðið mjög vinsælar. AIls munu um 300 konur hafa tekið þátt i ferðunum. Vopnasending- arnar til Danzig. Oslo 5. júlí. FB. Miklar vopnasendingar koma daglega til Danzig og er nú tal- ið sannað, að þær sé sendar þangað frá Königsberg í Aust- ur-Prússlandi. — NRP. Bretar lána samherjum sínum á megínlandínu 2 miljarða og 700 milj. kr. til vígbúnaðar " Mciibb, §cm koiiia við wög-is Yfiplýsing Gliambeplaiiis um Danzig samþykt á stj órnarfundi* EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Breska ríkisstjórnin kom saman á fund í gær til þess að ræða árangurinn af samkomulagsum- leitununum við Rússa og Danzig-málin. Fund- urinn stóð lengi yfir og hófst hann árdegis og var frest- að þar til síðar um daginn eftir tveggja til þriggja klukkustunda umræður. Að því er United Press hefir fregnað mun á- kvörðun hafa verið tekin á fundinum um yfir- lýsingu þá, sem búist var við að Chamberlain mundi gefa í neðri málstofunni í gær. Vegna þess hversu fundurinn stóð lengi yfir var yfirlýsing- unni frestað. Það er búist við, að Chambérlain lýsi yfir því, að ef nokkurar breytingar verði gerð- ar á stjórnskipulagi Danzig af Þjóðverjum og frí- ríkinu eða öðrum hvorum þessum aðila, án frjáls samþykkis Póllands, muni pólsk-breska hernað- arbandalagið þegar í stað koma til framkvæmda. Af þessu leiðir, að ef Pólland telur sjálfstæði sínu hættu búna, vegna þess sem Þjóðverjar eða nazistar í Danzig kunna að gera, munu Bretar þegar í stað veita Pólverjum alla þá aðstoð, sem þeir mega, hernaðarlega og á annan hátt. Þá hefir breska ríkisstjórnin, einnig að því er United Press hefir fregnað, tekið ákvarðanir um að leggja fram frumvarp, sem heimilar stjórninni stórkostleg- hernaðarlán. Vill stjórnin fá heimild til þess að lána 100 miljónir sterlingspunda í þessu skyni. Mikinn hluta þessar fjárhæðar munu Pólverjar, Tyrkir, Rúmenar og Grikkir fá til þess að styrkja landvarnir sínar. Nokkurum hluta fjárins verður varið til kaupa á hergögnum, flugvélum og öðru, í Bretlandi. Bretar hafa áður veitt fyrr- nefndum ríkjum lán til vígbún- aðar. Þannig fengu Tyrkir all- mikið lán hjá Bretum í vor sem leið. Nefnd pólskra fjármála- og stjórnmálamanna hefir að undanförnu verið í Bretlandi til þess að ræða mál, sem varða fjármál og landvarnir Pólverja. Hafa ítolsk blöð og þýsk að undanförnu látið í veðri vaka, að nefndarmennirnir mjmdi fara tómhendir heim. Ákvörðun sú, sem breska stjórnin hefir tekið um lánveit- ingar til framannefndra landa, er mjög mikilvæg, því að hún sýnir enn betur en flest annað, að Bretum er rammasta alvara, að þeir og samherjar þeirra sé viðbúnir hvarvetna, þar sem óttast er, að Þjóðverjar kynni að gera tilraun til að beita of- beldi. En Bretar óttast, að þeg- ar mesta hættan út af Danzig er liðin hjá, muni Hitler snúa sér að ríkjunum í suðaustur- hluta álfunnar (sbr. annað skeyti, sem birt er í blaðinu í dag). Ilitler beitir ekki valtli í Danzig: - - - CH Ijsii* yfir Jbví, að þjöövcrjar í Danzig: §cu þý§kir ■•íliisborgarar. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Stjórnrnálamenn í London, sem hafa góð sambönd á meginlandinu, eru þeirrar skoðunar, að Hitler hafi — vegna þess hversu ákveðin afstaða Breta er með Póllandi — tekið ákvörðun um, að beita ekki valdi i Danzig. Hafi hann nú horfiið að því ráði, að birta yfir- lýsingu þess efnis, að allir Þjóðverjar í Danzig skuli fá þýskan ríkisborgararétt. Að svo búnu muni Hitler beina allri atliygli sinni að öðrum viðfangsefnum, og hyggja menn helst, að hann muni snúa sér að rikjunum í suðausturhluta álfunnar, og þá éinkum Rúmeniu. Það er eigi kunnugt hversu langt Þjóðverjar muni ganga í kröfum sínum gagnvart Rúmeniu, en það er víst, að þeir hafa beyg af fyrirætlunum Þjóðverja, og átti rúmenski sendiherrann, i London, Ttilea, langar viðræður við Halifax lávarð um þessi mál í gær. Bandank) amenn selja hernaðarflugvélar í ár fyrir 100 milj. dollara. Fullnaðarákvarðanir um hlutleysislögin í U.S.A. og önnur mikilvæg mál verður að taka fyrir 15. júlí, er þingmenn fá sumarleyfi. SMETONA, forseti Lithauen. Lithauar vilja eiga vingott við Pólverja og Þjóðverja, nágranna sína, en það er erfitt að gera „tveimur stórlunduðum herrum til hæf- is“. Þetta hefir þó tekist furð- anlega og er ekki hvað minst Smeton að þakka. JOSEF BECK, utanríkismálaráðh. Póllands. —- Hann hefir unnið mikið að þvf að Pólverjar fengi hernaðarlán í Bretlandi. — Beck ræddi ný- lega við forsetann, forsætisráð- herrann og Rydz-Smigly um að senda Þjóðverjum mótmæli út af Danzig. New York, United Press. Það er búist við því að þjóðþing Bandaríkjanna Ijúki störf- um fyrir 15. þ. m. og fari þingmenn þá heim í sumarleyfi sitt. Ákvarðanir um hlutleysislögin og önnur mikilvæg mál verður því að taka fyrir þann tíma. Eins og áður hefir verið getið vill Roosevelt, að afnumið verði bannið við útflutningi hergagna, en einangrunarstefnumennimir eru því mótfallnir. Þeir vilja þó leyfa útflutning á hernaðarflugvélum áfram. Útflutningur flugvéla — að- allega liernaðarflugvéla -— mun að líkindum nema um eitt hundrað miljónum dollara, en til samanburðar má geta þess, að útflutningur flugvéla i fyrra — og hann var meiri en nokk- uru sinni áður — nam $68.200.- 000. Á fimm árunum, sem end- uðu 1938, nam útflutningur hernaðarflugvéla að verðmæti 143.000.000 dollara. Má af þess- um tölum sjá liversu útflutn- ingurinn hefir aukist gífurlega. Útflutningur varahluta og ann- ars tilheyrandi hefir og aukist svo, að hanh er meiri en nokk- uru sinni. Það er aðallega hið heimskunna Curtiss-Wriglit flugvélaframleiðslufélag, sem flutt hefir út flugvélar og North American Aviation Corporation og Lockheed Aircraft Corpora- tion. Frakkar hafa pantað mikið af hernaðarflugvélum frá Dou- glas Aircraft Company, United Aircraft Corporation og Glenn L. Martin Company og eiga flugvélarnar að afhendast fyrir áramót. í júnímánuði aðeins nam verðmæti útfluttra flugvéla 15 miljónum dollara og mun kom- ast upp í 20 milj. dollara í júlí. Frá því um miðjan maí hefir , Locklieed Aircraft Corporalion afgreitt sex flugvélar á viku af 250 árásarflugvélum, sem fé- lagið er að smíða fyrir breska flugmálaráðuneylið. — Starfs- menn þessa félags eru nú 6000 — helmingi fleiri en fyrir 2 ár- um. Pantanir, sem fyrir liggja, nema 33 milj. doílara. Mikið af þeim er frá Bretum (hernaðar- flugvélar). Ennfremur 50 hern- aðarflugvélar fyrir Ástralíu. NORSKU krónprins- hjónin lögðu af stað heimleiðis í morgun. Oslo 5. júlí. FB. Norsku krónprinshjónin hafa að undanförnu komið opinber- le'ga fram víða í Bandaríkjun- um, m. a. lagði Ólafur konungs- efni sveig á gröf Lincolns í Springfield. í Boston var liann liyltur af milclum mannfjölda. Krónprinslijónin eru nú i New York og leggja af stað heim- leiðis á Stavangerfjord á morg- un (fimtudag). — NRP. Langar samkomulags- umleitanir fyrir dyrum Oslo 5. júlí. FB. Samkomulagsumleitanirnar við Rússa ínunii fyrirsjáanlega e'nn dragast á langinn vegna hinna nýju ágreiningsatriða. Hinsvegar er víst, að rússneska stjórnin hefir lýst ýfir skilorðs- bundnu samþykki sínu við til- lögur Breta og Frakka, þ. e. ef samkomulag næst um hin nýju atriði, sem Rússar hafa dregið inn í umræðurnar, er fullnaðarsamkomulag í vænd- um, en umræðurnar um þau kunna að standa yfir lengi. —- NRP. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.