Vísir - 08.07.1939, Síða 2

Vísir - 08.07.1939, Síða 2
DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) ms ssw ....... S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Æskan og framtíðin. AÐ er margt, sem bendir í þá átt, að okkar íslendinga bíði betri og bjartari timar. Framfarir liafa orðið örari í landinu undanfarna áratugi, ræktun liefir aukist samfara aukinni tækni, vélar eru komn- ar í slað skóflunnar og risti- spaðans, rafmagn til iðnaðar og Ijósa og vélknúin skip lil sjó- sóknar í stað árabáta og segl- skipa. Landið hefir breyst í útliti og þiar sem áður voru melar og börð eða fúamýrar blasa við áugum græn engi og akrar, en í stað gömlu moldarkofanna liafa risið upp reisulegir mannabústaðir, samboðnir nú- tímanum í hvaða landi, sem véra skal. Því her ekki að neita, að margt hefir aflaga farið í hinni öru þróun, og margt hefði bet- ur verið óge’rt, sem gert hefir verið. Við Iiöfum þó öðlast all- mikla reynslu, þannig að líkindi eru til að mistökum fari fækk- andi á öllum sviðum íslensks búskapar, jafnt til sjávar og * sveita. Öll okkar unga reynsla hefir orðið dýrkeypt, og sú kyn- slóð, sem nú hfir, skilar senni- lega skuldum hlöðnu landi í hendur afkomendanna, en hvað er um þá æsku, sem nú er að alast upp og við á að taka? „Heimur versnandi fer!“ heyrist úr horni bölsýnisins, — frá Jieian mönnum, sem ekkert gera annað en það að draga úr því, sem gera skal, og því, sem gera þarf, en bölsýnin á engan rétt á sér þegar rætt er um hina uppvaxandi æsku. Þvi skal síst neitað, að æsk- an hefir vafalaust sína galla, en hefir gallalaus æska nokkuru sinni alist upp á þessai-i jörð? Það ber heldur ekki að dæma æskuna eftir göllunum, því að Jieir standa til bóta, lieldur eft- ir kostunum einum. Þeir æskumenn, sem nú eru að alast upp, eiga fátt skylt við aftúrhald og bölsýni, enda er Jieirra að sækja fram. Nám sitt stunda J>eir með áhuga í skólum landsins, reglusemin eykst og íþróttamenningin hefir rutt sér til rúms í röðum Jiessara manna. Þeir, sem fylgst liafa með íþrófttalifinu undanfarin ár, vita Jiað mæta vel að þar er meiri og ríkari áhugi, en nokk- uru sinni fyr, ekki aðeins hér í höfuðstaðnum, heldur og í sjáv- arþorpum og sveitum. Skíða- ferðir og skautahlaup, fjall- göngur og útilegur, sund og leikfimi, knattspyrna og frjáls- ar íþróttir, — alt er þetta stund- að af kappi og öllu þessu fleyg- ir fram. í gær kom íslenskt knatt- spyrnufélag hingað til landsins. Það hafði háð baráttu sína á erlendum vettvangi og getið sér hinn besta orðstír, enda verið Jijóð sinni til sóma. í sumar fór leikfimisflokkur stúlkna utan og gat sér hið mesta lof, en í næstu viku fara héðan tveir flokkar, — konur og karlar, — lil leikfimissýn- inga í Stokkhólmi, og á Jiví leikur enginn e'fi að Jiessir flokkar munu vekja eftirtekt, hvar sem Jieir koma fram fyrir mannsöfnuð. Það er aðeins eitt, sem þó e‘r ekki æskunnar sök, sem slær skugga á J>ær vonir, sem menn ala til komandi kynslóðar. Með ári liverju aukast at- vinnuerfiðleikar skólafólksins, enda er unnið markvist að J>ví að bola J>ví frá erfiðisvinnu að sumarlagi. Erfiðisvinnan er þessu fólki liinsvegar nauðsyn- leg, — ekki aðeins fyrir J>ær sakir að hún lætur æskuna finna kraftinn í sjálfri sér, held- ur einnig af liinu, að J>ar lærir æskan J>á hluti af lífinu sjálfu, sem enginn skóli megnar að kenna. Það hefir ve'rið lán íslensku þjóðarinnar, að hinir uppvax- andi mentamenn hafa átt J>ess kost að umgangast verkalýðinn, og þola með lionum súrt og sætt. Rofni tengslin milli þesá- ara stétta skapast grundvöllur fyrir óeðlilegri og einskisnýtfi stéttaskiftingu, sem óhjá- kvæmilega leiðir af sér hið mesta böl fyrir land og J>jóð. Æskan á að vinna og læra að skilja lífið sjálft, eins og J>ví er lifað af öllum þorra manna, sem ekki hafa mentunar notið. Ef mentamennix-nir þekkja þannig J>jóðina skilja J>e’ir einn- ig þai’fir fjöldans, og þá má vænta samvinnu stéttanna um hvert mál og heppilegi’ar úr- lausnar fyrir framtíðina. Rekstur Sjúkrasam- lags Ísaíjarðar. Gjaldkeri. sjúkrasamlagsins hefir nýskeð sent út yfix-lit um rekstur samlagsins s.l. ár. Halli að meðaltali á mánuði liefir numið kr. 693,99, en kr. 573,31 i fyrra. Alls voru nú um 1450 í trygg- ingu, en um 1464 í fyri’a. Kostnaður á nr. nam kr. 5,29. Tekjur á nr. nam kr. 4,81. Styrkur til samlagsmanna hefir verið sem hér segir: Sjúkrahúsvist: Berklar 11 konur (12)* 8 karlar (7) 1 barn (6) Samtals 20 (25) Legud.: 1848 (2687). Almennir 79 konur (36) 35 karlar (36) 21 barn (35) Samtals 135 (137) Legud.: 4967 (4238). AIls hafa því dvalið í sjúkra- húsi 155 sjúklingar (162) er skiftist J>annig: 90 konur, 43 karlar, 22 börn. Kostnaður -vegna þessara sjúklinga er að meðaltil á sjúk- ling: Fyrir alm. sjúkd.: Karlar og konur kr. 262.64 (256.70), börn kr. 173,90 (120,06). Fyrir bei-klasjúkdóma krón- ur 532,58 (537,02). Fæðingai’st. naut 51 kona (40). Styrks vegna Ijósl. nutu 3 börn, 4 konur, 2 karlmenn. Styrk frá samlaginu að meiru eða minna leyti fyrir sig og börn sín liafa 1087 samlags- menn fengið, (í fyrra 1170). Unx s.l. áramót voru 20 menn sem aldrei hafa greitt til sam- lagsins frá byrjun (53 menn í fyrrá). * Tölurnar í svigum eru fyrir. 1937. Chamberlain óttast að yfirlýsing um Danzig gerí ilt verra. Sumir ætla þó að yfirlýs- ingin verði gefin á mánud. Norsku kpónppinshjónin lögð af stað lieimleiðis. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. 8 því er United Press hefir fregnað hefir Cham- berlain frestað — að minsta kosti fram yfir helgi — að gefa yfirlýsingu viðvíkjandi af- stöðu Breta til Pólverja út af Danzig. Það er talið, að Chamberlain óttist, að yfirlýsing nú — þar sem dregið hefir úr æsingum í bili — muni gera ilt verra, og verða til þess að koma af stað nýjum æs- ingum og auka ófriðarhættuna á ný. En ýmsir ætla, að yfirlýsing- in, sem liggur tilbúin, muni verða gefin í neðri málstofunni á mánudag. Muni Chamberlain þá gera ítarlega grein fyrir af- stöðu Breta til Pólverja. Breskir stjórnmálame'nn segja, að breska stjórnin hafi ekki í neinu reynt að taka fram fyrir liendurnar á pólsku stjórninni, og látið hana alger- lega sjálfráða um hvað hún Bretap vondauflp um, að Rússap vilji veita smáríkj— unum aðstoð gegn ofbeldi, Alment viðurkent ad lokatilraun til ad ná samkomulagi standi nú yfir í Moskva. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Sendiherra Breta og Frakka í Moskva hafa nú fengið nýjar fyrirskipanir um á hvaða grundvelli þeir skuli byggja lokatil- raunina til þess að ná samkomuulagi um þau atriði, sem ekki hefir enn tekist að semja um við Rússa. Þessi atriði fjalla um smáríkin í álfunni og öryggi þeirra. Menn búast við, að sam- komulagsumleitunum um þessi ágreiningsatriði verði hætt í bili ef samkomulag næst ekki mjög bráðlega en hinsvegar er búist við að þríveldabandalag verði gert milli Breta, Rússa og Frakka, þ. e. að hvert þessara ríkja um sig skuldbindi sig til þess að koma hinu til aðstoðar, ef á það verður ráðist. Meðal Frakka er meiri bjartsýni rikjandi en meðal Breta um endanlegan, árangur1 af samkomulagsumlei tununum. Gera Frakk- ar sér vonir um, að unt verði að ná samkomulagi á þeim grund- velli, sem máhð hefir vei’ið rætt að undanförnu. Bretar gera sér litlar vonir um það, en hinsvegar að Jxríveldasamkomulag náist um varnarbandalag gegn árás. Bretar hafa mestan áhuga fyrir, að tryggja það, að ofbeldi verði eklci beitt gegn þjóðum sem Bretar og Frakkar telja sér skylt að verja. gerði í varúðar skyni, vegna at- burðanna í Danzig. Vopnasendingar halda áfram til Danzig og haldið er áfram að segj a pólskum verkamönnum upp vinnu. Fregnir frá Varsjá herma, að verið sé að lcoma upp strandvirkjum í nánd við Dan- zig, en nazistar J>ar segja að þarna eigi að vera barnaleik- ve'llir. Smáríkin verða að velja, segir málgagn Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá- Vestmannaeyjúm. Goðafoss er á Ákureyri. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss er í Hamborg. Selíoss kóm til Akraness um hádegið. Oslo, 7. júlí. FB. Mikill mannfjöldi hylti krónprinshjónin norsku við brott- förina frá Brooklyn í gær, er þau lögðu af stað heimleiðis á Stavangerf jord. Áður en skipið lagði af stað veitti krónprinsinn blaðamönnum. áheyrn og þakkaði Bandaríkjamönnum hina miklu velvild, sem þeir í hvívetna hafa sýnt honum og krón- prinsessunni. Kvað hann hinar stórkostlegu móttökur og vel- vild aldrei mundu gleymast þeim. Skömmu áður en skipið fór afhjúpaði krónprinsinn Leifs Eiríkssonar varðann í Brooklyn í viðurvist 9000 manna. Flutti hann þar ræðu og lagði áherslu á, að hugsjónir frelsis, bræðra- lags og lýðræðis knýtti Bandaríkjamenn og Norðmenn órjúf- andi böndum vináttu og trygðar. Seinasta athöfn krónprinshjónanna á landi var heimsókn í norska skólaskipið Christian Radich, sem liggur í höfninni í New York. Sjómannaefnin hrópuðu húrra fyrir krónprinshjón- unum og óskuðu' þeim góðrar ferðar heim. Af skipsfjöl sendi Ólafur konungsefni þakkarskeyti til Roose- velts forseta og Cordells Hull utanríkismálaráðherra. Þegar Stavangerfjord lét úr höfn var skotið af fallbyssunum á Governors Island krónprinshjónunum til heiðurs. NRP. — lapinlr saneina sljórn síii i Kiaa. Einkaskeyti til Vísis frá U. P. London í morgun. Talsmaður japanska herráðs- ins í Tientsin hefir tilkynt, að leppstjórnirnar íPeking ogNan- king muni koma saman til fundar í Tsing-tao á mánudag- inn og ræða um fyrirkomulagið á sameiginlegri stjórn á öllum þeim héruðum, sem Japanir hafa lagt undir sig. Jafnframt yrði þá kosinn forseti þeirrar stjórnar og telja erlendir stjórnmálamenn að Wang Ching-wei muni verða fyrir valinu. Um Hiing ( hiiiK-nPÍ segir svo í U. P. Red Letter: Hann hefir qinnig gengið undir nöfnunum Wang Cliao- n'ing eða Henri Waung og enginn Kinverji mun liafa lif- að eins „stormasömu" lifi og hann. .— Kírtverjar segja, að hann sé „fallegasti og óút- reiknanlegasti byltingarsinninn í Kína. “ Þegar Wang var 16 ára gam- JL - all, árið 1900, fór hann til Tokyo og las J>ar J>jóðfélagsfi-æði og gaf jafnframt út tímarit, „Ming Pao“, sem lieimtaði að Kina yi’ði lýðveldi. Wang tók þátt í mörgum upp- reistum, en vakti ekki heims- athygli fyrri en hann sýndi rilc- iserfingjanUnm kínverska — nú keisara Mansjúkó — banatil- ræði. Þegar lýðveldið var stofn- að var Wang boðið sæti í stjóx-n Sun Yat-sen, en hafnaði J>ví og fór til frekara náms í Frakk- landi. Eftir heimsstyrjöldina fór hann heim aftur og varð m. a. ráðgjafi Sun Yat-sen, sem hafði mikið álit á honum. Hann varð forsætisráðherra Nanking-stjórnarinnar 1935 og 1. nóv. J>að ár særðist hann hættulega, er reynt var að myrða hann. Snemma á J>essu lári rak Chiang-Kai-shek hann úr Kuomintang-flokknum fyi’ir vinarhót við Japani. Selja Danir Grænlanil? Oslo 7. júlí. FB. Orðrómur hefir komist á kreik um J>að á ný, að Danir ætli að selja Bandai’íkja- mönnum Grænland, en Bandaríkjamenn hafa auga- stað á Grænlandi, að því er menn ætla, til Jxess að koma þar upp flughöfnum. NRP. Görings. Málgagn Görings boðar, að Þýskaland muni ekki viður- kenna lilutleysi þeirra landa, sem með eða mót vilja sínum fá ábyrgð þeiri-a velda, sem miða að því að „umkringja“ Þýskaland. Smái’íkin, segir blaðið, verða að velja milli al- gers hlutleysis — eða liafna allri slíkri ábyrgð. — NRP. Japanir lióta Bpetuni. Oslo 7. júlí. FB. Japanski forsætisráðherrann hefir sagt, að Japanir áskilji sér rétt til þess að hætta við allar samkomulagsumleitanir um Ti- entsindeilun, ef Bretland fallist ekki J>egar í stað á kröfur Jap- ana viðvíkjandi nýrri skipan í Kína. — NRP. ólafur konungsefni og Martha krónp

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.