Vísir - 08.07.1939, Side 3

Vísir - 08.07.1939, Side 3
V I S I R Þing* Ranða Kros§in§ í Ntokkliólmi. Vidtal viö Jakob Hafstein forstjóra Rauöa Kross íslands. Með Brúarfossi í gær var méðal farþega Jakob Hafstein for- stjóri, Rauða Ifross Islands, en hann fór til Stokkhólms, og sat junior-þing Rauða Kross-félaganna í Skandinaviu og Baltisku- löndunum. „Já, og sömuleiðis var aðeins einn fulltrúi frá Finnlandi, og stafai' það af því að unglinga- deildir eru ekki starfandi í báð- um þessum löndum, en eg vona að mér takist að skapa slíka starfsemi hér heima, og yrði hún þá skipulögð á sama hátt og starfsemi erlendra ungliða- sveita, sem eg kyntist á þingi þe'ssu“. ^ '1 V-/ ... . w' ' • rrv JAKOB HAFSTEIN. Vísir hitti Jakoh að máli og spurði hann tíðinda af þinginu, „Að boði rauða krossins sænska sótti eg þing þetla, sem átti að hefjast í Stokkhólmi hinn 19, júni s.L, og var það sett i Södermalms lái’ovárk i Timmermannsgatan á hinum tilsetta tíma. Þarna voru mætt- ir 400 fulltrúar frá ofangreind- um þjóðum, ungir og gamlir, ásamt aðalritara sambands rauða kross félaganna í París, M. B. de Rougé, og G.Milsolm, sem er aðalritari sambands unglingadeildanna í París. Þingið var sett af ungfrú Ing- rid Sundström, sem er forseti sænslcu unglingadeildanna. Hver voru aðalumræðuefni þingsins? „Þau voru mörg og margvís- leg. Mætti t. d. nefna störf rauða kross félaganna í þágu friðarins, samvinnu rauða- kross-félaganna, skátanna og íþróttafélaganna, stofnun les- hringa og ferðafélaga unghnga- deildanna, en um það efni flutti erindi frú Maja Sandler, kona utanrikismálaráðherra Svía — • Ricliards Sandler. Var þetta snjalt erindi og fróðlegt um marga liluli. Auk þess héldu fulltrúar Norðurlanda með sér sérstakan fund, og ræddU þar norræna samvinnu í hjúkrunar- og heilsuvemdarmálum. Umræðu- fundir stóðu yfir í þrjá daga og var unnið að staðaldri og sleitulaust, en aðaltilgangur fundarins var að sjálfsögðu sá að auka samvinnu meðal ung- lingadeildanna og samræma starfsaðferðir þeirra í liinum ýmsu löndum.“ Hvernig var kynnmg þín af Stokkhólmi? „Hún var með afbrigðum góð. Stokkhólmur er hin feg- ursta horg og Svíar hinir ágæt- ustu menn, alúðlegir í viðmóti og skemtilegir i viðræðum. Okkúr aðkomumönnunum var sýnd borgin öll og belstu stofn- anir og söfn, en auk þess fórum við nokkuð um nágrenni borg- arinnar. I lok þingsins var vegleg veisla i Stadshuset í Stokkhólmi, og bar eg þar fram kveðjur Rauða Iíross félaganna á ís- landi, og svo gerðu fulltrúar annara landa fj'rir sitt leyti. Um árangur mótsins verður ekki sagt að sinni, en vænta má hins besta, því að á þinginu ríkti einlægur vilji til samstarfs í þágu friðar og allrar hjúkrun- ar- og líknarstarfsemi“, Varst þú einn fulltrúi Is- lands? iðviKur r sérst Hvað um þeklcingu manna á Islandi ? „Þarna voru saman komnir fulltrúar frá ýmsum þjóðum og var þekking þeirra á tslandi mjög misjöfn. Það vakti þó at- hygli mína hve margt af þessu fólki þekti sögu okkar, einkum fyr á öldum, en það var e’itt sem allir þektu og létu í ljósi undrun sína og aðdáun yfir og það var hitaveitan í Reykjavík. Sem dæmi þess hvilíká at- liygli hitaveitumálið hefir vak- ið erlendis, er rétt að geta þess, að þegar fulltrúar allra Norð- urlanda voru boðaðir á fund Carls prins, bróður Gustavs V. Svíakonungs, en prinsinn er verndari Rauða Kross Svía, ræddi bann lengi sérstaklega við mig um liitaveituna. Lét hann í Ijósi mikía aðdáun á þessu fyrirtæki. Hvar sem eg kom var um þetta rætt og allir virtust fylgj- ast með málinu af miklum á- huga. Tel eg af þessari við- kynningu minni að hitaveitan hljóti að vera einhver besta auglýsing fyrir Island og ís- lenska menningu, sem á verð- ur kosið. Færeyingaheimsóknin: Færeyskir þjóð- dansar, leikfimi og kappleikur. Eftir leikinn í fjnrrakveld var Færeyingum boðið í Oddfellow- húsið og dönsuðu þeir þar m.a. þjóðdansa sína við mikla hrifn- ingu allra viðstddra. Hefir því orðið að ráði að þeir sýndi þjóð- ! dansa, áður en leikurinn hefst ! annað kveld. , - | Þarf ekki að efast um, að ; Reykvíkinga muni fýsa að sjá Færeyingana dansa í þjóðbún- ingum sínum. En áður en leik- urinn hefst munu K.R.-stúlk- urnar frægu einnig sýna listir sínar, þær hinar sömu, sem þær fengu mest hrós fyrir í Dan- merkurförinni. Er þetta í fvrsla sinn, sem þær sýna opinherlega eftir heimkomuna. Loks verður svo kappleikur og keppir þá 1. floldcur K.R. við Færcyingana. I stuttu máli: Áhorfendum er skemt á þrennan hátt, fyrir sama verð og aðgangur kostar að venjulegum kappleik. Hver ætlar að sitja heima við þetta tækifæri? Ntrand ferða§kipiim nýja rerðnr Sileypt af §tokkiiniun í dag. 1 dag verður hinu nýja skipi Skipaútgerðar ríkisins hleypt af stokkunum í Álaborg, og er bú- ist við að það verði um liádeg- ið, en alt fer það eftir því, hve'rnig á flóði stendur í Lima- firði, en þar eru sjávarföll ó- regluleg. Ingiríður krnóprinsessa skírir skipið og er ákveðið að það skuli heita „Esja“, eins og s trandfórðaskipið, sem selt var úr landi, og verða stafir þess skips notaðir á hið nýja. Mikill mannfjöldi verður við- staddur, er skipinu verður lileypt af stokkunum. Ber þar fyrsl að telja krónprinshjónin og forunéjdi þeírra, Svein Björnsson sendiherra, Jón Ivrahbe sendisveitarráð og Jón Sveinbjörnsson konungsritara, bæarstjóra Álaborgar og fjölda íslendinga, sem búsettir éru i Danmörku, en allir þessir gestir munu liafa komið til Álaborgar í inorgun. Samkvæmt dönskum blöð- um, sem liingað hafa borist, verður skipinu lileypt af stokk- unum um hádégisbilið, en hins- vegar verður athöfninni útvarp- að kl. 18.15 sd. Um fyrirkomulag þesarar at- hafnar er þetta í stuttu máli að segja: Fyrir framan skipið hefir ver- ið séltur upphækkaður pallur og hefir hann og skipið verið skreytt með islenskum og dönskum fánum. Milli pallsins og skipsstefnisins hangir kampavínsflaska í silkisnúru. Sveinn Bjönrsson sendihén-a flytur fyrst ávarp, en þvi næst leiðir forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar krónprinsessuna upp á pall þann, sem að ofan getur. Flytur krónprinsessan þar stutt ávarp, óskar skipinu gæfu og géngis og góðrar ferðar um höfin og klippir þvi næst silkisnúrunni í sundur. Fellur þá kampavinsflaskan á bóg skipsins og brotnar þannig, að kampavinið freyðir um stefnið. Samtímis þrýstir krónprinsess- an á hnapp og rennur þá skipið af stað, en um leið falla flögg- in af stefni skipsins og nafn þéss kemur í ljós. Síðan verður skipið dregið að bryggju og lialdið áfram smíði þess. Hið nýja skip er 1200 smál. að stærð. I því verða tvær Polar- Diesel aðal-vélar, 1100 hestöfl livor. Verður það með tveimur skrúfum og er það fyrsta far- þegaskip, sem þannig er bygt fyrir oklcur. Le'ngd skipsins er 226 fet milli stafna, breidd 35.6 fet og dýpt 20.6 fet. Að framfarinni skírnarat- höfninni verður gestunum boð- ið til miðdegisverðar að hótel Phönix í Álaborg. Framarar voru allstaðar leystir út með gjöfum Verndargripurinn frá Vestmannaeyjum og þegar Borgundarhólmsbúar skömmuðust sín. Fjöldi manns tók á móti Fram-mönnum í gær, þegar Brúar- foss kom og urn kvöldið var þeim haldið móttöku samsæti í Oddfellowhúsinu. Voru þar fulltrúar allra knattspvmufélag- anna, K. R., Vals og Víkings, og færðu þeim árnaðaróskir, en auk þess fluttu þar ræður Erlingur Pálsson, varaform. í. S. í„ Guðm. Ólafsson, form. K. R. R„ Ól. K, Þorvarðarson, Jón Magnússon form. Fram og Árreboe Clausen. Að lokum sagði svo Brynj- ólfur Jóhannesson, fararstjóri, ferðasöguna í stuttu máli. Verð- ur hún ekki rakin hér, þvi að hún er lésendum Vísis kunn að mestu, en þar sem Frammenn voru allstaðar leystir út með góðum gjöfum þykir rétt að skýra frá því hverjar þær voru. 1 Vestmannaeyjum héldu í- þróttamenn þeim kveðjusam- sæti og gáfu þeim verndargrip (mascot) og er það litil tau- brúða. í hvert sinn sem Fram- arar keptu var brúðan hengd upp í markið, en svo óheppilega vildi til, að við fyi-sta leikinn (í SÖrey) var markmaðurinn dá- litið „nervös“ og hengdi brúð- una öfugt. Afleiðing: Ósigur. Næsti leikur var í Bornholm. Þar hafði foringi knattspyrnu- manna sagt við B. J„ að þeir Borgundarhólmsmenn myndi skammast sín, af Fram ynni. Fram vann og Borgundarliólm- arar gáfu Frammönnum mynd, er sýndi hversu mjög. þeir skömmuðust sín. Er myndin af nakinni stúlku, sem liéldur höndiun fju-ir andlitið af blygð- un. — I Tönder var Frammönnum færð standmynd af knatt- spyrnumanni úr eir á marm- arastöpli. I aðalveislu D. B. U. 18. júní voru hverjum þátttakanda far- arinnar færður silfurpappírs- hnífur, manchettuhnappar og slifsisnæla til minningar um komuna og 50 ára afmæli D. B. U. Fimtíu ára afmæli danska knattspymusambandsins. Milliríkjakepni. Kappleikirnir, sem. Fram kepti í. Þörfin fyrir grasvellL Viðtal viö Benedikt G. Wáge, foreeta í. S. L Tíðindamaður Vísis fór í morgun á fund Ben. G. Wáge^ fop* seta íþróttasambands íslands^ en hann var meðal farþega á Brúarfossi í gær, og bað hann segja lesendum blaðsins frá n£am- för sinni í höfuðatriðum. Varð B. G. W. góðfúslega vi8 þvi, enda þótt hann sé ekki heill heilsu um þessar mundir. Líggur hann í fótarmeini, sem orsakast af því, að hann síðari hlnta ferðar sinnar reif sig á nagla, og hljóp eitrun í. — B. G. W. eop nú á batavegi, en mun verða rúmfastur nokkra daga. — Frá- sögn hans fer hér á eftir: Eg fór utan í boði Dansk Boldspil Union (danska knatt- spyrnusambandsins), segir B. G. W„ en það átti 50 ára afmæli 18. maí s.l. og liélt það liátíðlegt tæpum mánuði síðar, með því að stofna til milliríkjakepni i knattspyrnu milli Norðurlanda- þjóðanna annara en Islending- anna. Þar keptu Svíar og Norð- menn og unnu Norðmenn. Þá keptu Danir og Finnar og unnu Danir. Loks keptu sigurvegar- arnir í þessum tveimur kapp- leikjum, Danir og Norðmenn, og unnu Danir. Fengu þeir að launum verðlaunabikar mikinn úr silfri, liinn inesta og fegursta sem eg hefi séð. Hafði sam- bandið gefið liann í þvi skyni. \ Mótið sett 14. júní af Leo Frederikssen. Mótið var sett af Leo Frede- rikssen, varaformanni D. B. U. Viðstödd voru Kristján lconung- ur og Alexandrine drotning og margt annað stórmenni, forset- ar allra íþróttasambandanna á Norðurlöndum, fulltrúar í- þróttafélaga og margir aðrir. Leo Fréderikssen er mörgum íslendingum að góðu kunnur, því að hann var fararstjóri A. B. 1919. — Um 30—40.000 manns horfðu á kappleikina. Leikirnir voru lærdómsríkir og skemtilegir. Þegar mótið var sett gengu knattspyrnumenn allra Norðurlandanna inn á völlinn undir fánum og var leikinn þjóðsöngur hvérs lands og var þetta alt mjög liátíðlegt. Knattspyrnumenn Fram koinu þar fram fyrir Islands liönd. Leo Frederikssen ávarpaði hverja þjóð fyrir sig og fyrst íslendinga. Útvarpsávörp. Forsetar og fulltrúar iþrótta- sambanda og félaga Norður- landa ávörpuðu D. B. U. í danska útvarpinu, í tiléfni af afmælinu. Var svo ráð fyrir gert, að forsetar Norðurlanda- sambandanna ávörpuðu D. B. U. hver á sínu máli, en almenn- ingi gekk illa að sldlja sænsk- Una og finslcuna og leiddi það til þess, að eg var beðinn að flytja mitt ávarp á dönskn, vegna Iilusténdanna. \ Hóf og gjafir. Veislur voru margar og aðal- veislan var lialdin á Skydeban- en. Flutti eg þar ávarp frá I. S. í. og íslandi og færði D. B. U. gjafir. Var þetta í fyrsta sinn, sem fulltrúi frá I. S. I. var heið- ursgestur á slíkri Norðurlanda- ráðstefnu. Forsetar liinna Norð- urlandasambandanna fluttu einnig ávörp og gjafir. Farar- stjóri Fram afhenti D. B. U. gjöf frá félagi sínu (mynd af Geysi). Kappleikirnir. Siðar bauð D. B. U. mér með Fram til Sóreyjar, Borgundar- hólms, Óðinsvéa og Tönder,' og BEN. G. WÁGE. var eg viðstaddur kappleíkans^ mér til mikillar ánægju. ÚrsKt- in eru öllum kunn. D. B. U. var svo liugulsamt að lofa Framað æfa sig á grasvellí fyrir leikina og mun það hafa komið F'ram að miklu gagni. Frammenn sýndu áhuga og dugnað I hví- vetna og var framkoma þefrra drengileg og íslandi til sóma.Án efa hafa þeir lært mikið af að vera áliorfendur að Mnum mörgu milliríkjakepnum vífc* una áður i Kliöfn. Við þurfum að eignast grasvelli. Ef við íslendingar eigum að gela haldið áfram að keppa ec- lendis og sigra, verðum viS aS eignast grasvelli. Það er mödl og knýjandi nanðsyn að koma upp grasvöllum og þar eiga all- ir aðilar að taka saman og hjálpa I.S.I. í þessu efm. er nauðsyn ekkl aðeins til að standa betur að vígi að sigra i kepni á erlendum vetlvangU lieldur af því að á grasveöl vérður knattspyrnan fegmri leikur.. Gestrisni Dana. Danir sýndu oss íslendingom i hvivetna frábæra gestrisasi^ Þeir Danir, sem hér hafa veriSt. vildu alt fyrh' oss íslendingac gera. Þetta ættum vér að muna. Kveðjur. I lok viðtalsins biður .B, G. W. Vísi að flvtja öllum íþrótta- mönnum og vinum kærar kveðjur og þakklæti fyrir að minnast sin á ýmsan hátt á. fimtugsafmæli Iians fyrnr skemstu. Gcirir Vísir það hér með. : 1 "• Evangeline Booth kveður. Oslo 7. júlí. FB: Evangeline Booth yfirhers- höfðingi Hjálpræðish., sem er komin í kveðjuheimsókn í Oslo, gekk á konungsfund í dag. — Þegar Evangeline Booth IæfuK af störfum innan skamms ætl- ar hún að setjast að i Banda- ríkjunum. —- NRP.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.