Vísir - 11.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1939, Blaðsíða 2
V í S I R ?! DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN" VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Gnðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgölu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10. 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan li/f. menning Islendinga. l»AÐ hefir færst mjög í vöxt á hinum síðustu árum, að erlent skólafólk hefir leitað hingað til lands til langrar eða skammrar dvalar, og sýnir það aulcinn áhuga maiina á ]>vi, að kynnast Islandi og íslenskum málum. Hér við háskólann hafa er- lendir menn stundað norrænu- nám á skólaári hverju, og sum- ir þeirra dvalið hér um margra ára skeið. Þessir menn hafa fengið nána kynningu af þjóð- inni, fest við hana trygð og reynst henni góðir haukar í horni, ef eitthvað hefir út af borið á erlendum vettvangi. Við íslendingar erum við- kvæmir fyrir því, ef mál vor eru afflutt á erlendum vettvangi, enda er það að ýmsu leyti eðli- legt. Ivunnugleiki á landi og kjörum þjóðarinnar er lítill í hinni víðu veröld, og margar missagnir hafa þar fengið byr undir báða vængi. Til þess að verða taldir í tölu menningar- þjóða, og koma erlendum al- menningi í skilning um að svo sé, nægir það ekki eitt og út af fyrir sig, að við gerum það sem aðrar þjóðir gera og semjum okkur að siðum þeirra, með þvi að slíkt er oft leiðinleg og barnaleg eftiröpun, sem kemur að litlu gagni, nema síður sé. Hér á landi er til, — og á að skapast, — sérstæð þjóðmenn- ing, forn menning vor og nútíma þróun er felt í eina lieild, og við semjum siði okk- ar eftir þvi sem hér hentar, án tillits til þess, sem tíðkast með öðrum þjóðum. Það, sem við höfum sótt til annara, vekur enga eftirtekt, en það, sem við sækjum til sjálfra okkar og einstakt er, vekur á okkur nauðsynlega eflirtekt frekar en alt annað. Með öðrum þjóðum hefir Is- land þekst að þrennu: Heklu— Geysi og fornbókmentum vor- um, en nú liefir fjórði þáttur- inn bæst við, þar sem um er að ræða hitaveitu Reykjavikur. Alt þetta er einstakt í sinni röð, og að þvi beinast augu fólksins, en um leið beinist athygli þess að þvi, að hér býr menningarþjóð, sem að vísu heyir baráttu sína við ýmsa erfiðleika, en þokást þó vel á veg. * Öllum þjóðum er það nauð- ■syn, að njóta rétts skilnings og viðurkenningar, og því kemur öll kynning þeim til góða, ekki síát ef það er æska annara landa, sem öðlast slíka kjTin- ingu, með því að æskan heyrir framtíðinni til. Það má vera okkur íslending- um fagnaðarefni, að hingað kemur á ári hverju mikill hóp- ur erlendra æskumanna, sem öðlast rétta kynningu á ])jóð- inni, og flytur hana lieim til fósturjarðar sinnar. Nú, þegar þetta er ritað, eru Iiér á landi staddir að minsta kosti tveir hópar skólafólks frá sambandslandi okkar Dan- mörku. Eru það 20 dönsk skóla- börn, sOm komu liingað nýlega undir stjórn Einars Andersen, rektors við Östre Borgerdyd- skole, og er þetta i þriðja sinn, sem slikur hópur kemur hingað lil lands undir forustu lians. I gær kom svo annar hópur skólafólks hingað lil Iands, og eru það 17 ke'nnaraskólanem- endur, undir foryslu dr. Ame Möllers. Báðir fara flokkar þessir víða um landið, og sjá hina fegurstu og merkustu staði, en auk þess öðlast þeir góða kynningu af þjóðinni, með því að netnend- urnir dvelja liér á vegum ís- lenskra manna og búa á lieim- ilum þeirra. Þegar nemendaflokkur Ein- ars Andersens hveTfur héðan af landi, verður i för með honum álíka stór hópur íslensks æsku- lýðs, sem öðlast þannig færi á að fara utan og af-la sér fróð- leiks um erlenda háttu og er þar gjöf goldin við gjöf. Slík nemendaskifti, sem hér um ræðir, geta verið til margra liluta nytsamleg, ef rétt er með farið. Þau auka kynni af þjóð- inni annarsvegar, en hinsvegar kynni íslendinga af öðrum þjóðum, etn einmitt þau geta orðið okkur lærdómsrík. Hinu megum við þó aklrei gleyma, að öll nýbreytni á að falla inn í flöt hinnar gömlu þjóðmenn- ingar okkar, sem okkur ber að varðveita og vernda, ásamt tungu vorri og þjóðareinkenn- um. Smygl á vliiill- Íllg'IIIII o. fl. Björn Bl. Jónsson, löggæslu- maður, var staddur á Þjórsár- mótinu um helgina og gerði þá Ieit í bíl Björns Guðmundsson- ar frá Túni í Hraungerðis- hreppi. Fann hann allmikið af smygluðum sígarettum. Þá var og gerð leit beim'a hjá bilstjóranum og fanst þar meira af vindlingum og kápu- efni. Loks var leitað i herbergi hans hér í bænum og fanst þá tóbak, sígarettur og spil. Yið yfirheyrslur játaði mað- urinn að hafa fengið varning- inn þjá Gisla Þorleífssyní, kyndara á Selfossi, nema kápuefnin, sem hann kvaðst hafa fengið hjá íslenskum skipstjóra frá Grimsby, sem hér er á ferð. Skipstjóri sá hef- ir játað að hafa smyglað ein- hverju meiru. Óhagstæður verslun- unarjöfnuður. Eftir fyrstu sex mánuði árs- ins er verslunarjöfnuðurinn óhagstæður um 10.918 þús. kr. og er það meira en venja er til. Innflutningurinn hefir num- ið 30.155 þús. kr., en útflutn- ingurinn 19.237 þús. kr. í fyrra var verslunarjöfnuð- urinn óhagstæður um 8198 þús. kr. Þá nam innflutningur- inn 26.624 þús. kr. og útflutn- ingurínn 18.426 þús. kr. Hæsti vinningurinn í 5. fl. happdfættisin’s, nr-. 18160, féll á fjórðungsmi'ða. sem seldir voru hjá Stefáni A. Pálssyni og Ármann, í Varðarhúsinu, og hjá Marenu Pétursdóttur, Laugayeg 66. TVE66JA KLST. ALVARLE6- Lýðveldisfáninn dreginn að hún. F j öldahandtökur. Öeírðím- ar bældar níður. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Kínverskur æsingalýður ræðst á hreska konsúlatið í Tsingtao að Samkvæmt fregnum frá Gibraltar hefir komið til alvarlegra óeirða í Barcelona, en Ciano greifi, utanríkismálaráðherra Ítalíu er þangað kom- inn í heimsókn, en óeirðirnar standa þó ekki í sambandi við komu hans, heldur er talið, að þær sé sprottnar af gremju yfir dómi þeim, sem róttæki leiðtoginn Besterio fékk. Hann var einn af kunnustu leiðtogum lýðveldis- ins og var forseti varnarráðsins, sem samdi við Franco um uppgjöf Madrid í lok styrjaldarinnar. Var Besteiro leiddur fyrir herrétt fyrir nokkuru og er dómur yfir honum nýfallinn. Var hann m. a. sakaður um að hafa boðað socialistiskar kenningar fyrir spönsku þjóðinni. Besteiro var dæmdur í 30 ára fangelsi. undirlagi Japana. Breskt herskip sent tll borgarinnar. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Frengir frá Tsingtao herma, að Kínverjar hafi framið ýmsar óspektir þar í borginni, og er ætlað, að þeir hafi verið æstir upp til þessara óspekta af Japönum. Meðal annars brutu þeir rúður í bústað breska ræðismannsins og í gluggum sjö breskra versl- unarhusa. Lögreglan lét uppþotsmennina afskiftalausa. Bretar hafa sent herskipið Lowestoft til Tsingtao, vegna þessara ó- spekta, að beiðni breska aðalræðismannsins þar. Bretar undirbúa öflug mótmæli gegn þessu framferði ósþekt- armanna. Mótmælin munu verða send til japönsku stjórnarinnar Þessum dómi gerðu lýðveldissinnar í Barcelona til- raunir til að mótmæla með því að draga lýðveldisfán- ann að hún. Var barist með skotvopnum í einu úthverfi borgarinnar, en lögreglan kom á kyrð og voru fjölda margir af þeim, sem að óeirðunum stóðu, handteknir. Heimild fyrir fregninni er frá manni, sem stendur í nánu sambandi við spænsku ræðismannsskrifstofuna í Gibraltar. Bardapnir á landa- num Ytri Monoóllu. Barist á 15 kílómetra víglínu. Að undanförnu hafa annað veifið borist fregnir um stóror- ustur á landamærum Ytri-Mon- gólíu og Mansjúkóríkis. Eigast þar við hersveitir Mongólíu- manna og Mansjúkómanna, en Japanir veita Mansjúkómönn- um lið, en Rússar Mongólíu- mönnum. Hvorttveggja rikin, Ytri-Mongólía og Mansjúkórík- ið, npóta verndar fyrrnefndra stórvelda. Rússar hafa nýlega (og oft áður) lýst yfir, að þeir muni verja Ytri-Mongólíu sem sitt eigið land. Mansjúkóríkið er japanskt leppríki sem kunnugt er. Skærur á þessum slóðum hafa verið tíðar um langt skeið, en erlend blöð hafa verið treg til þess að trúa fregnunum um stórorustur á þessum slóðum, enda lítur svo út, sem hvorir um sig, Jápanir og Rússar, lceppist við að birta fregnir um hversu marga tugi flugvéla og skrið- dreka þeir eyðileggi hvor fyrir öðrum . Það er þó ekki neinum vafa bundið, að deilumar á landamærunum eru harðnandi Prjónlessölusýningin verður enn opin nokkura daga, en nú fer að verða hver síðastur að sjá hana. Utanbæjarfólk, sem hefi verið gestkomandi í hænum, hefir fjölment á sýninguna og margir hinna erlendu ferðamanna. sem komu á skemtiferðaskipunum, hafa dáðst mjög að sýningunni. En —' hvað dvelur hæjarbúa? Þeir hafa ekki sótt sýninguna eins og við niætti búast. Menn ætti að skoða sýninguna. Hún er vissulega þess verð, að henni sé almennur gaumur geíinn: • •' .; * og mannskæðari orustur hafa verið háðar þar en áðnr. Um það ber áreiðanlegum fréttarit- urum saman. Fullyrt er, að Rússar hafi sent milcið lið lil Ytri-Mongólíu frá varaliðsstöðv- um sínum í Síberiu, og bendir það til, að þeim þyki nú mikils við þurfa í Ytri-Mongóliu. Sum erlend blöð ætla, að til þess sé leikurinn gerður af Rússum, að , hjálpa Kínverjum óbeint, með | því að binda japanskt lið á þeSs- , um slóðum. Annars kenna Rúss- ar og Japanir livor öðrum um upptökin. í NRP-FB fregnum í gærkveldi segir, að stórorusta geysi á landamærum Ytri-Mon- góliu og sé barist á 15 km. vig- línu. Mikið af Rússum berst í liði Mougólíumanna. London, í morgun. Fréttaritari United Press í Rómaborg símar, að stað- fest sé samkvæmt bestu heimildum, að ríkisstjórnin hafi fyrirskpað, að allir út- lendingar skuli fara á brott úr Suður-Tyrol innan 48 klukkustunda. þýska þjóðernislega minnihlut- ann í Ítalíu. Er talið, að íbúar Suður-Tyrol (sem ítalía fékk af Austurríki í styrjaldarvinning) verði annað tveggja, að fara til Þýskalands eða setjast að í Suð- ur-ítalíu fyrir fult og alt. Með því að knýja alla íbúa Suður- Tyrol af ítölskum stofni til þess að flytja á brott, á, samkvæmt ráðagerð Hitlers og Mussolini, að uppræta ágreiningsefni, sem gæti valdið erfiðleikum í sam- búð Ítalíu og Þýskalands. Frá Djúpavík. Eftirtöld skip hafa komið til Djúpavíkur eða eru í þann veg- Viðurkenning á, að nokkurar inn að landa þar: Rán með fyrirskipanir hafi verið gefnar 1370 mál, Tryggvi gamli með í þessa átt, fást þó ekki á opin- um 1800, Kári um 1600, Bald- berum stöðum. | úr um 1000, Jón Ólafsson um Alment er litið svo á, að hér 1400—1500, Garðar um 1400, sé um ráðstöfun að ræða, sem Surprise 1200, Hilmir 1100—- sé hluti af samkomulagi, sem \ 1200. ítalir og Þjóðverjar hafi gert sín á milli til bráðabirgða, um i „VIÐ VERÐUM AÐ VERA VIÐBÚNIR“. Auglýsing þessi talar sínu máli. Hún er frá yfirstjórn þjóðvarnarsiarfseminnar (National Service, svo nefnd til aðgreiningar frá lierþjónustunni (military service)). Slikar auglýsingar eru nú i öllum borgum landsins, til þess að hvetja þjóðina til stuðnings þjóðvarnar- og landvarnarmálunum. — Það er sagt, að Bretar alment hafi nú komist á þá skoðun, að mestar líkur séú tií, að styrjöld sé ó- umflýjanleg, epda leggjast Brel^r nú allir á þá .sömu syeif lil þess að yerg.yið öllu búnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.