Vísir - 12.07.1939, Síða 3

Vísir - 12.07.1939, Síða 3
Miðvikudaginn 12. júlí 1939. vrsiR 3 Aldarfj ór ðungsaf mæli Dýraverndunarfélags íslands. Félagið, sem Tryggvi Gunnarsson arfleiddi að aleigu sinni, og rekið hefír menningar- sem borið hefir ríkulegan árangur. Hinn 13. júlí 1914 var Dýraverndunarfélag fslands stofn- að. Að vísu var það svo að í skírninni hlaut félagið nafnið Dýraverndunarfélag Reykjavíkur, á stofnfundinum, en á næsta aðalfundi, sem haldinn var árið eftir var samþyktum félagsins breytt á þá leið, að félagið skyldi heita Dýraverndunarfélag fs- lands, og á því núverandi nafn félagsins afmæli tæpu ári síðar en félagið sjálft. Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóri, sem einnig gegndi þeim til dauðadags, en hann lést árið 1926. Þá var kosinn formaður sira Ólafur Ólafsson fríkirkju- prestur, og gegndi hann starfinu til ársins 1928, en haðst þá und- an endurkosningu. Baldur lieit- inn Sveinsson, meðritstjóri Vis- is lók við formannsstörfum af síra ólafi Ólafssyni, en í febrúar árið 1929 var Þorleifur Gunn- arsson bókbandsmeistari kjör- inn formaður, og gegndi hann starfanum til ársins 1934, e‘r við tók núverandi formaður félags- ins, Þórarinn Kristjánsson hafn- arstjóri. Allir liafa þessir menn unnið ótrauðir að framgangi félags- ins, ásamt þeim mönnum sem skipað liafa stjórn þess á hverj- um tíma, og hefir starf félags- ins og félagsstjórnarinnar verið hæði mikið og margþætt, sem nú skal greina. Þórarinn Kristjánsson núv. formaður. Ef rekja ætli sögu og' starf Dýraverndunarfélags Islands og gera það rækilega, yrði það alt- of langt mál i stutta blaðagrein. Verlcefnin voru víðtæk, og á- lirifa félagsins hefir gætt um land alt í mannúðlegri meðferð og aðhúnaði dýranna. Að þessu hafa félagsmenn starfað ein- iiuga, og hver einstakur án und- antekningar, og þótt þeir eigi alhr þakkir skilið fyrir starf sitt, verða að eins fáir þeirra nefndir i þessari grein, og þá einkum þeir, sem unnið hafa að stofnun og stjórn félagsins. Stofnun félagsins. Frumkvæði að stofnun Dýra- verndunarfélagsins óttu good- templarafélögin hér í bænum. Skipuðu þau nefnd manna inn- an sinna vébanda til þess að at- huga og ígrunda hvort ráðlegt sýndist að stofna dýraverndun- arfélag. Þessi nefnd settist þvi næst á rökstóla og réði ráðum sínum, en því næst boðaði hún til fundar liér í bænum til þess að málið yrði rætt. Á fundi þess um mættu 50 manns. Framsögu íyrir hönd nefndarinnar liafði Otlo N. Þorláksson og skýrði hann frá tilgangi fundarins og störfum nefndarinnar, sem og nauðsyn þess að slikt dýra- verndunarfélag yrði stofnað. Fékk mál hans góðar undirtekt ir, og var ákveðið að stofna fé lagið og létu 37 stofnendur skrá sig í félagið þegar á þessum fundi. Stjórnendur félagsins. f fyrstu stjórn hins nýstofn- aða félags voru kosnir þeir, er liér greinir: Formaður: Tryggvi Gunnars- son bankastjóri. Meðstjórnend- ur: Flosi Sigurðsson, trésmiður, Jóhann Ögm. Oddsson, kaupm., Otto N. Þorlálcsson og Ingunn Einarsdóttir frá Bjarmalandi. Þessi stjórn tók síðan foryst- una um framgang dýraverndun- armálanna, og hafði hana iá hendi næstu árin.. Tryggvi Gunnarsson var formaður fé- lagsins til dauðadags, en hann andaðist í október árið 1917. Við formannsstörfum af honum tók Verkefni félagsins. Þegar Dýraverndunarfélag fs- lands var stofnað, var meðferð dýra hér á landi mjög |ábóta- vant, og var þess full nauðsyn að hafist yrði handa i því efni að vekja menn af því sinnuleysi og hirðuleysi, sem þeir gerðu sig seka um í meðferð þeirra dýra, er þeir liöfðu undir hönd- um. Að þessu kvað ekki frekar á einum stað en öðrum hér á landi, en flestir voru undir sömu sökina seldir, þótt lieiðar- legar og ágætar undantekningar væru í þessu efni sem annar- staðar. Hér í Reykjavík var það eink- um meðferð vagnhesta sem um- bóta þurfti; bæði að þvi leyti sem snerli hin daglegu störf þeirra, og einnig að hinu hvað fóðrun snerti. Úti um lands- bygðina hefir það hinsvegar þótt góður siður, að tefla á tæp- asta vað um allan ásetning, enda hefir fóðrun á kvikfénaði til skamms tíma verið mjög á- bótavant, þótt alt þetta hafi færst í hið betra horf, eft- ir að félagið hóf starfsemi sína. Sá siður hefir beinlínis legið í landi, að bændur hafa reynt að draga fram lífið í sem flestu af fénaði yfir vetui’inn, í þeirri von, að heyin myndu hrökkva, en ef eitthvað hefir út af borið, harðindi og hagleysi, hefir það sýnt sig, að þessir menn hafa í rauninni se'tt á guð og gadd- inn, en er heyleysið hefir verið komið í algleyming, liefir aðeins verið um þrent að velja: hor- felli, niðurskurð eða náungans kærleika, en alt þetta hefir komið til greina víðsvegar um land. Fyrir aðgerðir Dýraverndun- arfélagsins hefir mjög verið hert á öllu opinberu eftirliti, og ósetning öll orðið varlegri en áður tíðlcaðist, og þar af leið- andi hirðing fjárins betri, enda afraksturinn notadrýgri vegna bættrar meðferðar. Tryggvi Gunnarsson. Þá má einnig geta þess, að um þetta leyti kvað mjög að útflutningi á hrossum, og var illa og ómannúðlega að þessum útflutningshi’ossum búið um borð í skipunum, og mátti ekk- ert út af bera, vegna hins illa aðbúnaðar, þar eð dýrunum var kasað niður í lestir skipanna, án þess að tillit væri tekið til, hvort þau myndu slasast eða drepast, ef eitthvað hæri út áf ó sjónum. f samræmi við framanritað varð það því fyrsta verkefni fé- lagsins, að beita sér fyrir laga- setningu um vemdun dýra. Ár- angurinn af þeirri viðleitni eru hin núgildandi lög um dýra- verndun frá 3. nóvember 1915. f lögum jiessum er gert ráð fyr- ir, að reglugerð verði sett um aflífun húsdýra, og var sú reglugerð gefin út árið 1924. Þegar hér er komið sögu, legst loks niður hin ömurleg- asta villimenska, sem haldist hefir við hér í landi, — háls- skurður á hfandi fénaði. Áttu þar flestir til sjávar og sveita | óskifta sök, og svo voru memi . fastheldnir við þennan óvana, að ef Dýraverndunarfélagsins j hefði ekki notið við, og það haft ( forystu á lie'ndi um útrýmingu liálsskurðar á fénaði, væri með öllu óvíst hvort honum væri nú útrýmt úr landinu, þrátt fyrir alla lagasetningu. Dýraverndunarfélagið tók að sér, meðan lög þessi og reglu- gerð voru að koma til fram- kvæmda, að útvega bæði hent- ugar helgrímur, sem og að ann- as,t kaup á fjárbyssum og skot- um og dreifa þessu út til al- mennings, eftir því sem nauð- syn krafði, enda hefir félagið liaft eftirlit með slátrun viðs- vegar um land, og hefir það enn með höndum, e'n að því verður vikið síðar. Auk þessa hefir félagið liaft mikil afskifti af lagasetningu um friðun fugla, og haft eftirlit með framkvæmd forðagæslunn- ar úti um landið. Þá hefir fé- lagið leitast við að hrinda því í framkvæmd, að dýralæknum yrði fjölgað, og hefir nokkuð á unnist í því efni, þótt þeim mál- um sé enn ekki komið í viðun- andi horf. Að lokum má geta þess, að félagið hefir beitt sér fyrir laga- setningu um geldingu húsdýra, en samkvæmt lögum þeim, sem sett voru um það efni á þing- inu 1935, er skylt að nota sér- stakar tengur við aðgerðina. Þá er og fyrirskipuð svæfing eða staðdeyfing, þegar um fullorð- in dýr er að ræða, en tangar- gelding á lömbum. Málgagn félagsins. Strax í upphaíi varð Dýra- Yerndunarfélaginu það ljóst, að nauðsyn var, að félagið liefði yfir málgagni að ráða, til þess að berjast fyrir áhugamálum sínum, og ná til fólksins, þann- ig að skilningur þess yrði vak- inn fyrir öllu því, sem miður fór í liirðingu og meðferð dýr- anna. Hélt stjórn félagsins með sér fund hinn 28. febrúar árið 1915, til þess að ræða þetta mál, og hvort félagið ætti að ráðast í blaðaútgáfu, auk þess, sem það leitaði samvinnu við dagblöðin hér i Reykjavík í þessu efni. Á aðalfundi, sem haldinn var hinn 14. febrúar s. á., hafði frú Ingunn Einarsdóttir vakið máls á þessu og flutt langt erindi um nauðsyn á útgáfu blaðs, en til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd hafði bæði hún og tengdasonur hennar, Emil Rok- stad, lofað að styrkja slíkt blað með fjárframlögum í upphafi. Á fundi þessum samþykti stjórnin að gefa út blaðið, og skyldi það lcoma út í fjórum örkum á árinu, eða einni örk á ársfjórðungi. Lá þannig endanleg ákvöi’ð- un fyrir í því efni, og var hafist lianda um útgáfu blaðsins, en síðar á árinu var ákveðið að hlaðið skyldi gefið út í sex örk- um á ári, og það þannig stækk- að um tvær arkir frá því, sem ákveðið var í uppliafi. Blað þetta var nefnt Dýra- verndarinn, og kemur það út sem málgagn félagsins enn í dag, en á árinu 1927 var það stækkað, þannig að það er gefið út í átta örkum á ári hverju, og er í ráði að stækka það enn og gefa það út sem mánaðar- blað í 12 örkum á ári. Að tilmælum stjórnarinnar tók Jón Þórarinsson fræðslu- málastjóri að sér að sjá um rit- stjórn blaðsins, en Tryggvi heit- inn Gunnarsson mun einnig hafa léð þvi krafta sína. Jón heitinn Þórarinsson annaðist þvi næst ritstjórnina til dauða- dags, en er hann féll frá, var Grétar Ó. Fells ritliöfundur ráð- inn ritstjóri og gegndi hann því starfi um skeið. Aðrir ritstjórar blaðsins liafa verið: Einar Þor- kelsson, Einar E. Sæmundsen skógfræðingur, Jón Pálsson fyrv. aðalféliirðir Landsbank- ans, dr. Símon Jóh. Ágústsson, en frá síðustu áramótum tók Pállj Steingrimsson fyrveþandi ritstjóri Yísis við ritstjórninni og hefir liana nú með höndum. Þessi blaðaútgáfa félagsins hefir án efa stutt mjög að því, live mikið hefir áunnist í starf- semi félagsins. Blaðið hefir náð til manna viðsvegar um sveitir landsins, vakið þá til umhugs- unar og glætt þá nærgætni, mannúð og siðferðiskend, sem nú gætir í meðferð dýranna, — málleysingjanna, sem með öllu eru háðir annara umsjá. Hin daglegu störf. Þótt meðferð dýranna hafi mjög breyst til hins betra á síð- ari árum, vill þó altaf bera við að einhver mistök eigi sér stað, en því er það eitt af aðalverk- efnum félagsins, að hafa vak- andi auga með því, að ill með- ferð á dýrum sé ekki þoluð á- tölulaust. Hið daglega starf fé- lagsins er því fyrst og fremst í því falið, að liafa eftirlit með slátrun og sláturhúsum, sem og flutningi á fé til sláturhúsanna, og hefir mikið áunnist til bóta í þessu efni. Áður var það svo, að lömb eða sláturfénaður var fluttur á bifreiðum til slátrunar hér bænum eða í Hafnarfirði. Tíðk- aðist það, að um það eitt virtist liugsað, að hrúga sem mestu af fénaði á bifreiðarnar, en minna hirt um hvernig um hann færi á leiðinni til kaupstaðanna. Var það þannig altítt, að alt að 59 kindur voru settar á sama bif- reiðarpallinn, án þess að nokkr- ar milligjarðir væru settar, og á leiðinni, þegar ekið var hratt, eða vegur var vondur, hröklað- ist fénaðurinn um pallinn og fékk iðulega mikil meiðsl, eða drapst jafnvel og tróðst undir, vegna þessarar meðferðar. Þeg- ar til sláturhúsanna kom voru sum lömin þannig hornbrotin, fótbrotin eða síðubrotin, og liöfðu orðið að Jiola liinar mestu kvalir í flutningunum. Það var að vísu svo, að reglu- gerðarákvæði höfðu verið sett um þetta efni, en þeim ákvæð- um var ekki framfylgt, enda veittar undanþágur frá þeim, en sumpart óhlýðnuðust menn þeim og höfðu að engu. Dýraverndunarfélagið og eft- irlitsmenn þess hafa nú komið þvi til leiðar i samvinnu við bif- reiðarstjórana, að milligjarðir liafa verið settar á bifreiðapall- ana, þannig að betur fer nú um fénaðinn en áður og minni liætta er á slysum. Er þetta alt mikil bót frá því sem áður var. Þá hefir félagið einnig látið sig útflutning lirossa miklu skifta og reynt að sjá um að reglugerðinni um dýraverndun sé framfylgt til hins ítrasta. Að lessu hefir félagið unnið með ó- slitnu starfi í samvinnu við lög- gjafarvaldið og einnig með því að vinna almenning til sam- starfs og lie'fir blað félagsins verið þar ötulasti tengiliðurinn. Þá hefir félagið einnig fylgt eftir öllum þeim kærumálum uiii illa meðferð á dýrum, sem til þess hafa borist, eða til hlut- aðeigandi yfirvalda í hinum einstöku héruðum. Það hefir einnig sýnt sig, jafnvel á liinum siðustu árum, að það veitir sannarlega ekki af því, að fé- lagið sé vel á verði gegn illri meðferð á dýrum, og mætti i þvi sambandi nefna, að jafnvel á sjálfu Alþingi liefir gætt til- lineigingar i þá átt, að ganga gegn starfi félagsins og því, sem áunnist hefir, og mætti þar til nefna baráttuna um það, hvort leyft skyldi að eitrað yrði fyr- ir svartbak eða ekki, með því að talið er að hann vinni spjöll á veiði og varpi. Þá má ennfremur nefna það, að nú upp á síðlcastið liafa á stöku stað verið bygð veghlið á þjóðvegum, sem eru þannig gerð, að þau geta haft hina mestu slysahættu í för með sér, í rauninni bæði fyrir menn og málleysingja. Hlið þessi eru þannig gerð, að í gegnum veg- inn er grafinn skurður, tveggja metra breiður og alt að einn metri á dýpt. Yfir skurð þenn- an er síðan reft með sívölum járnpípum, með nálægt 8 cm. millibili, og er því auðsætt, að hver stórgripur, sem leggur út á grind þessa, hratar niður í gegn um liana og stórslasast. Fari fénaður út á grindina, verður hann að liggja þar, þar til að er komið og honum bjarg- að úr þessari fallgryfju. Fyrir ríðandi menn getur þetta einn- ig verið stórhættulegt, t. d. ef þeir koma á mikilli ferð að grindunum, en þær sjást í raun- Framh. á 5. síðu. Útflutningshross í lest eftir ofviðri á sjó.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.