Vísir - 21.07.1939, Blaðsíða 5
Föstudaginn 2-1. júlí 1939.
y 1 s,i i\ ...
•""" ^ ■ ..................
sa.h
THEODÓR ÁRNASON:
AKRANES.
Sitt af hverju um Skagann og fóildð á
Skaganum. Skemtanir. Utvarpið í fjós-
inu. Samkomustaður Sjálfstæðismanna.
ii.
Rithöfundur einn, sem skrif-
aði um Akranes í vetur, mintist
meðal annars á það, hvað sjó-
mennirnir hafist að í landleg-
um, og segir, að þá ýmist dansi
þeir og drekki, e®a leiki sér að
konum. Þetta er sagt undur
hlátt áfram og meinleysislega.
En mér datt einmitt i hug, þeg-
ar eg var að lesa þetta, að senni-
lega myndu ókunnugir halda,
að hér, í þessari umsvifamiklu
verstöð, þar sem svo margt er
sjómanna, og margt aðkomu-
manna úr ýmsum áttum, á ver-
tíðinni, myndi vera ákaflega
mikið drasl og slark, —
drykkjuskapur, dansskröll og
allskonar ólifnaður. Það er nú
einu sinni svo, að þetta þykir
sjálfsagt, þar sem margt er
sjómanna. Og viða er sukksamt
í verstöðum, það er satt.
En það er þá ekki nema sann-
gjarnt, að þvi sé á loft haldið,
að Akranes er sennilega alveg
einstætt um þessa hluti.
Hér kemur það t. d. varla fyr-
ir, að hóað sé saman á skyndi-
„skröll“, sem mjög eru algeng
víða annarstaðar. Raunar liefi
eg ekki orðið var við, að það
liafi nokkurntíma komið fyrir,
á því misseri, sem eg er búinn
að dvelja hér. Og satt að segja
furðaði eg mig á því, hve lítið
var um dansleiki og skemtanir
hér í vetur, jafnvel þó að það
lcæmi fyrir, að sjómennirnir
væri i landi marga daga i röð,
þegar illa viðraði.
Hinsvegar voru haldnar fáar
en íburðarmiklar skemtanir,
sem helstu félögin stóðu að,
hvert í sínu lagi. Þessar skemt-
anir byrjuðu með prógrammi,
sem venjulega entist fram undir
miðnætti, — og hefðu sum
þau prógrömm jafnvel hafa
þótt hoðleg í liöfuðstaðnum, —
en síðan var venjulega dansað
til kl. 3 eða 4 að morgni. Allar
fóru þessar skemtanir vel fram.
Þó var það vitanlegt, að oftast
nær höfðu einhverjir flata pela
í rassvasanum, og það gat kom-
ið fyrir, að sumir ættu jafnvel
einhversstaðar á næstu grösum
„varasjóð“, sem þeir sóttu í og
gættu sín þá ekki fyrr en í óefni
var komið. Aldrei varð þó að
þessu nein vefruleg truflun í sal-
arkynnunum, svo að allflestir
sámkomugestanna vissu jafnvel
ekkert af * þessum óliöfsmönn-
um, sem sjaldan eða aldrei voru
fleiri en þrír eða fjórir í livert
sinn. Þeir höfðust þá helst við
annaðhvort í anddyrinu eða að
húsahaki og töluðu við sjálfa
sig eða hver við annan, rauluðu
og voru sterkir. Og skemtanirn-
ar voru í fleslum tilfellum ó-
skemdar af þessu.
Annars er almenningsálitinu
svo liáttað hér, að það þykir
argasta goðgá og helgidagshrot,
að vera hifaður, — nema á
skemtunum. Að minsta kosli
virðist svo, sem menn hafi þá
helst kjark í sér til þess að gefa
alménningsálitinu langt nef.
Og þegar þetta er athugað í
fullkominni alvöru, er það
raunar dásamlegt, hvað menn
eru liér hindindis-sinnaðir, al-
ment, og livað þeir, sem annars
kunna að vera vínhneigðir, lúta
fúslega almenningsálitinu.
Þeíta er eitt af því, sem prýði-
legt er um Akurnesinga.
Um þriðja atriðið: hvorl sjó-
mennirnir stundi, kvennafar í
landlegum, lítilsháttar, skal
ekkert sagt. Það er þá að minsta
kosti vel með það farið, —• og
væri þá heldur ekki i frásögur
færandi. En um ólifnað er hér
ekki að ræða í nednni mynd.
Aðrar skemtanir, en þær, sem
hér voru nefndar, eru fáar, og
SKEMTISTAÐUR
Sjálfstæðismanna á Akranesi.
Skálinn og ölver í baksýn. —
þá venjulega illa sóttar, eins og
t. d. kvikmyndasýningar, sem
voru hér vist tvisvar i viku i
vetur.
Hinsvegar voru allar þessar
stóru skemtanir félaganna svo
vel sóttar sem húsrúm frekast
leyfði. Samkomusalurinn er
bæði stór og vistlégur og var
hann oft prýðilega skreyttur, og
það var ánægjulegt, að horfa
yfir og virða fyrir sér fólkið, á
þessum mannfundum: fríðar og
föngulegar konur og meyjar, í
glæsilegum tískubúningum, og
þrekna, linarreista og veður-
barða sjógarpa.
Þetta er einlcennilegt fólk.
Það skemtir sér vel, þegar svo
ber undir. En gleði þess er
aldrei liávær. Og eiginlega el’
það altaf meðal alvöruskip,jafn-
vel þegar gleðin stendur sem
hæst.
Það má skjóta þvi hér inn i,
að hér er atkvæðamikið kven-
félag, sem jafnan kemur við
sögu, þegar skemtanir eru
haldnar. Það er sem sé aðal-
tekjulind félagsins, að selja
veitingar á öllum skemtunum
og dansleikjum, sem fara fram
í samkomuhúsinu. Skiftast kon-
urnár á uin það, að annast eld-
húsverk og ganga um beina. Er
þá oft mikið á sig lagt. En mér
er ságt, að félaginu hafi áskotn-
ast allmikið fé með þessum
hætti, og víst er það, að það hef-
ir getað látið margt gott af sér
leiða. Meðal annars hefir félag-
ið lagt allmikið fé til hins fyr-
irliugaða sjúkraskýlis liér.
Götulíf er hér ekki mikið.
Kvenfólkið heldíur sig mest i
húsum inni, og karlmenn hafa
venjulefga öðru þarfara að
gegna, en að vera að rása um
göturnar. Þó var unga fólkið
talsvert á ferli á lcvöldin í vor,
í góða veðrinu, og sveimaði þá
fram og aftur um aðal-um-
ferðagöturnar, Vesturgötu og
Skírnisgötu, ýmist í smáhópum
eða tvent og tvent. Og á þessum
götum sýndu ungu stúlkurnar
fyrst nýju sumarbúningana
sína. Og hingað og þangað, upp
við húshorn, eða við þessar
götur, safnast oft á kvöldin
smáhópar ungra manna og
gamalla, sem skrafa þá um dag-
inn og veginn, aflafréttir og
aflahorfur.
Sjálfur rölti eg einn niins liðs
fram og aftur þetla „strik“ á
kvöldin, þegar eg nenni e'kki að
taka mér neitt nytsamlegt fyrir
hendur. Og stundum kemur það
fvrir, að eg annaðhvort heyri
eða sé eitthvað, sem gaman er
að.
Svo var það á tímabili i vor,
að eg valdi mér stundum aðra
leið, og rölti þá vestur Njarðar-
götu, en hún liggur út úr Vest-
urgötu, vestur í „slipp“. Mér
varð hált á því, en það er nú
önnur saga. Og einu sinni hélt
eg blátt áfram að eg væri eitt-
hvað að bila. Það var eitt sunnu-
dagskvöld í vor. Eg hafði verið
að rölta fram og aftur Njarðar-
götuna stundarkorn og það var
farið að rökkva. Alt í einu
hrökk eg upp af ákaflega
skemtilegum hugsunum, við
glymjandi hornablástur. Eg átt-
aði mig ekki á þessu strax, en
komst þó von hráðar að þeirri
niðurstöðu, að þetta myndi vera
útvarp. En þegar eg fór að litast
um, var þarna hvergi nærri
nokkurt hús, þar sem útvarps-
tæki gæti verið. Aftur á móti
stóð eg nú einmitt upp við —
fjósvegg. Mér le'ist ekki á blik-
una, og ætlaði að flýta mér
heim að hátta. En þá hætti
hornamúsikin og í þess stað
heyrði eg að byrjað var að
syngja sálma og prédika. Eg fór
nú að virða þetta fjós betur fyr-
ir mér og komst þá að þeirri
niðurstöðu, þegar eg var búinn
að jafna mig, að þetta var eng-
in blekking. Það var utvarp í
fjósinu. Eg rétti nú úr mér og
skálmaði að fjósdyrunum. Það
vakti fyrir mér, að intervjúa
fjósamanninn, ef hann væri
þarna viðstaddur. Hætti þó við
það, þegar eg kom að dyrunum.
Kunni ekki við að vera að trufla
andagtina. Síðar frétti eg, að
fjós þetta ætti Þórður Ásmunds-
son útgerðarmaður og einhverj-
ir fleiri. Þarna voru 10 eða 12
kýr í fjósi og afburða sinnugur
fjósamaður. Og hann hafði
fundið upp á þessu, —- að setja
útvarpstækið sitt i fjósið. Held-
ur fólkið því fram, að beljurn-
ar mjólki mun betur síðan, en
áður, og „ku“ þær hlusta með
andagt á músikina og i*æðu-
höldin.
Þetta er nú útúrdúr, óvið-
komandi þvi, sem eg var að
skrafa um. En þetta var mér
góð kvöldskemtun. Og af því að
þetta er víst óvenjulegt, að
minsta kosti hér á landi, fanst
mér rétt að segja fra því, ef
einliverjir kynnu að vilja taka
upp þessa nýbreytni.
Á sumrin er .vandalítið að
skemta sér hér fyrir þá, sém
nokkurn hug hafa á því. Hér
er liinn prýðilegasti baðstaður,
eins og eg hefi áður getið um,
þar sem hægt er að flatmaga
og sleikja sólskinið í góðu skjóli
leika sér og láta öllum látum.
Iléðan er örstutt til fjalla. Mun
t. d. vera greiðfært og gaman
að klifa Akrafjall. Og skamt er
hér upp í fagra og gróðursæla
sveit.
Og loks iná svo geta þess, að
sjálfstæðismenn hér á Akranesi
eiga dásamlega fagran sam-
komu- og ske'mtistað undir Öl-
ver, — en þangað er ca. 25 km.
löng leið. Ölver er einkennilegt
og lirikalegt fjall, sem gnæfir
við loft yfir þessum fagra
skemtistað og er eins og sterkur
virkisveggur á hak við hirin veg-
lega skála, sem sjálfstæðismenn
hafa verið að byggja þarna i vor
og simiar. Þessi staður er annar
fegursti samkomustaðurinn,
seiii eg hefi séð hér á landi, -4-
ef eg tel Atlavík við Lagarfljót
(í Hallormsstaðaskógi) fegurri.
Landið er öldótt, —- skiftast á
grösugar og hlýlegar lautir og
kjarri vaxnar hæðir. Landið er
raunar alt vaxið lágu, ilmandi
kjarri og smáhækkar í lijöllum.
A næst-efsta hjallanum stendur
skálinn í kjarr-rjóðri, þar sem
það er einna hávaxnast. Hann
stendur þarna notalega í skjóli
af efsta grösuga hjallanum og
sjálfum Ölver. Útsýni er vítt og
fagurt yfir mynni Borgarfjarð-
ar, vestur allar Mýrar, til Snæ-
fellsness og austur um Faxa-
flóa til Reykjaness, og vfirleitt
er varla hægt að hugsa sér á-
kjósanlegri stað til skemtifunda
að sumarlagi.
Sjálfstæðisfélagið á Akranesi
tók þarna á leigu, til 20 ára,
allstóra spildu í fyrra, en jietta
er í Hafnarlandi í Melasveit.
Var þá komið þar upp myndar-
legum danspalli og lialdnar tvær
skemtanir. Hafði mönnum þótt
gott að vera þarna, ekki síst
unga fólkinu.
í vetur var svo undirbúin
bygging þessa skála, sem nú er
langt komið að byggja, en teikn-
inguna gerði Lárus Árnason
málarameistari. Skálinn er tvær
sambygðar álmur. Önnur álm-
an er 7x10 metrar, en liin 7
X9 metrar, lengd skálans þann-
ig 16 metrar, og er þetta járn-
klætt timburhús. Þarna verður
stór veitinga- eða samkomusal-
ur (7x12 mtr.), klæddur kross-
viði, með miklum gluggum. í
þverálmunni verður allstór
kaffistofa og eldliús, og enn-
fremur verður þarna sælgætis-
húð.
Byrjað var á byggingunni um
miðjan maí og er yfirsmiður
Árni Árnason trésmíðameistari
hér á Akranesi. En annars er
verkið unnið svo að segja ein-
göngu af sjálfboðaliðum, og
virðist vera vel af liendi leyst.
Hefir þannig litlu verið til kost-
að öðru en þvi, sem greitt hef-
ir verið fyrir efni. Mér er sagt,
að núna séu sjálfboðaliðar bún-
■ir að vinna hálft fjórða þúsund
klukkustundir við skálann.
Kepst var við að koma húsinu
undir þak og þilja innan að
nokkru leyti salinn, fyrir skemt-
un, sem haldin var þarna sunnu-
daginn 3. þ. m. Kom það sér vel,
að skálinn var nothæfur þann
dag, því að veður var ónotalega
liráslagalegt og hefði lítið orðið
úr skemtun, ef skálinn hefði
ekki vefrið. En á skemtunhia
komu mörg hundruð manns, og
lét fólkið, sem þar var, vel af
deginum. Þeir Pétur Ottesen al-
þingismaður og Jón Kjartanson
ritstjóri fluttu l>ar ræður, en
annars skemtu menn sér við
söng og dans.
Síðan hefir ekkert verið liægt
að vinna við bygginguna, sök-
um éfnisskorts, þangað til á
sunnudaginn er var. Þá fóru 12
eða 14 sjálfboðaliðar upp eftir
um morguninn og unnu af
kappi allan daginn til kvölds.
Slæddist eg í þann hóp, en ann-
ars voru þama kaupmenn,
ve’rslunarmenn, iðnaðarmenn
og verkamenn — og svo auðvit-
að yfirsmiðurinn. Bar ekki á
öðru, en að okkur færÞtimbur-
menskan vel úr hendi, og rim
kvöldið niátti sjiá þess merki,
að þarna liefðu ve’rið laghentir
og duglegir menn að vérki. Og
skemtilegan dag áttum við
þarna.
Nú verður farið upp eftir á
kvöldin og kepst við að fullgera
skálann fyrir 30. þ. m. —- Þá
sténdur til að lialdin verði und-
ir Ölver fjölbreytt samkoma og
skálinn þá vígður. Er í ráði, að
þjóðkunnir ræðuskörungar
bók.
P. G. W ODEHOUSE: Ráð
undir rifi hverju. Guðm.
Finnbogason þýddi. —
Isafoldarprentsmiðja h/f.
Siðustu árin og áratugina hef-
ir talsvert verið að því gert, sem
kunnugt er, að snúa erlendum
skáldsögum á vora tungu. Hef-
ir sumt verið hið versta rusl og
revfara-dót, en annað af betra
tæi. Segja kunnugir menn, að
gróðavænlegra muni að gefa út
ruslið en hinar góðu bækur, og
má vera að satt sé. Bókmenta-
smekk þjóðarinnar hefir hrak-
að mjög á þessum „síðustu og
verstu tímum“, og er það rétt
að vonum. Verður ekki betur
séð, en að beinlínis liafi verið
að því unnið, af ásettu ráði og í
afmenningarskyni, að kenna
fólkinu þann vísdóm, að klám-
ið, sóðaskapinn og dóna-bullið
beri jafnan að meta mest af
öllu, er um bókmentir sé að
ræða. En vonandi hefir nú sú
skemdarstarfsemi náð hámarki.
Sóðalegustu ritliöfundar hér-
lendir munu nú lieldur teknir
að falla í verði, þrátt fyrir hóf-
laust skjall og skrum og lof-
gerðar-þvaður um bækur
þeirra.
Höfundur bókar þeirrar, sem
að ofan getur, P. G. Wodehouse,
er prýðilega skemtinn í riti.
Hann er laus við alla drýldni
og sjálfsdýrkun, smjattar
hvorki né sleikir út um, er hann
segir eitthvað gamansamt, reyn-
ir ekki að sýnast viðlesinn og
margfróður, þreytir engan á
löngum lýsingum, gerir enga
kröfu til þess, að vera kallaður
spekingur. — En hann er liug-
kvæmdarsamur í besta lagi,
hnittinn, glettinn og gaman-
samur, óvenjulega sýnt um að
varpa skringi-ljósi á menn og
atburði.
í bókinni „Ráð undir rifi
hverju“ birtast flestir bestu
kostir liöfundarins. Hann ætlast
ekki til þess, að það, sem hann
er að segja, sé talinn neinn vís-
dómur. Hann kemur ekki með
fangið fult af imyndaðri speki.
Hann keniur til þess að skemta.
— Og honum tekst það. Samt er
það nú svo, að víða bregður fyr-
ir ýmsu því, sem vel mætti
nefna speki. Og kýmni-gáfan er
ósvikin. Persónur þær, sem
fram eru leiddar á sjónarsviðið,
lenda í margskonar flækjum og
vandræðum. Er stundum all-
kátlega fyrir þeim komið, en
annað veifið horfir til mestu
vandræða. En alt af greiðist úr
að lokum og oft á lrinn furðu-
legasta hátt — Bókin er ekki
samfeld saga, heldur einskonar
safn skringilegra atvika úr dag-
legu lífi. Sá, sem sögu-þættina
segir, hefir me’rkilegan mann í
þjónustu sinnL Reynist hann
flytji þar ræður, og eitthvað
verður sungið. Og svo er lrin
fagra náttúra, Ölver, útsýnið,
skógarkjarrið og — lautimar.
Eg bað minn góða vin, Ólaf
kanpmann Sigurðsson að taka
fyrir mig myndir af skálanum.
Hann tók ótal plötur, en úr
þehn varð þó ekki nema ein
mynd, og birtist hún hér. Hún
gefur litla liugmynd um það,
hvað skálinn er snotur og
rausnarlegur. En nokkuð má þó
af henni ráða, hve vistlegt er
þarna og hve vel fer um skál-
ann þarna, — undir Ölver.
p. t. Akranesi, 19. júlí 1939.
Th. Á.
ærið ráðslyngur og bjargar öQog
er i nauðirnar rekur.
Hér verður ekki út í þaðifar*
ið, að lýsa efni bókarinnar. IIöf„
! skiftir þvi i þætti og eru jþeir
þessir: -— ..Látnni Jeerves ann-
ast það.“ (Jeeves þessí er biais
ómissandi, rólegi og raðkaeuL
þjónn). — „Jeeves og óböðnl
gesturinn.“ — „Jeeves og aírf—
illinn.“ — „ M i n nisleysi/* i —•-
„Þegar eg hjálpaði Freddie." —»
„Með George.“ — „Eg geri GIar-»
ence greiða.“ — „Frænkan og
slæpingurinn.“
Þættirnir éru ólikir Iiver öðr-t
um og allir skemtilegir. I ein-
um er getið um nýtísku Ijóð-
skáld. Þar segir m. a. svo: —
„Eg vissi ekki að kvæðí vætu
svo arðbær, að Iiægt væri a®
lifa á þeim, jafnvel því Iífi, sem
Rocky lifði; en það lítur út fyr-
ir, að ef maður heldur sér vi®
hvatningarnar til ungi'a mannat
um það, að lifa ströngu lífí, og
gætir þess að forðast alt rínn
(Leturbreyting liér), þá sé ame—
rískir útgefendur gráðugír ®
kveðskapinn. Rocky sýndi mér
einu sinni eitt af kvæðum sin-
um. Það byrjaði svona:
Vertu!
Vertu!
Fortíðin er dauð.
Framtíðin ófædd.
Vertu í dag!
I dag!
Vertu með hverri taug,
með hverjum vöðvæ„
með hverjum dropa þínsr
rauða blóSs?
Vertu!
Það var prentað næst’ á> eflTsr
titilsíðunni í timaritiL með ans-
konar flúri i kríng, og í miðj-
unni var mynd af nokkurn veg-
inn berum kóna, með miklum
vöðvum, og horfði Iiann glaður
mót upprennandi sólu. Rocky
sagðist hafa fengið hundrað dali
fyrir kvæðið, og hann lá í rúm-
inu þangað til klukkan f jögur á.
daginn í fullan mánuð.“
Svona var nú upphaflð á 10(1
dala kvæðinu lians Rbeky’s! Og
mikið var við það Iiaft. Það var
sett á fremstu síðu og flúrað alS
i kring! — Ætla eg aS sEkrnr
höf. mundi þykja liðfækur hér
á landi og kvæðis-npphafið „á-
hyggilega athvglisvert í stfirunH
dráttum“; eins og þefr segjas
núna, spekingarnir, þegar þeám
finst eittlivað tiltakanlega gott.
Þeim mundi þykja það „í ehuit*'
efnisrikt og snildarlega kveðiðu..
— íslenskur Rocky þyrfti erigiE
að kvíða. Hann yrði vafafaust f
miklum metum hafður af þingf
og stjórn og „settur á fjárlög£“
umsvifalaust!
Það getur vel veriðv að-Wodé*-
house verði ekki talínn mikiH
rithöfundur. Hiít er efalausL pð’
hann er frainarlega'. í: hqpE
skemtilegra höfunda. Spekín er
góð og snildin og það er vissm-
lega mikilsvert, að fá. snúið á
vora tungu ritum öudvegisböf-
unda. Því neitar enginn. En þais
reynast stundunr nokkuð þung-
ur og strembími kosfur öllnrra
almenningi. Ilitt er lika naikils-
vert, að íslenskir Iesendur ejgí
þess kost, að kynnasl ritum er-
lendra skemti-höfúnda. Wode-
liouse er einn þeirra — líklegá
einn liinna be’stu. Hanrr er ofií
og tíðum mjög skemtilégúr;.
sjaldan eða aldreí ruddalegyr.
kemst af án kláms og kámugnv
lýsinga. Þarf því enginn að ótf-
ast, að liugarfar nokkurs les-
anda óhreinkist af rituni Iians;.
Páll Steingrímssoru.
I