Vísir - 28.07.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 28.07.1939, Blaðsíða 4
4 VlSIR Föstudaginn 28. júlí 1939 Páll Steingrímsson: Kvennaskóli Húnvetninga sextugur. lligiiiiiigass'it og: lisitíðahöld. Niðurl. Undir eigin þaki. Gunnlaugur hét inaður Gunn- laugsson. Hann bjó að Ytrí-Ey ú Skagaströnd. Hann hafði stundað nám í Latínuskólanum nokkur misseri, en flosnað upp frá bókinni. Eftir það náði hann rígnarhaldi á Ytri-Ey. Honum búnaðist illa, var orðinn skuld- unum vafinn, vildi selja jörð- ina, ef þess væri kostur. En kaupendur lágu ekki á lausu. Ey var betur hýst, en aðrar jarðir norður þar, „því að þar var góður bær á gamla visu og auk þess allstórt timburliús". — Arnór sýslumaður Árnason hafði setið á Ytri-Ey, e'r hann fór með sýsluvöld i héraðinu, og bygt húsið 1849. Það var því orðið rúmlega þrítugt, er hér var komið. Gunnlaugi voru kunn húsnæðisvandræði skól- ans. Hann „skrifaði nú sýslu- nefnd 14. des. 1882 og bauð að selja sýslunni íbúðarhúsið fyrir skólahús“. Taldi það lientugt til skólahalds og mundi ekki á betra völ. Sýslumaður stefndi Bimi Sigfússyni þegar á fund sinn, er honum hafði borist til- boð Gunnlaugs. Urðu þeir á eilt sáttir um það, að sjálfsagt væri að skoða húsið. Voru nú fengn- ir tveir smiðir „til að skoða hús- ið og virða það, og fór það fram milli jóla og nýárs“. — „Sýslu- maður boðaði sýslufund fyrr en venjulegt var, ve’gna skólamáls- ins, því nauðsynlegt þótti, að ráða sem fyrst fram úr um skólasetrið og annað fleira, er var í ráðagerð um framtíð skól- ans“. — „Sýslunefnd var nokk- uð á báðum áttum í fyrstu. Þeir sem bjartsýnastir voru og frjálslyndastir, vildu heldur fá reist nýlt liús handa skólanum á kostajörð í miðju liéraði, en þurfa að sætta sig við gamalt hús, að sumu leyti óhentugt, á miðlungsjarðnæði í útkjálka- sveit“. Eri hvort sem yfir þessu var setið lengur eða skemur, varð niðurstaðan sú, að sam- þykt var í einu hljóði, „að kaupa húsið á Ytri-Ey, ásamt geymsluhúsi og skúr, túnbletti þeim, er húsið stóð á, og það af landi Ytri-Eyjar, sem er sunn- an Eyjarár. Kaupverðið var kr. 2500.00“. — Þdm Lárusi sýslu- manni Blöndal og Birni Sigfús- syni var falið að gera kaup- samning við Gunnlaug. Fór það fram, svo sem ætlað vár, og þar með hafði kvenna- skóli Húnvetninga eignast þak yfir höfuðið. Hófst kensla í Eyjarskóla þegar um haustið (1883). Vorið 1884 var í það ráðist, að kaupa alla jörðina Ytri-Ey handa skólanum, því að hent- ara þótti, að skólanefnd he'fði full og óskoruð umráð yfir jörðinni. Var kaupverð þess hlutans, sem nú var keyptur, réttar 2000 kr. En nauðsynlegar breytingar á skólahúsinu og umbætur, áður en kensla hæfist, kostuðu fullar 1600 krónur. Aðsókn að skólanum varð þegar mikil og reyndist húsrúm lians brátt of lítið. Forstöðu- konan, Elín Briem, krafðist endurbóta, en skólanefnd dauf- heyrðist við þeim kröfum. Hún var ófús til þess, að auka enn skuldir lrinnar fátæku stofnun- ar. Stóð í nokkuru þófi um þetla árum saman. En er for- stöðukonunni ofbauð tregðan og aðgerðaleysið, lýsti liún yfir því, að hún mundi segja stöðu sinni lausri og hverfa frá skól- anum, ef kröfurnar um aukið húsnæði og aðrar umbætur væri að engu hafðar. Lét þá ætlast til, að ekki yrði frá því hvikað. En ákvæðið var bráð- lega að engu haft og virðast konurnar hafa látið sér það vel líka. Um það se'gir svo í „Minn- ingarritinu“: „Það fór þó svo, að konurnar drógu sig alveg í hlé og létu karhnenn eina“ ráða fram úr öllum vandamálum skólans. — Þegar skólinn hóf starf sitt á Ytri-Ey var þar „húsrúm fyrir 20 stúlkur að kenslukonum meðtöldum". — „Fyrsta vetur- inn stunduðu þar nám 21 stúlka, 13 allan veturinn, en 8 skemur. Ke'nslukona, til aðstoðar for- stöðukonunni, var Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal í Skaga- firði. Námsgreinum var nú fjölgað úr því, sem verið hafði. Kent var: Skrift, réttritun, reikning- ur, landafræði, íslandssaga, mannkynssaga, danska, söngur, fatasaumur, útsaumur og ýms- ar hannyrðir aðrar, þvottur og matreiðsla. — „Fjórar fyrst taldar námsgreinir og tvær þær síðast töldu voru námsmeyjar allar skyldar að læra, svo og falasaum. Allar urðu þær að læra minst eina grein hann- yrða“. Fyrstu ár skólans á Ey voru námsmeýjar íjær ein- um mjög í anda Elínar Briem, og þótti henni fara skólastjórn og kensla hið besta úr hendi. — Þriðja og síðasta forstöðukona Evjarskólans, var ungfrú Krist- in Jónsdóttir, systir Guðrúnar. Iívennaskóli Húnvetninga var fluttur frá Ytri-Ey til Blöndu- óss árið 1901 og lauk þar merki- legum þætti í sögu hans. III. Minningarrit. Kvennaskóli Ilúnvetninga hefir nú starfað sextíu vetur og þótli skólaráði hlýða, að þess væri minst að nokkuru. Hún- vetningum he'fir alla tíð þótt vænt um skóla sinn og er það mjög að vonum. Hann hefir verið ljósgjafi héraðsins. Þar liafa ungar stúlkur mentast og mannast. í sálai-þroska svanna býr sigur kynslóðanna. Og livar er menning manna, ef mentun vantar snót? Ahrifa skólans hefir og gætt um land alt. — Skólaráð ákvað, að gefa út minningarrit um þessa mentastofnun liéraðsins (Kvennaskóli Húnvetninga 1879 —1939). Kom það út í síðasta LEÐUBVINNA SKÓLANS 1938. wœivmmamv* PBJÓN SKÓLANS 1938. skólanefnd undan síga og bætti úr brýnustu þörfum (um 1890). Kostuðu þær endurbætur 1100 kr. og bar landssjóður mikinn liluta kostnaðarins. Við þær umbætur var svo látið sitja að mestu þau árin, sem skólinn átti eftir að vera á Ytri-Ey. Eyjarskólinn gat sér hinn hesta orðstír þegar í stað að kalla mátti, og þótti skólastjórn og kensla Elínar Briem með miklum ágætum. Luku þar all- ir upp einum rpunni. — Og hróður hennar og skólans fór um land alt. Sitt af hverju. Samkvæmt elstu skipulags- skrá kvennaskólans, átti skóla- nefnd að vera skipuð þrem körlum og þrem konum. — Björn Sigfússon og aðrir for- vígismenn skólans, töldu það á- kvæði sjálfsagt og munu hafa HANDAVINNUSÝNING 1938. göngu úr Húnavatnssýslu og Skagafirði. En er frá leið, komu stúlkur úr flestum eða öllum sýslum landsins og jafnvel úr Beykjavík. Það er í frásögur fært, að eitt árið hafi verið ell- efu námsmeyjar úr Suður- Múlasýslu. Elín Briem mun hafa verið mjög einráð um val samkenn- ara sinna, meðan hún stjórnaði Eyjarskóla, enda var henni til þess trúandi, að velja liæfar kenslukonur. Risið var úr rekkju lcl. 7 dag hvern, en þó fór ráðskona fyr ofan. Kenslustundir liófust kl. 8. Námsmeyjar önnuðust til skiftis ræstingu skólahússins. Þær voru og sína vikuna hver við matreiðslu og eldastörf með ráðskonunni. Gekk for- stöðukonan ríkt eftir því, að öll störf væri vel af hendi leyst og lokið á tilskildum tíma. Gengið var til sængur kl. 10 og kl. 11 áttu öll ljós að vera slökt. Var jafnan þeirri náms- meynni, er einna best var treyst, falið að sjá um, að þvi boði væri fylgt og hvergi út af brugðið. Skólabragur allur var léttur og frjálslegur, glaðværð v hófi og gott samkomulag. Forstöðu- konan varaðist alla ofstjóm. Elín Briem lét af sljórn skól- ans 1895, en við tók ungfrú Guðrún Jónsdóttir, prófasts Þórðarsonar á Auðkúlu, og stjórnaði skólanum um þriggja ára bil, en þá giftist hún Egg- erti Briem, sýslumanni Skag- firðinga (siðast hæstaréttar- dómara). Stjómaði hún skólan- mánuði, en samtímis fóru fram hátíðahöld mikil í skólanum (17. og 18. júní), svo sem frá var skýrt í blöðum og útvarpi. Ritið er allmikil bók. Segja út- gefendurnir, að það sé e’kki svo vel úr garði gert, sem þeir hefði kosið. „Sérstaklega hefir verið erfitt“, segja þeir, „að safna til nemendaskrárinnar, þar sem nokkuð af prófbókum skólans fórst í bruna skólahússins 1911, og sömuleiðis reikningar .... Einnig er saga skólans á Blönduósi ekki eins ítarleg og ætlast var til, né samfeld, þar se’m hún er af ýmsum skrifuð. Valda því ófyrirsjáanleg forföll En eftir ástæðum þótti þó út- geföndum ekki rétt, að láta þetta standa fyrir útgáfu rits- ins, en biðja lesendur velvirð- ingar“. Þeir kvarta og um það, út- ge'fendumir, að ekki hafi tekist að útvega myndir af öllum kenslukonum og skólastjómar- mönnum. Mun þar nokkuru um valda, að of síðla hefir verið liafist handa um myndasöfnun. Magnús bóndi Björnsson á Syðra-Hóli hefir ritað ítarlega og fróðlega um Kvennaskóla Húnvetninga, fram til ársins 1901, er liann var fluttur frá Y(ri-Ey að Blönduósi, og er mjög við ritgerð hans stuðst í þáttunum hér að framan. Magnús er talinn mikill fróð- leiksmaður, hygginn og gætinn, varkár í dómum, manna áreið- anlegastur. Hann virðist og hið hesta ritfær. — Þegar skólasögu Magnúsar J VEFNAÐARSÝNING. lýkur, taka við ýmsar ritgerðir, og verður — rúmsins vegna — látið nægja, að nefna að eins fvrirsagnir þeirra og höfunda. Jónína S. Líndal ritar smágrein, er hún nefnir: „Skólinn á Lækjamóti". — Þ. J. (= Þórar- inn Jónsson á Hjaltabakka, for- maður skólaráðs) ritar þessa þætti: „Skólinn á Rlönduósi“. „Nýtt skólahús bygt“. — „Til- raunir að Norðuramtið samein- ist um skólann". — „Kenslu- konur, námsgreinar, laun“. — „Óánægja kemur fram í sýslu- nefnd með skólann“. — „Til- raunastöð við skólann“. — „Fjárhagur skólans, er hann kom á Blönduós“. — „Skóla- húsið brennur". — „Slcólahús endurbygt úr steinsteypu“. -— „Starfræksla skólans í hinu nýja liúsi“. — „Fæðis- og skóla- gjöld námsmeyja". — J. J. L. (= Jónatan J. Líndal á Holta- stöðum, féhirðir skólans) ritar: „Fjárhagur skólans og ýmsar umbætur 1901—1939“. — „Bú- skapur skólans“. — „Stjórnar- nefndir skólans á Blönduósi“. —• Enn eru þessar gre’inir: „Kenslugreinar og kenslufyrir- komulag" — „Leikfimiskensla og leikfimishús". —- „Kenslu- konur og forstöðukonur" (Þ. J.).------„Breyting á kenslu- fyrirkomulagi skólans“ (Hulda Stefánsdóttir). — „Kvennaskól- inn á Blönduósi" (Elínborg Lárusdóttir). — Loks er skrá um stjórnarnefndarmenn skól- ans frú upphafi, skrá um kenslukonur og skrá um náms- meyjar. Síðast nefnda slcráin er ærið ruglingsle'g að því leyti, að nöfnum námsmeyja er ekki raðað eftir stafrófsröð, svo að nokkur mynd sé á. Aðsókn að skólanum hefir á- valt verið mikil. Fjárliagurinn hefir stundum verið örðugur, en nú stendur hagur skólans með miklum blóma. Var talið svo í árslok 1935, að skuldlaus eign hans næmi þá kr. 73.244.73. — Þeim, sem kynnast vilja hag skólans, rekstri hans og kenslu- fyrirkomulagi eins og það er nú, skal bent á að lesa „Minningar- ritið“. Um kenslukonur og forstöðu- konur stofnunarinnar segir for- maður skólaráðs: „Á þessum 60 árum(þ. e. 1879 —1939) hefir skólinn haft alls 67 kenslukonur. ... Af þeim hafa verið 14 forstöðukonur. Þar af hefir Elín Briem verið lengst, eða samtals 18 ár ( í fjórum tímabilum), Guðriður Sigurðardóttir frá Lækjamóti 7 ár, Ki-istjana Pétursdóttir frá Gautlöndum 5 ár, Hulda Stef- ánsdóttir frá Þingeyrum 5 ár, Sigurrós Þórðardóttir frá Stóra- Fjarðarliorni 4 ár og Anna R. Þorvaldsdóttir Arason frá Víði- mýri 4 ár. Aðrar skemri tíma. Allar liafa forstöðukonur skól- ans og kenslukonur reynst mjög vel. Hefir það verið skólans að- alstyrkur, hve góða kelislu- krafta liann hefir ávalt liaft.“ — Núverandi forstöðukona er ungfrú Sólveig Benediktsdóttir úr Húsavík á Tjörnesi, en þess- ar eru kenslukonur: Sigurlaug Björnsdóttir frá Kornsá, Mar- grét Bjarnadóttir frá Leifsstöð- um, Karlotta Jóhannsdóttir frá Brekkukoli og Margrét Jóns- dóttir frá Akureyri. Heyrði eg orð á því gert nyrðra, hversu vel ungfrú Sólveigu færi skóla- stjórnin úr hendi og hversu ör- ugg hún væri og föst fyrir, ef á þyrfti að halda. Kenslulcon- urnar munu og vel mentaðar, hver í sinni grein, og öll kensla skólans í besta lagi. — Um 1500 stúlkur munu hafa notið kenslu í skólanum þau 60 ár, sem hann hefir starfað. Slcólaráðið er nú þannig skip- að: Þórarinn Jónsson á Hjalta- bakka (formaður), Jónatan J. Líndal á Iloltastöðum (gjald- keri), frú Ásta Sighvatsdóttir á Blönduósi, frú Jónína S. Lín- dal á Lækjamóti og Kristinn Magnússon, kaupmaður á Blönduósi. — Þessir menn hafa setið lengst í stjórn skólans: Þórarinn Jóns- son 27 ár (lengi formaður), Árni Á. Þorkelsson á Geita- skarði 26 ár (oft formaður), Jónatan J. Líndal 22 ár (17 ár gjaldkeri), Þorsteinn Bjarna- son, kaupmaður, 15 ár, Jóh. G. Mölle’r, kaupmaður, 14 ár, Bjöm Sigfússon 9 ár, Gísli sýslumað- ur ísleifsson 8 ár og sira Eggert Ó. Briem 8 ár. Þrjár konur hafa setið í stjórn skólans á Blönduósi: Frú Jónína S. Líndal 14 ár, frú Hulda Stefánsdóttir 9 ár og frú Ásta Sighvatsdóttir 5 ár. — IV. Hátíðahöld. Skólaráðið efndi til mikils mannfagnaðar 17. og 18. fyrra mánaðar. Fóru hátíðaliöldin fram í skólahúsinu og hinni SKERMAGERÐ SKÓLANS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.