Vísir - 28.07.1939, Blaðsíða 7

Vísir - 28.07.1939, Blaðsíða 7
Föstudaginn 28. júlí 1939 VI SIR »St»v»ngferfjor«l« lét fr» l»ndf í nott. Allir þátttakendur norræna mótsins ánægð- ir með förina og vilja halda mót sin hér fimta hvert ár. Stavangerfjord hefir nú lagt frá landi, með hinn mikla hóp erlendra gesta, sem dvalið hefir hér að undanförnu. Lá skipið í Akureyrarhöfn í gær, en ýmsir farþeganna fóru landleiðina þangað norður. Guðlaugur Rósenkranz ritari Norræna félagsins fór með skipinu til Akureyrar, en er væntanlegur hingað til bæjarins mjög skjótlega, með því að hann hefir með höndum undirbúning að móttöku karlakórs K. F. U. M. frá Stokkhólmi, sem hingað er væntanlegur hinn 4. ágúst n. k. I gærkveldi var haldið skiln- aðarhóf um borð í skipinu og voru þar margar ræður haldnar og mikið um gleðskap. Yeður var gott nyrðra, þannig að sól- skin hefir fylgt lúnum erlendu gestum allan tímann, sem þeir hafa dvalið hér, og landið tjald- að sínu fegursta skrúði. Eins og getið var um í Vísi s.l. miðvikudag, náði tíðinda- maður blaðsins tali af nokkrum hinna erlendu fulltrúum, áður en þeir lögðu af stað norður til Akureyrar, og voru þeir mjög ánæg'ðir yfir dvölinni hér. Finnar og íslending- ar líkir, segir K. Antell. K. Antell, skrifstofustjóri, fulltrúi hinnar finsku deildar Norræna félagsins, lét svo um mælt, að hann hefði eins og allir aðrir dásamað fegurð landsins, er Stavangerfjord sigldi með suðurströnd þess og Vestmanna- eyjar risu úr hafinu, en er hon- um gafst kostur á að kynnast landinu nánar, varð hann ekki fyrir vonbrigðum, miðað við það, sem hann hafði gert sér vonir um við fyrstu sýn. Hvar fanst yður fallegast á þeim s'.öðum, sem þér komuð á hér á iandi? Þingvellir, Gullfoss og Geysir eru alt staðir, sem verða mér minnisstæðir, og Esja er sér- kennilega fallegt fjall, og höf- urn við fengið tækifæri til að virða hana fyrir okkur í öllu sína litaskrúði. Það að íslend- ingar völdu Þingvelli sem þing- stað sinn sýnir Ijósast, að þeir hafa haft opin augu fyrir nátt- úrufegurð ttaðarins, sem allir hljóta að hrífast af, er þangað koma. Hvemig iiefir viðkynningin vei'ið við þjóðma? Islendingar likjast mjög öðr- um Skandínaviskum þjóðum, bæði að ytra útliti og hugsana- gangi, og á það ek'ki hvað síst við, þegar þeir eru hornir sam- an við Finna. í Finnlandi eru nú hálf fjórða miljón íhúa, en þar af eru Svíar 400 þús., en þó þeir séu þannig miklu fámennari en Finnarnir, gætir áhrifa þeirra mjög, og eiga þeir margt skylt við íslendinga, bæði fyr og nú. Er mikill áliugi í Finnlandi fyrir norrænni samvinnu ? Bæði Finnar og Svíar leggja á það mikla áherslu, að lialda uppi menningarlegri og póli- tískri samvinnu við hin Norður- löndin, eftir því sem frekast verður við komið. Finnar vita vel, hve mikils virði slík sam- vinna getur verið þeim, og þeir þekkja einnig hvern þátt ís- lendingar liafa átt í því, að varð- veita sögu og menningu Norð- urlanda, en vilja kynnast þeim miklu nánar en verið hefir. Dvölin hér á landi og við- kynning mín af Islendingum liefir verið í alla staði hin á- nægjulegasta, og eg, kona mín og sonur viljum öll koma hing- að aftur sem fyrst. Norðmenn vönduðu fulltrúavalið, segir Harald Grieg. Harald Grieg forstjóri er for- maður Norræna félagsins í Nor- egi. Er hann bróðursonur hins kunna norska tónskálds og hróðir Edvards Grieg rithöfund- ar, en Ilarald Grieg er forstjóri Gyldendals í Oslo. Tíðindamaðurinn spurði liann um álit hans á mótinu og ár- angur af því, og svaraði hann á þessa leið: Þegar eg var kosinn formað- ur Norræna félagsins norska nú á síðastliðnu vori, var hafinn nokkur undirbúningur að mót- inu, og eg taldi það mjög æski- legt fyrir mitt leyti, að það yrði haldið á Islandi, þótt eg gengi þess ekki dulinn, að það tæki langan tíma að fara hingað, og ýmsir töldu að ferðin myndi verða erfið, en þrátt fyrir það vildum við eklci láta þá erfið- leilca hindra okkur í því, að kynnast Islandi og íslendingum nánar. Eg vil nota tækifærið til að lýsa yfir því, að alt þetta hef- ir farið á annan veg en menn ætluðu í fyrstu, og bæði undir- búningur mótsins, árangur og ánægja hafa orðið að fylstu ósk- um. Það varð mér mikið gleði- efni, að þrátt fyrir hina miklu fjarlægð íslands frá Noregi og liinn langa tíma, sem ferðin telcur, völdust menn eins og Mowinckel fyrv. forsætisráð- herra og Magnus Nielsen stór- þingsforseti af okkar liálfu til fararinnar, þannig að við Norð- menn teljum lið okkar vel skip- að, svo sem vera ber, þegar ís- land á í hlut. Hvernig gekk ferðin lúngað til lands? Hún var leikur einn og öllum til ánægju, enda er skipið bæði stórt og gott og veðrið var prýðilegt alla leið, og allar þær vonir, sem við gerðum okkur um komuna til Islands, hafa ræst fyllilega og miklu meira en það. Við höfum allir orðið hrifn" ir af landi og þjóð, og það gladdi okur, er formaður Norræna fé- lagsins á Islandi, Stefán Jóli. Stefánsson, félagsmálaráðherra, lét þá ósk í ljósi, að Island mætti eiga þess kost hér eftir, að halda mót norrænu félaganna á ís- landí til jafns við aðrar Norð- urlandaþjóðir, eða fimta hvert ár. Við víljum allir koma aftur og okkur langar til þess. Ilver er svo árangurinn af mótinu? Að nokki'U leyti felst liann í aukinni kynningu millum þjóð- anna og er það mikils virði, enda hefir sú kynning orðið svo sem best verður á kosið, en auk þess liöfum við tekið mörg og þýðingarmikil mál til meðferð- ar, sem geta margt gott af sér leitt fyrir gagnkvæm viðskifti Norðurlanda. Eg tel fyrir mitt leyti að einn þáttur þessarar samvinnu sé þýðingarmestur, en hann er samvinna við Island Á íslandi er það fortíðin og framtíðin, sem eru svo nátengd- ar, að slíkt getur hvergi ann- arsstaðar, og við norsku fulltrú- amir kunnum að meta það manna be'st, enda eiga þessar tvær þjóðir nátengda sögu og hafa að sumu leyti lotið sömu örlögum. Það þarf að auka liina norrænu samvinnu að verulegu | leyti frá því sem verið hefir, og ! bvggj a liana á grundvelli frels- is í orðum og athöfnum, og ef allar þjóðirnar leggjast á eitt geta þær miklu um þokað til bóta. Verðl»uii»getr»iiii og: ókeypi§ liríngflng: » »Flugr«lag:iiiii« Það er mikið starfað á Sandskeíði þessa dagana. Þegar blaða- menn komu þangað í gær, voru allir önnum kafnir við að æfa sig undir Flugdaginn, því að þessu sinni verða það næstum ein- göngu íslenskir kraftar, sem bera hann uppi. Um 22 nemendur eru nú að læra hjá Schauerte og undirkennurum hans, Leifi Grímssyni, Birni Jónssyni og Hafliða Magnússyni. Þar af eru 4—5 frá Akureyri. Vísir hefir áður sagt frá dag- skná Flugdagsins, en í gær fengu blaðamenn ýmsar frekari upp- lýsingar um tilhögun dagsins o. þ. h. Meðal annars geta menn, ef hepnin er með, fengið ókeyp- is hringflug yfir Sandskeiðinu i annari hvorri vélflugunni. Verður sérstakur getraunamiði áfastur við dagskrána, sem seld verður upp frá og verður á honum ein spurning: „Hversu hált var Grunau Baby IIA, þegar listflugið hófst?“ Sá sem giskar næst hinni raunverulegu hæð, hlýtur hring- flug að lalinum. Modelflug. Allmargir ungir drengir hafa með sér félag, er þeir nefna Modelflugfélag Reykjavíkur. Smíða drengirnir smá flug- model og eru sum þeirra furðu haglega gerð. Geta þessi model flogið hált og lengi. I sambandi við Flugdaginn verður sýning slíkra modelfluga og þeir tveir drengir, sem eiga bestu modelin fá ókeypis liringflug í vélflugu að verðlaunum. Flutningar. Á sunnudaginn verður hér skemtiskip og leiðir það til þess að bílakostur til flutninga upp á Sandskeið verður um helm- ingi minni, en venjulega. Til dæmis mun Steindór ekki hafa neina bíla i förum þenna dag. Gerir það ekki lítið „strik í reikninginn“, en þess vegna er dagurinn ekki látinn hefjast fyrri en kl. 4, svo að fólki gefist tækifæri til þess að vera komið nógu snemma. Svifflugskortin. Þau verða seld á póstliúsinu á laugardag frá kl. 10—4, en á Sandskeiði fást þau ekki fyrri en á Flugdaginn sjálfan. En menn verða að athuga það, að það verður að láta þau í póst á Sandskeiðinu sjálfu, að öðrum kosti verða þau ekki stimpluð með svifflugpóststimplinum. Aðgangseyrir. Það vildi brenna við í fyrra, að menn kæmi sér hjá því, að kaupa merkin, sem seld voru á Flugdeginum í fyrra. Að þessu sinni er þess vænst, að menn geri sig ekki seka um slíkan smásálarskap og minnast þess, að Svifflugfélagið hefir sýnt svo mikinn áliuga og dugnað i brautryðjendastarfi sínu, að það á skilinn fullan stuðning allra manna. J Ýmislegt. Eins og Vísir liefir sagt frá áðúr, leggur Schauerte, þýski flugmaðurinn, sem hér er eink- úm stund á að kenna hér hita- uppslreynúsflug og hefir hann þegar kent tveim mönnum, Ivjartani Guðbrandssyni og Leifi Grímssyni, að stjórna flugu sem dregin er á loft með vélflugu. Aðrir tveir, Björn Jónsson og Hafliði Magnússon verða útlærðir á næstunni. Sigurður Jónsson liefir einnig lokið prófi í því að draga svif- ílugu á loft, með vélflugu og er liann fyrsti íslendingurinn, sem tekur slíkt próf. íslandsmótið: llalur: Vtkiisir 1:1 Jafn leikur og réttlát úrslit. Leikur Vals og Víkings í gær kveldi hafði upp á flest það að bjóða,- sem krefjast verður af góðum og skemtilegum leik. — Hann var eiginlega aldrei dauf ur né harður, knötturinn jafnan á ferð milli markanna og þau oft í hættu. Yfirleitt var leikurinn allur svo jafn, að þótt aðrirhvorir hefði sett mark, svo að sigurinn hefði fallið þeim i skaut, hefði liinir mátt kalla það hepni. Svo var einnig oft komið, að mörk- in voru í stórhættu og oft ein- skær hepni, að öðru hvoru liði tókst ekki að skora. Hjá Val var það vörnin, sem stóð sig best, eins og fyrri dag- inn, enda eiga þeir tvimælalaust traustustu vörnina. Þó tókst Víkingum oft að komast alveg upp að markinu. Framlinan var ekki eins góð og hún hefir oft verið, enda myndí henni þá — ef svo he’fði verið -— hafa tekist að skora fleiri mörk. Valsmenn voru ekki í „essinu“ sinu í gær, en þeir eiga að líkindum eftir að standa sig betur á mótinu. Víkingar sýndu hinsvegar betri leik, en þeir hafa sýnt um langan aldur, og virðist nú kensla Buchlohs vera að bera á- vöxt. Bakverðirnir voru veik- astir lijá þeim, en Brandur var altof „gráðugur“ og fór um of inn á svið annara meðleikara sinna. Kom það meira að segja fyrir, að hann stykki upp á bak sinna manna, til þess að skalla. Annars vantaði hann ekki dugn- aðinn. Af Víkingunum voru þeir bestir Einar, Behrens og Ingólf- ur. Behrens sýndi einn besta leik — ákveðinn og öruggan — sem hér hefir sést í marki. Hann hefir lika kennarann. Fyrra hálfleik lauk með 1:0 til handa Val. Setti Jóhannes markið á 24. mín. með laglegu skoti á stuttu færi. Mark Víkinga kom á 15. mín. í síðara hálflejk. Gerði Þorsteinn Ólafsson það á alllöngu færi, þegar Hermann hafði farið út úr markinu á móti honum. Ef Víkingar halda áfram að leika svona á þessu móti, þá verður það spennandi og tvísýnt um úrshtin. — Næsti leikur verður milli Fram og Vals. BcBjar fréffír Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 15 stig’, heitast í gær 18 stig, kaldast í nótt 12 stig. Úrkoma í gær og nótt 12.0 mm. Sólskin í gær 9.6 stundir. Heitast á landinu í morguii 15 stig, hér, kaldast 8 stig, á Dalatanga og Pap- ey. Yfirlit: Smálægð yfir su'ðvest- urlandi. Onnur stærri vestan vi'ð Bretlandseyjar, á hægri hreyfingu í austur. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Hægvi'Öri. SumsstaÖar skúrir. Norðurland: Norðaustan gola eÖa kaldi. Úrkomulaust aÖ mestu. SumstaÖar þoka. Skipafregnir. Gullfoss var á Sandi i morgun. Goðafoss fer frá Hull í dag, áleið- is hingað. Brúarfoss kemur til Ivaupmannahafnar í dag. Dettifoss kom að vestan og norðan um há- degisbilið. Selfoss er i Antwerpen. Landsmót 1. flokks heldur áfram i kvöld og keppa þá kl. 6.30 ísfirðingar og Víkingur, en kl. 9 KR-ingar og Valsmenn. Aðgangur verður ókeypis að Isfirð- ingaleiknum. — Allir út á volll Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni, Anna Egilsdóttir, Guttormssonar kaup- manns, og Birgir Einarson, exaux. pharm., sonur Magnúsar heitioys dýralæknis. Húsmæður! Athygli skal vakin á augl. á öfSr— um stað í blaðinu frá Jóni & Steia— grimi fisksölum. Þeir auglýsa nú: allar útsölur sinar og síma þeirra„ og er mjög hentugt fyrir húsmæð- ur að klippa þann hluta auglýsíng— arinnar úr blaðinu og geyrna hano. Þá getið þér altaf séð, hvað'a fisJt— búð er næst heimili yðar. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lögL 19.45 Fréttir. 20.20 Hljómplötnrf Frægir kórar. 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Hljómplötur: a) Þjóðlög,. leikin og sungin. b) Harntómfeiilög. Farþegar með Gullfossí til Vestfjarða í gærkvöldí: Sítrai- Oddsdóttir, Jóhanna Ögmundsdótl— ir, Þórdis Kristjánsdóttir, Mr. og: Mrs. Dawber, Þóra Steingrímsdótt- ir, Helga Proppé, Kristján Svems- son, Karl Óskar Sölvason, Caril Proppé, SamúeJ Pálsson, Jens Vig- fússon, Georg Möller, Eliníus Jóns- son, Elísabeth Kristjánscíótti’r, Jak— obína Asgeirsdóttir, Carí Svændseng Eggert Eggertsson, Martha Krist— jánsdóttir, Unnur Bjarnadóttin,, Sigurborg Jónatansdóttir, Dr. J. M. Ramsey, Guðbjörg VIgfúsdöttit^. Margrét Eyþórsdóttir, Dísa Þor- valdsdóttir, Elinborg Tómasdót±Ir„ Guðjón E. Jónsson bankastjóri pg frú, Hjálmar Stefánsson og fr&, Sæmundur Stefánsson, Krisíjám Ásgeirsson, Hélgi Pálsson, Anrta Friðriksdóttir, Katrín ólafsdóttir,. Sig. Runólfsson, Sigríður Stefáns- dóttir, Miss Munro, Sigríður Pá&- dóttir, Margrét Pálsdóttir o. m. fL Bæjarbókasaímð. Frh. af 3. síðu. í té gegn því skilyrði, að því yrði haldið við og aukið. Iðnsafnið mundi verða ágætur stofn fyrir safn af þessu tæi og væri því eigi nema rétt, að meðlimum yrði gefinn kostur á einhve’rjum sérréttindum um notkun safns- ins. Um þessa deild ættu að giida þær reglur, að eigi yrðu al- ment leyfð útlán á hókum lienn- ar. Sérstök lesstofa ætti að ve’ra í sambandi við þessa deild. 4. Reykjavíkursafn. Það er viða siður í öðrum löndum, að bæjar- eða alþýðubókasöfn hafi sérstalta deild, þar sem einkum er lögð áhersla á að safna bók- um, úrklippum úr blöðum og timaritum, myndum, póstlcort- um, skipulagsuppdráttum, kort- um og ýmsu öðru, er sérstak- lega snerta þann bæ eða það hérað, sem safnið er í. Þetta er að mörgu leyti mjög góður sið- ur og um nytsetai hans er ekki liægt að efast, þvi að á þennan hátt er safnað saman á einn stað margvíslegum fróðleik, sem að öðrum kosti mundi ef til vill fara forgörðum, eða verða mj ög torf engirin. Þetta get- ur orðið að ómetanlegu gagni fyrir sögu bæjarins, þegar fram líða stundir. I þessu sambandi mætti t. d. nefna það, að dr. Jón IJelgason fyrv. biskup kvað eiga sérlega merkile’gt safn af mynd- um af Reykjavíkurbæ frá ýms- um tímum. Slíkt safn sein þetta mundi ómetanlegt fyrir þessa deild Bæjarbókasafnsins. Þann- ig mætti nefna sitt hvað fle’ira, en þess gerist ekki þörf hér, því að hver maður lilýtur að skilja gagnsemi slíks safns. 5. Bókasafn handa skipum. Bæjarbókasafnið hefir um nokkurt skeið starfrækt hóka- söfn lianda fisldskipum, en rétt væri að færa út kvíarnar og láta þau ná einnig til skipshafna vöruflutninga- og farþegaskipa. 6. Barna- og unglingadeild. Bæjarbókasafnið hefir einnig um skeið starfrækt lesstofu fyr- ir börn og unglinga í sambandi við barnaskólana, en fjárhagur þess Iiefir ekki leýft að hafa hana eins stóra og fullkomna og nauðsyn krefur. Það hefir bætt dálítið úr skák, að Lestr- arfélag kvenna i Reykjavík IicF- ir með stw'k úr bæ.j arsjóðí einB* ig haft opna harnalesstofii, em livorug þeirra hefir þó nandar nærri fullnægt þeirri þörf, senS er fyrir slíkar stofur. Þetta má! er orðin svo aðkallandi nauðsym liér i bæ, að því verður vart skotið á frest núkið lengur, og er því rétt, að Bæjarbókasafnið fái fjármagn til að geta komiS upp góðum lesstofum, þar senæ hörnin gæti átt atlivarf, í slatS þess að þurfa að flækjast í íðju- leysi um götur bæjarins. ÞaS er ekki vafamál, að flestir foreldr- ar mundu fagna mjög stofmm slíkrar déildár. Förstaða Jiessar- ar deildar yi'ði að vera faliiE manni eða konu, er gætí léiS- Leint börnunum um lestttE- góðra bóka. Þá mætti og refcas margskonar aðra fræðslustarf- semi í sambandi við lesstofum- ar. 7. Lestrarsalur. Eg Iiefi hér á undan getið um sérlesstofur a sambandi við tvær deildir safns- ins og lestriarstofu f>TÍr börn ög‘ unglinga. Auk þeirra þarf að vera einn aðallestrarsalui' með sætum fýrir 40—50 manns. fi upphafi mætti ef til vill komasfé af me’ð smærri sal, en gera yrf® ráð fyrir, þegar i byrjun, að þaði megi stækki hann, þégar þörf krefur. Reynslan hefír þegpr sýnt, að það er mjög mildl þörf fyrir stóran Iest'rarsal fýrir al- menning. Árið 1938 sótiu rúiru 7 þús. manns le’sstofuna og nærri 10 þúsund höm komu si barnalesstofuna, eða samfeite tæplega 17 þúsund á báðár les- stofurnar. Fjöldinn allrir afi skólafólki verður að leífa fiS safnanna til þes að iesa lexiur sínar vegna ónógra eða slæuma húsakynna heima fyrir. Eins og stendur getur Bæjarbókasafmfl hvergi nærri leyst úr þörfiimi, þvi að lestrarsalur þess er Iiæða lítill og í alla staði óboðíegu?- vegna illrar loftræstingan. í þessu sambandi mælls skjóta þvi inn i, að ekki er nerm* sjálfsagt að ríkið Ieggi fraiitt einhvern skerf til reksturs safns- ins, vegna mikillar notkonar þetes af utanbæjarfólki, einkuna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.