Vísir - 17.08.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 17.08.1939, Blaðsíða 3
VlSIR HAUSTKAUPSTEFNA í 27. - 31. ágúst 1939. Á þcssu ári eru haldnar um 60 alþjóða vörusýningar og kaup- stefnur í Evrópu, og þar af 20 í Þýskalandi og' ber það vott um að þýskir iðnaðar- og kaupsýslumenn’ halda áfram að streitast gegn gjaldeyrisvandræðum og viðskiftahömlum allskonar. Þeir gera sér von um að aukin sölu- og auglýsingastarfsemi stuðli að aukinni viðkynningu og notkun þýskra framleiðslu- vara. — SÝNINGARSKÁLARNIR í LEIPZIG. Kaupstefnurnar í Le'ipzig bera af öllum öðrum, sem haldnar eru í Evrópu, að undanteknum British Industries Fair (Birm- ingham 20.2—3.3 ’39) og al- þjóða bifreiðasýningu, sem á að halda i París 5.—10. okt. n. k. Vorkaupstefna í Leipzig þessa árs var haldin 5.—13. mars, fyrsta „Leipziger Messe“ í Stór- Þýzkalandi. Öllum, sem þar höfðu verið, bar saman um að annað eins hefðu þeir aldrei séð áður. Sýningargestir voru alls 300.000, sýnendur 9.800, þar af 557 frá öðrum löndum en Þýzkalandi. Tölur þessar sýna að í Leip- zig kynnast menn ekki einungis þýskum framleiðendum og vör- um þeirra, heldur einnig fram- leiðendum frá 30—40 öðrum löndum. Átján þjóðir liöfðu þar sín eigin sýningarsvæði, m. a. Brasilía, Japan, Júgóslavía, Suð- ur-Afríka, Ítalía og Belgía. Hin- ar tóku, ekki þátt nema i ein- stökum deildum. Aðsókn að vorkaupstefnunni er venjulega meiri en að haust- kaupstefnunni, vegna þess að á vorin er sérstök deild fyrir iðn- aðarvörur og -vélar, en á haust- in eru eingöngu sýndar bygg- ingarvörur og algengar iðnaðar- og framleiðsluvörur. Samt munu sýnendur á hauststefnu þessa :árs vera hátt á sjöunda þúsund, svo að allir sýningar- gestir geta fengið að komast í náin kynni við . framleiðendur vörutegunda þeirra, sem þeir hafa mestan áliuga fyrir. Af liálfu okkar íslendinga befir aðsókn að kaupstefnunum í Leipzig verið minni en versl- unarviðskifti okkar við Þjóð- verja gefa ástæðu til að ætla. Stafár þetta af þeim almennu erfiðleikum, sem ama að við- skiftalifi okkar. Samt munu flestir þeir íslensku kaupmenn, sem eru staddir í Þýskalandi á vorin eða liaustin, dvelja einn eða fleiri daga í Leipzig, til þess að tengja sem best vináttubönd við skiftavini sína i Þýskalandi og kynnast vörum þeirra og annara sýnenda. Mörgum þeim, er vinna að útflutningsverslun okkar, mun þó leika hugur á að koma á is- lenskri vörusýningu í Leipzig, og ípætti koma henni fyrir ann- aðlivoi'L sem heildarsýningu (eins og á lieimssýningunni í New York) eða sýningu ein- stakra útflytjenda. Þeim, sem kunnu að hafa áhuga fvrir þessu, má ráðleggja að kynna sér þýska sýninga- og auglýs- ingastarfsemi með þvi að lesa nýútkomna bók, er nefnist „Messebueh der DeuLschen Wirtschaft 1939“, gefin út af Ivarl Passarge og mörgum öðr- um auglýsmgafræðingum, sem sameinaðir eru í hinu þýska auglýsingaráði („Werberat der Deutschen Wirtschaft“). Þýskum sem öðrum kaup- mönnum og framleiðendum er ljóst, hversu mikil áhrif aug- lýsingar og vörusýningar hafa nú á tímum, þar sem samkepn- in um markaðslöndin virðist barðna með ári hverju. Bck þessi geymir allslconar upplýs- ingar og ráðleggingar, sem þýskir sérfræðingar í sölustarf- semi vilja miðla öðrum af eigin reynslu, sem oft hefir verið dýr- keypt. Aulc þess gefur bókin all- gott yfirlit yfir hinar algpngustu vörutegundir, sem framleiddar eru í Evrópu og seldar um allan heim, svo og yfir helstu mark- aðslönd og þarfir þeirra. „Auglýsing er söluaðferð, sem verður að ná til þeirra, sem eg get ekki talað við,“ segir einn þeírra auglýsingasérfræðinga, er rita í „Messebuch“, en „betri en auglýsingar með orðum eru auglýsingar með vörum.“ Þetta er sú grundvallarregla, sem vakir fyrir þeim er ár eftir ár gangast fyrir kaupstefnunum í Leipzig og veita öllum, er kynna vilja vörur sínar eða kynnast vörum annara, tækifæri til þess, tíma og húsnæði. Hj. Bj. Döiiikn Maðaiiienn- irnir éru stórhrifnir af Norðurlandi. Dönsku blaðamennimir, og- hinir íslensku stéttarbræður þeirra, sem með þeim ferðast, komu til Akureyrar kl. 3—4 í g-ær. Veður hefir verið batnandi og eykst hrifni gestanna stöð- ugt. Vísir talaði við Akureyri í morgun og fékk eftirfarandi upplýsingar um ferðalagið. Mikil viðbrigði. Á leiðinni um Langadal og yfir Vatnsskarð var rigning og dumbungsveður i Skagafirði og íiutu menn þvi ekki þeirrar á- nægju, að sjá Skagafjörð skina við sólu, en slik sjón er öllum ógleymanleg. En þó sólar nyti ekki voru liinir erlendu gestir mjög hrifnir af því, sem fyrir augun bar. Á Viðimýri var kirkjan skoðuð. Hádegisverður var snæddur að Víðivöllum. Var svo haldið áfram ferðinni og þegar komið var í Öxnadalinn var orðið bjart og var nú brátt heitt af sólu og blíðuveður. Þótti öllum tilkomumikið að sjá Eyjafjörð í sumarskrúði sínu í þe'ssu ágæta veðri. Voru mikil viðbrigði að því, að fá sól- skin og blíðu eftir rigninguna í Ilúnavatnssýslu og yfir skarðið. Veislur á Akureyri. Mann- virki skoðuð. Veður var liið besta á Akur- eyri. Kl. 8 liófst boð bæjar- stjórnar, en síðar hafði Sig. Ekkerz bæjarfógeli boð inni. í boði bæjarstjórnar talaði Steinn Steinsen bæjarstjóri og lýsti fyrirtækjum bæjarins og ræddi einnig samvinnu Norðurlanda á víð og dreif. Einnig ávarpaði Eydal ritstjóri dönsku blaða- mennina. Gunnar Nielsen rit- stjóri svaraði með snjallri ræðu, en auk hans flutti H. Hanse’n á- gæla ræðu af Dana liálfu. Fór samsætið liið best fram. — Sig. Eggerz flutti afar snjalla ræðu í boðinu heima lijá honum og vakti hún hrifni allra. 1 gær skoðuðu blaðamennirn- ir verksmiður S. í. S„ Gefjuni og verksmiður Kaupfélags Ey- firðinga og önnur mannvirki. Ferðaáætlunin Þdag. Blaðametmirnh’ fóru frá Ak- ureyri kl. 8 í morgun og ætluðu fyrst í Vaglaskóg, þar næst fara þeir að Goðafossi, og svo sem leið liggur í Aðaldal. Þeir skoða Laxárvirkjunina í dag. Úr Lax- árdal verður farið í Mývatns- sveit og snæddur miðdegisverð- ur að Skúlustöðum. Þaðan verð- ur farið i Dimmuborgir og til Reykjahlíðar, og ef tími vinst til verða skoðaðar brennisteins- námumar í Námaskörðum. Fe'rðamennirnir eru allir kát- ir og hressir og mjög ánægðir yfir ferðinni. Parþegar með Dettifossi frá útlöndum i gærmorgun voru m. a.: Ágúst Lehruenn, BjarniGuð- brandsson, Guðm. Guðnason, Frið- rik Bertelsen og frú, frú Rósa Stefánsson, Hörður Jónsson, Óli Metúsalemsson, Helgi Guðmunds- 'son, Knútur Arngrímsson og frú, frú Ágústa Thors, Geir Tómasson, Matthías Jónasson, Lúðvík Guð- mundsson, Tóntas Tóntasson, Sig- urður Júlíusson, urigfrú V. Krist- jáns og allmargir útlendingar. Fimtugur: Gísli Jónsson vélfrædingur. Vestur á Bildudal gerðust í fyrra mikil og góð tíðindi. Kauptúnið átti það sammerkt með ýmsum íslenskum sjávar- plássum um þessar mundir, að atvinnulifinu liafði lmignað ár frá ári. Nú mátti lieita að kom- ið væri í algert þrot, ekkert framundan nema áframliald- andi hnignun. Ýmsir voru farn- ir að telja Bíldudal i hópi þeirra staða, sem litla eiga við- reisnarvon fyrst um sinn. Þá berast þau tíðindi alt í einu, að búið sé að gera nýja liafskipabryggju á Bíldudal, leggja vatnsveitu í kauptúnið og reisa þar hvorki meira né minna en tvær nýjar verk- smiðjur, rækjuve'rksmiðju og síldarmjölsverksmiðju. Menn spertu eyrun. Var þetta hugsan- legt? Voru nokkur líkindi til að ráðist yrði í senn í svo stórfeld- ar framkvæmdir á stað, þar sem alt var í slíku kaldakoli. Jú, auðvitað var þe'tta liugsan- legt, en það lilaut þá að vera einhverskonar bæjar- eða rílds- rekstur, eða að minsta kosti samvinnufélag, sem í slíkum stórræðum stæði. En allar þe'ssar tilgátur voru rangar. Það var einn maður, sem réðist í allar þessar fram- kvæmdir. Á þessum tímum, þegar einkaframtaldð á æ örð- ugra uppdráttar var maður, sem hafði orku, áræði og manndóm til þess að bjóða öllum erfið- leikum byrginn. Þessi maður var Gísli .Tónsson vélfræðingur. Iiann er fimtugur í dag. Þessar framkvæmdir vöktu athygli um alt land. Hér várð einstaklingur til að gera að veruleika í allfjöhnennu kaup- túni þá stefnu, „vinnu handa öllum“, sem valdhafar Iandsins höfðu glímt við undanfarin 4 För 2. fl. K. R. til Færeyja. í næstu ferð Drotningarinnar — næstkomandi mánudag — verður 2. fl. K. R. meðal far- þega til Færeyja. Er honum boðið þangað og mun keppa tvisvar í Thorshavn og einu sinni í Trangisvaag. Komið verður aftur með Drotningunni 3. sept. Piltarnir, sem verða með í förinni verða þessir: Birgir Guðjónsson, Freysteinn Iiann- esson, Guðbjörn Jónsson, Gunn- ar Jónsson, Hafliði Guðmunds- 'son, Jóhannes Sigurðsson, Jón Jónasson, Karl Karlsson, Matt- hías Jónsson, Óskar Óskarsson, Páll Hannesson, Sigurður Jóns- son, Skúli Þorkelsson og Snorri Guðmundsson. Sigurður Halldórsson, þjálf- ari, verður og með í förinni, en Hersteinn Pálsson, blaðamaður verður fararstjóri. ár, án þess að árangur sæist. Eg átti því láni að fagna að vera viðstaddur, þegar liin nýju fyrirtæki á Bíldudal voru vigð í fyrra haust. Eg get um það borið, að Bílddæhngar fögnuðu af einlægum hug þann dag. Gísli Jónsson á vafalaust margt óunnið. Þreldð og starfs- gleðin sindrar af honum hvar sem liann fer. Slíkir menn eru hverju þjóðfélagi stoð. En þó fyrst og fremst, þar sem mik- ið er ógert. Á landi voru er ekld skortur verkefna. Gísli Jónsson er gæddur j>cirri sjón, að liann kemur auga á verkefni, þeim starfshug og stálvilja, sem sigra erfiðleika. Ámi Jónsson. 1.1.w Greisiðiói Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsma.3«r. Skrifstofa: Oddfellowhússsw. Vonarstræti 10, austord'yr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árt5- Sex mánaða íang*- elsi fyrir þjófnaðL í gær var kveðinn upp tfómor í lögreglurétti Reykjavikur ýfnr manni þeiip, sem ætlaði affi safna sér i hús, með þvi aS stda byggingarefni frá húsum, sem voru í smíðum. Maður þessi heitir Guðrrmnd- ur Sigurðsson. Hann var dænui— ur í sex mánaða fangelsL Næst varð Ármann með 14 stig. Úrslitin frá því i fyrrakvöld: Stangarstökk: Mtr. l.Ingim. Sigurjónss., F.H. 3.00 2. Anton Björnss., K.R. . . 3.00 3. Har. Sigurjónss., F.H. . . 2.80 3000 m. hlaup: Mín. 1. Árni Kjartanss., Á. . . 10.00.0 2. Har. Sigurjónss., F.H. 10:01.6 3. Matth. Guðms., Á. .. 10:07.0 Kringlukast: Mtr. 1. Gunnar Huseby, K.R... 41.3? 2. Sig. Finnss., KR......40.20 3. Anton BjÖrnss., IvR. . . 37.30 1000 m. boðhlaup: 1. K.R. sveitin .... 2:17.9 min. 2. Árm. sveitin .... 2:19. 4min. í gær var síðasti dagur Drengjamóts Ármanns. Kept var í 4 iþróttagreinum með þe'ssum úrslitum: Hástökk: 1. Sigurður Finnsson, KR. 1.55 2. Anton Björnsson, KR. 1.55 3. Kristjón Thromberg, Á. 1.55 4. Ingólfur Steinsson, ÍR. 1.55 Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, ÍR. 43.77 2. Gunnar Huseby, KR. 41.91 3. Sig. Finnsson, KR. 41.59 1500 m. hlaup: 1. Árni Kjartansson, Á. 4:48.4 2. Mattliias Guðm., Á. 4:48.5 3. Garðar Þormar, KR. 4:50.5 Langstökk: 1. Sigurður Finnsson, KR. 5.95 2. Janus Eiríksson, ÍK. 5.83 3. Anton Björnsson, KR. 5.66 Veður var ófært meðan spjót- kastið fór fram, rok og rigning. Stokkið var undan vindi í lang- stökkinu. K. R. fékk flest stig á mótinu eða alls 40 stig, Ármann hlaut 14, í. K. (Janus!) 8 stig, F. H 6 og I. R. 3 stig. — Flest edn- staklingsstig fékk Sig. Finnsson (K.R.) 18 stig. Næstir urðu þeir Anton Björnsson (K.R.) með 11 stig og Janus Eiríksson (Í.K.) með 8 stig. 2. flokks mótið heldur áfram í kvöld. — Kl. y keppa Fram og Víkingur og kl. 8.15 K.R. og Valur. — Leikirnir á þriðjudagskvöldið fóru svo, áð K.R. sigraði Víkig með 3—1 og Fram sigraði Val með Aukin samvinzis. bindindis- og íþróíia- manna. Áður en meistarmót í. S. £. hefst sunnudaginn 27. þ». ul, efnir í. R. R. til íþróttaháííSar og verður henni hagað sem hér segir: Kl. 1% safnast stjórnir íþróttafélaganna saman fyrÉr sunnan Auslurvöll og hafa fáoa félaga sinna meðferðis, ers. á meðan leiknr LúðrasverS Reykjavíkur á vellinum. Siðan ganga íþróttamenn fyíkítE Eði suður á völl með Lúðrasveitina í broddi fylkingar. Þegar forseti I. S. í. heffr sett mótið fara fram tvö hoðhIaups 5x80 m„ jem mönnum mmi þykja mjög gaman að. Fyrra boðhlaupið verður milli stjórnarmeðlima íþrótta- félaganna og verður kept um bók, sem Slórstúkan. gefur, hinn mesta kjörgrfp. Hefir Marteinn Guðmimdsson skoriS bókina, og er hún 100 bfs. að' stærð. Verður nafn jiess.hélags,. sem sigrar i boðhlhuplnu á hverju ári, fært inn: í: holdna,. þannig að eín bls. er notuð ár— lega. Að liundrað árum hðnum verður bókin svö gefm. SjpS- minjasafninu, Hitt boðhlaupíð verðiir fyrnr öldunga — þ. e. allir þátttak- endur í því verða að vcra1 komiL- ir yfir fertugt. Þeir ke.ppít uiH' stóran skjöld,. emárléga verður festur á hann smáskjöldurf, þar sem á er letrað nafh félagrfus sem sigraði. Þegax- kept hefir verið um skjöld þenuæ í 100,ár, verður liann gefinn Þjóðmiuja- safninu. Þessum grefnum muir verða lokið kl. 3 og þá liefst Meistofa- mótið. Er þar búist \Áð liarðrl kepni. Bœlap fréttír Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 stig, mestttr liiti hér i gær 14 stig, minstor- íi nótt 8 stig. Úrkoma síðan kl. 6 s gærmorgun 6,5 mm. Sólskin 3,5 stundir. Mestur hiti á landinu í morgun 13 stig, á Blönduósi, niinst- ur 9 stig, Hellissandi og Reykja- nesi. Yfirlit: LægÖ yfir GrænlandL en háþrýstisvæði um Bretlandseyj- ar. Horfur: Suðvesturland: Stínu- ngskaldi á SV. Skúrir. Faxaffóí, Breiafjörður, Vestfirði: S óg SV"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.