Vísir - 01.09.1939, Blaðsíða 5

Vísir - 01.09.1939, Blaðsíða 5
VÍSIR Föstudaginn 1. september 1939. m Merk ileg ii Ira una- starfsemi. Jón Nomaim Jónasson kennari hefip undangengin sumup stundad h.ampjur'tarælit, sykurrófna, matbauna- og horrækt með góðum árangri. Aldrei hefir þörfin verið brýnni en tiu, að íslendingar búi að sínu — noti hvert tækifæri til þess að framleiða sjálfir alt til eigin nota, sem þjóðin þarfnast, og hægt er að rækta eða fram- leiða hér. Vér íslendingar höfum langt í frá sint þessum málum sem vert væri. Það er svo langt frá því, að segja má, að vér sé- um nú fyrst að eygja ýmsa þá möguleika, sem hér eru fyrir hendi. En hinar mikilvægustu tilraunir hafa verið gerðar á sviði kornræktar til dæmis, sem sanna hvað áhugi og dugnaður eins manns fær áorkað. Klemenz Kristjánsson er brautryðjandi nútíma kornræktar hér á landi og hans verður minst fyrir starf hans. Hefir hann getað unnið að tilraunum sínum við hin bestu skilyrði á Sámsstöðum, sem er opinber eign. — Tilraunir þær, sem Jón Normann Jónasson hefir gert, eru svo merklegt braut- ryðjendastarf, að hið opinbera ætti að taka til ítarlegrar athug- unar þá möguleika, sem Jón, að því er virðist, hefir sannað, að eru fyrir hendi, og greiða fyrir frekari rannsóknum. En það er ekki nóg, að einstaklingar og ríki geri tilraunir, sem sanna hvaða möguleika er um að ræða. Það, sem svo þarf að gera, er að vinna að því, að hinir nýju möguleikar séu nýttir í stórum stíl landi og þjóð til hagsbóta. Það bíður mikið verk- efni, stórt verkefni, og það þarf að hef ja undirbúning að fram- kvæmdum í þessum efnum tafarlaust. Eins og mörgum er kunnugt, hefir Jón Normann Jónasson kennari gert tilraunir með að rækta hamp og liefir Vísir spurt hann hvernig þessar tilraunir gangi. Eg hyrjaði að rækta hamp 1936, sagði Jón Normann Jón- asson og er þetta þvi fjórða sumarið, sem eg fæst við þetta. Væri það mjög mikilvægt, ef hægt væri að rækta hamp hér, því að mikið flytjum við inn ái’- lega af hampi og hampvörum, eða fyrir 3—4 milj. kr. árlega. Það er að vísu ekki að búast við því, að við getum ræktað hamp hér til kaðlagerðar, en reynsla mín bendir á, að hér sé nægileg- ur sumarhiti til þe'ss að rækta •hér allan þann hamp, sem þarf i netagarn, færi og línur. Verkefni fyrir atvinnulausan æskulýð. Frá öðrum sjónarhólum skoðað er þetta mikilvægt mál, því að hér gæti skapast mögu- leikar til atvinnu handa ung- j lingum, sem ganga atvinnulaus- ir, og til vetrarvinnu, þvi að vinslan getur farið fram að vetrinum. Hvaf tiiraunimar voru gerðar. Tiðindamaður Visis spyr hvar tilraunimar hafi verið gerðar. — Þær hefi eg gert árlega þessi sumur n,orður i Skagaf. (Hró- arsdal í Hegranesi) og hér við Reykjavik (i Kringlumýri). — Hampjurtin héfir þrifist vel hjá mér öll þessi ár, hgeði nyrðra og liér syðra. Nú eru leggirnir orðnir um 1 y2 meter á lengd þeir hæstu, flestir frá 130 cm. til 150 crri. Tilraunirnar hafa farið fram í köldum jarðvegi og það hendir til þess, að menn geti alment stundað hampjurtarækt. Fyrir norðan hefi eg ræktað hamp- jurtina í myldnum túnjarðvegi, en hér syðra í framræstri mýri. Hefir jurtin þrifist öllu betur í myldna jarðveginum. Hefi eg bæði notað húsdýra- áburð og tilbúinn og get ekki gert mun á árangri. Ræktunin er ekld vandasöm. Höfuðatriðið er að verja jurt- irnar illgresi framan af. Hamp- jurtin er einær og mundi verða að rækta hana í lieitum jarð- vegi til þess að fá fræ. Hampjurtarækt er mikil í ýmsum löndum álfunnar, svo sem Þýskalandi, Ungverjalandi og Rússlandi. Danir hafa áður stundað liampjurtarækt, en lögðu hana niður um tínia. Nú munu þeir þó vera að byrja hampjurtarækt aftur. Tilraunir með sykurrófnarækt. Tíðindamaður Vísis spurði J. N. J. nú um hversu gengi með sykurróf naræktar-tilraunir hans, en hann hefir strindað hana í 4 ár í tilrauna slcyrii. — Sykurrófurnar hafa þrifist all- vel, einkum i túnjarðvegi. Jarð- v^gurinn i Kringlumýri er of súr fyrir þær, og efldd náðst góður árangur, en fyrir norðan hefir árangurinn orðið mjög sæmilegur. Tíausti Einarssön rannsakaði efnainnihald sykur- rófna, sem eg ræktaði þar 1936, og var sykurmagn þeirra 12Vá%. —r Venjulegt sykur- magn erlendra sykurrófna er 15—16%, en fyrst þegar farið var að rækta þær var þáð aðeins 4—5%, en smám saman hefir það verið aukið með jurtakyn- bótum. — S.l. háust lét eg nokk- urar rófur standa óhreyfðar fyr- ir norðan og býst eg við að fá fræ af þeim i liaust. Geri eg mér vonir uin að það verði harð- gerðara en erlenda fræið. Sykurrófnaræktin gæti haft hina mestu þýðingu, ef frekari rannsóknir leiddu í ljós, að hægt væri að stunda hana með hagn- aði, en eg tel mjög líklegt, að sú verði reyndin. Tilraunir með matbaunarækt. Þá hefir Jón Normann Jón- asson gert tilraunir með rækt- un lágvaxinnar baunategundar, sem Danir nefna „Skaalærter“. Hefir hún ekki verið ræktuð hér svo eg viti til, segir Jón. Sáði eg til þeirra og voru þær full- þroskaðar i byrjun ágúst. Þeg- ar baunir þessar eru fullþroska, eru þær gulari á lit og álíka stór- ar og venjulegar njatbaunir og svipaðar á bragð. Væri það mjög mikilvægt, ef oss gæti tekist að rækta liér matbaunir. — Norðmenn hafa aukið mjög mikið hjá sér baunarækt og gengur hún ágæt- lega hjá þeirn. Nota þeir aðallega þessa teg- und, sem eg gerði tilraunina með- Er það sérstaklegamildl- vægt hér, að baunategund þessi er lágvaxin, ve'gna þess, liversu liér er vindasamt. Hörræktin. Þá hefir Jón Normann Jónas- son gert tilraunir með hörrækt, og hefir hún gefist best i sum- ar. Hörinn er nú kominn að þvi að bera fræ og tel eg vafalítið, segir J. N. J., að rækta megi liann hér i flestum árum með góðum hagnaði. Þá víldi eg geta þess, segir Jón Normann Jónasson, að vegna þess hversu hampjurtin er hávaxin, þolir hún illa mik- inn storm og þarf þvi helst að vera þar sem skjólgott er. Hins- vegar þolir hún frost mikið bet- ur en t. d. kartöfluplantan. Erlendis eru trékendu stöngl- arnir og annar úrgangur . úr hampjurtinni notað til pappírs- gerðar. * Úthlutun námsstyrkja úr Snorrasjóði og Kanadasjóði. Tilkynriing frá ráðuneyti forsætisráðherra. FB. 31. ágúst. Úthlutun námsstyrkja úr Snorrasjóði 1930 hefir nú fanð fram J 9. sinn. Alls bárust ráðu- neytinu 20 styrkumsóknir. — Námsstyrk þlutu þessir: 1. Gunnar H. Ólafsson, stú- dent frá Isafirði, til náms i húsa- gerðarlist við háskólann i Þrándheimi, f raihhaldss tyrkur kr. 800,00. 2. Jóhann Jónasson, stúdent, frá Öxney, til landbúnaðarnáms í Noregi, framhaldsstyrkur kr. 600,00. 3. Bjarni Fannberg, búfræð- ingur, frá Stokkahlöðum i Eyja- firði, til búnaðarnáms í Noregi, framhaldsstyrkur kr. 450,00. 4. Edwald B. Malmquist, frá Stuðlum í Reyðarfirði, til land- búnaðarnáms í Noregi, fram- haldsstyrkur, kr. 450,00. 5. Baldur Bjarnason, stúdent, Reykjavík, til sögu- og land- fræðináms við háskólann i Oslo, framhaldsstyrkur kr. 500,00. 6. Rögnvaldur Þorláksson, stú- dent, til náms í byggingarfræði við háskólann i Þrándheimi, framhaldsstyrkur kr. 800,00. 7. Svanborg Sæmundsdóttir, frá Aratungu í Steingrímsfirði, til vefnaðarnáms i Noregi kr. 300,00. 8. Margrét Bjamadóttir, Kvennaskólanum Blönduósi, til framhaldsnáms og kennara- prófs í vefnaði í Noregi, kr. 350,00. 9. Jónína Guðmundsdóttir, til náms í húsmæðraskóla í Noregi, kr. 350,00. 10. Páll Hafstað, frá Vík, til landbúnaðarnáms í Noregi, lcr. 350,00. 11. Dr. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík, til vísindaiðkana í Noregi, til að afla gagna i rit um ísl. þjóðsögur, kr. 750,00. Þá hefir farið fram úthlutun styrkja úr Kanadasjóði. Bárust ráðuneytinu 6 styrkumsóknir. Námsstyrk lilutu: 1. Jakob Sigurðsson, stúdent, frá Veðramóti i Skagafirði, kr. 6.300,00, framhaldsstyrlcur til náms í fiskiðnaði í Kanada. Mesti landburður L j ósmy ndatðkur Þjóðverja í Bergeit, af síld sem verið hefir í sumar. Oslo 1. sepL FSS. Tveir Þjóðverjar, hásefas* aff þýsku skipi, voru handtskmr i Berge’n í morgun, fyrir aS takæ ljósmyndir af viggirðíngum við Bergen. Þeir sögðust ekM liafa 17 tsktíp bída aígFeiðslu við bryggjur sildapvepksmiðjanna. tekið eftir eða skilið augíýsing- ar um, að ljósmyndataka værá bönnuð. Lagt var IöghaM áf filmuna. NRP. Vísir.átti tal við skrifstofur síldarverksmiðja ríkisins í morg- un og var bláðinu tjáð, að svo mikill landburður væri nú af síld að það jafnaðist fyllilega á við mestu hrotuna, sem komið hef- ir á suittrinu. Frá því í fyrri nótt hafa borist til síldarverksmiðj- anna á Siglufirði 32.000 mál, en Raufarhafnarverksmiðjan hafði fengið 11.000 mál og voru allar þrær orðnar þar fullar, þannig að flest skipin leggja nú leið sína til Siglufjarðar. Til Húsavíkur hafa borist um 3.000 mál. Ágætt veiðiveður var á mið- unum í gær, en í gærkveldi gerði allmikla þoku, og liggur hún nú í bakka út til hafsins að líta, alt frá Langanesi og vestur fyrir Siglufjörð, en ekki er tahð að þokan muni hamla veiðum. Inni á f jörðum er bjart veður og sól- skin og blæjalogn. I þessari síðustu hrotu hefir allur síldveiðiflotinn fylt sig, og þau skip, sem fyrst komu með afla, eru farin að koma aftur með fullfermi. Mestan afla hafa haft Ólafur Bjarnason með 1500 mál og Dagný með 1300—1400 mál og önnur skip þaðan af minna, en þó yfirleitt með full- fermi. Fjörutíu skip hafa komið til Siglufjarðar frá því í gær, og í morgun biðu 17 skip við bryggj- ur síldarverksmiðjanna eftir af- greiðslu. Þróarrúm er nægjan- legt, með því að áætlað er að í þeim sé nú um 25.000 mál. Af síld þeirri, sem borist hef- ir til Siglufjarðar, hefir sáralítið verið saltað og kryddsaltað, en talið er að nærri muni láta að um 100 tunriur hafi verið salt- aðar af hverju skipi, en veiðin hafi farið að öðru leyti í bræðslu. Allmikill kolkrabbi er í síld- inni og telja sjómenn að hún sé óró og muni vera á flótta und- an kolkrabbanum. Hélt síldin sig þó í gær á sömu miðum og áður, en fréttir hafa ekki borist í morgun um afla skipa þeirra, sem á miðunum eru. 2. Jóhannes Bjarnason, stú- stúdent, frá Reykjum í Mosfells- sveit, eftirstöðvar ársvaxta f. á., kr. 2.360,00, til náms í vélaverk- fræði við kanadiskan háskóla, með sérstöku tilliti til véla og verkfæra, sem nota má i þjón- ustu landbúnaðar. Afmæliisgrjöf til >• N- Island§. 4000 lcr. til styrkt- ar námsmönnum. I tilefni af 20 ára sjálfstæðis- afmæli Islands 1. des. síðastlið- inn gáfu tveir Norðmenn fjár- upphæðir til styrktar íslenskum námsmönnum í Noregi. Herra Olaf Röel' gaf 1000,00 krónur norskar, en kapteinn Thor Ome- jer gaf 3000,00 kr. norskar, seln verja skal til þess að kosta dvöl íslensks námsmanns i 2 ár á stúdentaheimilinu Blinderen í Oslo. Ráðuneytið mælti með því, að Hallgrímur Björnsson, stú- dent, frá Tjarnargarðsliorni í i Svarfaðardal hlyti fyrri styrk- inn, til efnafræðináms i Noregi, en Jón Jónsson, stúdent í Re’ykjavík, lilyti síðarnefnda styrkinn, til náms í veðurfræði við háskólann í Oslo. Fréttir frá Akranesi. Akranesi 31. ág. Síldveiði J liefir lítið verið hægt að stunda undanfarna daga vegna Veðurfars. I fyrrinótt var einn bátur úti (,,Reynir“) og kom inn i gær með 70 tunnur. Fóru svo allir bátarnir út í gær. Egill bilaði eittlivað og kom inn aft- ur, en hinir bátarnir komu all- ir inn í dag með dágóðan afla: Víkingur 91 tn., Ægir 72, Höfr- ungur 61, Ver 47, Reýnir 39, Ár- mann 25 tn. ) Kolaskip hefir verið að losa hér undan- fama daga ca. 800 smálestir af kolum til firmans Bjarni Ólafs- son & Co. Munu þau kol vera seld á 58 kr. smálestin. Annað kolaskip er væntanlegt til Har- aldar Böðvarssonar & Co. á næstunni. Frjr. Frá Færeyjaför- um K. R. Vísi barst skeyti i morgun frá Færeyjaförum K.R. Voru þeir staddir í Tveroey: Gerðum jafntefli, 1:1, í Tver- oey í kvöld. Á morgun förum við til Thorshavn. Vellíðan, kveðjur. Hersteinn. Frá Þýskalands- förunum. Töpuðu kappleiknum í Bremen með 2:1 EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Töpuðum fyrir Bremen- úrvalinu með 2 mörkum gegn 1. Framúrskarandi ieikur. Blaðadómar voru okkur afar hagstæðir. .— Keppum í Liibeck á sunnu- dag. — Sonben. Norska i aðalræðismannsskrifstofan tilkynnir: Gengið var frá út- flutningsbanni 28. ágúst 1939, sem nær til allra vara, að und- anteknum fiski, síld, timbri, cellulose, trjákvoðu, pappir, hellum, sementi, jámmálmi, brennisteinskís (og „kisav- brand“) og loðfeldum. Einnig er bannað að selja sldp til út- landa. Verslunarráðuneytið í Oslo getur veitt undanþágur. — (FB). Fóslnre^ðiiigja^ máliö i llaldcn. Oslo 1. sept. FBL Fóstureyðinga-hneykslisniáli® í Halden verður stöðugt víðtaric- ara. Komið hefir í ljós, að lækn- irinn hefir evtt fóstri 110 kvenna. NRP. Strangt eftirlit meö matvælabirgðum einstaklinga í NoregL Oslo 31. ágúsL FR Nygaardsvold forsætisrábð- Iierra gerði grehx fýrnr hversu ástatt væri urn bírg?Er & ýmsum nauðsynjum o. fl„ S ræðu, sem hann fluttí S gær. Kvað hann enga ástæðia <3 kviða. Ef gripið yrði tíl ba®- legrar skömtunar hefði Norðt menn nóg korn frams á árið 1941, sykur og kaffí til Mlfs árs, súkkulaði og tóbak íií IiciSs, árs. Forsætisráðherrann varaM alvarlega við, að einsíakUngær birgði sig upp að óþörfÍL. og ef gripið yrði til matvælaskömftiDht ar, yrði haft strangt eftirlií uaeð> birgðum einstakhnga. Hansa hvatti menn eándi-egið til jþes3 að spara bensín. 1 raiðuSoK kvaðst hann vona að Nbregar myndi bjargast gegnum aHa erf— ið leika og þrautir styrjaldar- innar, ef til hennar kæmi, éaa byrðarnar, sagði hann, veísffei allir einstaklingar þjóðfélagsins að bera í sameiningu. NRPL r Meiri verðlækkun: Rabapbap 30 3lU. 1 kílogr, Kartöflup 30 au. kilogr, Gulrófup 25 aU. kilogr. Salatíliöftfa | 12 au. Radísup 12 au. I Tomatap 1 krónu hálf t kg. 80 au. hálft kg. $ °er nokkrfp kassa? 45 au. hálft kg. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.