Vísir - 05.09.1939, Blaðsíða 2
VISIR
VtSIB
DA6BLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Sfmar:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lansasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
SAMTAKA!
JJNGINN efi er á þvi, að við
íslendingar hefðum getað
verið betur viðbúnir þeim vand-
ræðum, sem að okkur steðja
en raun er á. Við hefðum ekki
þurft að vera í svona miklum
gjaldeyrisvandræðtlm. Við hefð-
um getað verið birgari af ólijá-
kvæmilegum nauðsynjavörum.
Það væri létt verk að sakast um
orðinn hlut. En það er óþarft
verk eins og á stendur. Við skul-
um leggja ágreiningsmálin til
hliðar, fresta reikningsskilun-
um, láta ásakanir niður falla
um það sem gera þurfti — ein-
heita huganum að því sem gera
þarf. Við skulum gera ráð fyrir
því, að vitsmunir og sanngirni
sameini valdhafana til að gera
skyldu sína við þjóðina. Við
skulum ennfremur gera ráð fyr-
ir þvi, að þjóðin sýni þann
þroska og þegnskap, sem kraf-
ist verður til þess að þær ráð-
stafanir, sem gerðar eru og
gerðar verða, komi að fullum
notum.
Það er jafnan svo, þegar stór-
tíðindi gerast, að menn átta sig
tæplega í byrjun. Síðustu vik-
umar hefir rás viðburðanna
verið svo ör og svo örlagaþrung-
in, að menn eru sem lamaðir.
Allar fyrirætlanir ganga úr
skorðum, öllu öryggi er burtu
svift. Það sem var ósaknæmt í
gær er orðið varhugavert í dag.
Á morgun getur það verið ná-
lega glæpsamlegt. Á slíkum tim-
um reynir á þjóðrækni manna.
Enginn er svo innrættur, að
hann vilji þjóðina feiga. En
menn verða að skilja, að því
að edns er von um sigurvænleg-
an árangur, að liver maður geri
sér ljósa skyldu sína við þjóð-
félagið.
Við íslendingar höfum lifað
af meira harðrétti og hörmung-
ar á umliðnum öldum en flest-
amðrar þjóðir. Ef til vill er þar
að leita ástæðanna til þess, að
við höfum undanfarið sýnt
meiri léttúð í gæslu þess, sem
við höfum aflað, en æskilegt
hefði verið. Maður, sem lengi
hefir búið við þröngan kost, en
fær síðan skyndilega fé handa
á milli, ætlar sér oft ekki af.
En léttúð er ekki sama og þrek-
Ieysi. Þjóðin hefir létt sér upp
eftir fábreytt og döpur kjör
undanfarinna kynslóða. Hún
hefir gert sér glaðan dag. Sá
dagur er nú á enda. Nú reynir á
þrekið.
Það væri óréttmætt vantraust
á hinni dugmildu, athafnasömu
nútímakynslóð íslendinga, ef
henni að óreyndu væri ætlað að
bregðast undan þeim kvöðum,
sem vandræði líðandi stundar
leggja henni á herðar. Slíkur
metnaðarskortur er ekki ætl-
andi þeim, sem unnið hafa af-
rek undanfarinna áratuga. Við
skulum ekki gera lítið úr þeim
erfiðleikum, sem framundan
eru, en við skulum ekki heldur
Bresk loftárás á Wilhelmshaven
og Brunnsbiittel, í
^pres^ing: I Fi'iedrichiliaveii.
iAiMrás á Estojerg: í Daiunörku.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Igærkveidi tilkynti breska flugmálaráðuneytið, að breskar sprengjuflugvélar
hefði gert loftárás á þýsku flotastöðina Wilhelmshaven við Kielar-skurðinn,
og flotastöðina Brunnsbuttel, við mynni Elbufljóts. í tilkynningunni segir,
að loftárásin hafi borið tilætlaðan árangur, því að á báðum stöðunum hafi bresku
flugmennirnir hæft herskip með sprengikúlum sínum. Mörgum, þungum sprengikúl-
um hafi verið varpað á eitt af orustuskipum Þjóðverja og hefði það stórskemst, en
annað orustuskip varð fyrir skemdum í BrunnsbUttel.
Orustuskipið, sem bresku flugmennirnir hæfðu margsinnis lá við Schilling Roads
við Wilhelmshaven, en hitt við hafnargarð í Brunnsbiittel. Veðurskilyrði voru mjög
óhagstæð.
Þjóðverjar skutu af miklu kappi af loftvarnabyssum sínum á bresku flugvélarnar
og árásarfluvélar þeirra fóru í loft og gerðu atlögu að þeim. Breska árásarsveitin varð
fyrireinhverjutjóni,enbreskatilkynningin getur ekki um hvað mikið það hafi verið.
Fregn frá Svisslandi hermir, að mikil sprenging hafi orðið í Friedrichshaven, og
fregnir frá Danmörku, að flugvél, sem menn vita ekki deili á, hafi gert loftárás á
Esbjerg, á vesturströnd Jótlands. Tveir menn biðu bana, en 8—10 manns særðust, og
skemdir urðu á götum og húsum. Rannsókn fer fram til þess að komast að raun um
hverrar þjóðar flugvélin hefir verið. Er líklegt, að unt verði að ráða það af sprengi-
kúlubrotunum.
Blöð Breta og Frakka tilkynna í gær, að héðan í frá myndi flugherir þeirra, land-
og sjóherir hafa sig í frammi, og er loftárásin á Wilhelmshaven og BrunnsbUttel
fyrsta viðureignin í lofti milli Breta og Þjóðverja í þessari styrjöld.
Þýskar útvarpsfregnir herma, að fimm breskar sprengjuflugvélar hafi verið skotnar
niður í loftárásum á Wilhelmshaven og BrunnsbUttel.
Sudur-Afríka stendur
með Bretum.
Nýja Sjáland og Ástralía hafa þegar, sem kunnugt er af fyrri
fregnum, fylkt sér meö Bretum, og eiga nú í styrjöld við Þýska-
land. Loforð um stuðning og hollustu streyma til London frá
öllum nýlendunum og indversku prinsarnir lofa mannafla og
gulli, en af hvorutveggja hafa þeir firn mikil.
En eins og í byrjun heimsstyrjaldarinnar hefir vafi þótt leika
á, að Suður-Afríka færi í stríð með Bretum, þrátt fyrir það, að
gróin eru sár Búarstríðsins. En eins og þá hafa Bretavinirnir
sigrað.
HERZOG
YILDI HLUTLEYSI.
Herzog forsætisráðherra vildi
hlutleysi, meðan samband Suð-
ur-Afríku við Bretland og ný-
lendurnar væri ekki í hættu. —
Hann er ekki sammála Cham-
berlain um, að Hitler ætli að
leggja undir sig heiminn. En
gamli Búastríðsherforinginn,
Smuts, núverandi dómsmála-
ráðherra Suður-Afríkustjórnar-
innar, var á öðru máli. — Yér
eigum ekki að vera hlutlausir,
sagði hann, vér eigum að slíta
stjórnmálasambandinu við
Þýskaland, en þar fyrir þurfum
vér ekki að senda herlið til Ev-
rópu, heldur hugsa um það að
verja Suður-Afríku, og um það,
að land vort verðum vér að geta
larið, er enginn ágreiningur
innan stjórnarinnar. Við verð-
um að gera oss ljóst, að sjálf-
stæði Suður-Afríku er í hættu.
Ef Vér stöndum ekki með Bret-
um, eigum vér það á hættu, ein-
hverntíma seinna, að standa
uppi verndarlausir, ef Þýska-
land fengi aðstöðu til þess að
heimta sínar gömlu nýlendur.
Breytingartillögur, er Smuts
bar fram, náðu fram að ganga
með nokkurum atkvæðamun.
vanmeta okkar eigið þrek til
þess að sigrast á þeim.
Styrjöldin er aðeins hafin.
Það geta liðið mánuðir, það geta
liðið ár, þar til henni lýkur. Við
skulum þegar í byrjun einsetja
okkur, hver og einn, að gera það
sem í okkar valdi stendur til
þess að alþjóð fái varist þeim
áföllum, sem á kunna að skella.
Við skulum muna það, að þótt
annars sé af okkur krafist í dag
en í gær, þá eru það alt saman
smámunir ednir i samanburði
við það, sem nálega allar aðrar
þjóðir verða á sig að leggja. Við
skulum ekki láta okkur henda
þá lineisu, að sýta það, þó við
fáum dálítið minna af hveiti-
brauði, en við höfum vanist, dá-
lítið minna af kaffi og sykri, þó
við förum færri bíltúra en áður
og hættum að kynda miðstöðv-
ar í vellandi sumarhita. Það
væri háðung, ef nokkur leyfði
sér að mögla yfir þessu. Og þó
við séum svo sett, að við getum
fylt búrið okkar af því, sem nú
er tekið að skamta, þá skulum
við ekki gera það. Það mun
sannast, að hverjum þeim, sem
reynir að sniðganga þau fyrir-
mæli, sem gefin eru út til þess,
að eitt gangi yfir alla, mun
svelgjast á af hverjum rang-
fengnum bita eða sopa, sem
liann ber sér til munns.
Ráðstafanir þær, sem ríkis-
stjórnin gerir um þessar mund-
ir, til þess að dreifa erlendum
vörum réttlátlega, mælast all-
staðar vel fyrir. Almenningsálit-
ið, sem hér skapast, mun verða
öruggasta vörnin gegn því, að
fyrirmælin verði brotin. Við
skulum vera samtaka um að
mæta með karlmensku og
drengskap hverju sem að hönd-
uin ber, samtaka um að greiða
fyrir framkvæmd réttmætra
ráðstafana, svo að haldi komi.
a
Wilhelmshaven er hafnarborg við Norðursjó, 41 entka mílu
frá Bremen. Fyrir styrjöldina var Wilhelmshaven aðalflotastöð
Þýskalands, með miklum skipasmíðastöðvum og þurrkví til þess
að draga á land stór herskip til viðgerðar. Eftir styrjöldina voru
varnarvirkin eyðilögð og höfnin var lítt notuð um skeiö, enda
urðu Þjóðverjar að láta flota sinn af hendi. En með vaxandi
valdi nasista færðist aftur fjör í alt í Wilhelmshaven og hún
varð aftur mikilvæg flotastöð. Hafnarborg þessi var stofnuð
1853 og heitin eftir Vilhjálmi I. Prússlandskonungi.
i mm
Franco hefir tekið hina mik-
ilvægustu ákvörðun. Spánn
verður hlutlaus. Var tilskipun
þar að lútandi gefin út í gær.
Nokkur vafi liefir þótt leika
á því, livaða afstöðu Franco
mundi taka. Eitt vissu menn
þó, að Franco mundi taka mik-
ið tillit til þess, hvaða afstöðu
Mussolini tæki. Það veit að
vísu enginn, hvað Mussolini
muni gera, ef t. d. færi að
kreppa að Þjóðverjum, og Hit-
ler krefðist þess, að Iiann veitti
sér aðstoð. En Mussolini vill
ekki stríð. Það er komið í Ijós
svo skýrt sem verða má. Hann
hefir reynt að afstýra ófriði.
Og allar líkur benda til, að It-
alía verði hlutlaus, enda þótt
yfirlýsing liggi ekki fyrir um
það. ítalir eru að húa sig und-
ir að láta hafskip sín, Atlants-
liafsförin stóru, Rex og Conte
di Savoia, hefja siglingar til
Aineríku á ný, en það mundu
þeir ekki gera, ef þeir hyggj-
ust við að lenda i striði.
Júgóslavía hefir einnig lýst
yfir hlutleysi sinu. — Japanir
munu einnig verða hlutlausir.
Orusturnar
í Póllandi.
Þjóðverjar tilkynna fram-
sókn til Krakau. Virðast þeir
leggja talsvert kapp iá að ná
Moscicki,
forseti Póllands.
iðnhéruðunum þar. Stefna
Þjóðverjar til Krakau, mikillar
iðnaðarborgar. Þeir segjast hafa
tekið 15.000 fanga. Hitíer var í
gær í borginni Kulm og horfði
á hersveitir Þjóðverja fara yfir (
Vistulafljót. — Heilt herfylki
pólsks riddaraliðs liefir gert
innrás í Austur-Prússland.
Pólverjar skutu niður fyrir
Þjóðverjum 15—20 flugvélar í
gær, en mistu 8—10.
Sendiherrar og ræðis-
menn halda heim.
Sendiherrar Frakldands og
Bretlands í Berlín héldu heim-
leiðis í gær, og cliarge d’affaires
Þjóðverja i London, og hvar-
velna halda nú ræðismenn
þeirra þjóða, sem í ófriði eiga,
lieim á Ieið.
Vaxandi
hernaðaraðgerðir.
Þar sem sendiherrar og ræð-
ismenn eru komnir hver til
síns heima, hrottflutningi fólks
úr borgum lokið (Bretar senni-
lega farið sér liægara meðan
verið var að ljúka honum, en í
gær var húið að flytja hörn,
mæður þeirra og sjúklinga frá
London, en í gærkveldi gerðu
Bretar fjæstu loftárás sína á
Þýskaland), mun vafalitið, að
orustur í lofti og á landi verða
æ tíðari.
Aðrir helstu viðburðir í gær.
Bandaríkin lýsa yfir hlut-
leysi og hlutleysislögin koma
til framkvæmda — líklega í
dag. Breskir flugmenn vörp-
uðu flugritum yfir Þýskaland
i gær. Sex miljónum eintaka.
Engin árás var gerð á flug-
mennina. Þjóðverjar liafa lagt
tundurdufl á svæði i Norður-
sjó. Egiftar slita stjórnmála-
sambandi við Þýskaland. 25
þúsund Tékkar hafa gengið í
nýjan tékkneskan her i Pól-
landi og eru komnir til víg-
vallanna. Dr. Benes lýsir yfir
í hréfi til Chamberlain, að
Tékkar séu i striði við Þýska-
land. Tvö ný ráðherraembætti
hafa verið skipuð i Bretlandi,
útbreiðslumála- og stríðsfjár-
hagsráðherraembætti. Þýskt
og austurrískt fólk i Bretlandi
verður framvegis að hlíta
ströngu eftirliti. í Tanganyika,
fyrv. nýlendu Þjóðverja, hafa
allir þýskir karlmenn verið
settir í sérstakar hækistöðvar.
—- Miklar varúðarráðstafanir
hafa verið gerðar i öllum ný-
lendunum. Þjóðverjar neita,
að kafbátur hafi skotið á At-
henia. Winston Churchill segir,
að það sé áreiðanlegt, að kaf-
bátur hafi sökkt skipinu. Tvö
skip liafa farist á tundurdufl-
um, annað grískt, hitt danskur
fiskikúlter.
Ferðafélag fslands
biður þá, sem tóku þátt í Mý-
vatnsförinni, að koma saman í
Oddfellowhúsinu, uppi, kl. 9 á mi'S-
vikudagskvöld, til að skoSa og skift-
ast á myndum og rábba saman
nokkra stund.
í> * v ^ s * j . '
PÓLSKT RIDDARALIÐ.