Vísir - 05.09.1939, Blaðsíða 3
VISIR
Stefán Þorsteinsson:
Offramleið§la ú silf'
Eitt merkasta landbúnaðartímarit Norðmanna,
„Norsk landbruk“ birtir nýlega grein með þessari
fyrirsögn (Overproduksjon av sölvrevskinn).
Grein þessi er svo merkileg að hún verður að teljast
eiga erindi til íslendinga, hún er ein af mörgum grein-
um, sem um þessar mundir birtast í ýmsum blöðum og
tímaritum Norðmanna um svipað efni og sýnir glögg-
lega „andann“ í hinum leiðandi mönnum landbúnað-
arins þar í landi í garð refaræktarinnar. — Greinin
birtist hér í lauslegri þýðingu.
Um þessar mundir í-æða
menn mikið um skinnamarkað-
inn. Það er mildð skrifað um
þessa hluti norsk blöð og tíma-
rit, og ef við lítum á dönsk og
sænsk tímarit þá sjáum við, að
þetta efni er einnig mikið rætt
þar. I Danmörku er mikið unnið
að því að efla og auka áhugann
fyrir loðdýraræktinni. Þeir fáu,
sem þegar eru byrjaðir á loð-
dýrarækt þar i landi, þéna nú
vel á lifdýrasölunni og áhuginn
virðist vera að aukast mikið.
Danmörk hefir sjálfsagt góð
skilyrði til loðdýraræktar, eink-
um þegar litið er á, að þar er
hægt að útvega óhemju af slát-
urúrgangi ódýru verði. Auk
þess eru Danh’ duglegir bú-
fjármenn, svo að ef hin mörgu
minni og meðalstóru bú fara að
taka silfurrefinn í þjónustu sína,
getur þetta fljótlega liaft í för
með sér mjög míkla aukningu á
heimsmarkaðnum.
í mörgum öðrurn löndum er
silfurrefaræktin í stöðugum
fi-amgangi, svo hæt'tan á enn þá
meiri markaðsyfirhleðslu vofir
án. efa yfir.
Hvernig eiga nú Norðmenn
að snúa sér í þessu tilfelli? Það
getur ekki verið að tala um að
auka stofninn, heldur verður að
skera skynsamlega niður,
þannig að hvert bú hafi að eins
góð dýr með höndum. Það
virðist liggja í augum upp'i að
einasti möguléikinn, sem -við
höfum til þess að vera sam-
kepnisfærir, er að auka gæði
skinnanna. Hér á eftir verðum
við að líta meira á vöruvöndun
heldur en á vörumagn og
skinnafjölda. Þetta, liinn mikli
verðmunur á góðum og léleg-
um skinnum, á að verða það
sem bjargar refaræktinni i Nor-
egi frá hruni.
Það vei-ður ekki hjá þvi kom-
ist, að mörg hinna lélegri búa
verða nú að leggja árar í bát.
Það verður útilokað að reka
þau. Verðlagið á silfurrefa-
skinnunum mun aftur stíga, en
það er ómögulegt að vita hve
langt þess verður að bíða. Eftir
verðfallið 1931 stigu skinnin
í verði nokkuð fljótt aftur, en
það er ekki vist að það gangi
eins fljótt til að þessu sinni. Það
verður erfitt að fleyta sér yfir
þessa kreppu og að eins á valdi
þeirra, sem hafa mjög góð
skinn á boðstólum.
Það liefir oft verið mælt með
f j ölbrey ttari loðskinnaf ram-
leiðslu. Nú er komið á daginn,
að heppiltígra hefði verið að
rælcta mera af bliáref og mink
samhliða silfurrefnum. Ef til
vill er ])að eklci of seint enn þá.
Ef til vill er hægt að drepa lé-
legu silfurrefina á kostnað blá-
refa og minka, og þá skulu
menn minnast þess, að hér ríð-
ur einnig fyrst og fremst á þvi,
að vanda vörugæðin.
Þetta var norska greinin, en
það má bæta því hér við, að við
komum án efa til að striða við
sömu markaðsörðugleika og
Norðmenn. Þó þeir beri sig illa
— eins og greinin ber með sér
— þá standa þeir þó að sumu
leyti vel að vígi. Refarækt þeirra
stendur á gömlum merg og þeir
eiga mikla reynslu að baki sér í
þessum málum. Refaræktin bef-
ir gefið mikið af sér í Noregi
undanfarin 5—6 ár, þannig að
hún stendur nú vel að vígi að
mæta örðugleikunum.
Að einu leyti stöndum við ís-
lendingar betur að vígi i þessum
sökum, heldur en Norðmenn,
en það er viðvíkjandi fóðri loð-
dýranna. Við getum framleitt
mun ódýrara fóður en þeir, a.
m. k. eins og nú standa sakir
og meðan loðdýrastofninn i
Noregi fækkar ekki að miklum
mun. Þess vegna getur verið að
við þurfum ekki að setja eins
strangar kröfur og Norðmenn
er þeir segja: Að eins bestu silf-
urrefirnir eru nógu góðir til
undaneldis. Hér geta ef til vill
næstbestu dýrin (eða jafnvel
dýrin næst þeim) einnig átt rétt
á sér, fyrst um sinn, úr þvi einu-
sinni er búið að kaupa og byggja
yfir þau.
Stefán Þorsteinsson.
Brensiisteinsverksmidj an í
Námaskafði brann til ösku.
Einar Guðjohnsen, fréttarit-
ari Vísis á Húsavík, sendi blað-
inu eftirfarandi skeyti i gær,
sem þvi miður barst blaðinu of
seint til birtingar:
„Brennisteinsverksmiðjan í
Námaskarði brann til kaldra
kola aðfaranótt sunnudags.
Upptök eldsins eru ókunn, en
talið er þó að kviknað hafi í
hreinsuðum brennisteini. Verk-
smiðjuhúsið og hráefni var vá-
trygt, og mun stjórn verk-
smiðjunnar þegar hafa ákveðið
að byggja húsið upp að nýju,
þegár á þessu hausti, ef bygg-
ingarefni reynist fáanlegt.“
Samkvæmt nánari fregnum
sem borist hafa fóru verkamenn
þeir, sem við verksmiðjuna
vinna til Reykjahlíðar kl. 7x/<z
um kvöldíð, og skyldu engan
vörð eftír í verksmíðjunni. El’
þeir komu til vinnu sinnar að
nýju sáu þeir að óeðlilega raulc
úr strompi á kæliklefanum, og
er þeir athuguðu þetta nánar
kom í ljós að kviknað hafði i
brennisteininum. Reyndu þeir
þá til þess að byrgja ldefann,
þannig að loft kæmist þar ekki
inn, og hugðust að kæfa eldinn
með því móti, en sendu bifreið
eftir vatni lil Reykjahlíðar, ef
tilraunir þeirra skyldu reynast
árangurslausar.
Fengu þeir ekki ráðið niður-
lögum eldsins, og tóku þá það
ráð að bera vatn á eldinn er
bifreiðin kom, en alt kom fyrir
ekki og brann Inisið til kaldra
kola.
Iiúsið var 11x27 metrar að
grunnfleti, en nánari lýsing á
því hefir birst i Vísi nú fyrir
nokkru.
Siglingar Eim-
skipafélags-
skipanna.
Stjórn Eimskipafélags ís-
lands og framkvæmdastjóri
Eimskipafélags íslands sátu á
fundi í gær, til þess að ræða sigl-
ingar skipa félagsins, með tilliti
til þeirrar hættu, sem stafa kann
af styrjöldinni, sem nú er háfin.
Ákveðið var að bíða átekta í
bili og taka ekki ákvörðun um
siglingar skipanna að svo
stöddu, en að sjálfsögðu verða
teknar ákvarðanir í þessu efni
eina fljótt og unt er.
Brúarfoss átti að leggja af
stað frá Kaupmannahöfn með
fjölda marga landa, sem vilja
komast heim, vegna styrjaldar-
innar, en skipið mun ekki fara
í kvöld, heldur bíða fyrirskip-
unar héðan.
Ákvörðun hafði ekki verið
tekin um brottför Gullfoss, þeg-
ar blaðið fór í pressuna.
Talsverð síld
vlð Vatnsnes.
Djúpavík í morgun.
Hér liafa landað: Eldborg
849 mál, Tryggvi gamli í nótt
500 mál, Huginn I 64 tn., Hug-
inn II 285, Huginn III 170. Hug-
arir fengu síldina við Vatnsnes.
Töluverð síld er þar, en hún er
stygg og á hraðri ferð út. Þang-
að er kominn fjöldi skipa. Mörg
sendu smáslatta. Ágætt veiði-
veður.
Björnsson.
L
R
IFIÐ I £\EYKJAVIK
Mér dettur i liug það sem
kennari einn við mentaskólann
sagði i gamla daga við umsjón-
armanninn í einum bekknum.
ÍStrákurinn hafði rauðkynt ofn-
inn, svo að nálega var ólíít í
skólastofunni. Þá vindur kenn-
arinn sér að honum og segir:
Þú ættir að vera Fyrböder í
helvíti!
Hér sit eg, auðvitað jakka-
laus. En eg er líka kominn úr
vestinu, búinn að taka af mér
flibbann, bretta upp ermunum
og reima fi’á mér skóna. Eg er
bókstaflega að kafna. Allir
gluggar eru galopnir, en ekkert
stoðar. Er ekki komið stríð og
er ekki skorað á alla menn að
spara! Eg lít út um gluggann.
Ekki rýkur allsstaðar, en víða
stendur strókurinn upp úr reyk-
háfunum. Þar er einhver hálf-
vitinn að moka eða láta moka í
miðstöðina. Eg ætla að fara út
og skrifa lijá mér númerin á
liúsunum, sem rýkur úr. Þeir,
sem eru að kynda í bliðskapar-
veðri, eins og nú er á degi hverj-
um, eiga það sannarlega skilið
að komast í hlöðin. Við erum
að drepast úr gjaldeyrisskorti,
en -samt tír það látið líðast, að
brenna upp 30 smálestum af
kolum á dag, alveg að nauð-
synjalausu. Veturinn 1918 kost-
uðu kolin júir 300 krónur smá-
lestin. Þá var milli 20—30 stiga
frost dag eftir dag. Við getum
fengið samskonar vetur og
samskonar kolaverð. Eða við
getum fengið frostavetur og
ekki átt eitt kolablað. Hvað
verður þá hugsað um þá, sem
cru að leika sér að þessari fífls-
legu eyðslu? Kyndingin hérna í
Reykjavík er heilsuspillandi og
lamandi. Eins og á stendur er
hún skammarleg og ætti að
varða við lög.
Eg var að lahba niður i bæ
liérna um -kvöldið. Eg þakka
guði fyrir að komast lifandi
heim. Bílaþvagan var með allra
versta rnóti. Danir hafa bannað
bílaakstur, nema í almennings-
bílum, læknabílum, sjúkrahíl-
um o. s. frv. Hér hringsóla
strákar og stelpur í bílum um
götur bæjarins, eins og þau
væru að inna af hendi þegn-
skaparskyldu sina við þjóðfé^
lagið með þessu tilgangslausai
bilarápi. Eigum við að liætta á
það, að strætisvagnarnir verðii
að liætta áætlunarferðum vegna
bensínskorts síðar meir, af því
að öllum birgðum er eytt í
nauðsynjalaust slangur hugsun-
arlausra unglinga? Eða eigum
við kannske að híða eftir því,
að brunabílarnir komist ekkí
leiðar sinnar, áður en hér er
tekið i tauinana? Bílaflokkið
verður að hverfa. Ef strákar og
stélpur þurfa að draga sig sam-
an geta þau labbað suður s
Beneventum. Það var gert i
gamla daga og reyndist veL
------- . 1
Já, það er dálítið einkenní-
legt livernig fólkið býr sig und-
ir hallæri. Eg kom inn í bakara-
búð. Þar var verið að rífa ót
kræsingarnar, eins og nú ætts
að fara að halda sprengikvöld S
tómum rjómakökum. Hvemig
stefndur á allri þessari ódæma
vitleysu? Halda menn kannske
að striðið sé einhver tilbúning-
ur úr Vísi eða Morgunblaðmu?
Halda menn að Sigurður Ein-
arsson ljúgi upp öllum stríSs-
fréttum útvarpsins? Hverjuns
er þént með þessari ej’ðsíu, sem
eg hefi nefnt? Engum. Við þurf-
um að varast skortinn, kola-
skortinn, bensinskortinn, hveiti-
skortinn. Eigum við að eyða
öllu sem til er af þessum vor-
um, svo elckert sé að skamtaí,
þegar skömtunin byrjar?
Sparsemin er sú dygð, sem
við Islendingar leggjum minsta
stund á. Hér þykist flottræfill-
inn meiri fyrirhyggjumönnum.
Það er kominn timi til þess aS
við hjóðum aftur velkomnar
liinar „fornu dygðir“, sem við
höfum beðið heilar að fara. Ef
við sjáum ekki að okkur, einsi
og nú er komið, verðum við
ekki til lengdar frjálsir menn i
frjálsu landi. Við eigum það þá
heldur ekki skilið.
Áhorfándinir.
Bræðslusíldaraflinn s.l. laugardag
samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins.
Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins var bræðslusíldaraflinn sem
hér segir s. I. laugardag og 3. sept. í fyrra.
2. sept. ’39. 3. sept ’38l
hektol. IiektoL
Akranesvérksmiðjan ..................... 7.202 1.294
Sólbakkaverksmiðjan .................... 3.935 7.039
Hesteyrarverksmiðjan ..................... — 49.352
Dagverðareyrarverksmiðjan ......... „ 131.221 204.319'
Bíkisverksin., Siglufirði ......... 380.622 528.935
„Rauðka", Siglufh’ði .................. 37.457 63J5G1
„Grána“, Siglufirði.................... 11.722 Í0.247J
H j al teyr arverksmið j an __________ 56.094 76.604
Hjaltyrarverksmiðjan .............. 246.471 307.302
Krossanesverksmiðjan............... 97.624 143.353
Húsavíkurverksmiðjan ............... 21.138 12.041
Raufarhafnarverksmiðjan ........ ... 85.350 57.051
Seyðisfjarðarverksmiðjan.............. 36.764 13.143
Norðfjarðarverksmiðjan ................ 29.772: 10.390’
Samtals ...... 1.145.372 1.490.671
i
En af saltsíld hafði á laUgardag borist á land þefta magu^
215.410 tunnur, en um líkt leyti í fyrra var búið að saltö
271.54 tunnur.
Söltunin skiftist þannig milli þessara sölutnarsvæða:
Tunnur.
Vestfirðir og Strandir............................. 27.224
Siglufj., Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós ....... 162.481
Eyjafj., Húsavík, Raufarhöfn ....................... 25.415
Sunnlendingafjórðungur ................................ 290
íslendingar unnu
allar skákirnar
við Bolivíu.
íslendingar tefldu í gær við
Bolivia og unnu allar skákirn-
ar. —
Baldur MöIIer vann á 1. borði,
Ásmundur Ásgeirsson á 2„ Jón
Guðmundsson á 3. og Guð-
mundur Amlaugsson á 4. borði.
íslendingar hafa 10 /z vinning
í 12 skákum, sem þeir hafa
teflt um forsetabikarinn.
K.R.-húsið aðeins
íyrir íþróttir.
Átak K.R.-inga.
Um áratugi hefir K.R. verið
eitt stærsta og mikilvirkasta
íþróttafélag landsins, enda
hafa sigrar þess verið margir
og stórir og verðlaunasafn fé-
lagsins mikið og glæsilegt. En
mesti sigur félagsins er samt
hið ómetanlega starf félagsins
i þágu heilbrigðis og uppeldis-
mála bæjarins, sem fáir gera
sér fyllilega grein fyrir hve
mikið er.
En það er ekki meining mín,
að rekja sögu Iv.R. eða hið
mikla starf þeirra K.R.-inga á
íþróttasviðinu, lieldur skal að-
eins minst lauslega á það mál,
sem þeim er hjartfólgnast og
þeir leggja nú mesta áherslu á
að leysa, en það er húsmálið.
Fyrir 10 árum réðust K.R.-
ingar í það að lcaupa íþrótta-
hús sitt, og áttu þeir aðeins 5
þús. krónur upp í andvirði þess
en það kostaði með öllum
breytingum um 100 þús. kr. —
Mörgum þótti þeir tefla all-
djarft með þessum liúsakaup-
um, en hinir framsæknu og
bjartsýnu forustumenn þeirra
sáu live ómetanlegt gagn hús
þetta mundi geta orðið íþrótta-
lífi þeirra og bæjarins og hik-
uðu hvergi. En oft liefir það
verið erfitt að standa í skilum
með hinar miklu afborganir og
viðliald, en samt hefir það tek-
ist, og nú eftir 10 ár er búið
að greiða 56 þúsund krónur af
húsverðinu, en 44 standa eftir,
sem þurfa að greiðast sem
fjTSt.
En til þess að geta staðið
þannig í skilum, liafa K.R.-ing-
ar orðið að leigja húsið undir
hlutaveltur og ýmsar skemtan-
ir og liafa við það mist dýr-
mætan tíma frá íþróttastarf-
semi félagsins. Þetta hefir, sem
eðlilegt er, mjög háð starfsemi
félagsins. Og nú á síðari árum
hefir starfseini félagsins auk-
ist svo mjög, að þeir sjá sér nú
ekki lengur mögulegt að lána
húsið út undir slíkar skem,an-
ir og hafa því ákveðið að liætta
því þegar í liaust.
En til þess að afla þeirra
peninga, sem með þarf til að
standast árlegar greiðslur, liafa
forustumenn félagsins liugsað
sér viðtæk og sameinuð átök
allra félagsmanna, en þeir eru
um 2000. Það er trú þeirra, að
sameinaðir geti K.R.-ingar tek-
ið þá hyrði á sig, sem hluta-
veltur og dansskemtanir ann-
ars hafa horið undanfarið, og
staðið sjálfir undir öllum
greiðslum til K.R.-hússins.
Iv.R.-ingar hafa oft sýnt það,
að með samvinnu og félagshug,
liafa þeir unnið stórsigra og
þarf þvi ekki að efast um, að
ef þeir nú standa sem einn
maður, hver leggi silt fram,
smátt eða stórt, eftir getu og
vilja, muni þeim takast að
halda þessari dýrmætu eign
sinni og eiga hana slculdlausa
áður en næstu 10 ár eru liðin.
Forustumenn K.R. berjast
djarflega fyrir þessu máli og
félagsmenn allir munu nú
fylkja sér undir fána K.R. og
bera hann til sigurs í þessu
sem öðru. Verður sannarlega
gaman að fylgjast með átök-
um K.R.-inga í þessu mikla
máli þeirra og sjá hve drengi-
lega þeir reynast nú félagí
sinu.
Ráðuneyti forsætisráðherra
hefir mælt með þvi, að kandí-
dat Sigurði Þórarinssyni verSs
i ár veittur styrkur sá að upp-
hæð 1600 kr. sænskar auk 250
kr. sænskra í ferðastyrk, sens
sænska ríkisstjórnin áformar
að veita íslenskum stúdent til
náms við sænska háskóla. FBL