Vísir - 07.09.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 07.09.1939, Blaðsíða 3
VISIR Takmörknn á notk en stjórn verksmiðja ríkisins hefir nú hækkað það upp í kr. 8.20 málið, skv. heimild at- vinnumálaráðlierra. L IFIÐ I un bifreiða. Bensínnotkun 2 næslu undanfarin ár hefir numið rúmlega 5500 smálestum á ári, og hefir nær eingöngu farið til hifreiða- aksturs. Samkvæmt upplýsingum olíufélaganna munu bensín- birgðir þær, sem nú eru í landinu væntanlega nægja fram í febrúar með venjulegri notkun. Bensín hefir yfirleitt verið flutt hingað til lands á tankskip- um, sumpart beint frá Ameríku, eða frá Englandi. Yegna fyrirsjáanlegra örðugleika á vöruflutningum hingað, þykir þó nauðsyn að takmarka notkun bensíns til bifreiðaaksturs og setja jafnframt nokkur ákvæði er tryggja jafna dreifingu ben- síns til annara þarfa. Til svipaðra ráðstafana hefir og verið gripið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þannig mun akstur einkabifreiða hafa verið bannaður alveg eða að mestu leyti, og að minsta kosti í Noregi mjög takmörkuð notkun allra tegunda bifreiða. Bifreiðar hér á landi eru nú rúmlega 2000 auk rúmlega 100 biflijóla. Fólksbifreiðar eru nær 950, en vöruflutningabifreiðar nær 1100. Af fólksbifreiðum eru um 100 fyrir 14 farþega og fleiri, og eru flestar þeirra notaðar á sérleyfisleiðunum, um 270 el-u leiguhifreiðar, flest- ar fyrir 4 farþega og um 520 einkabifreiðar. Takmarlcanir þær á notkun hifreiða, sem settar hafa verið, miða að þessu: 1. Að hanna akstur einkabif- reiða, nema að því leyti, sem hi-ýn nauðsyn þykir í þágu op- inberra stofnana og í lækniser- indum. Þá þykir sjálfsagt að hanna akstur biflijóla. 2. Að leitast við að koma i veg fyrir óþarfaakstur yfirleitt, en erfitt er að setja þar um á- kveðin fyrirmæli og verður mest að treysta á þegnskap borgaranna. Réttmætt hefir þótt að talc- marka mjög allan næturakstur innanbæjar og má geta þess, að t d. í Noregi eru sett ákvæði um, að leigubifreiðar verði ekki notaðar nema í brýnustu þörf og aðeins samkvæmt tilvisun lögreglunnar og munu svipuð á- kvæði gilda þar um akstur leigubifreiða jafnvel að degi til. Mjög bráðlega munu verða sett ákvæði um nokkra tak- mörkun sérleyfisferða, sem miða einkum að þvi að nýta betur bifreiðarnar en verið hefir. Þá hefir verið athugað hvort nauðsyn mundi að hverfa að skömtun í bensíni, þannig að bifreiðar þær, sem heimilt er að aka, fái vissa lítratölu t. d. á viku, og verða slík ákvæði e. t. v. sett síðar. RE GLUGERÐ um sölu og afhendingu bensíns og takmörkun á akstri bifreiða. 1. gr. Heildsalar mega ekki láta uti bensín til bifreiðaaksturs nema til smásala, sem annast bensín- sölu á bifreiðar, annaðhvort fyrir eigin reíkning eða í um- boði heildsalans (olíufélagsins). Eigendum og umráðamönn- um bensínbirgða, sem ætlaðar eru til afhendingar í smásölu, er óheimilt að láta úti nokkuð af þeim til bifreiðaaksturs fram yfír það, sem nægir til að fylla bensíngeymi bifreiðar þeirrar, sem bensínið tekur, og má ekkí tæma bensíngeymi bifreiðarinn- ar á annan hátt en með eðlilegri eyðslu gangvélar bifreiðarinnar, nema þess þurfi vegna bilunar á hifreiðinni, eða hún sé tekin úr notkun. Bensín má ekki, án sérstakrar heimildar atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytisins láta úti til annara mannflutningabif- reiða en þeirra, sem samkvæmt reglugerð þessari liafa heimild lil aksturs og ekki til annara leigubifreiða til marinflutninga en þeirra, sem við setningu reglugerðar þessarar eru skráð og notaðar sem leigubifreiðar til mannflutninga. Ekki má heldur lála úti bensín til bif- reiða þeirra, sem ætlaðar eru til smáflutninga þeirra, sem um ræðir i 7. gr. reglugerðar þess- arar. Ráðuneytið getur þó veitt undanþágu frá þessum ákvæð- um þegar það telur ástæðu til. 2. gr. Bensín til annarar notkunar en bifreiðaaksturs er bannað að afhenda ne'ma til nauðsynleg- ustu þarfa og ekki án sérstakrar heimildar atvinnumálaráðu- neytisins meira en venjulegan vikuforða hlutaðeiganda. 3. gr. Allur akstur einkabifreiða til mannflutninga er bannaður, með þeim undantekningum, sem segir í reglugerð þessari. Einkabifreið til mannflutn- inga telst hver sú mannflutn- ingabifreið, sem ekki er aðal- lega notuð til flutninga á fólki, fyrir borgun. Allur akstur bifhjóla er bann- aður. 4. gr. Undanþegnar banni því, sem um ræðir í 1. gr. eru bifreiðar lækna og yfirsetukvénna, að þvi leyti sem þær eru eingöngu not- aðar til sjúkravitjana, svo og bifreiðar útsendra fulltrúa er- lendra ríkja. Ennfremur getur atvinnumálaráðuneytið undan- þegið banni jiessu bifreiðar op- inberi'a stofnana, eftir því sem það telur nauðsynlegt. 5. gr. Bannaður er allur ónauðsyn- legur akstur leigubifreiða til mannflutninga og verða bif- reiðastjórar og farþegar að gjöra lögreglunni grein fyrir ferðum sínum, þegar þess er krafist. Lögreglustjórar geta, hver í sínu umdæmi, eftir atvikum sett ákvæði til hindrunar óþörf- um akstri í og úr umdæminu. 6. gr. Allur akstur um bæi og kaup- tún er bannaður á nóttum milli kl, 24 og 6, öðrum bifreiðum en langferðabifreiðum, strætis- vö’gnum og vöruflutningabif- reiðum, svo og þeim einkabif- reiðum, sem um ræðir í 4. gr. Þó skal í Reykjavík ein hifreiða- stöð vera opin að nóttunni til bráðnauðsynlegs aksturs, og á- kveður póst- og símamálastjóri livernig stöðvar bæjarins skuli skiftast á um það og um það, liversu margar bifreiðar megi liafa í notkuri og getur hann sett nánari fyrirmæli um tilhögun akstursins. 7. gr. Vörubifreiðar má ekki nota til ónauðsynlegra ferða, hvort lieldur er með vörur eða fólk. Notkun bifreið til flutnings á vörum úr verslunum í bæjum til heimila innanbæjar er ó- heimil, nema um þungvöru, svo sem liol sé að ræða. 8. gr. Eiganda eða umráðamanni mannflutningabifreiðar er ó- heimilt að lána eða leigja hana öðrum án þess að bifredðastjóri fyigi- 9. gr. Öllum þeim, sem samkvæmt reglugerð þessari er óheimilt að fá bensín til hifreiðaalcsturs, er skylt að tilkynna lilutaðeigandi lögreglustjóra tafarlaust hversu miklar birgðir af bensíni eru i vörslum þeirra og láta þær af hendi við ríkisstjórnina, ef þess er óskað, gegn hæfilegu gjaldi. 10. gr. Eigandi eða umráðamaður hverrar þeirrar biðreiðar, sem lieimilt er að fá bensin sam- kvæmt reglugerð þessari, skal snúa sér til hlutaðeigandi lög- röglustjóra og gefur hann út skírteini sem fylgi bifreiðinni, er sýni akslursheimild hennar, og skal það sýnt, er bensíns er beiðst handa bifreiðinni. Jafn- framt setur hann merki um akstursheimildina innan á framrúðu bifreiðarinnar. Bif- reiðin skal einnig hafa meðferð- is bók, sem afgreiðslumaður sá, er lætur bensin úti, skal skrifa í hvenær hann lætur bensín úti og hversu mikið. 11. gr. Brot gegn ákvæðum reglu- gerðar þessai-ar varða sektum alt að 10.000 krónum. Fara skal með mál út af slíkum brotum sem almenn lögreglumál. Reglugerð þessi er sett sam- kv. lögum nr. 37, 12. júní 1939, um heimild fyrir ríkisstjórnina til ýmislegra ráðstafana vegna j-firvofandi styrjaldar í Norður- álfu. Öðlast hún þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi fallin bráðabirgðareglu- gerð um sölu og afhendingu bensins frá 2. sept. 1939. í ríkisstjórn íslands,9. sept.1939 Olafur Thors Jakob Möller Hermann Jónasson Eysteinn Jónsson Blíðviðri norðanlands. Vöruskortur á Siglu- firði. Bræðslusíldin hækkar í verði. Bliðviðri er fyrir norðan núna og síldarvart hefir orðið á Þist- ilfirði og hjá Síðulækjartanga. Sáust þar allstórar torfur i gær og liefir einn lítill bátur komið til Raufarhafnar með um 150 mál. Þá munu tveir togar- ar, sem Visir veit ekki hverjir eru, hafa fengið góð köst á þess- um slóðum. í morgun hefir þó ekki sést eins mikið til síldar- innar sem í gær. Mestur hluti flotans, sem ó- farinn er suður, er þarna aust- urfrá, en reitingar er af skipum á HúnaHóa, þvi að þar hefir verið dálítil veiði í salt að und- anförnu. f l i Vöruskortur á Siglufirði. Allmjög hefir verið farið að hera á því að undanfömu á Siglufirði, að vörur væri að ganga til þurðar. Kemur það af tveim ástæðum: Önnur er sú, að fólk hefir verið óvenjulega margt á Siglufirði i sumar, og svo hitt, að það hefir verið ó- venjulega lengi. Eru það ýmsar.nauðsynjavör- ur, sem vantar, svo sem sykur, mjölvara o. s. frv. En Drotning- in kom í morgun og Goðafoss er væntanlegur í dag, svo að þá muri rætast úr þessu, en skortur er enginn ennþá. Þeir, sem eiga ættingja og vini á Siglufirði, þurfa ekki að óttast það. \ Bræðslusíldarverðið hækkar um kr. 1.50. Bræðslusildarverðið hefir i sumar verið kr. 6.70 kr. á mál, Verðhækkun sildarafurðanna, mjöls og lýsis, gerir þessa hækkun mögulega. Söltunin á öllu landinu nam í gærmorgun 226.138 tunnum, þar af á Siglufirði einum 155,- 873. Vísir átti tal við Síldarútvegs- nefnd í morgun og var blaðinu sagt, að menn byggist við því, að enn væri allmikið af síld í sjónum og að hún mundi nú fara að veiðast vegna þess, hversu veður er gott. Rekneta- bátar, sem hafa komið til Siglu- fjarðar í morgun, höfðu fengið 15—20 tunnur. Fólk er að flykkjast frá Siglu- firði aftur og fór Drotningin í morgun full af farþegum til Ak- ureyrar. Sextugur f dag: • Lárus Fjeldsted hrmflm. Lárus Fjeldsted, málflutn- ingsmaður við Hæstarétt, er sextugur í dag. Hann er fæddur að Hvitárvöllum í Borgarfirði hinn 7. september 1879, sonur þeirra merkislijóna Andrésar Fjeldsted og konu lians Sesselju Kristjánsdóttur, en bæði áttu þau hjón til stórra ælta að telja. Lárus Fjeldsted innritaðist í Lærða skólann í Rej7kjavik og lauk þar stúdentsprófi í júní árið 1900. Þá hélt hann til Kaupmannahafnar til laga- náms og varð kandidat í lög- um við háslcólann þar i júní- mánuði 1908. Er hann kom heini til Islands að nýju þetta sama ár, var hann settur sýslu- maður í Gullbringu og Kjósar- sýslu og gegndi liann þvi starfi til 1. apríl 1909. Frá þeim tíma liefir Lárus Fjeldsted rekið málflutningsskrifstofu liér i bænum, og hefir hann þvi lengstan óslitinn starfsferil þeirra málflutningsmanna, sem nú eru starfandi hér í bænum. Meðan yfirrétturinn starfaði hér, gegndi Lárus Fjeldsted málflutningsstörfum við hann, en gerðist því næst hæstarétt- armálaflutningsmaður, er hæstiréttur tók til starfa. Frá því árið 1923 hefir Lárus Fjeld- sted rekið skrifstofu sína í fé- lagi við Theódór B. Líndal, málflutningsmann við Hæsta- rétt. Lárus Fjeldsted er kvæntur Lovísu Ágústsdóttur Tlior- steímson, og liefir þeim orðið fjögra barna auðið. Lárus Fjeldsted hefir aflað sér óskiftra vinsælda hjá öll- um þeím mönnum, sem kom- ist liafa í kynní við hann, eða notið Ieiðsagnar hans sem lög- fræðings, enda er framkoma hans öll mótuð af prúðmensku og yfirlætisleysi. Lárus Fjeld- sted hefir gegnt fjölda trúnaðr arstarfa um dagana, bæði fyr- ir hið opinbera, félög og ein- staklinga, en þrátt fyrir marg- víslegar annir, hefir liann gefið sér góðan tíma til margra hluta, sem ekki hafa fallið heint innan við verksvið hans. Er hann maður viðlesinn og mai’gfróður. Lárusi Fjeldsted munu ber- ast hlýjar kveðjur í dag, frá hinum mörgu vinum hans. Þeir munu árna honum allra heilla í framtíðinni, og það má ætla, að starfsferill hans verði enn Nú stendur yfir umferðavika. Lögi’egluþjónar standa á gatna- mótum, þar sem umferð er mest og minna vegfarendur á að fara ekki „yfir strikið“. Mér er það minnisstætt fyrst þegar „strikin" komu fyrir 2—3 ár- um, — áður en göturixar voru „bólusettar“. Görnul kona kom gangandi niður Hverfisgötu og ætlaði yfir Ingólfssti-æti. Hún var sýnilega mjög samvisku- söm. En hún hafði misskilið umfei’ðareglurnar. I stað þe'ss að ganga „innan stryks“ fór hún að basla við að ganga á sjálfu strykinu. Hún var auðvitað ó- vön öllum jafnvægiskúnstum og linudansi, svo fei’ðalagið gekk næsta skrykkjótt. Seinast tók liún það ráð, að ganga út á hliðina og þannig nxjakaðist húix loksins „á skjön“ þvert yf- ir göluna. Þessi misskilda sanxviskusemi gömlu konunnar er hrein und- antekning. Sjálfur „greip eg xxxig í því“ í gær að fara yfir sti’ykið. Eða réttara sagt, eg lxafði ekkert tekið eftir því, ef lögi’egluþjónn liefði ekki beixt nxér á það, mjög prúðnxannlega. Líklega höfum við flest þá sögu að segja, að við fylgjuixi ekki unxferðareglunuxxx út i æsar. En nú er umferðavika og við skul- uixx öll bæta ráð okkar og kymxa okkur unxferðareglui’nar — og fara eftir þeim! • Fyrir skömxxiu var skýrt frá því, að stofnað liefði verið fé- lag til þess að koixxa á föstuxxx ferðunx nxeð rafknúnum stræt- isvögixunx nxilli Reykjavíkur og Hafnai’fjarðar. Hér er um að ræða nxjög íxxei’kilega íxýjung í samgöngumálunum. Eiixs og íxú standa sakir reyna allar þjóðir að spara bexxsín senx allra íxxest, þessvegna er notkun einkabíla bönnuð og notkun leigubíla taknxörkuð. I Noregi verða nxenn að hringja á lögreglustöð, ef þeir þurfa á leigubil að lxalda að næturlagi. Hér höfum við mikið óixotað rafxxxagn og sjálf- sagt að nota það í þágu sam- gangnanna, eftir því senx við verður komið. Annars er mikill áliugi í mönnum að eignast rafnxagns- ofna vegna yfii’vofandi kola- skoi’ts. Hefir heyrst að ríkis- stjórnin nxuni láta þetta íxxál til sin taka og gangast fyrir því, að nxeixxx geti fengið rafmagix til lxitunar ódýru veðri. • Nú fer fólkið að þyrpast til bæjarins úr síldinni. Flestir koma nxeð léttan sjóð. Að litlu er að hverfa hvað atvinnu snertir, eins og sakir standa. Enginn getur um það sagt, livort unt verði að lialda uppi siglingunx til Englands, en á þvi byggjast auðvitað vonir manna hvað togarana snertir. Ekki er séð lxvað byggingarvinnu verði haldið lengi áfranx. Búast má við að efni til iðnaðar fáist ekki. Utlitið er svart. Hitaveitan get- ur vonandi haldið áfram. Það er bót í máli. En þótt sxi at- vinnuaukning, sem af þeirri -frámkvaémd leiðir, bæti nokkuð úr skák, fer þvi auðvitað fjarri að atvinnuerfiðleikarnir séu þar nxeð ýfirurinir. Hvað á alt kvenfólkið að gera, sem nú kemur með tvær liendur tónxar úr síldinni? Undanfarin ár liafa vinnukonuvandræðin vei'ið tíð- asta umræðuefnið, livar sem tvær konur liafa liitst. Eiga liús- freyjurnar ennþá að slíta sér út fyrir aldur franx, af þvi þær geta ekki fengið stúlku til hjálpar, hvað senx i boði er. Er ekki kominn tími til þess að einn og annar láti sér skiljast, að sá, senx ekki vill vinna, á ekki held- ur nxat að fá? • Þeir senx hafa framfærlsu- málin nxeð liöndum verða vafa- laust ekki öfundsverðir nú í i. -» ■ ** langur, með því að sextíu ár telst ekki hár aldur nú á dög- um, enda ber Lárus Fjeldsted það með sér, að liann er mað- ur á léttasta skeiði, þrátt fyrir árafjöldann, sem hann á að baki. liaust. Þeir eru skyldaðir tii þess í inannúðarnafni, að leysa vandræði hvers þess, er að dyr- um ber. En er ekki þessi mann- úð stundum dálítið misskilin^ Ilvaða réttlæti er í því, að iðja- nxénnirnir verði að svcitast blóði til þess að halda upp£ þeim, sem ekki vilja vinna?* Bændur eru i stökustu vamlræð- unx vegna fólksleysis. A sama. tíma streyma inn kröfur umt franxfærslustyrk vegna atvinnu- leysis. Hér verður að taka uppr þá reglu, að enginn maður fái fátækrastyrk, nema að hanu geti ekki unnið fyrír sér, eða geti e'kki fengið nelna atvinnu innan hæjar eða utan, eða hafi fyrir svo nxörgunx að sjá, að tekjur lians hrökkvl ekkí, þótt sparlega sé á haldið. Fátækra- byrðxn er orðin svo gífuríeg f þessum bæ, að þess er krafísL að framkvænxd þeírra málai verði tekin til nýrrar og gagn— gerðrar endurskoðunar. Áhorfandínn^ Umferðarvikan. 5. dagur. 1. Útvarpserindi unxferðarvik- unnar: Brynjólfur Stefáns- son foi-st. flytur erfndi kL 7.15 um bifreiðatryggingar. 2. Aukið lögreglulið leiðbeinir i umfei-ð á götum útí. 3. Úthlutað til bifreiðastjóra pg hjóh’eiðainanna sérprentim.' (i vasabókarfornii) af Ijösatíma bifreiða og reiðlxjóla. 4. Námskeið fyrir sendísveína f unxferðarkenslu liefst kL 8 í kvöld í Hafnarlxúsportínu. 5. Rafskinna flettii’ 40 síðum með lesmáli og myndum af Unxferðarreglum í Skemrau- glugganum. 6. Umferðarniyndir til sýnis i bænum og i kvikmyndahús- 7 ununx. Veðrið í morgTin. Hiti i ReykjavíK i2:st., heítast í gær i8, kaldast í nótt 12 st. firkoma í gær og nótt 1.2 nxm. Sólskin 6.0' st. Heitast á landinu í morgnn 15, st., á Horni og i Fagrdaí; kaldast 11 st., Akureyri, Vestmannaeyjum,. Papey o. v, — Yfirlit: Lægð fyrÍE' vestan og suðvestan. Bland. — Horfur: Sunnan eðk suðaustaiE kaldi. Skúrir. Faxaflói, BreiSa- fjörður: Suðaustan. gola. Smns- staðar skúrir. Áreftstur varð í gær á Skúlagötunní tmr kl. i.rj. Rákust'þar á bifreíðamar R-220 og R -1048. Báðar. skenxdust,. en lítið. Höfniir. Helgafell og Max Pemberton- voru væntanlegir í dág. Af síldveiðum eru væntanlegir i dág bv. Kári og Tryggvi garnli. Lyra fer til Noregs kf. 7 í kvöld. Hvert farþegarúnx í skipinu, er. upptekSL Karlsefni kom að norðan í gær. Lúðrasveitin Svanur, stjórnandi Karl Runólfsson, leik- ur fyrir franian Austurbæjarbama- skólann í kvöld kl. 8.30, ef veður leyfir. Innanfélagsmót K.R. lxeldur áfram i kvöld og verðuc þá kept í þessum greinunx: Spjót- kasti (fullorðnir), þrístökki (cfrcng- ir og fullorðnir) og 3000 nx. hlaujŒ (drengir). Mótið hefst kl. 7 stund- víslega. Innanfélagsmót Ármanns fyrir drengi innan 19 ára held- ur áfram í kvöld kl. 7. Kept verð- ur í 400 111. hlaupi, kringlukasti og langstökki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.