Vísir - 13.09.1939, Blaðsíða 6
v I s I n
Miðvikudaffinn 13. sept. 1939.
C-l I.LLEIT Á MARARBOTNI.
"Það er unnið að þvi af kappi, að ná gullinu upp úr ensku
Freigátunni „Lutíne“, sexn fúrst við Holland 1799. Mvndin sýn-
ír sandgröfu, sem er Iátin ausa sandi frá flakinu, svo hægl sé
að komast að því.
HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum f.yrir börn
414. GEGNUM LOGANA.
En menn Wynnes eru of seinir. A'Ö-
? ur en þeir komast að vindubrúnni,
I er hún dregin upp og þeir komast
I ekki lengra.
— ViÖ leggjum planka yfir vig-
grófina og klifrum upp á múrana,
ef það er ekki um seinan.
— Komið hingað, Litli-Jón og
Rauðstakkur. Sjáið þið ekki Ijós-
glampann i gegnum reykinn ?
A næsta augnabliki stekkur Hrói
niður stigann, gegnum reykinn, í
áttina til eldsins.
KONUNGLEG BRÚÐHJÓN.
’Sháhpur Mohammed Riza, krónprins af Iran, og Fawzia,
elsta sysiir Farouks Egiptalandskonungs, sem voru gefin sam-
:an i hjönahand í Cairo og Bagdad. Ekkert hjónaband í hinum
mohammedanska heimi er talið eins mikilvægt og þetta á síð-
úiri tímum.
„ÞJÓÐARFJANDI NR. 1“
í BANDARÍKJUNUM.
Hann er kallaður „Lepke“ og
hefir ameríska lögreglan heitið
25.000 dollara verðlaunum
beim, sem nær honum „dauð-
uni eða lifandi“.
ÞAÐ VAR SÚ TÍÐ, —
að alhanski lierinn gekk fram lijá Zog konungi og Geraldinedrottningu í Tirana, höfuðhorg
Alhaniu, eins og sést á þessarimynd, en nú eru þau útlagar, e:i lifa þó í voninni, að eitthvað
hreytist, svo að þau verði kvödd til Albaniu aftur.
HENRI DUNANT,
stofnandi Rauða Krossins, hins
mikla alþjóðafélagsskapar, sem
átti 75 ára afmæli 22. ágúst s. 1.
Dunant var Svisslendingur. —
FLOTBRÝR.
Brýr af svipaðri gerð og þessar eru bygðar i skyndi til her-flutninga, þegar aðrar brýr lial’a
verið sprengar í loft upp. 1 nútímaher eru sérstakar deildir, sem vinna að svona brúar-
lagningum. — Myndin er frá Spáni, úr borgarastyrjöldúur seinustu, er lier Franco var að
halda yfir flotbrú, sem lögðvar í skyndi vfir Ebrofljót. —
1 GRlMUMAÐURINN.
„Af hverju sagðirðu mér ekki sannleikann
' fyrirTjörum árum.“
„Hvað hefði það stoðað. Það var engin leið
— engin smuga.“
iÞað er altaf vegur — altaf einhver smuga.
Við hefðum getað fundið einhverja leið —
saman.“
Hann talaði af einkennilegum ákafa. Svo
aniklum, að hann keyrði hann áfram. Hann
Ihafði ekki lengur vald á sér.
„t»ú elskaðir mig ekki. Það var sannleikur-
3nn.“
Margaret horfði á hann. Öldur tilfinninganna
á hugum beggja risu og hnigu. Hún ætlaði ekki
.að segja neitt um þessa gömlu ást. Hún hafði
clskað Charles. En sá Charles var ekki lengur
’tlL Og það var sá Charles, sem hún nú sá, sem
hún hafði fengið nýja ást á. En svo hvarf þetta
alt — hún sá að eins íbúðina, kalda hversdags-
lega. — Það var ekki um neitt annað að ræða
«n að halda áfram — þrauka. Liturinn hvarf
iúr kinnum hennar. Hún var aftur föl og grá
ieins og vofa.“
Charles fanst, að hann hefði hagað sér eins
og hjálfi. Og liann hló við stuttlega, kuldalega.
„Það er orðið of áliðið til þess að fara að ríf-
ast — eg hefði ekki átt að vera að grafa þetta
upp — eg ætiaði að tala við þig skynsamlega,
tins og þegar menn ræða um viðskifti. Og eg
vildi það enn, ef þér er sama.“
„Það er orðið áliðið,“ sagði hún, „og í raun-
inni fanst Iienni. að það væri víst fjórum árum
of seint að vera að tala um þessa hluti.
„Eg ætlaði ekki að halda vöku fyrir þér lengi.
Eg ætlaði að spyrja þig um þessar yfirlýsingar,
sem maðurinn með togleðursgrimuna lieimtaði,
að þú skrifaðir undir. Veistu hvar þær eru?“
„Eg geri ráð fyrir, að liann geymi þær.“
„Heldurðu, að ekki geti átt sér stað, að Freddy
hafi þær?“
„Nei, nei — eg veit að hann hefir þær ekki.
Hann sagði mér, að aðrir hefði krafist þess, að
eg gæfi þessar yfirlýsingar. Þær munu vera i
fórum þeirra.
Charles varð ygldur á svip.
„Þú verður að ná i þessar yfirlýsingar. Eg
get ekkert aðhafst fyrr en þú nærð i þær — og
Gretu vegna verð eg að hafast eittlivað að.“
Margaret hallaði sér upp að arinhyllunni.
„Eg er smeyk um, að það sé engin leið að ná
í þær. Þú ættir ekki að hugsa um mig?“
„Hvernig get eg komist hjá þvi?“
„Mjög auðveldlega.“
Charles horfði á hana kuldalega.
„Eg bjóst ekki við að þú mundir mæla svo
fávíslega. Læturðu þér detta í hug, að eg aðhaf-
ist nokkuð, sem af leiðir, að þú lentir í klóm
lögreglunnar.“
Margaret var orðin eldrauð.
„Vertu ekkert að hugsa um mig. Heldurðu,
að mér sé ekki sama hvað um mig verður. Held
urðu, að eg vilji, að nokkuð komi fyrir Gretu?“
Charles var ærið þungbúinn.
„Eg á ekki um neitt annað að velja. Hagaðu
þér nú skynsamlega. Freddy kom þér í þennan
vanda og hann ætti að hjálpa til að koma þér
úr honum. Hve nær fer hann?“
„Hann flutti í dag. Þú heyrðir hvað hann
sagði — að hann kynni að fara þá og þegar.“
„Jæja — gott og vel. Eg fer þá.“
Hann gekk til dyra, hægt — en alt í einu
snerist hann á hæli og sagði:
„Hver er grímumaðurinn ?“
„Eg veit það ekki,“ sagði Margaret.
„Hefirðu enga liugmynd um það? Alls enga?“
Hún hristi höfuðið. En hún var orðin náföl.
„Veit Freddy það?“
„Eg veit ekki hvort neinn þeirra veit það.“
Margaret talaði svo lágt, að það heyrðist
vart, sem hún sagði.
XXXV. KAPITULI.
Klukkan 11 þetta kvöld var alt i kolamyrkri
i Standinghúsinu. Á þremur efstu liæðunum
höfðu öll gluggatjöld verið dregin niður og slökt
á öllum Ijósum.
Að eins í forsalnum logaði dauft ljós yfir
talsímaáhaldinu.
Maður nokkur kom fram á Grange Square um
svo kallaðan Caton-stig. Alt í einu nam liann
staðar og beið i tiu minútur eða svo og liorfði
slöðugt á húsið. Svo gekk hann upp tröppurnar
— og enn beið hann.
Það var alt dauðahljótt í húsinu. I kjallara-
gluggunum var engin skíma. Maðurinn opnaði
með útidyralykli og fór inn í forsalinn.
Það var notalegt að koma þar inn, þvi að úti
var kalt.