Vísir - 15.09.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 15.09.1939, Blaðsíða 4
4 VISIR Föstudaginn,, 15. septbr. 1939, VtSIR BAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 i(Gengið inn frá Ingólfsstræti) Bintr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sparnaðar- jþÖlT við þurfum ekki að leggja fram fé til vígbún- aðar á sjó og landi, komumst við ekki hjá margvíslegum auknum kostnaði vegna styrj- aldarinnar. Nefndir eru daglega settar á laggirnar, skrifstofur opnaðar, fólk ráðið til starfa. Þetta er alt nauðsynlegt og ó- hjákvæmilegt. En alt kostar þetta peninga — ný fjárfram- lög. Fjárhag landsins þarf ekki að lýsa. Öllum sem til þekkja, her saman um, að ekki megi með nokkru móti auka útgjöld- in, heldur verði ekki komist lijá að draga úr þeim til mikilla muna. Jafnvel þótt friður hefði lialdist, varð að skera niður. Nú hefir styrjöldin gert þá þörf miklu brýnni. Það er alt útlit á, ef ófriðurinn helst, að stórlega dragi úr innflutningi til lands- ins. Engar likur eru þvi til þess að aðflutningsgjöld verði nánd- ar nærri eins mikil og verið hefir. Það væri ófyrirgefanleg léttúð að taka ekki tillit til þessa. Því fer fjarri, að menn telji eftir það fé, sem til þess þarf, að standast hin auknU útgjöld vegna nauðsynlegra styrjaldar- ráðstafana. En menn spyrja: Er ekki hægt að spara, sem þessu nemur á öðrum liðum. Mönnum verður litið til hinna mörgu rijdsstofnana. Hvað af þeim má falla úr sög- unni? Er ekki hlutverki gjald- eyrisnefndar að mestu lokið með þeim nýju ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið bæði við- víkjandi innfluttum vörum til landsins og útflutningsvörun- um? Má ekki fela Eimskipafélagi íslands útgerð ríkisskipanna ? Slík ráðstöfun hlyti að spara stórfé, og auk þess miá búast við að Eimskipafélaginu færist útgerðin ekki lakar úr hendi, en núverandi stjómendum hennar. Ferðaskrifstofa ríkisins hefir kostað mikið fé á undanförn- um árum. Skoðanir hafa verið skiftar um þörfina á þeirri stofnun. Eins og útlitið er nú um mannflutninga til landsins er stofnunin algerlega óþörf. Enda mun hún að sjálfsögðu verða lögð niður. Tugir þúsunda em árlega greiddir til að halda uppi einka- sölu á bílum og viðtækjum. Eins og nú horfir virðist engin þörf á þessari stofnun og sjálf- sagt að taka til athugunar, hvort ekki sé hægt að leggja hana niður. Fiskimálanefndin kostar tugi þúsunda á ári hverju. Á undan- förnum árum hafa komið fram kröfur frá fiskframleiðendum um að leggja þessa stofnun nið- ur og fela Fisksölusambandinu störf hennar. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjóminni munu að sjálfsögðu halda fram málstað fiskframleiðenda að því er þessa stofnun snertir. Ilitt er ekki vitað, hve mikla á- lierslu samstarfsmenn þeirra i stjórninni kunna að leggja á, að Fisksölunefndin starfi áfram sem sjálfstæð stofnun. En liér er um að ræða mikilsvert atriði, sem nauðsynlegt er að ráðið verði tíl lykta sem fyrst. Hér hafa aðeins verið taldar nokkrar ríkisstofnanir, e'n ekk- ert minst á allar þær mörgu nefndir, sem starfandi eru. — Sumar þessara nefnda kunna aðvera þarfar en vafalaust gætu ýmsar þeirra liætt störfum, án þess að tjón hlytist af. Án þess að rekja það mál lengra skal þvi beint til rikisstjórnarinnar, að rannsaka hvaða opinberar nefndir geta hætt störfum. Best væri samt að hjá því yrði kom- ist að skipa nýja nefnd í það mál. Þess er krafist af öllum al- menningi, að hann leggi að sér, svo komist verði fram úr erfið- leikunum. Vísir hefir haldið því fram, að ríkisstjórnin eigi að ganga á undan í þessum efn- um. Það er óhjákvæmilegt að lækka fjárlagaútgjöldin stór- Iega. En auk þess verður að létta af þjóðinni öllum óþörfum ríkisstofnunum og öllum opin- berum nefndum, sem hjá verð- ur komist. Erfiðleikarnir, sem nú ganga yfir, eru prófsteinn á dug þjóðarinnar, þegnskap og fyrirliyggju. Rikisstjórnin verð- ur að sýna fulla einlægni í því, að hún láti ekld sitt eftir liggja um það, sem krafist er af þegn- unum. a Stytting skólahaldsins. Kenslumálaráðherra hefir nú tekið ákvörðun um skólalokun- ina og verður hún framkvæmd svo sem hér segir. í öllum gagnfræðaskólum, sem njóta styrks úr rikissjóði, svo og Háskólanum og Við- skiftaháskólanum verður kensla feld niður allan janúarmánuð. Mentaskólinn í Reykjavík hefst 10. okt. í stað 20. sept. og Mentaskólinn á Akureyri bjæj- ar 20. okt. í stað 1. okt. og Kenn- araskólinn byrjar 1. nóv. í stað 1. okt. Lokun sölubúða á morgun. Ríkisstjórnin hefir tekið þá ákvörðun, að búðum skuli lok- að á morgun allan daginn. — Verða menn því að gera flest innkaup til helgarinnar strax í dag. Allar verslanir verða þó ekki lokaðar, þvi að brauða- og mjólkursölubúðum, fiskhúðum og lyfjabúðum er leyft að hafa opið. Þessi búðalokun er til þess að hægt sé að framkvæma vöru- talningu í verslunum í sam- bandi við matvælaskömtunina og annað. Knattspyrna. 1 gær háðu starfsmenn Reykja- víkur apóteks og Sjúkrasamlags Reykjavíkur knattspyrnukappleik og fóru svo leikar, að Reykjavíkur apótek vann með 2:1, eftir mjög spennandi leik. Verðlaun voru af- hent að leiknum loknum og er þacS hið myndarlegasta koparmortél. Er þetta farandgripur. STENDUR SKIFTING PÓL- LANDS FYRIR DYRUM? Bresk blöð óttast, að Rússar muni hverfa frá hlutleysi sínu. Sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna í hættu. EÍNKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Bresku blöðin Daily Herald og News Chronicle leiða athygli að afstöðu Sovét- Rússlands til Póllands, en Rússar hafa að undanförnu, svo sem getið hefir verið í skeytum, dregið saman mikið lið við landamæri Póllands. Rússar hafa að vísu látið í ljós, að þeim hefði verið nauðsynlegt að hafa mikið lið á landamær- unum, ef pólskar hersveitir hrökluðust yfir landamærin. Þá yrði að vera mikið lið til taks til þess að afvopna þær. En yfirleitt hefir margt verið á huldu um samband Rússa og Þjóðverja alt frá því er þeir gerðu með sér hlutleysissáttmálann. Hefir að undanförnu verið orðrómur á kreiki um það, að auk hlutleysissáttmálans hafi verið gerður leynisamningur milli Rússa og Þjóðverja, og getgátur hafa komið fram áður um, að Rússar og Þjóðverjar ætluðu að skifta Póllandi milli sín. Sókn Frakka við Saar. Frakkar halda áfram sókn sinni á vesturvígstöðvunum og nota sem fyrrum mjög skrið- dreka af þyngstu gerð. Stór- skotalið þeirra heldur uppi skothríð til vamar skriðdrekun- um og fótgönguliðinu að baki þeirra. Víglína Frakka í Þýska- landi milli Mosel og Rínar er tæpar 100 enskar mílur á lengd. Miðar stöðugt áfram, en hægt, nær og nær Siegfried-línunni. Nú láta Daily Herald og News Chronicle, sem er meðal hinna áhrifamestu breskra blaða, það álit í ljós, að Rússar kunni að hafa í hyggju að hverfa frá hlut- leysinu og taka höndum saman við Þjóðverja í nýrri skiftingu Póllands. News Chronicle segir, að ef Rússar geri þetta muni þeir að líkindum hef ja sókn í Galiziu, pólska Ukraine og ef til vill taka svæðin kringum Vilna. Yrði þá þessi hlutar Póllands ránsfengur Rússa. En hvað fengi Þýskaland? Þýskaland fengi aðra hluta landsins og bæri því meira úr býtum en Rússar. Nú, segir blaðið, er ekki líklegt, að Rússar myndi sætta sig við minna og telur ekki ólíklegt, að Þýskaland hafi í huga, að fórna sjálfstæði litlu Eystrasaltsríkjanna, og megi gera ráð fyrir þeim möguleika, ef tilgáturnar um skiftingu Póllands reynist réttar, að Þjóðverjar láti það gott heita, að Rússar leggi undir sig Eistland og Lettland. Það verður að vísu ekkert ákveðið sagt um hvort þessar spár muni rætast. Milli margra þeirra ríkja, sem hér er um að ræða, eru hlutleysissamningar í gildi, en reynslan sýnir, að þegar sumum stórþjóðum býður svo við að horfa, eru slíkir samn- ingar ekki viríir. Ef spár þær rættist, sem að ofan um getur, er líklegt að styrjöldin standi miklu lengur en ella. Frá iíg:§töðvnnnin í Pöllanfli. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. TJtvarpsstöðin í Vilna tilkynti í nótt, að yfirherstjórnin hefði tilkynt, að þýskur her hefði far- ið yfir landamæri Austur-Prúss- lands og Póllands nálægt Su- walki, en miklir bardagar standi enn yfir í nánd við Lem- berg, Skierniewics og Kutno og svæðunum þar í kring. Þjóðverjar hafa enn gert tilraunir til þess að taka Lem- berg með því að senda skrið- drekasveitir og hersveitir í bryn- vörðum bifreiðum á imdan fót- gönguliði, en árásunum var hrundið, og tóku Pólverjar 9 skriðdreka og brynvarðar bif- reiðar allmargar. Harðir bardagar standa líka yfir á Kaluszyn-svæðinu við Bugfljótið. Fregnir Þjóðverja um, að þeir hafi tekið höndum heilt her- fylki, sem gafst upp fyrir þeim, hafa enga staðfestingu fengið. Pólverjar segjast halda Lodz og hafi Þjóðverjar skilið þar eftir mikið af hergögnum. Þá neita Pólverjar fregnum Þjóðverja um, að þeir hafi umkringt Var- sjá. Er það og viðurkent í út- varpstilkynningum Þjóðverja í morgun, þar sem þeir segja, að þeir séu að loka hringnum, en 100 mílur séu enn milli her- sveita þeirra að austanverðu við borgina. Ferðir Dr. Alexandrine. Vegna þess að menn hafa mjög óttast hér í bænum, að íerðir Drotningarinnar féllu niður vegna stríðsins, hefir Vís- ir snúið sér til Erlendar Ó. Pét- urssonar og spurt hann um ferðir skipsins. Erlendur kvaðst hafa fengið skeyti í morgun frá Kaup- mannahöfn um það, að skipið myndi lilaða til Færeyja og Is- land n. k. þriðjudag og mið- vikudag og gæti þá að líkindum farið hingað á miðvikudags- kvöld. Venjulega leggur Drotningin af stað frá Kaupmannahöfn ár- degis á miðVikudögum, svo að henni seinkar þá eitthvað að þessu sinni. Tvö fisktökuskip fóru héðan í gær áleiðis til Por- tugal.. Voru það Katla og Varild. Norðurlönd og: öfriðiirinn. Viötal við Gísla Sveinsson alþingismann. Gísli Sveinsson sýslumaður og frú hans voru meðal farþega frá útlöndum á Brúarfossi í gærkveldi. Fór Gísli Sveinsson utan svo sem lesendum Vísis er kunn- ugt, til þess að sitja fund sambandslaganéfndar, og læt- ur hann útvarpi og blöðum í té sérstaka skýrslu um störf nefndarinnar. Auk þess, sem þingmaðurinn sat fund sambandslaganefndar, tók hann þátt í alþjóða- þingmannafundinum í Oslo. Tíðindamaður Vísis hefir átt viðtal við Gísla Sveinsson og fer það hér á eftir. Tíðindamaðurinn spyr fyrst hvort ófriðurinn hefði bakað ó- þægindi að þvi er fundahöld og ferðalög snerti, og svarar G. Sv. spurningunni svo: — Ófriðurinn hafði þau áhrif, að heita mátti, að öll fundastörf og ferðalög legðust niður um gervöll Norðurlönd, nema það allra óhjákvæmilegasta. Þá höfðum við íslensku fulltrúarn- ir einnig lokið störfum, er til stóð að inna af liendi. Hinir sið- ustu viðburðir liöfðu feikileg á- hrif á allan viðbúnað, er til ó- friðarmála heyrði. Hvemig eru líkurnar fyrir J)ví, að Norðurlöndum takist að varðveita lilutleysi sitt? — Norðurlönd öll eru, eins og kunnugt er, algerlega hlut- laus í ógnarstyrjöld þessari, er nú geysar. Höfðu þau áður lýst yfir þessu og fullvissað stór- veldin um það. Þó er nokkur aðstöðumunur milli þeirra. Sví- þjóð er stæltust og sterkust og hýst því best til varnar, ef út af skyldi hera og einhver óvænt á- rás hefjast. Finnland á ótrygg- an nábúa í austri, þar sem Rúss- land er, sem að vísu er ekki stríðsaðili ennþá, en er nú í „bræðrafélagsskap“ við Þýska- land. Noregur á alla sína af- komu undir samgöngum og siglingum, en þeim er nú hin mesta hætta búin af tundur- duflum, kafbátum og herskip- um, að ógleymdum flugvélum, er geysa um láð og lög. En Norðmenn hyggjast munu geta verndað strönd sína og skip. T. d. elti okkur, er Brúarfoss sigldi norður með Noregi, norskur kafbátur alllengi, sýnilega til athugunar, og einnig rendu sér tvær flugvélar þeirra yfir sigl- GÍSLI SVEINSSON. ingaleið okkar á sömu slóðum, í eftirlitserindum. Danmörk er tæpast stödd að ýrnsu leyti. Hún er landamæra- land Þýskalands og hefir nýlega ge’rt vináttusamning við það, á- ræddi alls ekki annað, er Hitler vildi rétta út hendina, enda hefir svo farið um fleiri smáríki, er sömu aðstöðu höfðu. Nú liggur liið danska land flatt og opið þeim, sem liildarleikinn heyja, ef nokkuð út af ber, sbr. einnig mannskaðasprenging þá, sem hreskar flugvélar gerðu óvilj- andi á Esbjerg, svo og hafa þær oft vilst yfir Danmörku og hafst þar að óþarfa verk. En Danir liafa veikar varnir og kjósa eðli- lega friðinn framar öllu. Þess vegna mun J>ar ekki hafa fund- ist neinn maður, sem með nokk- urri áhyrgð hugsaði um land og lýð, er ekki óskaði friðar og sætta með Þjóðverjum og Eng- lendingum, jafnvel hvað sem l>að lcostaði! Nú forðast þeir alt, sem stygt gæti nábúann, því að þar er ekki við lamb að leika. Hvernig gekk ferðin heim? — Eftir að við höfðum orðið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.