Vísir - 19.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 19.09.1939, Blaðsíða 2
VISIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAtjTGÁFAN VÍSIR H/F. Sitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa; Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 ^Gengið inn frá Ingólfsstræti) 8 i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Gengis- breytingin. j^KISSTJÓRNIN á í mörg horn að líta um þessar mundir. Daglega koma fyrir ný og ný vandamál, sem krefjast skjótrar úrlausnar. Eitt af þeim vandamálum, sem erfiðast hefir verið viðfangs, er afstaða ís- lensku krónunnar til sterlings- pundsins. Á síðastliðnu vori var það tekið í lög að eitt sterlings- pund skyldi framvegis jafngilda 27 islenskum krónum. Þeir sem að þeirri löggjöf stóðu litu á sterlingspundið eins og þann „klett í liafinu“, sem ekki mundi hreyfast, hvað sem yfir skylli. Áðrir bentu á, að vissara væri að hafa frekari tryggingar að baki, þegar verðgildi krónunnar væri ákveðið með lögurn. Nú hefir það komið í ljós,að „klett- urinn í hafinu“ er ekki lengur fastur. Okkur hefir því farið líkt og manni, sem bindur hát sinn að kveldi við það, sem liann heldur vera bryggju, en kemst að því morguninn eftir, að bryggjan er ekki annað en fleki, sem kominn er á rek fyrir straumi og vindi. Síðan striðið skall á liefir sterlingspundið fallið um ca. 20%. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum bjuggu sig þeg- ar undir, að hrinda bátnum frá, þegar sýnt var að pundið var að reka. Norðmenn ákváðu að láta sína krónu fylgja pundinu niður um 4%, en Danir sína krónu um 8%. Við íslendingar fylgdum lengst. Pundið var fall- ið um 20%, þegar sú ákvörðun loks var tekin, að skilja við pundið og taka á okkur um helming gengisfallsins. Hið nýja gengisfall er um 11%. Hið fyrra var um 22%. Svo að alls hefir islenska krónan á þessu ári fall- ið um hér um bil nákvæmlega þriðjung. Hið nýja gengisfall kemur þunglega niður á öllum almenn- ingi. Vörur rjúka nú upp á er- lendum mörkuðum. Flestir eru illa við því búnir, að taka á sig hækkun á lífsnauðsynjum. Eft- ir gildandi lögum eru settar skorður við kauphækkun. Þau ákvæði hafa verið rýmkuð, að eins að þvi er tekur til sjó- manna, sem sigla á hættusvæði. Að því er verslunarstéttina snertir, var það ástand, sem skapast hafði við það að pundið var látið óskráð, alveg óþolandi. Eina leiðin var að kaupa vörur fyrir peninga út í hönd. En sú leið var sem lokuð, vegna gjald- eyrisástandsins. Kaupmenn hafa neyðst til þess að taka langan gjaldfrest á innfluttum vörum. Á þennan hátt hafa safnast milj- ónir króna, sem sumpart liggja hér í vanskilum, sumpart sem fljótandi verslunarskuldir. Þess- ar skuldir eru ekki neíma að nokkru leyti í pundum. Sá hlut- inn hækkar um ca. 9%. En mikill meiri hluti þessara versl- unarskulda er i öðrum gjald- eyri en pundum og hækkar þannig um 11%. Þetta er því tilfinnanlegra, sem sömu aðiljar hafa áður á árinu orðið að taka á sig miljónatöp, vegna liins fyrra gengisfalls. Það var þvi mjög eðlilegt að innflytjendur legðu til fyrir sitt leyti, að þeg- ar yrði skilið við sterlingspund- ið og krónan fest í því gullverði, sem hún hafði í vor eftir stýf- inguna, eða ca. 38—39 gullaur- um. < Ilinsvegar var á það að líta, að útflytjendur höfðu hags- muna að gæta við það, að krón- an liækkaði ekki í lilutfalli við slerlingspundið. Mikið af fram- leiðslu þeirra var þegar selt í ógreiddum sterlingspundum. Framleiðendur máttu ekki við því, að verða fyrir nýjum áföll- um á fiskinum, eftir alt það sem á undan var gengið. Þeir hefðu vafalaust kosið að pundinu hefði verið fylgt ofan í þessa 20% lækkun, sem orðin er, eða kannske lengra. Stjómin hefir þannig þurft að taka tillit til mismunandi sjónarmiða. Hún hefir hallast að því ráði, að framleiðendur fengju nokkra úrlausn sinna mála, þótt það leiddi af sér aukna dýrtíð í landinu og end- urtekið tap fyrir verslunarstétt- ina. a Gjaldskrá Hitaveitunnar. Bæjarráð samþykti á síðasta fundi sínum, að leggja til við hæjarstjórn, að 3. gr. í gjald- skrá Hitaveitu Ileykjavikui' frá 6. apríl 1933 yrði breytt og greinin orðuð þannig: Fyrir hitann skal greiða: Frá 1. október til miðs maí- mánaðar kr. 0,80 á mánuði fyrir livern fermetra hitaflat- ar. — Frá miðjum maí til 30. sept, kr. 0,30 á mánuði fyrir livern fermetra hitaflatar, livorttveggja miðað við 38 kr. kolaverð í verslunum í Reykjavík. Hækki verð á kol- um eða lækki um 10% eða meira frá þessu verði, breyt- ist hitaveitugjaldið hlutfalls- lega frá næstu mánaðamót- um. Jafnframt því, sem hæjarráð samþykti þetta, var bæjarverk- fræðingi falið að gera tillögur að nýrri gjaldskrá fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. V.b. Krístinn dreginn til hafnar. Síðastliðinn sunnudag kl. 10 að morgni lagði vélbáturinn Kristinn frá Húsavík til róðurs, og var vitað að hann réri 20 mílur í norðaustur af Grímsey. Sást til bátsins er hann hafði dregið reknet sín og var hann þá að leggja af stað til lands. Báturinn kom ekki að landi, og sneru menn sér til Slysa- vamafélagsins, með þeim til- mælum, að það hlutaðist til um að leit yrði hafin að bátnum. — Sendi Slysavamafélagið út þau tilmæli sín í gærkveldi. Vísir átti tal við fréttaritara sinn á Húsavík í morgun og skýrði hann blaðinu svo frá, að í gærkveldi hefði færeyskt skip komið með m.b. Kristin í eft- írdragi. Hafði vél bátsins bilað, og lá hann úti í flóanum þar til er færeyska skipið bar að og greiddi leið hans til lands. Veður hefir verið gott á Norð- urlandi undanfarið, sunnanátt og blíðviðri, þannig að ekki var talin bein ástæða til að óttast um afdrif bátsins veðurs vegna. Rússar hafa allan austur- hluta Póllands á sínu valdi Smigly-Rydz marskálkui* flúinn til Rúmeníu. Fregnir frá Budapest herma, að Smigly-Rydz marskálkur sé kominn til Rúm- eníu. Fór hann yfir landamærin í nótt. Hann mun setjast að í Craiova. í útvarpsfregnum frá Rómaborg er frá því sagt, að margar rússneskar her- sveitir í brynvörðum bifreiðum og skriðdrekasveitir séu komnar alt suður til landa- mæra Ungverjalands, og hafa Rússar því nú alt Austur-Pólland á valdi sínu, og þar með öll landamærahéruðin, sem liggja að Rúmeníu. Bretar ^eg ja Bú§§uin ekki §tríð ;í hendur, en §eg:jíist standa við allar §knld- Mndingar §ínar við i*ólBan«l. Breska stjórnin hefir gefið út tilkynningu, þar sem hún lýsir yfir því, að hún standi við allar skuldbindingar sínar gagnvart Póllandi og innrás Rússa muni í engu hafa þau áhrif, að hiin hviki frá ákvörðunum sínum í þessu efni. Cham- berlain forsætisráðherra og Halifax lávarður ræddust við í gær, og biðu frekari skýrslna, en er þær bærust. var ráðgert að haldinn yrði fundur í stríðsstjóininni. Breska stjórnin mun bera fram mótmæli gegn innrás Russa í Pólland, en ekki segja Rússum stríð á hendur. Það er jafnvel ekki búist við, að þeir slíti stjórnmálasambandi við. Rússa. Chamberlain mun gera grein fyrir afstöðu Breta í neðri mál- stofunni, að líkindum í dag. Stríðinu í Póllandi er talið raunverulega lokið, enda þótt Varsjá verjist enn. Rússneskar framvarðasveitir komu í gær til Lemberg og Vilna. •* , \ s SMIGLY RYDS. jr Islendingar hafa unnið forsetabik- arinn. Samkvæmt nýkomnum fregnum af skákþinginu í Buenos Aires, hafa íslend- ingar unnið forsetabikarinn. Pdlverjai' ólani“ aðii* siðferðilega. Oslo 18. sept. FB. Innrás rússneska hersins í Póllandi hefir verið mjög hröð og mótspyma óvíða og mjög veik. Rússar eru sumstaðar komnir 90 km. inn i landið. Þýskar og rússneskar hersveitir hafa hist í Brest-Litovsk í dag. Vörn pólska hersins virðist alveg að bresta. Fréttaritari Times segir, að Pólverjar sé ólamaðir siðferði- lega, og viti þeir vel, að ekki verði útgert urn örlög Póllands í Póllandi sjálfu, og því sé ekld um algeran ósigur að ræða eða neitt friðarsamkomulag, heldur muni Pólverjar áfram, eftir því sem þeir geta, vinna að þvi, að Hitlersstefnan verði kveðin nið- ur og Pólverjar fái yfirráð yfir- landi sínu aftur. — NRP. Er alt fyrirfram ákveðið af Rússum og Þjóðverjum varðandi Pólland ? a nBiinm Iié nerið Cnuraseous,»tailir Enn óvíst hversu margir liafa farist. Breska flotamálaráðuneytið hefir birt fyrsta listann yfir nöfn þeirra, sem bjargað var af flugvéla-stöðvar- skipinu Courageous. Alls eru 438 nöfn á þessum lista. Því er við bætt, að frekari listar verði birtir innan skamms. Blöðin í Rússlandi birta uppdrætti, sem gefa til kynna hvernig landinu verður skift, Það er þegar ýmislegt farið að koma í Ijós, sem þykir benda til, að skifting Póllands sé ákveðin þannig af Rússum og Þjóð- verjum, að hinir síðarnefndu fái alt landið fyrir austan línu, sem dregin er frá landamærum Austur-Prússlands til Karpato- Ukraine. Eftir þessu ætla Rússar sér sneið þá af Hvíta-Rúss- landi, sem Pólverjar fengu, er pólska lýðveldið var stofnað, og pólsku Ukrainiu. Sennilegt er, að Þýskaland taki í sinn hlut mikinn hluta af því landi sem eftir er eða öll vestur-héruðin, en miðhéruðin yrði verndarríki, með svipuðu fyrirkomulagi og er í Bæheimi og Mæri, síðan er Tékkóslóvakía liðaðist sundur. Bæði rússnesk og þýsk blöð hafa birt fregnir, sem benda í þá átt, að svona verði að farið, a. m. k. verði Pólverjum „boðið upp á þetta“, en látið skína í það í þýskum blöðum, ef þeir sætti sig ekki við þessa lausn og haldi áfram vörninni, kunni svo að fara, að þeir fái ekki neitt. En ekkert liggur fyrir um það, hvort vernd hins pólska leppríkis yrði sameiginleg — eða Rússar og Þjóð- verjar hafi þar einhverja verkaskiftingu. Erlend blöþ fordæma framferði Rússa, Erlend blöð eru harðorð út af framkomu Rússa og telja hana óverjandi. Bresk blöð segja, að Bretland muni í engu bregðast skuldbindingum sinum við Pól- land og halda áfram stríðinu. Varsjá verst enn. Það hafa ekki enn borist nein- ar fregnir um, að setuliðið í Varsjá hafi sint boðum Þjóð- verja um að senda erindreka til þeirra til að semja um uppgjöf borgarinnar, og eru loftárásim- ar á borgina byrjaðar í fullum krafti. 1 nótt voru gerðar fjórt- án loftárásir á borgina og varð liið mesta tjón af. Ávarp Moscicki. Moscicki Póllandsforseti hef- ir ávarpað pólsku þjóðina og sagt henni, að stjórnin starfaði áfram að því, að Pólland mætti njóta frelsis og friðar og ó- skertu sjálfstæði í framtíðinni, þakkaði liernum drengilega og hetjulega framgöngu, og skor- aði á menn að halda áfram bar- áttunni gegn innrásarhemum. Sendiherrar Pólverja í ýms- um löndum hafa dregið athygli ríkisstjóma að því, að Rússar hafi gerst brotlegir við alþjóða- lög og gildandi samninga þeirra í milli og Pólverja, auk þess sem þeir hafi brugðist skyldum sín- um sem meðlimur Þjóðabanda- lagsins. Breska flotamálastjórnin til- kynti í gær, að kafbátur hefði sökt breska flugvéla-stöðvar- skipinu Courageous. Eigi er get- ið um hvar skipið hafi jverið skotið í kaf, en það hefir verið notað í baráttunni gegn kafbát- unum á siglingaleiðum í nánd við Bretland, frá því í stríðs- byrjun. Á skipinu voru um 1200 menn að jafnaði, en að þessu sinni munu þeir hafa Verið nokkru færri. Skipið gat og flutt 500 flugvélar. Ekki hefir heldur verið tilkynt hversu margar flugvélar voru á skipinu að þessu sinni. Þegar er kafbátur- inn hafði skotið tundurskeyti sínu á skipið fór það að sökkva og skipsmenn fengu fyrirskipun um að bjarga sér á hvern þann hátt, sem þeir best gæti.Nokkrir komust á brott í flugvélum sín- um, aðrir í bátum, og margir hentu sér í sjóinn. önnur bresk herskip voru lálægt og komu þegar tundurspillar á vettvang og gerðu árás á kafbátinn og mun honum hafa verið grand- að. Þegar er búið að bjarga 500 manns af þeim, sem á skipinu voru, og eru tundurspillar og herskip á leið til hafnar með fleiri, sem bjargað hefir verið. Courageous var upphaflega beitiskip (battle-cruiser) og var bygt 1917, en eftir heimsstyrj- öldina var því breytt í flugvéla- stöðvarskip. Þegar Ronda fórst Skipið rakst á mörg tundurdufl. Oslo 18. sept. FB. Mótorskipið Ronda, eign Joh. Ludw. Mowinckels útgerðarfé- lagsins rakst á tundurdufl við strendur Hollands og sökk. Skipið var 8000 smálestir og var á því 30 manna áhöfn og 7 farþegar, þar af hafa 14 manns farist og meðal þeirra skipstjór- inn, Solberg að nafni, kona hans og 2 farþegar. Hinir komust í hát og réru í áttina til lands, en sótti seint vegna veðurs og slrauma. Eftir 58 klst. volk við illan aðbúnað, matarleysi og vosbúð, bjargaði ítalska skipið Providenzia skipbrotsmönnum og flutli til Vlissingen. Skipið söklc á 2 mínúlum og er talið, að það hafi rekist á fleiri en eitt tundurdufl. — NRP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.