Vísir - 25.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1939, Blaðsíða 2
VISIR yfsiR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSlR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 XGengið inn frá Ingólfsstræti) Bíuar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. QKXUR íslendingum á aö vera vorkunnarlaust að komast fram úr erfiðleikunum, ef rétt er að farið. Fyrsta skil- yrðið er það, að við einbeitum huganum að þeim viðfangsefn- um, sem fyrir liggja í dag og reynum af einlægni að finna heppilega lausn á þeim. Sumir af þeim mönnum, sem láta til sín heyra um l>essar mundir erU með hugann allan í gömlum endurminningum, lifa í „gamla stríðinu“ ef svo mætti segja, en forðast að leggja nokkuð til þeirra mála, sem fyrir liggja. Það væri að eins til að dreifa huganum frá því, sem nú þarf að ráða fram úr, að fara að elta slíka „víðavangshlaupara“ út um livippinn og hvappinn. Slík- ir menn eru hreint og beint úr- eltir og hafa ekki aðra eða meiri þýðingu en hverjar aðrar fáséðar eftirlegukindur. Það má líkja þjóðinni við skip í ósjó og ofviðri. Við þurf- um að verjast áföllum. Til þess að svo megi verða, er nauðsyn- legt að létta á fleytunni svo sem frekast er unt. Allur óþarfi, sem þyngir og erfiðar róðurinn á að hverfa fyrir borð, til þess að tryggja það, eftir föngum, að þeim verðmætum, sem innan- borðs eru, verði bjargað heilum í liöfn. Við höfum lifað um efni fram á undanförnum árum. Við höfum gert síauknar kröfur, án þess jafnframt að sjá fyrir get- unni til þess að fullnægja þeim. Þess vegna er fjárhagurinn kominn í öngþveiti, og atvinnu- rekendur á vonarvöl. Til þess að rétta okkur við, þurfum við að gera voldugt átak. Við þurf- um að vera samtaka, allir sem einn. Síst af öllu ættu þeir, sem ábyrgðina hafa borið að undan- fömu, að skerast úr leik. Það sem fyrst liggur fyrir er að snúa við á eyðslubrautinni. í fjármálunum er stefnubreyt- ingin svo aðkallandi, að ekki verður undan komist. Hér hefir verið hrúgað útgjöldum á út- gjöld ofan, líkt og gjaldgeta landsmanna væri sá sjóður, sem aldrei gæti tæmst hvernig, sem af væri ausið. Við verðum að lækka gjöldin, það væri fullkomin fásinna að ætla, að tekjur ríkisins gæti haldist, þeg- ar sýnilegt er að aðflutningar til landsins hljóta að skerðast að miklum mun. Að óreyndu verð- ur að treysta því, að fyirver- andi stjórnarflokkar muni að athuguðu máli hika ekki við að leggja hönd að hinum nauðsyn- lega niðurskurði, þótt játa verði, að það sem ennþá hefír frá þeim heyrst, hendi ekki til neinna hugarfarsbreytingar i þessum efnum. Og það er ekki nóg að fjár- lögin séu skorin niður. Allur hinn óhóflegi reksturskostnað- ur ríkisins verður að takast til gagngerrar endurskoðunar. Hér er haldið uppi mörgum geysi kostnaðarsömum en miður þörfum ríkisstofnunum. Sumt af þessum fyrirtækjum á að hverfa með öllu, vegna þess að eins og nú standa sakir, er til- vera þeirra óþörf með öllu. En við þurfum að gera okkur það skiljanlegt að á þessum alvöru- tímum er óþarft og óréttlætan- legt eitt og hið sama. Alþingi og ríkisstjórn eiga að ganga á undan. Ef til þess er ætlast að þjóðin talci hlutina föstum tökum, verður að hyrja að ofan. Ríkisstjórnin verður nú á haustþinginu að marka fjármálastefnu sína. Hún var mynduð til þess að rétta við at- vinnuvegina. Atvinnuvegirnir krefjast þess, að stefnubreyting verði i fjármálunum, útgjöldin lækkuð og óþarfanum varpað fyrir horð. Við þurfum að létta á skútunni til þess að verjast á- föllum. Til þeSs þarf föst tök, hiklaus og einbeitt. a Áfengisverslur Akur- eyrar lokuð í viku. Dagana 11.—16. þ. mánaðar var útsölu Áfengisverslunar rík- isins á Akureyri, Iokað að til- hlutan áfengisvarnanefndarinn- ar á staðnum og gaf lögreglan á Akureyri síðan nefndinni skýrslu um árangur lokunar- innar. Samkv. þessari skýrslu lög- reglunnar var árangur lokun- arinnar mjög góður og það svo, að varla sást vín á nokkrum manni, meðan lokunin stóð yfir. Skýrði lögreglan svo frá, að ekki hafi sést ölvaður maður á dansleik í samkomuhúsinu, aldrei hafi þurft að kveðja lög- regluna til aðstoðar á Hótel Akureyri, sem sé alveg óvcnju- legt og út af hótelinu hafi al- drei sést koma drukkinn mað- ur alla vikuna. Þá sagði loks í skýrslu lög- reglunnar, að fáir dagar hefðu liðið í sumar, svo að ekki hefði druknir menn orðið á vegi lögreglunnar, en umrædda viku hefði hún aldrei þurft að skifta sér af mönnum vegna ölvunar. Félagsdómur kveður upp dóm sinn kl. 3 í dag, í dag kl. 3 mun Félagsdómur kveða upp dóm í Hafnarfjarð- armálinu svo nefnda. Er það mál sprottið af því, að Verkam.- fél. Hlíf í Hafnarfirði samþykti í vor, að reka alla þá úr félag- inu, sem væri meðlimir í Verka- mannafél. Hafnarfjarðar. Þetta kærði Sigmundur Björnsson, verkamaður, fyrir Félagsdómi og flutti Guðm. I. Guðmundsson, hrm., mál lians fyrir dómnum, en Pétur Magn- ússon lirm. varði málið fyrir Hlíf. Málið átti að taka fyrir í s.l. viku, en sakir veikinda eins dómarans, Kjartans Thors, var því frestað. Jón Ásbjörnsson, hrm., tók þá sæti hans í dóm- inum. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 25.97 Dollar................ — 650.00 100 ríkismörk....... — 266.67 — franskir frankar . — 14-99 — belgur........... — 110.10 — svissn. frankar .. — 147-55 — finsk mörk........ — 13.11 — gyllini .............. — 346.92 — sænskar kr....... — 155.08 — norskar kr....... — 148.05 — danskar kr........ — 125.47 Dregur til stórtíðinda á Vesturvígstöðvunum? Frakkar segjast munu brjótast í gegnum Siegíriedlín- una, og nota til þess nýja gerð af faUbyssum. EINKASKEYTI frá Uniíed Press. — London í morgun. réttaritari Daily Heralds í París skýrir svo frá, að nú um helgina hafi franskar hernaðarflug- vélar haft sig mjög í frammi á vesturvíg- stöðvunum, og hafi þær meðal annars gert loftárásir á ýmsa flugvelli Þjóðverja við landamærin og valdið þar miklu tjóni. Franskar flugvélar fóru í könnunarflug inn yfir þýsku landamærin í morgun, og skýra flugmennirnir svo frá að Þjóðverjar séu nú í óða önn að gera við þær skemdir, sem flugsveitirnar frönsku ollu á flugvöllum og vegum, sem liggja til landamæranna. Þá er skýrt frá því í öðrum enskum morgunblöðum, að Frakkar hafi þegar byrjað mikla sókn á vesturvigstöðvunum milli Saarbriicken og Rínar, og hafi mikið mannfall þegar orð- ið í liði Þjóðvcrja. Þýska stórskotaliðið hefir haldið uppi lát- lausri skothríð á frönsku herstöðvarnar, án þess þó að Frakkar hafi nokkurstaðar þurft að hörfa undan. Mussolini óttast framgang bolschevismans í Evrópu. Eu§ku Möðiu taka dauflega firið- artillögiiui liau§. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Mussolini hélt ræðu á laugardaginn er var, og hélt því þar fram að nú væri kominn tími til þess að semja frið, með þvi að ekki gæti talist að til verulegra vopna- viðskifta væri komið á vesturvígstöðvunum, og grund- völlnrinn, sem Bretar og Frakkar hefðu bvgt á, væri brott fallinn, með því að Pólland væri úr sögunni, og afskifti Rússa af styrjöldinni í Póllandi sköpuðu al- gerlega ný viðhorf i álfunni. Franska herstjórnin tilkynnir að í nánd við Luxemburg hafi franska hernum tekist að ná á vald sitt hæð einni, sem mikil- væg er talin frá hernaðarsjónarmiði. Telja Frakkar að einmitt á þessu svæði séu líkindi til að unt verði að brjótast í gegnum þýsku víglínurnar, með því að þar séu varnarstöðvar Þjóðverja veikastar. Loks skýra morgunblöð- in í London frá því, að það sé nú kunnugt orðið að Frakkar séu að flytja til vígvallanna nýja tegund fallbyssa, svo kallaðar sjó- hernaðar umsátursfallbyss- ur, en með þeim eigi að skjóta á Siegfriedlínuna, og er talið að fallbyssur þessar geti orðið henni mjög skeinuhættar. Sá er enn- fremur talinn kostur þess- ara fallbyssa, að þær má færa stað úr stað, nokkurn- veginn hvert sem vera vill, og eru þær þá dregnar af dráttarbílum eða skrið- drekum. Franskir hernaðarsérfræð- ingar liafa látið þá skoðun síná í ljós, að líklegt sé að með byssum þessum megi vinna bug á Siegfried-línunni, en að sjálfsögðu muni það taka mjög langan tíma, með því að lín- an sé breið, og mikið af neð- anjarðarvirkjum úr stein- steypu. Þá er talið að Þjóðverjar liafi mikinn viðbúnað á landa- mærunum og flytji nú þangað ný herfylki, flugvélasveitir og hernaðartæki, og er húist við að til stórviðburða kunni að draga næstu daga á Vesturvíg- stöðvunum. von REICHENAU, yfirhershöfðingi Þjóðverja í Póllandi.. KOMIÐ AÐ ÓVÖRUM. Þessi mynd er af pólsku fót- gönguliði, sem hefir verið að taka sér hvíld, þegar Þjóðverj- ar koma því skyndilega að ó- vöru og Pólverjar flýta sér strax að grípa til vopna. Hver itvooino i Varsjí fiefir orðið fvrir skotom Pólverjar verjast enn af fullu kappi. London, í morgun. Samkvæmt fregnum, sem berast frá Póllandi, hafa Þjóð- verjar nú hafið hina ægileguslu stórskotahríð á Varsjá og hefir henni ekki slotað undanfaiin dægur. Hafa þeir einnig haldið uppi látlausri skothríð á virkið Modlin, sem er skamt frá Var- sjá, en báðir þessir staðir hafa verið varðir af hinu mesta kappi, og er talið að andstaða Pólvcrja sé engu minni en verið hefir. Þjóðverjar segjast þó hafa unnið á, og geta þess m. a. í Það er litið svo á í Englandi að Mussolini sé um og ó um framgang Rússa í Póllandi, og hera ítölsku blöðin í gær og í dag' það með sér. Fréttaritari blaðsins Stampa skýrir frá því að 1 pólska Hvíta-Rússlandi og pólsku Ukraine sé nú unnið að því með geysiliraða, að koma á rússnésku stjórnarfyrirkomu- lagi á öllum sviðum. -— Telur hann að rússneski bolselie- visminn hafi tekið risaskref inn i Evrópu með töku austur- hluta Póllands og veki sú hugsup skelfingu meðal allra hugsandi manna, og sé ekki eingöngu lilið svo á i hlutlaus- um löndum, heldur einnig i Þýskalandi sjálfu. Morgunblöðin 1 London skrifa um þessa ræðu Mussolinis í dag, og gagnrýna hana. Kemst News Chronicle meðal annars svo að orði, að þótt Pólland hai'i þegar beðið Iægra hluta fyrir Þjóð- verjum og Rússum, þá sé af- staða Breta og Frakka með öllu óbreytt frá því sem hún var, er þeir ákváðu að hefja styrjöld tilkynningum sínum, að þeir liafi tekið 500.000 pólska fanga, 1200 fallbyssur og mikið og margvíslegt herfang annað. Herstjórnin í Varsjá hefir til- kynt, að svo mjög hafi kveðið að árásum Þjóðverja og skot- hríð á borgina, að hvert einasta hús í borginni liafi orðið fyrir skotum, og fólk beðið þar hana af völdum sprengjanna, en kjarkur varnarsveitanna sé ó- bilaður og þær muni berjast áfram, þótt aðstaða þeirra verði erfiðari með degi hverj- um. Einkum munu flutninga- erfiðleikar til borgarinnar vera miklir, og kann svo að fara, að matarskortur eða skotfæra- skortur leiði til þess að horg- in verði að gefast upp fyr en ella. Pólverjar halda því fram, að verið sé að endurskipuleggja pólska herinn í þeim héruðum, sem enn eru á valdi PólvSrja, og sendiherra Pólverja í París hefir kvatt alla Pólverja þar í landi á aldrinum 17—45 ára tif herþjónustu. Gísli Árnason, gullsmiður, er 80 ára í dag. Býr nú á Elliheimilinu. gegn Þjóðverjum, og muni því styrjöldinni að sjálfsögðu verða haldið áfram. Daily Herald lítur einnig svo á að Bretar og Frakka hljóti að halda áfram þeirri baráttu, sem þegar hafi verið hafin, og skifti þar örlög Póllands engu máli. Þessar tvær þjóðir hafi með þátttöku sinni í ófriðinum ákveðið að tryggja öryggi Ev- rópu og heimsfriðarins í fram- tíðinni með því að koma í veg fyrir árásir og uppvöðslusemi Þjóðverja, því meðan þeim haldist uppi ofstopi þeirra verði friðurinn aldrei öruggur og í rauninni í stöðugri hættu. Þetta sé meginorsök þess að Frakkar og Bretar hafi tekið upp bar- áttuna og aðstaðan sé að engu breytt frá því sem var í upphafi styrjaldarinnar. Rússar koma sér fyrir í Póllandi. Allar landamæra- stöðvar á þeirra valdi London í morgun. United Press. Yfirstjórn rússneska hersins hefir gefið út tilkynningu þess efnis, að rauði herinn hafi kom- ið sér fyrir á öllum stöðvum meðfram þeirri landamæralínu, sem Þjoðverjar og Rússar hafa komið sér saman um vegna skiftingar Póllands sín í mill- um. Rússneski herinn hefir haldið áfx-am sókn sinni undanfarin dægur, og hefir yfix-stjórn hans tilkynt, að hann hafi afvopnað og tekið til fanga hundrað þús- undir PóIveTja, og muni herinn halda áfram að hreinsa til í þeim héruðum, sem Rússar liafa fengið samkvæmt sldft- ingunni, þar til því er að fullu lokið, og rússnesku stjórnarfyr- irkomulagi hafi verið komið á í landinu. Rússar hafa þegar sett á fót ráðstjórnarfyrirkomulag í ýms- um þeim héruðum, sem á þeirra valdi e!ru, og hefir ríkið kastað eign sinni á jarðir stórbænd- anna og helstu atvinnufyrir- tæki. Kaupmenn og verksmiðju- eigendur sæta stórfeldum of-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.