Vísir - 28.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1939, Blaðsíða 2
VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSlR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 J[GengiS inn frá Ingólfsstræli) S i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Þegjandi og hljóðalaust" JJITTIIVAÐ hnykti þeim við í fyrstu, sumum kommún- istunum, þegar þeir sáu hvem- ig Stalin ætlaði að snúast í bar- áttunni gegn striði og fasisma. En ekki varð þeim þó svo bilt, að þær færu að fremja harakiri né htíngja sig. Og nú eru þeir búnir að átta sig. Auðvitað var þetta alt saman rétt úr þvi faðir Stalin gerði það! Nú lofa þeir nafn spámanns síns og iðrast þess af insta hjartans grunni, að þeir skyldu nokkurt augnablik æfinnar gerast svo forhertir, að hafa sjálfstæða skoðun um það, sem hann ætlaðist fyrir. Og af þvi að iðrun án yfirbótar er einskisverð, er nú hafinn dýrð- arsöngur yfir hvörju því sem Stalin fremur og fremja kann: Stalin gerir rétt, lofað og veg- samað sé lians blessaða nafn! Nú hefir frelsishetjan Halldór Kiljan Laxness látið ljós sitt skina. Þessi ótrauði hugsjóna- garpur, málssvari allra kúgaðra og undirokaðra hefir sent 15 miljónum PólveTja samúðar- kveðju sína. Hann segist ekkert skilja í því, hvernig nokkur ó- brjálaður frelsisvinur fari að Imeykslast á því, „að 15 miljón- ir manna eru þegjandi og hljóðalaust innhmaðir undir bolsévismann". — Þegjandi og liljóðalaust! Þegar Rússar ráðast með þriggja miljóna her inn í sjálf- stætt land, leggja það undir sig, gera upptækar eigur manna, hrekja þá frá heimilum sínum, elta þá og drepa, heyrir Halldór Kiljan hvorki stunur né hósta, ekkert neyðarkall, ekkert and- varp. Hann leggur hið næma skáldaeyra við og gefur síðan úrskurð sinn: Þetta er alt þegj- andi og hljóðalaust! Það er ekki ónýtt að be'rjast fyrir frelsinu undir svona for- ustu. Hér á íslandi hafa til skamms tíma verið nokkrar sál- ir, sem hafa trúað því, að Hall- dór Kiljan og aðrir slikir berð- ist af einlægni gegn ranglæti og yfirgangi í hverri mynd. At- burðir þeir, sem nú eru að gör- ast úti í heiminum, gætu kann- ske opnað eitthvert auga, sem hingað til hefir verið ósjáandi. Halldór liefir ekki einungis bar- ist fyrir hinni „kúguðu stélt“ á Islandi, hann hefir einnig talið sig sjálfkjörinn forvígismann í frelsisbaráttu alþjóðar. Fyrir skömmu krafðist liann þess að við segðum tafarlaust skilið við Dani og hrópuðum konunginn niður, vegna þess að Stauning væri ekki nógu fjandsamlegur nazistum. Rétt á eftir gerði Stal- in vináttusamning við Hitler. Og nú sjá allir afleiðingar þess. Við skulum ekki reyna að spá neinu um framíðina. En það er alveg sýnilegt, að Halldór Kilj- an mundi ekki kippast mikið við, þótt merki hamars og sigð- ar yrði eánhvém daginn dregið úpp á Alþingishúsið og myndin af Stalin gerð að altaristöflu í dómkirkjunni. Úr þvi að það getur ekki lineykslað, að 15 miljónir eru „innlimaðar undir bolsévismann“,, þá væri þvi minna um það að fást þótt tæp- ar 120 þúsundir færu sömu leið- ina — þegjandi og hljóðalaust. Það var ágætt að kommúnist- arnir okkar létu ekkert verða af kviðristunum og lienging- um, sem þeir höfðu liótað sjálf- um sér. Menn hefðu kannske búist við því, að þeim þætti ráð- legra að lialda sér saman dá- litla stund. En þeir Iiöfðu ekki vit á því. Þeir vilja endilega tala og það er alveg ágætt. Þessir vesælu menn eru komnir í slíka sjálfheldu, að þeir mega sig hvergi hreyfa. Þeir, sem ekki aumkva þá, lilægja að þeim. Það er nauðsynlegt að komm- únistarnir okkar fái að tala. Hvert orð, sem framgengur af þeirra munni flýtir fyrir þvi, að kommúnisminn á íslandi fái hægt og rólegt andlát — þegj- andi og hljóðalaust! a Úthlutun á mat- vælaseðlum fyr- ir október hefst á morgun. Kl. 9 í fyrramálið hefst út- hlutun skömtunarseðla fyrir októbermánuð, í skrifstofu út- hlutunarnefndar Reykjavíkur- bæjar, sem er í Tryggvagötu 28, og fer úthlutunin fram í af- greiðsulsölunum niðri. Til þess að fá afhenta skömt- unarseðla, þarf fólk aðhafameð sér stofna af skömtunarseðlum fyrir septembermánuð, með á- rituðu nafni eiganda og heim- ilisfangi. Ef breytingar hafa orðið, miðað við 1. október, — ]iarf fólk einnig að tilkynna það, hvort sem um er að ræða flutning innanbæjar, eða ef heimilisfólk flytur af höimilinu eða annað flyst þangað. Fyrirliggjandi birgðir, sem upp hafa verið gefnar, verða nú dregnar frá, og er það gert á þann hátt, að viðeigandi skömtunarreitir hafa verið gat- aðir, og fást vörur ekki afhent- ar gegn framvísun slíkra reita. Ber öllum almenningi að gæta þessa, sem og afgreiðslumönn- um sölubúða. Reitina var ekki unnt að klippa úr, bæði vegna tímaskorts, og einnig af þeirri ástæðu, að seðlarnir hefðu þá ekki hangið saman, en illger- legt að afhenda lausa skömt- unarmiða. Þeir, sem birgðir eiga, sem þannig verða frádregnar, ættu að gæta þess, að framvísa mið- um sínum fyrir septemtember. þannig að þeir verði ekki af- skiftir við síðari úthlutun, með ]>ví að skamturinn fyrir sejit- ember verður reiknaður með birgðum þeirra. ------i.iinw i ------ RÚSSAR HALDA ÁFRAM SÓKNINNI í PÓLLANDI. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press I tilkynningum Rauða hers- ins segir, að rússneskar her- sveitir hafi hertekið sjö þorp á San-ár svæðinu, fyrir vest- an Lemberg. Rússar herða á kröfunum á hendur Eistlendingum. Fregnin um, að rússnesku skipi var sökt við strendur Eistlands í gær, vekur mikla gremju meðal Rússa. Trjákvoða og timbur sem vinna má úr sprengiefni, stríðs- bannvara. Finnai* segja að Eisílendingap beygi sig« EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Igær var sökt rússnesku skipi við strendur Eistlands og hefir fregnin um það vakið reiði í Rússlandi. Er þetta tekið sem fullnaðarsönnun þess þar, að það hafi verið rétt, sem Rússar héidu fram, að á strönd Eistlands væri leynileg kafbátastöð, þarsem pólskir kafbátar hefðist við, m. a. pólski kafbáturinn „Orselle“, sem var kyrrsettur, en Rússar saka Eistlendinga um að hafa hjálpað til að flýja. Rússneska skipið, sem sökt var, heitir „Metalist“ og var 4—5000 smálestir. Mestum hluta skipshafnarinnar var bjargað eða 19 mönnum af 25. I Tallinn hefir fregnin um þetta vakið hina mestu furðu yfirvaldanna. Enginn þar segist neitt um það vita, að rússnesku skipi hafi verið sökt við strendur landsins. Því er opinberlega neitað, að nokkur leynikafbátastöð sé á ströndum Eistlands. Oslo, 27. sept. FB. Fulltrúi þýsku sendisveitar- innar í Oslo liefir látið hlöðun- um í té upplýsingar með grein- argerð um hvað Þjóðverjar telji ófriðarbannvöru. Segir þar, að Þjóðve'rjar telji trjákvoðu ó- friðarbannvöru undir öllum kringumstæðum, þar sem um mjög víðtæka notkun á þessu efni sé að ræða til sprengiefna- gerðar. Ennfremur telja Þjóð- verjar trjávið ófriðarbannvöru undir öllum kringumstæðum, ef hægt er að líta á viðinn sem efni, sem annað efni er hægt er að vinna úr efni til sprengiefna- gerðar. NRP. Þá er því einnig neitað opinberlega enn á ný, að Eist- lendingar hafi gert við pólska kafbátinn „Orselle“ og hjálpað honum til að flýja. í hlutlausu löndunum er alment talið, að það muni flýta fyrir því, að Rússar kúgi Eistlendinga til hlýðni við sig, að hinu rússneska skipi var sökt. í fregnum frá Helsingfors segir, að sterkur orðróm- ur gangi um það þar, að Eistlendingar búist nú til að verða í öllu við kröfum Rússa, en þeir krefjast þess: Viðræflurnar i Moskva. Ribbentrop kominn þangað með miklu föruneyti. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. 1) Að fá ótakmörkuð réttindi til flutninga yfir Eistland og viðskiftaleg forréttindi. 2) Að fá rétt til að koma sér upp flotahöfn eða herskipabækistöðvum á ströndum Eistlands. Fregnin um það, að Rússar fengi framgengt þessum kröfum hafa valdið kvíða í hinum Eystrasaltsríkjun- um og Finnlandi, þar sem aðstaða Rússa við Eystrasalt eflist að miklum mun, verði Eistlendingar að sætta sig við að fallast á þessar kröfur. Von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þýskalands, Iagði af stað áleiðis til Moskva í gær með miklu föruneyti, og kom þangað í gærkvöldi. í fylgd með honum var Förster, leiðtogi nazista í Danzig, og ótal margir starfsmenn úr fjármála- og viðskiftaráðuneytinu. Bretar og viðskifti hlutlausu þjóðanna Oslo, 27. sept. FB. Chamberlain hefir lýst yfir því í neðri málstofunni, að breska stjórnin hafi fullan hug á að taka fult tillit til viðskifta- legra þarfa hinna hlutlausu ríkja og með gleði taka til íhug- unar allar tillögur, sem þau liafa fram að færa. — NRP. Árásin á hol- lensku farþega- flugvélina. Oslo, 27. sept. FB. Hollenslc farþegaflugvél í förum milli Kaupmannahafnar og Amsterdam varð fyrir árás þýskrar hernaðarflugvélar í gær, er hún var á heimleið yfir Norðursjó í 800 metra liæð. Skotið var á flugvélina af vél- byssum liernaðárflugvélarinnar og einn farþeganna, sænskur verkfræðingur, Gustav Lamm, fékk kúlu gegnum hjartað, og beið þegar bana. Hinir 14 far- þegarnir sluppu ómeiddir, en mörg skot hæfðu flugvélina. Komst hún til Hollands og gekk lendingin vel. Hollenska stjórn- in hefir mótmælt árásinni hvasslega og krafist skaðabóta. Sænska stjórnin liefir einnig borið fram mótmæli og krafist skaðabóta vegna aðstandenda hins sænska manns, sem drep- inn var. Sömuleiðis hefir sænska stjórnin krafist skaða- bóta fyrir að skipinu Gertrud Bratt var sökt. -— NRP. Viðræðurnar hcfust þegar í gærkveldi og tóku þátt í þeim sendiherra Rússa og Þjóðverja í Berlín og Moskva, Schulenberg og Shwartzey. Ennfremur ýms- ir meðstarfsmenn von Ribben- trops og sérfræðingar, að ó- gleymdum aðalmönnunum af Rússa hálfu, Stalin sjálfum og Molotov forsætis- og utanríkis- málaráðherra. Það hafa komið fram ótal getgátur um þessa ferð og af ýmsum er talið, að til standi að ná samkomulagi við Tyrki, sem ekki að eins Rússar heldur og Þjóðverjar, standi að, en eins og áður hefir verið getið, er lyrkneski utanríkismálaráð- herrann nú í Moskva, til við- ræðna við stjórnina. Aðrar spár f jalla um, að Rúss- ar ætli að treysta sambönd sín á Balkan, og koma í veg fyrir út- þensluáform Þjóðverja bæðii austur á bóginn og í suðaustur- átt, til Balkanskaga. En ekkert verður með neinni vissu um þetta sagt. Þess er þó að geta, að það var ekki búist við því, að von Ribbentrop myndi fara sjálfur til Moskva, en þýsk sér- fræðinganefnd var komin áður HVAÐ GERA TYRKIR? Átök hafa lengi verið milli Breta og Þjóðverja um Tyrki, en Bretar báru sigur úr býtum, er bresk-tyrkneska varnarbandalagið var gert í vor, og gerðu Tyrkir því næst samskonar varnar- bandalag við Frakka. En Tyrkir hafa lengi verið vinir Rússa og eftir að þýsk-rússneski hlut- leysissáttmálinn var gerður, hafa Þjóðverjar og Rússar reynt að fá Tyrki á sitt band. Sem stendur er utanríkismálaráðherra Tyrkja í Moskva, og hefir hann rætt við Molotov og Stalin. Bíða menn með mikilli óþreyju eftir að fá vitneskju um árangurinn af viðræðunum í Moskva

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.