Vísir - 02.10.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1939, Blaðsíða 2
visir VtSIR Ð> & G B 1L A £» Otgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSlK H/F. Kitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 .(Gengið inn frá Ingólfsstræti) Bintr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Skömtunin. það væri kannske ofmikið sagt, að enginn fyndi neitt til þess að slcömtun liefir verið upp tekin á nokkurum dagleg- um nauðsynjavörum, en hitt má fullyrða, að vfirleilt finna menn sáralítið til þess. Þó er sýnilegt að skömtun dregur mjög úr neyslunni. Þegar á heildina er litið minkar t.d. kaffi- og sykur- neyslan um þriðjung. Á þeim heimilum, sem neyslan hefir áður verið mikið yfir meðallag, verður oft um helmings niður- skurð að ræða, eða meira. Kaffi- kannan er víða einskonar „sa- movar“ liér á landi, sem til- lilýðilegt þykir að altaf sé heitt íá. Með kaffiskömtuninni verður sá þjóðlegi siður að leggjast niður í bili. Og það er sýnilegt að sú „bylting" ætlar að kosta miklu minni fórnir, en menn hefðu gert sér í hugarlund fyr- irfram. Margir hafa hneykslast á kaffiþambi íslendinga. En það e!ru líka til menn, sem gera sig að spámönnum með þvi að hneykslast á ölliim sköpuðum hlutum. Kaffidrykkja okkar er tiltölulega meinlaus ávani. Og það sýnir sig, að þessi „löstur“ er ekki rótgrónari en það, að menn sigrast á honum mjög fyrirliafnarlítið. Margir, sem ekki hafa getað hugsað sér að byi'ja daginn öðruvisi en með nokkurum bollum af vel sterku kaffi, fá sér nú í staðinn skyr- hræruspón eða grautardisk, eða mjólkurglas. Eftir nokkura daga sjá þeir að kaffitrúin var ekkert nema hjátrú, sem gott var að vera laus við. Alveg það sama er að segja um aðrar þær vörur, sem skamtað- ar eru. Fyrst í stað þykir mönn- um skamturinn kannske full lítill. En þegar fram í sækir komast menn að raun um að þetta er alveg nóg. Skömtunin dregur ekki úr vellíðan manna á neinn hátt, heldur þvert á móti. Menn borða sennilega meira af kjarngóðum íslenskum mat, kjöti, fiski og mjólk og það lientar okkur vafalaust best. Þótt hæpið sé að draga al- mennar ályktanir af skömtun- inni, eftir þá stuttu reynslu, sem fengin er, virðist hún þó benda til þess, að við getum okkur að skaðlausu minkað innflutning á þeim vörum, sem skamtaðar eru að miklum ítíun. Sú tilraun, sem hér er gerð get- ur þess vegna haft mikla þýð- ingu fyrir þjóðarbúskap okkar í framtíðinni. Ef þau bráða- birgðaúrræði, sem hér er gripið til út úr aðsteðjandi vandræð- um, geta orðið að varanlegri lifsvenjubreytingu, stöndum við betur að vígi með viðskifti okk- ar út á við. Ræktuninni hefir fleygt fram síðustu áratugina. Við getum „braliðfætt“ okkur ekki einungis af kjöti, fiski og mjólk lieldur einnig af kartöfl- um og að nokkuru leyti græn- meti. Það á ekki að koma fyrir framar í sæmilegu árferði, að við þurfum að flylja kartöflur til landsins. En þess verður að gæta, að verðið á íslensku af- urðunum sé sniðið svo við lióf hér innanlands, að ahnenningur sé eldci skattlagður umfram getu við neyslu þeirra. Það er sýnilegt að stríðið get- ur kent okkur að spara og það verður einnig svo að vera. En sparnaðurinn verður að koma fram víðar en í búskap einstak- linganna. Þegar kaffi og sykur- neysla minkar um þriðjung, minkar líka kaffi- og sykur- tollurinn um þriðjung. Á þess- um eina lið minka þessvegna tekjur ríkisins um 4—500 þús- und, þólt neyslan verði ekki takmörkuð fram yfir það sem nú er. Ef nokkurt vit er i rílcis- búskapnum verða útgjöldin að lækka um þessa upphæð. Sama eraðsegjaumýmsan annan inn- flutning. Hann verður að minka til stórra muna og tekjur ríkis- sjóðs þá einnig að sama skapi. Þessari tekjurýrnun verður að mæta með tilsvarandi niður- skurði. Við getum lært af þeim erfið- leikum, sem nú steðja að. En við skulum hafa það með þann lær- dóm eins og alt annað: Láta eitt >dir alla ganga. Einstaklingarn- ir eiga að spara. Þeir munu gera það möglunarlaust, ef ríkið ger- ir slíkt hið sama. B œtap fréttír Helgafell 59391937 — IV-V. Veðrið í morgun. Mestur hiti á landinu 12 st., í Reykjavík io st. Mestur hiti hér í gær 13, minstur í nótt 8 st. Ur- koma 0.0 mm. Sólskin í gær 7,2 st. — Yfirlit: Lægð fyrir norðvest- an Island á hreyfingu austur eftir. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói: Allhvass suðvestan. Skúrir. Breiðafjörður, Vestfirðir, Norður- land: Hvassviðri. Rigning með köflum. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Vaxandi suðvestan átt. Víðast úrkomulaust. Höfnin. Esja og Súðin eru í Reykjavík. Komu úr strandferðum í gær síð- degis. Úthlutun matvælaseðla fór fram siðastl. föstudag og laugardag og hafa viðtakenda tekið seðla sína, á skrifstofunni, Tryggvagötu 28. Verður skrifstof- an opin í dag og á morgun, og eru allir þeir, sem eiga eftir að sækja seðla sina, ámintir um að gera það í dag og á morgun. Menn eru beðnir að tilkynna um leið, allar breytingar, sem verða á heimilum (þ. e. breytingar á tölu heimilisfólks og breytingar á heimilisfangi). Þetta verða líka þeir, sem búnir eru að sækja seðla sína, að gera. Hafi þeir ekki gert það, eru þeir beðnir að gera það hið fyrsta. — Þér, sem eigið eftir að sækja seðla yðar, ger- ir það í dag eða á morgun. Iívöldskóli K.F.U.M. verður settur kl. 8.30 i kvöld í húsi félagsins. Fimleikaæfingar K.R. byrja seinni hluta þessarar viku. Menn eru beðnir að skrásetja sig á þriðjudag og miðvikudag kl. 8— 10 siðdegis i skrifstofu K.R. Ármenningar. Munið aðalfundinn í Oddfellow- húsinu (niðri) kl. 8ýL Fjölmennið og mætið réttstundis. Næturlæknir er i nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Gengið í dag. Útvarpið í kvöld. KI. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.45 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Norrænir söngvarar. 20.30 Um dag- inn og veginn (V.Þ.G.). 20.50 Ein- leikur á píanó (Hjörtur Flalldórs- son). 21.15 Hljómplötur: „Borgar- inn sem aðalsmaður", tónverk eftir Rich. Strauss. «1 oliaon Ila ÍNÍein: Athugasemdir um hlutleysið Vegna þess að hernaðartæki ófriðarríkjanna hafa nú þegar, á 1. mánuði yfirstandandi stríðs, orðið til þess aðleita inn á íslenskt umráðasvið,hefirorðið sérstaklega tíðrætt um hlutleysi ríkisins og varðveislu þess, þar sem að því kynni að stafa hætta af slíkum heimsóknum. — Ýmislegt af því, sem rætt liefir verið og ritað um þessi mál, hefir gefið tilefni til eftir- farandi athugasemda: 1. Hugtaka-ruglingur. í leiðara Morgunblaðsins 29. þ. m. er talað um vonbrigði manna út af því, „að yfirmað- ur breskrar hernaðarflugvélar, sem varð að nauðlenda norður á Raufarhöfn á dögunum, skyldi hafa oðið til að brjóta hlutleysi landsins, með því að hverfa á brott aftur, eftir að hafa gefið yfirvöldum landsins drengskap- arheit um, að hann myndi ekk- ert fara nema með leyfi ís- lenskra stjórnarvalda.“ t Þjóð- viljanum 29. þ. m. er forsætis- ráðherra vittur fyi'ir að hafa ekki komið í veg fyrir að breska flugvélin stryki og gert „ráð- stafanir til þess að hindra hlut- Ieysisbrotið.“ Tilvitnuð ummæli tveggja blaða e!ru ekkert einstök, en eru í samræmi við almenna notkim allra dagblaðanna á orðunum: hlutleysi og hlutleysisbrot. Menn kunna að vita nokkurn- veginn livað við er átt. En með- ferð þessara þýðingarmiklu hugtaka er yfirleitt svo losara- leg og stundum röng, að þörf virðist nokkurrar áréttingar, til þess að reyna að skapa alment samræmi og forða við misskiln- ingi. Hlutleysi ríkis er fyrst og freinst raunverulegt ástand ekki-þátttöku ríkis í yfirstand- andi ófriði annara ríkja. Um af- stöðu hinna hlutlausu ríkja í þessum skilningi til stríðsaðila gilda svo aftur sérstakar reglur að alþjóðalögum, það er: hlut- leysisrétturinn. Af þessu sést, að svo lengi sem ríki verður ekki formlegur stríðsaðili,heldur það áfram að vera hlutlaust, jafnvel þó að bæði það sjálft og stríðs- aðilar liafi brotið reglur og á- kvæði hlutleysisréttarins hvað eftir annað. Hvert réttarbrot kann að hafa sínar afleiðingar, t. d. skapa skyldu til skaðabóta o. s. frv., en það sjálft fyrirfer aldrei liinu raunverulega hlut- leysis-ástandi. Kann hins vegar að leiða óbeinlínis til þess, að hlutleysinu Ijúki, ef það verður haft að orsök til þess að draga hið hlutlausa ríki í ófriðinn. Nú er orðið hlutleysi oft ekki notað eins og að framan grein- ir, — um hið raunverulega á- stand ekki-þátttöku í stríði, heldur líka látið ná til réttar- reglnanna sjálfra, sem leiða af þessu ástandi, þ. e. hlutleysi og hlutleysisiréttur er jöfnum höndum notað til þess að tákna það sama. Þessa tvímerkingu í orðinu hlutleysi má telja alveg almenna, en hún er auðvitað ó- nákvæmni. Af Iienni leiðir svo notkun orðsins hlutleysisbrot, sem á að tákna brot á hlutleys- isréttinum. Vegna þess, hvúrsu framan- greind tvímerking í orðinu hlut- leysi virðist vera almenn, kann að verða erfitt að útrýma henni. En ine'nn verða á hverjum tíma að gera sér grein fyrir henni, til þess að forðast mis- skilning. Þar sem að málin horfa þann- ig við, að ef ófriðarríld áreitir okkur sem hlutlausa þjóð, þá kemur það okkur þannig fyrir, sem veríð sé að skerða réttindi okkar, og ættum við þess vegna frekar að tala um lilutleysis- skerðingn af hálfu ófriðarríkj- anna, en ekki hlutleysisibrot, eins og blöðin hafa gert. Gætum við hins vefgar ekki skyldna oklc- ar sem hlutlaust ríki, mætti tala um hlutleysisbrot. Við tölum al- ment um réttar-skerðingu og skyldu-brot. Að lokum skal svo bent á það, sem beinlínis er villandi i skrif- um blaðanna. Þau gera ráð fyr- ir að hlutleysis-skerðing yfir- manns brúsku flugvélarinnar felist í því „að hverfa á brott aftur“. (Mbl., sbr. og Þjóðvilj- ann: „að hindra hlutleysisbrot- ið“.) þetta er auðvitað alrangt. Hin breska hernaðarflugvél hef- ir skert hlutlesyi okkar um leið og hún flýgur inn yfir íslenskt forráðasvið. Hvort hún hverfur þaðan aftur eða ekki, breytir engu umlilutleysis-skerðinguna. Aðeins gæti það orðið til þess að við gerðumst sekir um ldutleys- isbrot, ef íslensk stjórnarvöld uppfyltu ekki allar þær skyldur, sem á þeim hvíla sem afleiðing af hlutleysis-skerðingu hernað- arflugvélarinnar. Á þessum vettvangi skal ekki að þvi vikið. 2. íslensku hlutleysisreglurnar. Öll Norðurlöndin hafa sam- kvæmt auglýsingu 14. júní 1938 komið sér saman um samkynja texta að hlutleysisákvæðum, „með þvi að æskilegt þykir, að samkynja lilutleysisákvæðum verði fylgt í þessum löndum i ófriði milli erlendra ríkja.“ Hver stjóm Norðurlandanna á samt að gefa út sinn texta að ákvæðunmn fyrir sitt land. Fyr. ir Island er slílcur texti birtur i tilskipun, er hefir að geyma nokkur ákvæði í ófriði, nr. 102, 14. júní 1938. í báðum tilfellum, við komu þýska kafbátsins liingað til Reykjavíkur og bresku hern- aðarflugvélarinnar til Raufar- hafnar, hefir alment verið vís- að til ákvæða nefndrar tilskip- unar um rétt eða réttleysi þess- ara lieimsókna. Nú hefir það sumstaðar hej^rst haft á orði, hvernig við gætum skírskotað til og bygt á islenskri tilskipun, þegar um er að ræða alþjóðleg málefni, sem æltu að lúta alþjóðalög- um eða þjóðarétii. Þessu er þannig varið, að á- kvæði hinnar íslensku tilskip- unar, svo sem ákv. tilsk. hinna Norðurlanda, byggjast annað hvort beinlínis á alþjóðlegum réttarreglum, eða að þau kunna að fela í sér sérstök ákvæði, sem byggjast þá aftur á al- mennri þjóðréttarlegri heim- ild. Á þessum grundvelli liafa ákvæði hinnar íslenzku tilskip- unar gildi gagnvart öðrum ríkjum, en sjálfstæða þýðingu myndu innlend réttarákvæði ekki geta liaft á alþjóðlegum vettvangi. Þar sem einkum hefir orðið líðrætt um komu bresku flug- JÓHANN HAFSTEIN. vélarinnar, skal gerð nokkur frekari grein fyrir þvi tilfelli i þessu samhengi. Um heimildir herloftfara ó- friðarríkja til þess að fara um og lenda á hlutlausu umráða- sviði, eru engar sérstakar al- þjóðareglur til. 1 því falli að engum sérstökum alþjóðaregl- um sé til að dreifa, hefir hvert ríki, á grundvelli fullveldis- réttar síns, frjálsa lieimild til þess að skipa viðkomandi mál- um eftir eigin geðþótta. í lieimsófriðnum 1914—18 gripu hin hlutlausu riki alment til þess úrræðis, að banna yf- irferð og lendingu herloftfara ófriðarrikja á eigin umráða- sviði. Enginn stríðsaðila mót- mælti þá slíku hanni, en færðu fram afsakanir, þegar fyrir kom, að flogið var ofan i slíkt bann. Má þá segja, að fyrir utan það, að engin alþjóðleg sér- ákvæði eru i gildi, sem ákvæði íslensku hlutleysisreglnanna um loftför ófriðarríkja gætu farið i bága við, virðast þau þess utan í fullu samræmi við venjulielgaðan þjóðarétt. Hinu má svo í þessu sam- bandi varpa fram, livort að okkur íslendingum, fyrir utan það að liafa fullan rétt til þess að banna herloftförum ófrið- arríkja að koma inn á íslenskt forráðasvið, bæri einnig skylda til að setja fram slíkt bann. Sú spurning er nokkuð vafa- samari, en þjóðréttarfi-æðingar virðast líta svo á sem slík slcylda sé yfirleitt ekki fyrir hendi. Þetta atriði hefir nú í hili ekki raunhæfa þýðingu fyrir okkur, þar sem við höf- um þegar, með nefndri tilskip- un, gripið til þess ráðs, að banna alla umferð herloftfara ófriðarríkja á íslensku forráða- sviði. Aðeins snertir þetta það viðfangsefni, hvort við íslend- ingar ættum yfir höfuð að leggja okkur sjálfum á herðar strangari hlutleysisreglur, sem við þurfum að framfylgja, en brýnasta nauðsyn ber til. Innanfélagsmót f. R. fyrir drengi innan 19 ára, byrjar á morgun kl. 7. Þá fer fram lang- stökk og spjótkast. — Kl. 6.15 fer fram víðavangshlaup drengja inn- an 14 ára, og verður kept um bikar. VEGNA BRUNA verða búðir vorar í BANKASTRÆTl 2 lokaðar í nokkra daga.___ G) ko u pfélaq ið ÞingvallaferðÍF. Fjórar ferðir í viku. Sunnudaga — ])riðjudaga — fimtudaga — laugardaga. Til Þingvalla kl. 11 árdegis. Frá Þingvöllum ld. 6 síðdegis. Steindér. Kenni TUNGUMAL eins og undanfarin ár. Til viðtals á Leifsgötu 15, kl. 6—9 síðdegis. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Lára Pétursdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.