Vísir - 02.10.1939, Blaðsíða 3
VISIR
Gamla Bíó
»E1 f 1 f l@i gláiii«
Framúrskarandi skemtileg og hrífandi Metro-Goldwyn-
Mayer stórmynd, er gerist á Spáni á tímum Napóleons-
styrjaldanna.
Aðalhlutverkið leikur hin fagra og vinsæla sönglcona:
Jeanette MacDonald
Hin fögru sönglög i myndinni, DONKEY SERENADE,
SYMPATIIY, GIANNIA MIA o. fl. eru eftir RUDOLF
FRIML, er varð heimsfrægur fyrir lögin í „ROSE MARIE“.
Börn fá ekki aðgang.
Rafmagniuotendnr
I Beykjavík,
sem hafa bústaðaskifti og liafa haft raforku samkvæmt
heimilistaxta Rafmagnsveitunnar, með eða án ábyrgð-
ar, eru ámintir um að fá taxta sinn skrásettan fyrir hina
riýju ibúð. — Einnig verða þeir, sem flytja í íbúð, þar
sem verið hefir heiinilistaxti, að sækja um þann taxta,
ef þeir vilja verða hans aðnjótandi. .
Sé þessa ekki gætt, verður raforkan reiknuð með
_ ____ ,i. ... .. .
venjulegu ljósaverði.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Tilky nning.
Þaðtillcynnist hér með, að eg hefi selt hr. rafvirkjameistara
Júlíusi Björnssyni, Austurstræti 12, firmað: Raftækjaverslunin
Jón Sigurðsson.
Eg þakka viðskiftamönnum firmans fyrir viðskiftin á liðnum
árum og vona, að þeir láti hinn nýja eiganda njóta þeirra fram-
vegis.
Reykjavik, 30. september 1939.
ALBERT LÁRUSSON GOODMAN.
Eins og framanrituð tilkynning ber með sér, hefi eg lceypl
firmað: Raftækjaverslunin Jón Sigurðsson.
Eg mun gera mér far um að láta viðskiftamenn firmans njóta
hagkvæmra viðskifta og vona, að eigendaskiftin þurfi ekki á
neinn hátt að draga úr ánægjulegu viðskiftasambandi þeirra við
firmað.
Firmað er flutt í Austurstræti 12. Símar 3836 og 3837.
JÚLÍUS BJÖRNSSON.
EKKERT KAFFI
EKKERT TE
I ÞESS STAÐ:
AÐEINS MJÓLK - ALTAF MjOLK
fyrir karla frá kl. 8—9 alla daga
nema sunnudaga.
Sérstakir flokkar fyrir
skíðamenn.
Smábamaleikfimi hefst í lok vikunnar.
Upplýsingar í skólanum frá 4—6 e. h.
Sökum þess ástands, sem nú er ríkjandi, viljum vér
hér með tilkynna öllum viðskiftavinum vorum, að oss
er ókleift að halda LÁNSVIÐSKIFTUM vorum áfram á
þeim grundvelli, sem að undanförnu. Munum vér fram-
vegis að eins sjá oss fært að veita þeim viðskiftavinum
lán, sem GREIÐA REIKNINGA SÍNA UPP MÁNAÐ-
ARLEGA. Þar af leiðandi munum vér ekki bæta við
þær skuldir sem fyrir eru.
Ennfremur viljum vér vekja athygli viðskiftavina vorra
á, að framvegis gefum vér 5% afslátt gegn staðgreiðslu.
SKÖVERZLUN-REyKJAVÍK-SÍMHtFNI:LÚÐVIGSSON-SIMflR-38823082M882
LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR
BRIMHLJOÐ.
Leikrit í fjórum páttum eftii* Loft
Guðmundsson.
í beitingakrónni.
Leikfélag Reýkjavíkur fór |
vel af stað, er það sýndi í gær- j
kveldi hið nýja leikrit Lofts j
Guðmundssonar, Brimhljóð,
og ekki þarf liöfundurinn né
leikendurnir að kvarta undan
móttökunum.
Það var auðsætt strax i hlé-
inu milli 2. og 3. þáttar, að
allir áhorfendur voru á einu
máli um að liér væri athyglis-
vert leikrit á ferðinni, og að
það væri vel með farið. Þá
strax létu menn alment ánægju
sína i ljós, en tvo templara
liejTði eg hafa orð á því, að
þeir væru á móti öllu fylliríi,
— af því að drukkinn maður
sýnir sig á leiksviðinu í fyrsta
þætti. Drukni maðurinn í
fyrsta þætti er þó ágætur áróð-
ur gegn áfenginu, með þvi að
drykkjulæti hans eru komin á
það stig, að liugsunin er sljó
og hver setning er „problem“,
— erfitt og lítt viðráðanlegt, en
þetta er nú útúrdúr.
Lofti Guðmundssyni hefir
tekist vel við samningu þessa
leikrits, og það er auðsætt, að
hann hefir næman skilning og
góða kunnáttu í leikritagerð.
Þótt liér sé um fyrsta leikrit
höfundarins að ræða eru van-
kantarnir fáir og má gera ráð
fyrir að þetta sé einhver besta
nýsmið, sem völ hefir verið á
á íslensku leiksviði um margra
ára skeið. í leikritinu er jafn
stígandi, þræðinum haldið á-
gætlega og persónurnar skýrar
og vel mótaðar. Það er auð-
sætt, að hér er leikritaskáld á
ferðinni, sem kveður sér hljóðs
og hefir rétt til þess, enda lief-
ir honum tekist í þessu leikriti
að bregða upp mynd af ís-
lensku sjómannalífi, sem er
sönn í einfaldleik sínum, en þó
stórbrotin og mikilúðleg.
Það hefir oft verið rætt um
það, að aðstaðan í Iðnó til leik-
sýninga sé engan veginn svo
góð, sem vera skyldi. Leiksvið-
ið er litið og leiktjaldahögun
erfið og eru þvi lengri hlé á
milli þátta en æskilegt væri. Á
þessu á Leikfélagið enga sök
og getur ekki við ráðið, en leik-
tjöldin sjálf mættu vera betur
úr garði gerð, en þau voru að
þessu sinni, en vera má að
lilífst hafi verið við að leggja
í mikinn kostnað, meðan óvisl
var um afdrif leikritsins og
gagnrýni áhorfenda. Sviðsetn-
ingin var að öðru leyti góð, en
þó mætti vekja athygli leik-
stjórnarinnar á því, að myrk-
urs-scenan í þriðja þætti virðist
vera óþarflega löng, og mætti
án efa koma henni betur fyr-
ir. Hraðinn í leiknum var góð-
ur og leikstjórinn, Indriði
Waage, liefir bersýnilega unn-
ið mikið starf og gott við und-
irbúning leiksins og Ieiðbein-
ingu.
Leikendur fóru yfirleitt vel
með hlutverk sín og sumir á-
gætlega. — Ber þar fyrst og
fremst að nefna Öldu Möller,
sem ber liita og þunga dags-
ins og kiknar ekki undir. Hlut-
verk lienar er erfitt og krefst
mikilla liæfileika, en liún gerði
þvi slík skil, að enginn mun
liafa verið í vafa um góða leik-
hæfileika hennar. Ingibjörg
Steinsdóttir leikur Höllu gömlu
mjög þokkalega og Gest-
ur Pálsson leikur liinn prúð-
mannlega kaupmann svo sem
vera ber. Yalur Gíslason leik-
ur Bryngeir formann, og tekst
honum að bregða upp mynd af
sönnum sjómanni, harðgerum,
dálítið svakafengnum, þrótt-
miklum og áræðnum, en þrátt
fyrir allt þægilegum sjómanni
eins og sjómenn eru. Alfred
Andrésson leikur Högna mót-
orista, sem hneykslaði good-
templarana, og Alfred var þar
í essinu sínu, enda hlutverkið
Nýja Bíó.
Hertnr til
lietjiifláða.
Amerisk skemtimyná.
'm
ý. .
.1 í
JÍSS i
< ' * ■
Aðalhlutverkið leikur:
Joe E. Brown
ims w*
Síðasta sinn.
þakklátt af áhorfendum. Ei!f
mætti þó Alfred leggja sér á
minni, og það er að læra fram-
vegis hlutverk sitt betmr essa
hann gerir. Alfreð er gfiðwr
leikari, en það eitt og út af
fyrir sig er ekki nóg. Aðrir leik-
arar hafa smærri hluíverfe á
hendi, en gera þeiin yfíríeltt
góð skil, en þó mætti elsklmg-
inn i fyrsta þætti taka tölaverð-^
um framförum í hlutverkí sfirais,
en við skulum vona að jþaS
komi með æfingunnf.
Leikurinn sem heild var á~
gætur og Leikfélaginu fíí sófna,
svo og höfundinum, enda hlatn:
leikendurnir hinar besfu möt-
tökur. Milli þátta og emL-
um þó í leikslok, ætlaði íófs~
takinu aldrei að linna, og
blómum rigndi yfir leiksviðið.
Reykvíkingar ættu sannarfega
að sækja þennan leik, með þvÉ
að hér er um sýningu að ræða,
sem verðskuldar það fyllilega
og vérður öllum minníssfæSL
Ottómanar,
DÍVANAR, .
RÚLLU G ARDINUR og
HÆGINDASTÓLARL
Ágúst Jónsson
Mjóstræti 10. — Sími 3897.
Sighvatur (Gestur Pálsson) og
Bergljót (frú Alda Möller).
Húseigendnr í Reykjavík
eru beðnir að tilkynna mér sem fyrst, ef í húsum ]ieírra
eru kyntar fleiri en ein miðstöð. Viðtalstími kl. 10—12 í
Kolaversl. Sigurðar Ólafssonar, Sölfhólsgötu. Símí 1362
filjarni Gnðumiid§soii,
eftirlitsm. með kolaverslun.
Albinmótorverksmiðjan,
Svíþjóð, getur afgreitt með Lyru um iniðjan október-
mánuð nokkura mótora, hentuga í lífbáta, ef pantanir
eru gerðar nú þegar.
5 til 9 liestöfl — 120 kg.
8 til 15 hestöfl — 205 kg.
Skipasmíðastöð Hafnarf jarðar.
Sími: 9309.