Vísir - 05.10.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1939, Blaðsíða 2
VISIR 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSiR H/F. Sitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S i an a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Yerð kr. 2.50 á mánuði. Lansasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Bindindis- málavikan. Jjíklega er óvíða unnið jafn ó- sleitilega gegn áfengisnautn og hér á landi. Hvað sem segja má um tómlæti íslendinga, verða góðtemplarar og aðrir bindindissinnar ekki sakaðir um áliugaleysi og deyfð. Þeir eru vakandi í því starfi að hvetja þjóðina til umhugsunar um skaðsemi áfengisins, alt það fjárhagslega og siðferðilega tjón, sem hlýst af drykkjuskap og hverskonar óreglu, allan þann hamingjumissi og heilsu- spilli, sem af þvi leiðir. Hin síð- ustu misseri hefir baráttan gegn áfenginu færst mjög í aukana. Otbreiðslufundir eru haldnir víða um land. Fræðslustarfsem- in hefir aldrei meiri verið. En þrátt fyrir alt þetta öfluga og virðingarverða starf, fer því fjarri, að unninn sé bugur á á- fengisbölinu. Þess vegna er sóknin enn efld og mögnuð. f kvöld hefst bindindismála- vika. Góðtemplarar hafa haft forgönguna í því máli en leitað samstarfs við mörg fjölmenn félög, sem eru utan við regluna. Er ætlunin sú, að sameina sem best alla krafta þjóðarinnar í baráttunni gegn áfenginu. Auk bindindisstarfseminnar er séð fyrir óvenju fjölbreyttum sketotiatriðum. Öllum er heim- ill ókeypis aðgangur að þessum samkomum, og þarf ekki að efa, að mikil aðsókn verður. At- höfninni í kvöld verður útvarp- að úr Fríkirkjunni. Hefst hún með því að biskup landsins, iSigurgeir Sigurðsson, flytur á- varp. Þá talar f jármálaráðherr- ann, Jakob MöIIer, fræðslu- málastjórinn, Jakob Kristins- son, og loks Dr. Helgi Tómas- son. Karlakór Reykjavíkur syngur, en Páll ísólfsson leikur á orgel. Öllum má ljóst vera, að þótt altaf sé þörf fyrir öfluga bind- indisstarfsemi, þá á það ekki síst við nú. Miklir erfiðleika- tímar ganga yfir og þjóðinni er það höfuðnauðsyn, að hver maður geri skyldu sína. Dag- lega er þjóðin hvött til þess að sýna sjálfsafneitun i ýmsum greinum. Þess vegna ætti að vera betra tækifæri nú en oftast nær að ná eyrum hennar um bindindsfræðsluna og vekja áhuga hennar i bindindismál- um. Áfenginu verður ekki út- rýmt fyr e!n almenningsálitið tekur skarið af. Tilgangur bind- indisvikunnar er að rumska við almenningsálitinu rækilegar en nokkru sinni hefir verið gert. Það er vafalaust vel ráðið af góðtemplurum, að leita sam- starfs við félög utan reglunnar. Þvi hvort sdn menn hafa unnið bindindisheit eða ekki, á það að vera sameiginlegt áhugamál allra þjóðrækinna manna, að unnið sé gegn áfengisbölinu. Bindindismálavikan, sem nú hefst, er öflugasta sóknin, sem hafin hefir vefrið gegn áfengis- Wjwít og: ©ftir stríðs- toyrjtni í Þý§kalandl. Sslciiskftii* §tiidciit lýsii' áitimdinu í 3. viksi sei>tciukei* Ein vika full eftirvæntingar, kvíða og óróa var liðin frá því von RibbentrojD hafði verið í Moskva til að und- irrita þýsk-rússneska friðarsamninginn. Friðarsamning má nefna þennan einstæða samning vegna þess að i rauninni hafði ríkt ófriður milli þessara ríkja í 6 ár þó sá ófriður væri ekki liáður með járni og eldi heldur í ræðu og riti og á bylgjum loftsins. 1 samningunum komu þau sér saman um að hætta þess- um ófriði og taka upp friðsam- lega samvinnu á ötluin sviðum. Eftir þennan samning gat mað- ur búist við þvi að Englandi, Frakklandi og þó sérstaklega Póllandi yrði ljóst, að öll mót- spyrna gegn sanngjarnri lausn á vandamálum þeim, sem legið höfðu eins og mara á heimin- um i 5 mán. væri árangurslaus, já m. a. s. hreinasta fjarstæða, því öllum var nú Ijóst, að Þýskaland myndi aldrei [xila lil lengdar það ástand, sem skapast liafði við austurlandamæri þess. En það fór á aðra leið. Þessi þrjú riki, undir forustu Englands, voru nú komin svo langt að undankomu var ekki auðið. Siðasta tilraunin til að leysa hnútinn var gerð með til- boði þvi sem Hitler, með milli- göngu ensku stjórnarinnar, sendi pólsku stjórninni, þann 28. ág. og skyldi svarað fyrir lok 30. s. m. Svarið kom aldrei á aðra leið en þá, að þ. 30. sendi pólska stjórnin út yfirlýsingu í pólska útvarpið þess efnis að tilboðið væri óaðgengilegt. Nú var útséð um að til stríðs kæmi a. m. k. milli Póllands og Þýskalands. En hvað mundu England og Frakkland gera? Að kvöldi þess 31. ág. réðst hópur pólskra hermanna inn yfir þýsku landamærin í Scjblesiu og náði útvarpsstöð- inni í Gleiwitz á sitt vald. Tókst þeim að lesa upp ávarp frá for- seta Póllands, en að lokum voru þeir hraktir út aftur af lögregl- unni í borginni. Um nóttina skeðu líkir atburðir víða á landamærunum og að morgni þess 1. sept. gaf þýska her- stjórnin skipun um að svara þessum árásum í sömu mynt og þar með var stríðið hafið. Þennan sama dag gerði Mussolini tilraun til a. m. lc. að takmarka vopnaviðskiflin þann- ig að Pólland og þýskaland ætt- ust ein við. Tillaga hans fékk samþykki Hitlers og frönsku stjórnarinnar en enska stjórnin þverneitaði öllum samkomu- lagstilraunum. Á sunnudaginn þ. 3. sept. sögðu svo England og Frakkland Þýskalandi stríð á hendur. Hér i landi tóku menn al- ment með mikilli ró þeim at- burðum, sem hér að framan hefir lýst verið. Auðvitað var undirbúningurinn geysilega mikill síðustu vikuna. Flestir ungir menn voru kallaðir til herþjónustu. Allstaðar voru hópar af hermönnum gangandi og á öllum járnbrautarstöðvum voru samansafnaðir stórhópar manna, sem ýmist voru að koma eða fara. Margir jjeirra liöfðu heiðursmerki úr heims- nautn hér á landi. Þeir menn,’ sem hafa undirbúið þessa sókn, eiga þakkir skilið. Ef árangur- inn verður eins og til er stofn- að er fullkomin ástæða til að gleðjast. íslenska þjóðin þarf á öllu sínu þreki að halda. Hún nýtur þeSs ekki að fullu meðan áfengisnautnin lieggur slíkt skarð í fylkingar, sem nú er. a styrjöldinni og fyrir þá var þetta þvi ekkert nýtt. I fylgd með þeim, sem voru að fara, sá maður konur og börn og báru þær oft töskurnar fyrir menn- ina. Skilnaðurinn var þögull og fullur alvöru eins og yfirleitt alt lífið hér var og er. Ef maður ber saman þær myndir, sem sýna hvernig stríðið byrjaði ár- ið 1914 og það sem maður sér nú, sér maður þann regin mun sem hér er. Árið 1914 fóru menn syngjandi í skotgrafirnar og konurnar köstuðu blómum til mannanna sem gengu alvopn- aðir að heiman. Hrifningin var óstjórnleg. Nú sér maður sjald- an glöð andlit við lík tækifæri. Flest eru samanbitin og alvar- leg en þó örugg. Eg liefi vakið máls á þessu við marga og svarið er altaf það sama: „Við vildum ekki stríðið og gerðum alt til að liindra það, því var neytt upp á okkur, og það er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En ef óvinirnir ráðast á okkur geta þeir verið vissir um að við munum svara þeim í sömu mynt“. Undir þessu inottói fóru menn hér í striðið. F það var nokkuð, sem allir, bæði lærðir og leikir, höfðu reiknað ákveðið með, þá var það að þegar á fyrsta degi stríðs, jafnvel á fyrstu klukkustund- unum, myndu stórir loftflotar fljúga yfir helstu borgir óvin- anna og leggja þær í rústir að meira eða minna Ieyti. Hernað- arsérfræðingur enska blaðsins Times, Ziddel Hart, skrifaði skömmu fyrir stríðsbyrjun, að á fyrstu vikunni myndu ekki minna en 250 þús. varnarlausir borgarar verða Ioftárásum að bráð, i Englandi einu saman. Þetta voru þær áætlanir, sem gerðar voru, en livernig lítur verkuleikinn út. í 2y2 viku hefir ófriðurinn geysað. Pólland er ekki lengur til og pólski herinn í algerðri upplausn. Hafi íbúarnir, aðrir en hermennirnir, ekki veitt mótspyrnu, en það skeði á ein- stöku stað að íbúarnir veittu harðvítuga mótspyrnu, þó þeir ekki væru í hernum, — hefir ekki verið gerð loftárás á óvíg- girtar borgir eða þær borgir, sem ekki tilheyrðu liernaðar- svæðinu og af varnarlausum borgurum munu sárafáir hafa fallið, þegar tekið er tillit til hversu umfangsmiklar hernað- araðgerðirnar hafa verið. — Ein einasta loftárás hefir verið gerð á I>ýskaland. Voru það Englendingar, sem gerðu hana, þriðjudaginn eftir að þeir höfðu sagt Þýskalandi stríð á hendur. Komu 25 flugvélar að vesturströnd landsins yfir Wilhelmshaven, sem er aðalstöð Norðursjávarflota Þýskalands, og Cuxhaven. Sú reynsla, scm Englendingai- fengu af þessu flugi hefir ugg- Iaust ekki verið uppörfandi, því að síðan hafa þeir ekki gert aðra tilraun. Hafa þeir látið sér nægja með að koma í litlum flugvélum í geysilegri hæð og kasta niður fregnmiðum og virðist það vera eitt aðalein- kenni stríðsins milli Englands, Frakklands og Þýslcalands. Þjóðverjar hafa ekki enn gert tilraun til að gera loftárás hvorki á Englandi né Frakk- Iand. Þeir vilja ekki stríð við þessi ríki og svo lengi, sem þau ekki gera alvarlega árásir, munu Þjóðverjar livergi hreyfa sig. Við vesturvíglínuna liefir enn lítið gerst og a. m. k. ekkert þýðingarmikið því enn eru Frakkar ekki komnir að aðal- víggirðingunum. Aðal ófriðarsvæðið milli Þýskalands og óvina þess í vestunátt hefir hafið verið. Skömmu eftir stríðsbyrjun til- kynti England að siglingabann væri til Þýskalands og að ætl- unin væri að hefta allan inn flutning, ekki einungis á þeim vörum, sem nauðsynlegar væru til hernaðar, heldur og á bók- staflega öllum þeim vörum, sem til lífsnauðsynja teljast. Um sama leyti hafði þýska stjórnin tilkvnt að bannvara til Englands væri alt, sem til hern- aðar þyrfti, þ. e. a. s. ekki mat- vörur og klæðnaður og aðrar lífsnauðsynjar. Þessar reglur þýsku stjórnarinnar voru sam- kvæmt samningum þeim, sem gerðir liöfðu verið um sjávar- hernað í Haag og London 1925. Þegar enska stjórnin birti sinn bannlista, sem náði langt út fyrir takmörk allra samn- inga sá þýska stjórnin sig tilneydda að svara í sömu mynt og lýsti allar vörur bann- vörur. Með siglingabanni sínu grípa Englendingar til þeirra sömu ráða, sem í heimsstyi’jöld- inni færðu þeim sigur að lok um. En nú ber að gæta þess, að aðstaðan er öll önnur fyrir Þýskaland. Það, sem í heims- stvrjöldinni var undantekning, sem sé að ríki væri hluiíaust, er nú regla en hitt undantekning að ríki sé þátttakandi í stríðinu. Einmitt þetta gerir það að verk- um, að miklu hægara er fyrir Þýskaland að halda uppi sinni verslun við hlutlausu ríkin og þá einkum við þau, sem liggja í Austur- og Suður-Evrópu og svo Norðurlönd. Á öllu þessu svæði kemst England ekki að til að hindra að verslunin geti dafnað. Eystrasaltið er frjálst til siglinga og samgöngurnar við Suðaustur-Evrópu og Suður- Evrópu fara fram á fljótum, að- allega Dóná, og með járnbraut- um. Þetta liefir orsakað, að England hefir gert tilraunir lil að fá þessi riki, einkum Norður- lönd til að vei’sla ekki við Þýskaland. Einkum er það sænski járnmálmurinn, sem þeir vilja hindra að Þýskaland fái, svo að þeir geti verið einir um hituna. Þessi og aðrar hkar tilraunir eru auðvitað elcki í samræmi við þær viðurkenn- ingar á lilutleysi þessara landa, sem Englendingar hafa gefið og þær hafa þvi ekki fundið sam- þykki viðeigandi stjórna, sem gera alt til að lialda sér utan við stríðið. Eins og nú standa sakir virð- ist útlitið á því, að Englandi takist að sigra I>ýskaland með sömu aðferðunum og í heims- styrjöldinni, því harla lítið. Aftur á móti er alt útlit á að Þýskalandi mtmi takast með kafbátum sínum að gera Eng- landi erfitt fyrir með allar sigl- ingar. Þegar á fyrstu dögum stríðsins tókst að söklcva 30 skipum með samtals 190 þús. br. reg. t. og maður skyldi ætla, H ÖF\I\ « Inn við Nýborg stendur á þurru landi einn af björgunar- bátum Eimskipafélagsins, og hefir verið settur i hann nýr skutur með það fyrir augum, að setja í bátinn mótor, og ákveð- ið mun, að livert skipanna hafi a. m. k. einn mótorbát innan- borðs, sem síðar geti dregið hina aðra björgunarbáta skips- ins, ef óhöpp á liafi lientu skip- in. Þetta er virðingarverð fyrir. hyggja. Sama hugmynd he’fir komið fram hjá sjómönnum viðvíkj- andi togurunum, og munu margir útgerðarmenn og skip- stjórar hugsa til þess að útbúa annan björgunarbátinn með smámótor. Slíkt kemur að enn meiri notum á svo litlum skip- um, þar sem bátarnir eru gerðir fyrir 18 til 22 me'nn hvor, en í utanlandssiglingum eru ekki fleiri en 11 til 12 menn og gætu þar af leiðandi allir komist í vélbátinn. Má það vera mikill hugarléttir öllum þeim, sem hlut eiga að máli og vita tilfe'lli frá síðasta stríði, þar sem skips- hafnirnar örmagna af þreytu og vosbúð, eftir margra sólar- liringa áreynslu í björgunarbát- unum við að róa sig áfram, gátu hvorki haft gegn vindi né straumi, og rak loks hjálpai’- lausa um á liafinu, þar til hepn- in söndi skip á leið þeirra, ef svo vildi til. Nú hefir verið settur utan- borðsmótor á björgunarbát tog- arans Belgaum, og munu vænt- anlega fleiri koma á eftir. Mót- or þessi er svo haganlega útbú- inn, að auðvelt er fyrir einn eða tvo menn að taka liann af og láta liann á, eftir þörfum; er gott að geta látið hann liggja í bátnum meðan verið er að setja hann á sjóinn, og láta svo mótorinn á þegar þess gerist þörf. En meðan verið er að tala um f Rolf Thommessen. 9. þ. m. andaðist hinn mikli íslendingavinur, dr. phil. Rolf Thommessen, 60 ára gamall. Dr. Thommessen var ritstjóri dagblaðsins „Tidens Tegn“ þar til í fyrra, að eigendaskifti urðu á blaðinu. Blaðið stofnaði faðir hans, Olav Thommessen, fyrir heilum mannsaldri, og sameiginlega gerðu þeir blaðið að einu stærsta og víðlesnasta blaði Norðurlanda. Dr. Thommesen var uppruna- lega vísindamaður (Kunsthist- oriker), en þegar „Tidens Tegn“ var stofnað, varð liann „Red- aktionssekrete!r“ föður síns. — Hann var í nokkur ár „General- sekreter“ fyrir „Det frisindede Venstre“, en varð eftir nokkur ár foringi fyrir „den ny-norske Nationalisme" og aðalbaráttu- maðurinn, sem gerði út af við „Liberalismann“ að mestu leyti í Noregi. Dr. Thommessön bjó síðasta árið sem hann lifði á jörð sinni í Arendal. Faðir hans lifir enn þá, 90 ára gamall. Eg undirritaður liefi sérstaka ástæðu til að minnast þessa á- gæta og mikilhæfa manns, þar sem hann lét blað sitt styrkja mig með 300 krónum á mánuði i heilt ár, þegar eg stundaði nám í Oslo. Einnig vil eg nota tækifær- ið og minnast lauslega á þá af- stöðu, sdm „Tidens Tegn“ tók í að ekki minkaði það þegar á líður og kafbátunum fjölgar. „devoleb“. Eins og ofanrituð grein ber með sér er liún skrifuð af ís- lenskum stúdent, sem dvelur um þessar mundir i Þýskalandi og kynst hefir viðhorfum al- mennings þar til ófriðarins. Er hér frá málunum skýrt frá þýsku sjónarmiði. — Síðar mun birtast gerin um viðhorf Banda- manna til ófriðarins. — Ritstj. cí Hafið. þessa umbót, vildi eg skjóta þvi hér inn til athugunar hlutaðeig- endum, hvort ekki væri heppi- legt að setja korkröð á skjól- borð bátanna, t. d. negla sams- konar korkplötur og eru í björg- unarbeltum eftir öllu skjólborð- inu; slíkt yrði ekki kostnaðar- samt, en myndi aulca viðnáms- þol bátanna í kviku og kröpp- um sjó, þvi þó vonandi sé að aldrei komi til þess, að á það reyni, er þó allur varinn góður. Sailor. Smábarnaleikflini liefst næstkomandi þriðjudag fyrir drengi. Uppl. í skólan- im, Laugavegi 1 C daglega kl. 4—6. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR „Brimhljóð“ sjónleikur í 4 þáttum eftir LOFT GUÐMUNDSSON. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. — 1 samráði við ríkisstjórn- ina hefir Upplýsingaskrif- stofa Stúdentaráðsins hafið söfnun skýrslna um nám og námskostnað íslenskra stú- denta, sem erlendis dvelja, og munu skýrslur þessar verða hafðar til hliðsjónar við út- hlutun erlends gjaldeyris til stúdentanna. Allir íslenskir stúdentar, sem nú dvelja erlendis, eða hafa í liyggju að fara utan til náms, skulu því fyrir lok nóvembermánaðar liafa sent Upplýsingaskrifstofu Stú- dentaráðsins ítarlega skýrslu um nám.sitt og námskostnað. Eyðublöð fyrir skýrslu þessa fást á Upplýsingaskrif- stofunni í Stúdentagarðinum og hjá sendiherra Islands í Kaupmannahöfn. Reykjavik, 5. október 1939. Fyrir liönd Upplýsingaskrif- stofu Stúdentaráðsins. Ludvig Guðmundsson. sjálfstæðisbaráttu oklcar Islend- inga 1918. Það hefir áreiðanlega ekki haft litla þýðingu, þegar eitt stærsta og víðlesnasta blað Norðurlanda birti daglega stór- ar forsíðugreinar lil stuðnings afstöðu okkar íslendinga, eins og „Tidens Tegn“ kvað hafa geTt. Eg veit ekki til, að nokk- urntima eða nokkursstaðar hafi verið minst á þetta á íslandi. — Þess vegna vildi eg ekki láta þess ógetið. Annars hefi eg hugsað mér að blaða í gegn um „Tidens Ttígn“ frá þeim tíma og sjálfur lcynnast þvi, sem þá var skrifað um það mál í blaðið. Rvik, 23. sept. 1939. Einar Markan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.