Vísir - 30.10.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 30.10.1939, Blaðsíða 2
VISIR TtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/P. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hagkvæm innkaup. ■y ÍSIR vakti athygli á þvi fyr- ir helgina, að laukur væri að mestu til þurðar genginn hér í hænum og vegna mistaka hefði Grænmetisverslun ríkisins ekki getað fest kaup á lauk í Portugal, þótt verslunin hefði látið það í veðri vaka, og yrði því að bæta fyrir brot sín með því að kaupa laukinn frá Norð- urlöndum, miklu hærra verði en hann hefði verið fáanlegur í Portugal, og yrði hann því al- menningi óþarflega dýr hingað kominn. Alþýðublaðið endar tuttug- asta ár tilveru sinnar s.l. lang- ardag með því að taka upp lianskann fyrir Grænmetisversl- unina, og skýrir frá því, að dá- lítið af lauk liafi komið með Gullfossi og frekari sending sé væntanleg með næstu skipuni, og sé því umhyggja Vísis fyrir liag almennings óþörf og jafn- vel skaðleg. Af þessum lítilfjörlegu orða- hnippingum má nokkuð læra, og má segja, að þar komi fram að verulegu leyti sá skoðana- og stefnumunur, sem ríkt hefir milli Alþýðublaðsins og Vísis nú um langt skeið. ■ í ævintýrínu um laukinn kom fram þriðji aðilinn, — heildsali hér í bæ, sem liafði mjög hag- kvæmt tilboð í höndum, liafði trygt sér rúm í skipi, sem var að le'ggja úr liöfn í Portugal, en hann mátti ekki ganga frá kaupunum vegna þess að Græn- metisverslunin hefir einkarétt á slikum kaupum, og hefði þó sparast þarna nokkur útgjöld í erlendri mynt, og varan hefði crðið ódýrari á hinum innlenda markaði. Á hverjum degi kemur það berlega fram, live mikil nauð- syn oss íslendingum er á þvi, að hagkvæmra innkaupa sé gætt á liinum erlenda markaði. Frá því er stríðið skall á hefir ríkisstjórnin sjálf þráfaldlega orðið að skerast í leikinn til þess að gæta hagsmuna þjóðar- innar, og nú nýlega hefir henni tekist að spara þjóðinni hundr- uð þúsunda króna í erlendri mynt vegna innkaupa á olíu. Ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið þarna inn, liefðu landsmenn orðið að greiða, umfram þörf, háa fjáruppliæð í erlendri mynt og almenningur liefði þá að sjálfsögðu orðið að greiða miklu hærra vérð fyrir vöruna á hinum innlenda markaði. Hér varð ríkisstjórnin að grípa inn, með því að aðrir höfðu ekki að- stöðu til þess. Þetta sannar með öðrum orð- um að nauðsyn ber til þess að þjóðin verði í smáu sem stóru aðnjótandi liinna hagkvæmusíu innkaupá á þeim vörum, sem flytja þarf lil landsins. Á því leikur hinsvegar eng- inn vafi, að þau höft og þær hömlur, sem lagðar hafa verið á verslunina, rýra að verulegu leyti möguleika þess, að hag- kvæmustu innkaup fáist á þeim tímum, sem nú standa yfir. Frá Hæstarétti: Dæmt um Iiver §knli hljóta Iífti*ygrg“Ing,arfé í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í Málinu Bjarney Einarsdóttir o. fl. gegn dánarbúi Elíasar Sigurgeirssonar, en í niáli þessu var deilt um það til hverra líftryggingarupphæð látins manns skyldi renna. Verðhreytingar á hinum er- lenda markaði eru tíðar, og flestar vörur hækka frá degi til dags. Ef verslunannenn hefðu nokkurnveginn frjálsar hendur um innkaup sin, hefðu þeir get- að spfarað þjóðinni háa fjár- upphæð á þeim tíma, sem styrj- öldin liefir staðið yfir, og allur sá sparnaður hefði komið al- menningi til góða. Reynsla okkar íslendinga af höftunum sannar okkur nauð- syn þess, að þéim sé aflétt að svo miklu leyti sem frekast er unt, og þótt ef til vill sé ekki hægl að létta þeim af fyrirvara- laust, Iier að stefna að því, að verslunin við útlönd verði sem frjálsust, en ríkið getur að sjálf- sögðu gætl hagsmuna sinna í samhandi við verslunina, þótt hún verði gefin frjáls. Með degi hverjum eykst dýr- tíðin í landinu, dýrtíðin, sem Alþýðublaðið liefir stult beint cg óbeint nú um langt skeið, og gerist enn málsvari ráðstafana, sem miða að aukningu hennar. Þegar Alþýðublaðið hefur 21. starfsár sitt, væri ekki úr vegi að það mintist þess, að vaxandi dýrtíð skaðar alþýðu manna. Þetta eru einföld sannindi, en því miður sannindi, sem Al- þýðublaðið liefir ekki getað skil- ið til þessa. Síðasta dæmið er afstaða blaðsins til lauksins. Hefði lauk- urinn verið keyptur í Portugal, liefði hann orðið mun 'ódýrari en raun verður á, er hann er fluttur inn frá Norðurlönduín, og ahnénningur hefði liagnast á slíkum kaupúm. I von um það, að Alþýðublað- ið aukist að skilningi á þjóðmál- um og þörfum alþýðunnar í landinu, óskar Vísir blaðinu til liamingju mcð 20 ára slarfsaf- inælið, sem það átti í gær. Reykjanes- íundurínn. Framsóknarflokkurinn boð- aði fyrra sunnudag almennan landsmálafund í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Var tilkynt, að Skúli Guðmundsson fyrv. ráð- herra mundi mæta á fundinum f. h. flokks sins. Sigurður Iírist- jánsson alþm. mætti á fundin- um f. h. Sjálfstæðisflokksins. Kom hann að vestan með Dr. Alexandrine, og átti Vísir tal við hann þá þe'gar. Sagði hann blaðinu eftirfarandi: Fundurinn var haklinn í skólahúsinu í Reykjanesi. Hófst liann laust eftir hádegi á sunnu- daginn og slóð fram á kvöld. Var hann sóttur úr fjórum hreppum: Ögurhreppi, Reykjar- fjarðarhreppi, Nauteyrarhreppi og Snæfjaliahreppi, en auk þess voru þar fulltrúar frá þeim flokkum þrem, er styðja núv. rikisstjórn. Var Finnur Jónsson fulltrúi fyrir Alþ.fl. Aðalsteinn Eiríksson setti fundinn f. li. Framsóknar og tilnefndi fundarstjóra Jón Fjalldal bónda á Melgraseyri. Fór fundurinn hið besta fram, og stóð fram á kvöld. — Auk fulltrúa flokksins töluðu þar: Af hendi Sjálfstæðisflokksins: Bjarni Sigurðsson bóndi í Vig- ur og Baldur Johnsen læknir í Ögri. Af hendi Framsóknar: Kristján Jónsson erindreki, Að- alsteinn Eiríksson skólastjóri og Jón Fjalldal. Umræður snerust aðallega um tildrög stjórnarsamvinn- unnar, er tókst á síðasta þingi, og um það vandræðaástand, sem skapast hefir hér á landi fyrir þá stefnu, sem fylgt hefir verið undanfarin ár í löggjöf og stjórn. Virtist það vera skoðun fundarmanna vel flestra, að hlutverk samsteypustjórnarinn- ar væri það, að lækna þær Arið 1933 druknaði Elias Sig- urgeirsson stýrimaður á ísa- firði. Hann hafði áður (1930) Iíftrygt sig hjá liftryggingarfé- laginu Svea fyrir kr. 10.000. :— Samkvæmt umsókninni um líf- trygginguna skyldi líftrygging- arupphæðin greiðast handhafa líftryggingarskírteinisins og í skýrslu umboðsmanns trygg- ingarfélagsins segir, að tilgang- ur tryggingarbeiðanda sé „om- sorg for familie“. Svea gaf svo nt líftryggingarskírteini þess efnis, að ef trygður lifi til 90 ára aldurs skuli féð greitt honum, en deyi liann fyr, þá „til hans Rétsindehaver“. Er Elías dó, krafðist móðir hans og barn hans að féð rynni til þeirra, en skuldheimtumenn bús hans kröfðust þess að féð rynni í bú- ið og kæmi til skifta. Kom á- greiningur þessi til úrskurðar skiftaráðanda. Leit skiftaréttur- inn svo á, að með þvi að hvorki hefði verið fullnægt ákvæðum 25. gr. erfðatilskip. frá 1850 um gjafabréf, sem eigi er ætlast lil að gildi fyrr en eftir lál gefanda né heldur lægi fyrir gild ráð- stöfun hins látna í formi þriðja- mannsgernings, um að líftrygg- ingarféð skyldi ganga til fram- angreindra skyldmenna hans, þá yrði krafa þeirra um afhend- ingu fjárins ekki tekin til grcina. Hæstiréttur viðurkendi hins- vegar eignarrétt móður og barna Elíasar sál. á líftryggingarskír- teininu. — Segir svo í forsend- um hæstaréttardómsins: „Mcðal þeirra spurninga, er svara skyldi, er Elías Kristján Sigurgeirsson baðst líftrygg- ingar þeirrar, er að framan get- ur, var sú spurning, hvort hann ætlaði að kaupa trygginguna til framfærslu fjölskyldu sinni, til tryggingar lánardrottnum sín- um eða í öðru skyni. Var spurningunni svarað þannig, að tryggingin væri keypt lil „om- sorg for Familie“. Umboðsmað- ur félagsins hefir látið svo um mælt, að Elías hafi skýrt tekið það fram, að tryggingin ætti að vera „til framfærslu fjölskyldu lians, ef hann félli frá“. Sam- kvæmt þessu þykir mega telja, að Elías hafi nægilega skýrt kveðið á um það, að tryggingin skyldi keypt til framfærslu sinna nánustu, ef hann félli frá, en ekki keypt til hagsmuna lán- ardrollnum hans. En af þessu leiðir, að telja verður, að lion- meinsemdir, sem rót sina eiga að rekja til samvinnu Fram- sóknar við socialista. En tillög- ur voru engar bornar fram, og fóru því ekki fram atkvæða- greiðslur. Fundarsókn var langmest af hálfu sjálfstæðismanna, og voru þeir því í miklum meiri hlula á fundinum. Ekki varð vart neinna Al- þýðuflokksmanna á fundinum annara en fulltrúans Finns Jónssonar. Kom fram nokkur óánægja með tómlæti þing- mannsins, og það misrétti, sem kjördæmið hefir verið heitt af stjórn og þingi á undanförnum árum. Virtust sjálfstæðismenn og framsóknarmenn alveg sam- Tmála um það, að þola ekki það misrétti lengur. Eftir almenna fundinn hélt Skúli Guðmundsson fund með þeim framsóknarmönnum, sem mættir voru. um liafi lilotið að vera það Ijóst, að þessum tilgangi lians yrði því aðeins náð, eins og á stóð, að tryggingarféð yrði, éf lil kæmi, undan aðför og öðr- um aðgerðum til hagsmuna lán- ardrottnum lians dregið. Slíka ráðstöfun, sem nú var greind, verð'ur ahnent að telja lögmæta, sbr. 32. gr. laga nr. 19 4. nóv. 1887 og 26. gr. gjaldþrotaskifta- laga nr. 25/1929. Með bú Elí- asar virðist að vísu vera farið eftir III. kap. skiftalaganna, en meðferðar á því eftir 31. gr. áð- urnefndra laga nr. 25/1929 hef- ir ekki verið krafist, svo að um riftingu á téðri ráðstöfun hans er ekki að tefla. Og ekki verður ráðstöfuninni hnekt í þessu máli vegna ákvæða 25. gr. erfðatilskipunar 25. sept. 1850, því að þau varða ekki skifti erf- ingja og lánardrotna. Loks geta ákvæði 2. málsl. 85. gr. skifta- laganna ekki komið stefnda að haldi í máh þessu, með því að þau ákvæði taka einungis til ó- nefndra gjafaloforða, en í máli þessu er svo háttað, að það var int af liendi, er nauðsynlegt var til þess, að tryggingarféð yrði greitt að Elíasi látnum“. Var dánarbúið samkvæmt þessu dæmt til þess að greiða á- frýjendum málskostnað fyrir hæstarétti. Þá var það vítt að málflutningur í málinu fýrir skiftarétti hafði staðið yfir í tv'ö ár og málið le'gið nærfelt í öiinur tvö ár hjá málflutnings- manni áfrýjenda eftir að því háfði verið áfrýjað. M.A.. kvartotíin. Þeir fjórmenningarnir, eða eins vel mætti segja finnn- menningarnir, svo samgróinn er undirleikur Bjarna Þórðar- sonar orðinn söng þeirra, sungu og léku í Gamla Bió í gær, fyrir fullskipuðu húsi, eins og venju- lega. Það er orðinn árlegur við- burður, að þessir gömlu skóla- félagar mæli sér mót hér í höf- uðstaðnum og taki lagið fyrir bæjarbúa. Þegar þeir hittast aftur á söngpallinum, þá veit eg að þeir yngjast upp að mun, þótt enn sé ekki árunum fyrir að fara. Þeir verða á ný Ungir og áhyggjulausir skólasvemar og syngja með gleði hins söng- vina æskumanns. Raddirnar eru að visu ekki miklar, en mjúkar og vel skólaðar. Við- fangsefnin mest dægurlög við glettnar vísur, og liefir Magnús Ásgeirsson þar verið þeim betri en enginn. En sjálfur flutningur kvæðanna er liöfuðstyrkur þeirra. Þeir lifa og leika svo efni kvæðanna, að allir skilja og enginn „brandari“ fer forgörð- um. Væri maður í vafa úm líðan álíeyrendanna, þá þurfti ekki annað en að horfa framan í and- lit þeirra og sjá endurskin sönggleði fjórmenninganna. Ó. Þ. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband af lögmanni ung- frú GuÖrún Dagbjört Björnsdóttir, Hverfisgötu 58, og Árni Valdemar Leonharðsson, bifvélavirki, Baróns- stíg 31. Heita vatnið á Reykjum full- nægir nú þöríum bæjarins. Heita vatnið á Reykjum — sem kemur úr borholunum að- eins — er nú orðið 220 lítrar á sekúndu, eða heldur meira, en gert er ráð fyrir að þurfi til þess að hita bæinn. Hafa bor- anirnar gengið vel í sumar og miðar vel áfram. Síðasta holan, sem boruð lief- ir verið er nú orðin 560 m. á dýpt og er hún boruð með nýja bornum. Hún gefur 42 1. á sek- unu. Þessa holu hefir gengið óvenjulega vel að bora, því að engin bilun hefir orðið — svo sem rör brotnað o. þ. h., sem annars kemur oft fyrir. Sjö menn vinna við boranirn- ar. Eru þrír menn við hvom bor og bormeistari. Símaskákir milli Reykjavíkur og Akureyrar. Reykvíkingar unnu meö 7:5. Aðfaranótt sunnudagsins fór fram skáksamkepni milli Tafl- félags Reykjavíkur og Taflfé- lags Akureyrar. Teflt var á 12 borðum og fóru svo leikar, að Reykvíkingar sigruðu með 7 vinningmn gegn 5. Skákin stóð yfir um 12 klst. Nánari úrslit urðu sem hér segir: 1. borð: E. Gilfer lapaði fyrir Unnsteini Eiríkssyni. 2. borð: Árni Snævarr gerði jafntefli við Jóll. Snorrason. 3. borð: Stgr. Guðmundsson gerði jafntefli við Júl. Bogason. 4. borð: Konráð Árnason vann Guðm. Guðlaugsson. 5. borð: Krist. Júlíusson gerði jafntefli við Jón Sigurðsson. 6. borð: Sturla Pétursson vann Stefán Sveinsson. 7. borð: Sæm. Ólafsson gerði jafnte'fli við Jón Ingimundarson 8. borð: Hafst. Gíslason gerði jafntefli við Björn Axfjörð. 9. borð: Sig. Gissurarson vann Margeir Steingrimsson. 10. borð: Ingimundur Guð- mundsson tapaði fyrir Guðm. Jónssyni. 11. borð: Hannes Arnórsson vann Jón Þorsteinsson. 12. borð: ÓIi Valdimarsson gerði jafntefli við Hörð Guð- brandsson. Mannslík finst í sjó á Akureyri. EINIvASKEYTI TIL VÍSIS. Akureyri i morgun. Um áttaleytið í morgun fanst mannslík á floti norðan ytri- bryggjunnar hér á pollinum. Líkið er álitið vera af Ólafi Björnssyni háseta af v.b. Helgu. Ólafur hvarf 3. okt. og liefir Vísir áður sagt frá nánari atvik- um í sambandi við hvarfið. Llk- skoðun fer fram um liádegið í dag. — Öndvegistíð er hér nyrðra um þessar mundir, sunnanvindur og sólfar. Job. Barnakórinn „Sólskinsdeildin" getur bætt vi'Ö börnum í millirödd á aldrinum 11 —16 ára. Sími 3749. Knattspyrnufélagið Víkingur. Framhalds-aðalfundur verÖur haldinn annað kvöld kl. 8 í Odd- fellowhúsinu. H. V. Björnsson bankastjóri, Vestmannaeyjumy fimtugur. Hann heitir Haraldur Viggo, en er af vinum og frændum ætíð nefndur Viggó. Viggó Björns- son er af þektustu ættum, son- ur Björns Jenssonar yfirkenn- ara og Lovísu dóttur Henriks Henkel Svendsen. Móðir frú Lovísu var Ágústa Svendsen, hin þekta kaupsýslukona liér í Reykayík, um langan aldur. Sá er þetta ritar, var vel- kunnugur æskuheimili Viggós og þeirra systkina, og þekkir því af eigin reynd myndarskap- inn og kærleikann, sem þar ríkti, enda báru börnin það fljólt með sér. Viggó bankastjóri var í æsku settur til menta sem kallað var, cn þegar faðir hans lést, vorið 1904, og íslandsbanki var um það leyti að taka til starfa, var V. boðin þar staða og var þáð. Engan hefir þurft að iðra þess, því Viggó Björnsson er fyrir löngu orðinn þelctur sem einn hinn færasti og samviskusam- asti bankamaður þessa lands. Hann starfaði í aðalbankanum hér í Reykjavík þar til lianri var sendur til ísafjarðar sem banka- stjóri og þar reyndist hann svo, að líonum var falið að setja á stofn útbú í Vestmannaeyjum og því hefir hann síðan veitt forstöðu í 20 ár. Skyldurækni og lægni V. B. er viðbrugðið. Drenglyndi hans og skapfesta er einstök, og telur sá, er þessar línur ritar, það mikinn skaða, að hans óvenju- góðu starfskraftar ekki . enn liafa verið notaðir á víðari vett- vangi. Viggó Björnsson er mjög vinsæll maður og það jafnt meðal þeirra sem minna mega sín, sem liinna. Auk ýmsra trúnaðarstarfa í Eyjum, er: hann þar breskur ræðismaður. Hann er giftur frú Rannveigu Vilhjálmsdóttur, ágætri konu. Hjartanlega til hamingju. J. S. $01*1» iibnrðar. Vegna þess að telja má víst, að erfiðleikar verði á að fá hingað erlendan áburð á næsta sumri, hefir landbúnaðarráð- herra komið til hugar livort eklci muni hægt að nota sorp og annan úrgang frá húsunúm í bænum í þessum tilgangi. Á siðasta fundi bæjarráðs, þ. 27. þ. m„ var Iagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, um að safnað verði sorpi og úrgangi, er nota megi til áburðar að vori. Bæjarráð vísaði málinu til um- sagnar lieilbrigðisfulltrúa. Nýja Bíó. Þar er sýnd kvikmynd, sem vak- iÖ hefir alheimsathygli, vegna þess efnis, er hún fjallar um, en þaÖ eru uppeldismálin, en þeim er nú hvarvetna sint af meiri áhuga en áður, og þótt lýst sé ólíku viðhorfi og skilyrði en, hér tíðkast, er margt í myndinni mjög lærdómsríkt. Að- alhlutverkið leikur 15 ára gömul stúllca. Myndarinnar verður nánar getið siðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.