Vísir - 04.11.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 04.11.1939, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri (stjórnarskrifstofur: Uélagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 29. ár. Reykjavík, laugardaginn 4. nóvember 1939. 255. tbl. Illiitleyisislösriii í U. S. A. koma til framkvæin d at í dag Bandameim £á aðgang að ótak- mörkuðum vopnabirgðum. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Fulltrúadeild ameríska þjóðþingsins hefir sam- þykt hlutleysislagafrumvarpið við lokaaf- greiðslu með 243 gegn 172 atkvæðum. Lögin verða lögð fyrir Roosevelt forseta til undirskriftar í dag og koma þau til framkvæmda þegar í stað. Þegar frumvarpið hafði fengið fullnaðarafgreiðslu deildarinnar var þingi frestað, en það hafði verið kall- að saman gagngert í því augnamiði, að taka hlutleysis- lögin til meðferðar. Þar sem frumvarpið er nú orðið að lögum fá banda- menn raunverulega ótakmarkaðan aðgang að óþrjót- andi vopnabirgðum, því að þeir hafa bæði fé til þess að kaupa hergögn fyrir í amerískum höfnum, og nægan skipakost til þess að flytja þau til Bretlands og Frakk- lands, en eins og lögin voru endanlega samþykt, er fúfflutningur hergagna leyfður með því skilyrði, að kaupendurnir greiði fyrir hergögnin í reiðu fé og noti eigin skip til flutninga á þeim. Þýska áhðfnin á „City of Flint“ kyrrsett í Noregi. Skipid látið laust. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Flotamálaráðuneytið í Noregi hefir tilkynt, að ameríska skipíð, City of Flint, sem þýskir sjóliðar voru að reyna að koma til þýskrar hafnar, hefði komið til Haugasunds í gær og varpað akkerum án leyfis. Gripu þá norsk yfirvöld til sinna ráða og tóku skipið í sínar hendur. Þýsku sjóliðarnir, sem settir höfðu verið um borð í skipið, af herskipinu Deutschland, og voru kyrrsettir, en skipið |því jiæst afhent hinni amerísku skipshöfn. Skipið lá á höfninni í Haugasundi í nótt og var ófarið þaðan, er* síðast fréttist. Eins og kunnugt er stöðvaði þýska herskipið „Deutscliland“ „City of FIint“, er hún var á leið til Englands og var 18 mönnum af herskipinu falið að taka við slcipinu. Var tilgangur- inn að reyna að koma skipinu til Þýskalands. Var því fyrst siglt til Tromsö í Noregi en þar næst til Murmansk í Norður- Rússlandi og varð mikil reki- stefna út af skipinu, milli Bandaríkjastjórnar og sovét- stjórnarinnar, sem lauk með þvi, að Rússar létu skipið fara sinna ferða í umsjá hinna þýsku sjóliða. Ilefir síðan frést til skipsins við og við suður með Noregsströndum og fylgdu þrír norskir túndurspillar skipinu til þess að koma í veg fyrir lilutleysisbrot. Hélt skipið sig innan norskrar landhelgi, en hresk Iierskip fylgdust með ferðalagi þess og biðu eftir tæki- færi til þéss að hremma það. r 09 Dioöveriar iitost Ujóðernis- EINKASKEYTI frá UnitedPress London, í morgun. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu, sem birt var í gær í Ber- iín. hefir náðst samkomulag milli Þjóðverja og Rússa um flutning á fólki af þýskum ætt,- um frá Vestur-Ukraine og Hvíta Rússlandi til Þýskalands, og flutning á Ukraine-mönnum, Hvít-Rússum og Ruth.enum, sem nú búa í þeim hlutum Pól- iands, sem Þjóöverjar ráða yfir, til Rússlands. Octa ÞjóðTerfar Kiygt 400 kaibáta á eiim árl? Fyrir nokkuru birtist í sænska blaðinu „Svensk Bodden“, sem gefið er út í Helsingfors, mjög eftirtektarverð grein, eftir finska aðmírálinn von Schoultz, um kafbátahernað Þjóð- verja. Lætur hann mjög af því, hversu kafbátar Þjóðverja sé fullkomnir og síðar í greininni segir svo: „En fullkomnunin ein ræður liér ekki úrslitum. Það verður að vera nóg til af kafbátunum. Eg veit ekki með vissu hvað Þjóðverjar eiga marga kafbáta, en eg geri ráð fyrir að þeir hafi verið 40—50, þegar styrjöldin hófst. Þjóðverjar hafa einnig búið sig undir að byggja fjölda kafbáta og sá undirbúningur var löngu hafiim þegar stríðið hófst. I lok heimsstyrjaldarinn- ar var komin fjöldaframleiðsla lijá Þjóðverjum á kafhátum og nú má gera ráð fvrir, að þeir geti framleitt enn meira en þá. Mér myndi ekki koma það á óvart, I>ótt Þjóðverjar gæti hygl iá einu ári 400—500 kafbáta. Þá geri eg ráð fyrir, að þegar þeir liafa komið sér upp svo stórum flota, þurfi þeir ekki að hugsa um annað en að fylla í skörðin, eftir því sem þeim verður sökt, eða liætt að nota þá af einliverj- um öðrum orsökum. Blaðamannafélag íslands. Kveldvaka að Hótel Borg í gær Kvöldvaka Blaoamannafélags íslands tókst bið besta. Luku menn upp einum munni um það, að þarna hafi verið hin á- gætasta og f jölbre; ttasta skemt- un. Þátttakendur munu liafa ver- ið liátt á fjórða hundrað, en það var frá uþphafi ákveðið að tak- marka nokkuð aðgang að skemtuninni, og komust færri að en vildu. Friðfinnur Guð- jónsson var kynnir og fórst hon- um það stai'f pi'ýðilega úr hendi, sem vænta mátti. Skemtiskráin var mjög fjöl- hrejdt. Guðm. Finnbogason bókavörður flutti þarna snjalla ræðu um hlaðametin og störf þeirra, Pétur Jónsson söng úr óperettunni „Brosandi land“, sem leikin verður í vetur, og hann og ungfrú Sigrún Magnús- dóttir sungu tvísöng úr „Bláu kápunni“. Vakti söngurinn mikla hrifni. Alfreð Andrésson söng gamanvísur, Tómas Guð- mundsson las upp kvæði, Þór- bergur Þórðarson sagði drauga- sögur, Brvnj. Jóhannesson söng gamanvísur og hann og Lárus Ingólfssoii sýndu skopstælingu á dansinum „Boomps a Daisy“ (Bomsara, bomsara Dísa), Ilelga Gunnars söng — og ekki má gleyma Jack Quinet og fé- lögum hans. Yar þetta alt vel til þess fall- ið að koma mönnum í skemti- skap. Að lokum var dans stig- inn til kl. 3. Nýr varakonsúll Dana. Danska forsætisráðuneytið hefir þ. 20. okt. s.l. skipað Lud- vig Storr, stórkaupmann í Rvík, til Jtess að vera vísilconsúl við sendiráð Danmerkur í Reykja- vík. Yisikonsúll Storr er til við- ræðis um ræðismannsmálefni á skrifstofu sinni Laugaveg 15, helst milli 10—12 f. h. Áformað að sýna Gösta Berlings saga í F /ík? Stokkhólmi í morgun. — FB. Dramatiska Teatern í Stokk- liólmi liefir fóngið tilmæli frá Reykjavík um að lána þangað búninga, sem nota mætti til þess að sýna hér í Reykjavik Gösta Berlings Saga. Helge Wedin. Eftir því, sem Vísir hefir komist næst mun það vera frú Soffía Guðlaugsdóttir, sem hef- ir skrifað leikhúsinu í Stokk- liólmi og beðið um að fá þessa húninga lánaða. Hefir frúin hoðið Leikfélagi Reykjavíkur þetta leikrit, en það er óvíst, livort liægt sé að sýna það hér, því að það er mannmargt og krefst góðs út- búnaðar. GUSTAV V. Á IIERÆFINGUM Myndin er lekin á heræfingum í haust og eru tveir af æðstu yfirforingjum Svia mcð konungi á mvndinni. Allir ítalskir skólar eiga að nota kenslu- kvikmyndir. Róm, 25. okt. (U.P. Red Letter) Þegar stundir líða fram eiga skólagöngur á Italíu að líkjast bíóferðum. Hver einasti skóli í landiiju — frá hinum smæstu þorpsskólum til stærstu háskól- anna — á að taka kvikmyndir í þjónustu sína við kensluna. Guiseppe Bottai, kenslumála- ráðherra, er formaður nefndar þeirrar, sem hefir þetta mál í undirbúningi. Hinsvegar mun sérstök hefnd semja eða sjá um samningu og töku þeirra kvik- mynda, sem nota á við kensl- una. Búið er að ákveða nokkrar myndir og lieita þær: „Föður- land Mussolinis“, „Landbrot“, „Michelangelo“, „Stjórn lýðs- ins, „Alparnir“, „Albania", „Ný- lenduveldið“, „Spendýrin“ og „Fuglarnir“. Hver kvikmynd verður gerð í þrem eintökum, einu fyrir harnaskóla, öðru fyrir frain- lialdsskóla og það þriðja fyrir háskóla. Margir kennarar og prófess- orar hafa harist gegn þessari kvikmyndastefnu fræðslumála- stjórnarinnar, en þeim fækkar óðum, því að þeir gei-a sér ljóst, að með þessu móti verður starf þeirra mun auðveldara og skemtilegra. liaiijiic) mepki ikáta. Á morgun gefst horgarbúum tækifæri til að sýna sldlning sinn ó málefnum skátahreyf- ingarinnar, því drengirnir selja þá merki, og verður ágóða af þessari sölu varið til eflingar skátastarfinu. Ætli ekki að þurfa að livetja borgarana lil þess að kaupa merkin af skátunum, en vegna þess, að hlaðið hefir veitt því eftirtekt, að málum skáta er ekki nægur gaumur gefinn, vill það eindregið skora á yklcur, borgarar góðir, að sýna þessu nauðsynjamáli nú fullan skiln- ing og kaupa merki skátanna, þegar þeir bjóða yður þau. Þeim peningum, sem þér þannig verjið, verður ekki á glæ kastað, heldur munu þeir hera margfaldan ávöxt, þjóðfélagi voru til gagns og gleði. Munið að kaupa merki af skátunum, þau kosta 50 aura stykkið. Fram og K.R. halda sameiginlegan dansleik að Hótel Borg í kvöld. Stjórnar þar Rigmor Hanson danssýningu, og auk ]:>ess skemta þeir Lárus Ing- ólfsson og Brynjólíur Jóhannesson. Knattspyrnufélagið Víkingur heldur dansleik í kvöld í Odd- fellowhúsinu. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókav. Isafoldar, eða við innganginn eftir kl. 5. BARÁTTAN GEGN KAFBÁTUNUM. Djúpsprengjur eru liættulcgastar kafbátunum af öllu því, sem notað er í baráttunni gegn þeim. Þær valda tjóni á kafbátunum, jafnvel þó þær lendi ekki á þeim, — það dugar að þær springi ná- lægt þeim. Myndin til hægri er af ensku herskipi og sýnir, er sjóliðar búast til að skjóta út djúpsprengju. T. v. er djúpsprengjunni hefir verið varpað. Djúpsprengjunum er varpað út, þegar lierskipið er iá hraðri ferð. Ef það væri á liægri ferð gæti það hæglega skaddast sjálft.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.