Vísir - 21.11.1939, Page 2

Vísir - 21.11.1939, Page 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingóifsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sparnaður. WLÞINGI það, sem nú situr, mun taka upp aðra stefnu í fjármálunum, en ríkjandi liefir verið á undanförnum þingum, og mun það vekjá hina mestu ánægju hjá öllum almenningi, jafnvel þótt víðtækur sparnað- ur kunni að lenda með nokkr- um þunga á flestum starfsgrein- um. Fjárveitinganefnd Alþingis fjallar nú um allmiklar sparn- aðartillögur, sem ríkisstjórnin hefir komið sér saman um, en þar mun verða lagt til að dregið verði m. a. úr framlagi til nýrra vega um kr. 162 þús., að fram- lag verkfærakaupasjóðs lækki um 60 þús. kr., framlag til Byggingar- og landnámssjóðs lækki um 150 þús. kr., framlag til landhelgisgæslu og sh-and- ferða lækki um 400 þús. kr. og að starf Fiskimálanefndar verði fært í annað horf en það hefir verið til þessa, og sparast við það allmikil fjárupphæð, eða um kr. 450 þús. Um það verður ekki deilt, að allur þessi sparnaður er þjóðar- búinu nauðsynlegur nú í bili, og liann er eðlilegur og sjálfsagður \egna breytts viðhorfs, sem Ev- rópustyrjöldin liefir orsakað, Það liggur t. d. í augum uppi, að nú, þegar ekki þarf að óttast ágengni erlendra togara innan íslenskrar landhelgi, verður þörfin fyrir Iandhelgisgæsluna ekki eins hrýn og verið hefir, enda má gera ráð fyrir að unt verði að halda henni uppi með minni og ódýrari skipum, en tíðlcast hefir. Hér er því aðeins um eðlilega fyrirkomulags- breytingu að ræða, sem er rétt- mæt og sjálfsögð, en um aðrar sparnaðarlillögur má svipað segja, þótt þar séu forsendurnar að verulegu Ieyti aðrar. Á þeim tímum, er nú standa yfir, verður að haga ríkisrekstr- inum varlega og leitast við að vera við öllu búnir, og því væri það heinlínis óhyggilegt, ef ekki væri dregið úr þeim fram- lcvæmdum, sem helst þola bið, og er þar fyrst og fremst um nýja vegi að ræða og framlag til verklegra framkvæmda, sem eðlilegt er að draga úr, eins og nú standa sakir, og þar til séð verður hvert ástand skapast hér á landi vegna styrjaldarinnar. í þessu samhandi virðist ekki úr vegi að vekja athygli á því, að vel getur svo farið, að nauð- syn heri til nýrra og óvæntra fjárframlaga, til margskonar framkvæmda vegna stríðs- ástandsins, og það út af fyrir sig sannar nauðsyn þess, að ekki sé rasað fyrir ráð fram um af- greiðslu fjárlaganna á þessu þingi. Öll alþýða manna hefir und- anfarið verið hvött til sparnað- ar á öllum sviðum, og sannleik- urinn er sá, að frá því er stríðið braust út hefir orðið alger lífs- venjubreyting, að minsta kosti hér í höfuðstaðnum. Stjórnar- völd Iandsins hafa haft forystu í þessa átt, en þau hafa verið dyggilega studd af öllum stærstu blöðum landsins og út- varpi, enda hefir árangurinn orðið elflir því. En þegar al- menningur snýst þannig við nauðsyninni væri það óverjandi ef forráðamenn ríkisins sýndu ekki sama vilja til sparnaðar og þjóðin sjálf. Hér er að vísu um ráðstafanir að ræða, sem nokk- uð draga úr atvinnu í landinu í svip, en flestar þessar fram- kvæmdir verða að sitja á hak- anum þar til úr rætist, og ís- Jendingar verða sem allar aðrar þjóðir að afstýra ógæfunni með liyggilegum ráðstöfunum, sem gerðar eru í tíma. Sparnaðarvið- leitni ríkisstjórnarinnar er i fylsta máta lofsamleg og í fullu samræmi við óskir þjóðarinnar, og þótt ábyrgðarlausir menn reyni að ala á óánægju meðal þjóðarinnar, mun þeim ekki takast að gera þessar stjómar- ráðstafanir tortryggilegar í hennar augum. Leikfélagið: Frumsýning á Sherlock Holmes á fimtudag. Á fimtudaginn hefir Leikfé- lagið frumsýningu á þriðja leik- ritinu, sem það tekur til með- ferðar í vetur. Er það „Sher- lock Holmes“ eftir A. Conan Doyle, rithöfundinn heims- kunna. Leikrit þetta, sem gerist í London, var fyrst sýnt rétt um aldamótin i Englandi, en hér hefir það verið leikið tvisvar áð- ur, 1905—06 og 1911—12. Tóku hæjarbúar þvi ágætlega í bæði skiftin. Leikritið er í fimm þáttum og leikendur 20 að tölu, svo að hér er um allmikið bákn að ræða. M. a. koma þarna fram nokkrir gamlir leikendur, t. d. Bjarni Björnsson, sem leikur aðalhlut- verkið, og Tómas Hallgrimsson, sem hér hefir ekki sést á leilc- sviði nú um nokkur ár. Auk þess koma þarna frarn nokkrir nýir leikendur. Nöfnin Conan Doyle og Sher- lock Iiolmes kannast allir við. Sherlock er frægasti Ieynilög- reglumaður lieims og A. C. Do- yle hefir hlotið heimsfrægð jafnframt þvi sem hann hefir aflað þessari söguhetju sinni hennar. Hæstaréttardómur. Síðastl. föstudag var upp- kveðinn dómur í málinu: Rétt- vjsin gegn Alfred H. Björns- syni. Málavextir eru þeir, að vorið 1938 sendi stúlka nokkur á- kærðum f jórðungsmiða í Happ drætti Háskóla íslands, og bað liann að endurnýja miðann. Kveðst hún liafa sent 5 kr. í peningum með miðanum, en gegn neitun ákærða er það ekki sannað í málinu. Ákærði end- urnýjaði miðann 2 eða 3 sinn- um, en í ágústmánuði s. á. gaf hann konu nokkurri miðann. Framlengdi hún miðann fyrir sept. og okt. og unnust á hann í okt. 125 kr. Meðferð ákærða á greindum happdrættismiða taldi hæstiréttur varða við 259. gr. alm. hegningarlaga og dæmdi hann í 200 kr. sekt til ríkissjóðs og til þess að greiða allan kostnað sakarinnar. Aukin demantakaup. í Ameríku þykir það góðs viti, þegar demantainnflutningur til landsins eykst. Fyrri hluta þessa árs jókst hann, og fyrstu fimm mán- uðina nam hann 18.801.342 dollur- um. þorskstofninn og Islenski síðustu sóknir á Eins og eðlilegt er hefir ekki verið lögð önnur eins rækt við neina tegund íslenskra nytja- fiska eins og þorskinn. Prófes- sor Johns. Schmidt gi-undvallaðj þorskrannasóknir hér við land, er skyldu hafa það mark að kynnast þorskstofninUm, stærð hans og breytingum frá ári til árs. Eg var svo heppinn, að fá að vera með í þessu starfi frá byrjun, og það féll í minn lilut, að vinna úr öllum þeim gögn- um sem safnað var fyrstu þrjú árin, 1928—1930. Áður voru lifnaðarhættir þorsksins orðnir vel kunnir, vegna rannsókna dr. Bjarna Sæmudssonar og Schmidts prófessors, og höfðum við þvi góðan grundvöll að byggja á. Þessi þrjú fyrstu ár var rann- sakað næstum þvi 60.000 af þorski og næstu sjö árin, sem eg starfaði hjá Fiskifélaginu var rannsakað um 140.000, og síðan Atvinnudeild Háskólans tók lil starfa hafa bæst við um 70.000. Samtals ná því rannsóknir okk- ar nú yfir h. u. h. einn fjórða úr miljón af þorski. Það hefir komið ljós, að góð þorskveiði stendur á tveimur megin máttarstólpum, en þær eru síærð þorskstofnsins og hagkvæmar göngur hans. Með því að fyrra atriðið verður að skoðast sem megin grundvöllur- inn undir veiðinni, höfum við lagt höfuðáherslu á að kynna okkur það niður í kjölinn. Það hefir komið i ljós, að enda þótt vanalega sé að ræða um marga árganga af fiski í aflanum (10—16), eru það ein- stakir, fáir árgangar, sérstak- lega sterkir, sem skapa góðan árangur. Á árunum 1930—1935 bygð- ist vertíðaraflinn aðallega á tveimur stoðum, árganginum frá 1927 og 1924. Eftir 1935 hefir þessara árganga ekki gætt að verulegum mun, vegna þess hversu gamlir þeir eru orðnir og slitnir. Tveir aðrir árgangar frá 1926 og 1927 liafa þó fylt svolítið U]>p í skörðin, en ekki nándar nærri nóg. Hlutverk rannsóknanna síð- astliðin ár hefir verið og verður í framtíðinni það, að kanna hvort góðir árgangar eru í upp- siglingu. Á árunum 1936—37 fóru tveir nýir árgangar að gera vart við sig, sem virtust ætla að verða góðir, en þeir voru frá 1930 og 1931 og átti fyrst að bera á þeirn í vertíðaraflanum 1938 og 1939 og svo úr því í nokkur ár. I samræmi við þetta má benda á, að miðað við fyrir- höfn náði vertíðarveiðin lág- marki árið 1937, en siðan hefir hún heldur aukist, en þó ekld eins mikið og eg hafði gert mér vonir um. Ástæðan til þess að aflinn hefir ekki aukist meira en raun hefir á.orðið, er að mín- um dómi alls ekki þvi að kenna, að stofninn sé of smár, heldur óhagstæðum göngum. Til þess að sanna það, að veiðin á þessu ári hefir að Iang- verulegu leyti bygst á þessum tveimur árgöngum vil eg benda á nokkrar tölur: rann- honum. Á síðastliðinni vertíð gerðu þessir tveir árgangar rösklega 52% af línuaflanum i Yest- mannaeyjum, en rösklega 44% af netaveiðinni. í Keflavík niámu þeir um 50%, bæði af neta og lóðaveiðinni. Samsvarandi tölur eru fyrir Reykjavík 58% og fyrir Akranes 59%. Að lokinni vertíð virðist þessi fiskur ekki hafa gengið að verulegum mun i kalda sjóinn hér við land. Þar hefir viða borið mest á yngra fiski, sérstaklega á árganginum frá 1934, sem gerði 43% af afl- anum á Hornafirði, 45% af afl- anum á Norðfirði og 53% af togaraafla fyrir norðan land, að lokinni vertíð. Um útlitið fyrh næstu vertíð mætti segja, að þorskstofn- inn hér við land virðist vera nægilega stór til þess að skapa góða veiði, bæði getum við nú bygt á þessum tveimur fyrr- nefndu árgöngum, sem hafa þegar skilað góðum skerf í stofninn, og um þann siðari er það sérstaldega að segja, að megnið af honum liefir alist upp við Grænland (árg. 1931), en þar er vöxturinn miklu liæg- ar en hérna og kynþroskinn fer seinna i hönd. Yegna þess miá gera ráð fyrir, að mikið af þess- um árgangi komi í fyrsta skifti hér á miðin næsta ár og 1941. Annað mál er það hvernig þessi fiskur liagar göngum sín- um, þegar liingað er komið. í fyrra byrjaði vertíðin óvanalega vel, en brást helst þegar liún álti að standa sem liæst. I hitt eð fyrra var að nokkru leyti sömu söguna að segja. Yið sáum líka s. 1. sumar, að síldveiði tók Und- an, þegar hún er annars vön að vera best, þ. e. um hásíldveiði- timann. Sameiginlegt einkenni á þessari óreglu, miðað við afla- hrögð undangenginna ára, er það, að veiðin virðist helst vilja bregðast á þeim tíma vertiðar- innar, livort sem um síldar- eða þorskvertíð er að ræða, þegar heitast er í sjóinn. Liggur því hendi næst, að kenna hinum ó- vanal. háa sjávarhita, sem hér hefir verið undanfarin ár, um þá óreglu í fiskigöngunum, sem verður að teljast ábyrg fyrir veiðileysinu. Einmitt þetta, að veiðinni hættir helst tilaðbregð- ast, þegar hlýjast er í sjónum, getum. við sett í samhand við hinn mjög aulcna liita undan- farin ár. Við höfum líka séð, að til dæmis þorskurinn hefir vax- ið hér miklu hraðara á síðari ár- urn en áður var títt. Þannig hefir á þessu ári 6—9 vetra þorskur verið að meðaltali 20 cm. lengri miðað við aldur held- ur en árið 1931. Rannsóknir, sem við höfum gert á sjávarhita við botninn, þar sem þorskurinn er að hrygna, hafa leitt í ljós, að hit- inn þarf helst að vera innan iá- kveðinna marka, til þess að hrygning fari fram í stórum stil, nefnilega 6.5 til 7.5 stig á Celsiusmæli. Hækki nú sjávar- liitinn yfirleitt verður þorskur- inn að færa sig dýpra eða norð- ar, þar sem botnhitinn er þessi, en þá er hann kominn út fyrir vanalegar veiðistöðvar, þar sem aflabrestur er yfirvofandi hvað stór sem stofninn er. Við Islendingar ættum að hafa lært svo mikið af reynslu tveggja undanfarinna ára, að við ættum ekki að láta þriðju vertíðina, eins og tvær þær síð- ustu, koma að okkur alveg ó- vörum og óundirbúnum. Svo framarlega sem þorskveiðarnar eru nokkurs virði fyrir okkur ætturn við að gera alt, sem í olckar valdi stendur, til þess að fylgjast nákvæmlega með þorskstofninum og þeim eðlis- þáttum sjávarins, sem ætla má að Iiafi áhrif á hann, þegar frá byrjun vertiðar. Það er ekki á nokkurs manns valdi að segja fyrir um það livort slíkar rann- sóknir bæri tilætlaðan árangur, þegar á fyrsta ári, en það er ó- verjandi, að fljóta sofandi að feigðarósi með jafnmikilvægt fjöregg eins og þorskveiðarnar og of seint, að fá krampa í handleggina af ákafa, þegar april er genginn í garð og alt er komið í óefni. Frii Gnílaug I. Jðnsdóttir | Þann 11. þ. m. andaðist frú Guðlaug Ingibjörg Jónsdóttir að heimili sínu og stjúpdóttur sinnar, Smáragötu 6, hér í bæ. Frú Guðlaug fæddist 20. mars 1860 og var elst barna lijón- anna séra Jóns próf. Guttorms- sonar og frú Guðlaugar M. Jónsdóttur í Hjarðarholti í Döl- um. Þegar á barnsaldri var hún mjög námfús og bókhneigð og hafði jafnt yndi af að lesa fræðihækur sem annað. Naut hún meiri menntunar hjá föður sínum en þá tiðkaðist um ung- ar stúlkur. Hún var líka mjög sönghneigð. Á uppeldisárum hennar var gamli kirkjusöng- urinn almennur, en veturinn 1881—82 lærði hún organleik hjá Jónasi Helgasyni organista og varð eftir það forsöngvari í Hjarðarholtskirkju meðan liún dvaldi heima. Hún var barna- kennari á heimili foreldra sinna og víðar og sótlu þá til hennar niámfúsir unglingar úr nágrenninu og kendi hún bæði til munns og handa og þótti hún ágætur kennari. Og á sunnudögum safnaðist til henn- ar ungt fólk og æfði hún þá með því söng og minnist það nú á gamals aldri með ánægju gleðistundanna sem þessir söngfundir veittu. Hún hafði yndi af að hjálpa og likna sjúk- um, græða sár o. fl.; las hún þvi lækningabækur bæði inn- lendar og útlendar og fékk sér lyf svo hún gæti hjálpað þeim sem til hennar leituðu, því þá var læknislaust í Dölum. Árið 1889 giftist frú Guðlaug Andrési Bjarnasyni söðlasmið og bjuggu þaú á Laugavegi 11 þar sem hann andaðist ái-ið 1908. Þau eignuðust 4 syni, Jón, f. 1891, d. 1911, nemandi Vid<»S vid .írsia Frl€ls*Ik«s©sa íiikiiræðing:. Tíðindamaður Vísis hefir farið á fund Árna Frið- rikssonar fiskifræðings og spurt hann hvað liði þorsk- rannsóknunum og hvernig útlitið væri á næstu vertíð. Sagðist honum svo frá: 5. hekkjar Latinuskólans, Gísli, verslunarm., f. 1900, d. 1933. Kristinn, málax’ameislara og Guttorm liúsameistara, þáðir búsettir hér í bæ, en dóttir Andrésar af fyrx*a hjónabandi er Elín handavinnukennari við barnaskólann hér. Sambúð þeirra Iijóna Var ætíð hin alúðlegasta og heimilishrag- ur hinn besti. Var lxeimilið opið fyrir ættingjum og vinum og. þar oft rnai'gt námsfólk er hingað le'itaði einhverrar ment-. unar, einnig var þar tekið á móti sjúklingum er leituðu til læknanna og greitt fyrir þeim á ýmsan liátt og fundu þar margir athvai’f. Og þótt heim- ilið væri þannig mannmargt, fór þar alt vel úr hendi, naut þar fyrst og fremst hins ágæta heimilsföður og þess livað hjón- in voru samhent, en einnig Kristbjargar systur Andrésa.- sál. er dvaldi á heimili þeirra I 16 ár. Hún andaðist 1906. Fi*ú Guðlaug var stilt og góð kona, hagsýn og liyggin. Eftir lát manns síns bjó hún lengi á Laugavegi 11 og nxeð aðstoð sona sinna og stjúpdóttur tókst henni að halda svipuðum heim- ilisbi-ag og áður. Hjá henni and- aðist móðir hennar í hárri elli, senx eftir að hún misti mann siixn liafði flult til þeirra hjóna. En nú í nxörg ár var frú Gxxð- laug hjá stjúpdóttur sinni og naut óvenjulega mikils ástríkis ,og umönnixnar, enda elskaði hún hana senx sína eigin dóttur og það var hennar heitasta ósk að fá að lifa og deyja hjá henni, frá þvi heimili, senx lxún liafði skapað henni. Nú ]>ráði hún lausnina í ljósi trúarinnar. Blessuð sé minning hennar. Vinkona. Fróðlegí lof og maklegf. I. Mig dreymdi að eg stæði úti veti'arkvöld og virti fyrir nxér himininn. Stjörnubjart var, og að vísu svo, að langt bar af því senx eg liefi nokkur sinni i vöku séð. Fjölda af stjörnuxxm var að sjá, sem skinU stói-um bjartar en jafnvel hin silfur- blikandiVeuus, og ekki einungis hjartar, lxeldur noklaxð á annan ogeinkennilega unaðslegan liátt. Eg vaknaði hrátt og fór að hug- Ieiða þennan svo óvanalega góða drauxn, og til hverra slilli- áhrifa Iiatíh mundi vera að rekja. Mintist eg þá þess, að eg hafði daginn áður, átt nokkuð rækilegt samtal við hinn unga vísindamann dr. Trausta Ein- arsson, senx tekið hefir doktors- próf i stjöx-nufi’æði við þýskan háskóla og einnig lagt stund á jai’ðfi-æði. Kom nxér í lixig, að i augunx þeirra, sem kunnugt væri unx náttúrxilögnxál það senx eg hefi fundið og nefnt stillilögnxálið (tlxe biodynamical law of determinants), nxundi það vera nxeir en lítið lof urn hinn uiiga vísindanxanix ef eg segði frá draumi þessunx. En eg hefi oft, þegar eg' lxefi getað konxið þvx við, skrifað eitthvað urn unga og byrjandi xxáttúru- fræðinga — og þó rauxxar fleiri —• sem þeinx gæti að liði oi’ðið^. II. Einnig af þeirri ástæðxi ei’ vert að segja frá draumi þessunx, að liann er mjög góð hjálp til að átta sig á því mjög svo þýðing- armikla einkenni di'aumlifsins, sem eg hefi þó ekki orðið var við að þeir sem rannsakað hafa draxuna hafi veitt eftirtekt, að oss ber nálega aldrei í drauma það sem; oss er kunnugt úr vöku. Kemui’ vel í ljós þegar vér íhugunx þetta, hversu fjax-stæð-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.