Vísir - 01.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 01.12.1939, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri: ’tstjórnarskrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 29. ár. Reykjavík, föstudaginn 1. desember 1939. Ný stjópn verð'itp mynduð í Finnlandi. Gengur linn að ki*öf- 11 in Rússa ? TEINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Rússar héldu uppi loftánásum sínum á Helsingfors, Viborg, Enso og fleiri horgir með stuttu millibili allan daginn í gær. Alls höfðu verið gerðar sex loftárásir á Helsingfors í morgun. Manntjón varð mikið, einkanlega þar í Viborg og Enso, og er talið að upp undir 200 manns hafi beðið bana, margt þeirra meðal konur og börn. Finnar leiða atbygli að þvi í opinberri greinargerð, að Rússar liafi vaðið inn í Finnland þeim að óvör- um, án þess að lýsa styrjöld á hendur þeim, og liafi því Finn- ar ekki alstaðar verið viðbúnir til þess að verjast, og þess vegna hafi verið hörfað undan á nokkurum stöðum. Finnar viður- kenna, að Rússar hafi sótt fram á nokkurum stöðum, en segja að þeir liafi alstaðar verið hraktir til baka eða stöðvaðir, nema i Norður-Finnlandi. Finska þingið kom saman á fund í gærkveldi á leynistað og vottaði þingið stjórninni fylsta traust sitt og greiddu allir þing- menn atkvæði með traustsyfirlýsingunni. Það var ekki búist við, að stjórnin mundi segja af sér, en hótanir Rússa munli hafa haft hér einhver áhrif, því að þeir hótuðu að skjóta Helsing- fors og fleiri horgir i rústir, ef ekki væri gengið að kröfum þeirra. Af ýmsum er talið, að þegar ný stjórn hefir verið mynd- uð fái Rússar kröfum sínum framgengt og muni þeir ekki herja frekar á Finna. Það vekur mikla atliygli, að Rússar tilkyntu rússnesku þjóð- inni ekkert um þessa atburði í útvarpi og blöðum í gær, en nú liafa þeir þó tilkynt að innrásarfyrirskipunin hafi verið gefin. Innrásin liefir hvarvetua mælst illa fyrir og sárasta gremju og andúð hefir hún vakið á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Auknar varúðarráðstafanir liafa verið gerðar í Svíþjóð og aukið lið kvatt til vopna. Ifl.viifliin nýju itjdriiariunai1 okki lokid. » Rit§§ar Éala uin vopnalilo. Fin§ki tseiKliherraiiu í Wa§liing(ou kveð§t engar frcgnir liafa fcngið uiu að Rii§§ar vilfi §enija. Seinustu fregnir frá Helsingfors herma, að sam- komulagsumleitanir um myndun hinnar nýju stjórnar hafi farið fram alla síðastliðna nótt og var henni ekki lokið, er skeytið var sent. Hinsvegar er búist við, að stjórnarmyndun verði lokið í dag og að hin nýja stjórn hefji þá viðræður við sovét-stjórnina, fyrir milligöngu sendiherra Bandaríkjanna í Moskva. Fregn hefir borist um, að snemma í morgun hafi ráðstjórnin fyrirskipað, að hætta skuli loftárásum á finskar borgir, þar til séð verði hver árangur verði af samkomulagsumleitunum milli hinnar væntanlegu rík- isstjórnar í Finnlandi og ráðstjórnarinnar. Þessi fregn hefir ekki verið staðfest enn, en líkur benda til, að hún hafi við rök að styðjast, þar sem ekki hafa borist nein- ar fregnir um stórkostlegar loftárásir í dag. Frést hefir, að Tanner fjármálaráðherra verði for- sætisráðherra hinnar nýju stjórnar, en hann var sem kunnugt er annar aðalsamningamaður Finna í Moskva. Einnig þessi fregn er óstaðfest. Giskað er á, að 50.000 manna hafi flúið frá Helsing- fors frá því í gær og þar til jkl. 3 í nótt sem leið. Var óslitinn straumur fólks þaðan frá því fyrsta loftárásin var gerð snemma í gærmorgun. Fólk heldur áfram að flytja úr borginni. Mestur var straumurinn til kl. 3, en orðrómur var á kreiki um, að úrslitakostir Rússa væri út runnir þá. Bjuggust margir við nýjum loftárásum á Helsing- fors eftir kl. 3, en af því varð ekki, þótt til flugvéla sæ- ist í morgun, og loftárás væri þá talin yfirvofandi, en til þess kom ekki. í fregnum frá Moskva segir, að stjórnmálamenn þar líti svo á, að vegna fráfarar finsku stjórnarinnar kunni ráðstjórnin rússneska að fallast á vopnahlé. Rússneska stjórnin hefir ekki enn fengið formiega tilkynningu um, að finska stjórnin hafi beðist lausnar, og vill ekki skýra frá afstöðu sinni til hennar opinberlega, fyrr en staðfestar fregnir hafa komið um lausnarbeiðni henn- ar og myndun nýrrar stjórnar. Finski sendiherrann í Washington kveðst engar fregnir hafa fengið um, að Finnar hafi skift um stefnu og ætli að ganga að kröfum Rússa. KALLIO Finnlandsforseti og hústaöur hans í Helsingfors. Daladier íær Lárus Páisson einræðis- vald. leikur í kvikmyndinni „Ballett- en danser“, sem sýnd er á frum- sýningu í Gamla Bíó í kvöld. Traustsyfirlýsing samþykt í þinginu. EINKASKEYTI frá U. P. London 1. des. Franska þingið er komið saman til funda á ný og þing- setningardaginn, í gær, flutti Daladier ræðu og gerði grein fyrir stefnu stjórnarinnar og markmiði í stríðinu og að stríð- inu loknu. Tók hann sömu stefnu og Chamberlain, en lagði ef til vill enn meiri áherslu á, að fyrsta skilyrðið til þess að geta komið á betri skipan, væri að vinna sigur í stríðinu. Franska þingið hefir nú með 309 atkvæðum gegn 188 sam- þykt að veita Daladier algert vald. Kom til nokkurra átaka milli Daladiers og fjárhags- nefndar, sem vildi takmarka þetta vald, en Daladier hótaði að fara frá, nema hann fengi það, og hafði hann sitt fram. — Sýnir þetta best að franska þjóðin treystir hoitum manna best til þess að fara með völdin á hinum alvarlegu tímum, sem nú eru. Gamla Bíó liefir frumsýningu í kvöld á kvikmyndinni „Dans- andi stjörnur“ („Balletten dans- er“). I þessari kvikmynd leikur islenskur leikari, Lárus Pálsson. Mun kvikmyndin því vekja sér- staka athygli hér. En raunar Iiefir Lárus fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni og á mikinn þátt i vinsældum liennar. Lárus lék i nokkrum skóla- leikjum liér, þegar hann var í Mentaskólanum, og þótti vel takast. Hann varð stúdent 1934 og stundar nú leiknám við Kon- unglega leikhúsið. Þvkir Lárus mjög efnilegur leikari. I kvikmynd þessari leikur hann íslenskan söngvara, sem stundar nám í Kaupmannaliöfn. Er þetta eitt mesta lilutverk myndarinnar. Móti Lórusi leik- ur Ehbe Rode. Sjötugsafmæli konungs. í tilefni þess, að Kristján kon- ungur X. verður sjötugur þ. 26. sept. á næsta ári hefir verið haf- inn undirbúningur að söfnun meðal þjóðarinnar fyrir gjöf handa honum. Fjögra manna nefnd hefir verið sett á laggirnar og eru í henni Stauning forsætisráð- herra, Niels Bohr prófessor, Brockenhaus-Schack greifi og Ernst Carlsen aðalræðismaður. Rikisstjórnin hefir fallist á þessa fjársöfnunarliugmynd og kóngurinn hefir einnig gefið’ leyfi sitt til hennar. Kallio Finnlandsforseti skrif- aði í gær undir tilskipun um styrjaldarástand og skipaði Mann erhei m yf irherf oringj a finska hcrsins. NRP.—FB. Yegna hinna alvarlegu at- burða í Finnlandi, hafa stúdent- ar ákveðið að láta öll hátíða- höld niður falla í dag, til þess að votta finsku þjóðinni samúð sína og virðingu. . .1 stað hinnar venjulegu hóp- göngu söfnuðust stúdentar sam- an við Garð kl. 1.30 og héldu þaðan til Hafnarhússins, en þar hefir finski ræðismaðurinn skrifstofur. Auk stúdenta liafa flest félög, sem ætluðu að hafa fullveldis- hátíð, ákveðið að láta þær niður falla, þ. á. m. má nefna Heim- dall, félag ungra sjálfstæðis- manna, íslendingafélagið i Kaupmannahöfn o. fl. ÁVARP frá íslendingum til finsku þjóðar- innar, sent að tilhlutun Norræna félagsins á íslandi. Aþessum alvarlegu tímum, þegar hin finska þjóð með aðdáanlegri ró og hugprýði stendur á verði fyrir sóma sínum og sjálfstæði, hlýtur hugur hvers norræns manns að vera gagntekinn af samúð og virðingu fyrir henni. íslendingar, sem eru ysti útvörður norrænnar menningar í vestri, eins og Finnar eru það í austri, hafa um langan aldur fylgt ör- lögum Finnlands, frelsisbaráttu þess og viðreisn, með vakandi áhuga og vináttuhug. Þótt vér séum svo fá- mennir og lítilsmegandi, að vér getum ekki sýnt hug vorn í verki, viljum vér ekki láta hjá líða að segja hvað oss býr í brjósti. Því sendir nú hin islenska þjóð bróð- urkveðju um hendur Norrænu félaganna í báðum lönd- unum. Vér biðjum þess, að hið eilífa réttlæti og sú gifta, sem til þessa dags hefir vakað yfir þjóðum Norðurlanda og leitt þær til sjálfstæðrar menningar og þroska, haldi nú og æfinlega hendi sinni yfir hinni finsku þjóð, og að hún kom út úr hverri þeirri eldraun, sem fyrir henni kann að jiggja með hreinan skjöld, aukinn samhug og vaxandi þrótt. Reykjavík, í nóvember 1939. Stefán Jóh. Stefánsson formaður Norræna félagsins og formaður Alþýðuflokksins. Hermann Jónasson Guðl. Rosinkranz forsætisráðherra. ritari Norræna félagsins. Jón Eyþórsson Ólafur Thors stjórnarmeðl. Norræna fél. og atvinnumálaráðherra form. útvarpsráðs. og form. Sjálfstæðisflokksins. Jakob Möller Páll ísólfsson f j ármálaráðher ra. stjórnarmeðl. Norræna fél. Eysteinn Jónsson Jörundur Brynjólfsson viðskif tamálaráðherra. forseti neðri deildar. Vilhj. Þ. Gíslason Einar Árnason stjórnarmeðl. Norræna fél. forséti efri deildar. Pétur Ottesen Jónas Jónsson forseti sameinaðs þings. form. Framsóknarflokksinsv Vilm. Jónsson Pétur Halldórsson landlæknir. borgarstjóri í Reykjavik. Emil Jónsson Finnur Jónsson vitamálastjóri. form. síldarútvegsnefndar. Erlendur Þorsteinsson Bergur Jónsson forseti bæjarstj. Siglufjarðar. hæjarfógeti í Hafnarfirði. Guðmundur Vilhjálmsson Ásgeir Ásgeirsson framlcv.stj. Eimskipafélagsins. bankastjóri. Jón Sigurðsson Jón Kjartansson skrifstofustj. Alþingis. ritstjóri Morgunblaðsins, Pálmi Hannesson Jónas Þorbergsson i-ektor Mentaskólans. útvarpsstjóri. Helgi Hjörvar Jón Helgason skrifstofustj. útvarpsins. fyrv. biskup. Alexander Jóhannesson L. Andersen rektor Iiáskólans. aðalkonsúll. Gunnl. Einarsson Matthías Þórðarson læknir, form. Rauða Kross ísl. f ornmin j avörður. Guðmundur Finnbogason Barði Guðmundsson landsbókavörður. þj óðskj alavörður. Kristján Guðlaugsson Stefán Pétursson ritstjóri Visis. ritstjóri Alþýðublaðsins. Magnús Kjaran A. Kristinsson form. ísl.-sænska fél. Sviþjóð. framkv.stjóri S. I. S. Sigurður Nordal Ásmundur Guðmundsson prófessor. prófessor, form. Prestafél. Isl. Bjarni Jónsson Valtýr Stefánsson dómkirkjuprestur, formaður ritstjóri. K. F. U. M. Þórarinn Þórarinsson Sigurður Einarsson ritstjóri Tímans. doc. theol., fréttastj. Sigurgeir Sigurðsson Níels Dungal hiskup. prófessor. KAFFI- OG SYKURBIRGÐIR NORÐMANNA. Kaffi- og sykurhirgðir eru nú svo miklar fyrir hendi í Noregi, að einn þeirra kaupsýslumanna, er mest flytur inn af jjessum vörutegundum liefir komist svo að orði, að þess megi vænta, að skömtun á þessum vörutegund- um verði afnumin áður langt liður. NRP — FB. 278. tbl. BRESKU BEITISKJPI SÖKT VIÐ SHETLANDSEYJAR? í Berlin er tilkynt, að sami kafþátur sem sökti Royal Oak í Scapa Flow, liafi skotið i kaf 10.000 smálesta beitiskip enskt við Shetlandseyjar. — Breska flotamálaráðuneytið neitar að þetta sé rétt. NRP. — FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.