Vísir


Vísir - 13.12.1939, Qupperneq 1

Vísir - 13.12.1939, Qupperneq 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RL 'latjórnarskrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 288. tbl. Ntríðið í FiiitilaBidi lieldnr áfram. Rússar viðurkenna aðeins Terijoki- stjómina og halda áfram stríðinu. --•- Ymsar þjoðir styílja Finna í vcrki, en óví§t livað ÞJoðabandalagrið gerir. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn. í morgun. Um allan heim biðu menn í gær með óþreyju eftir svari rússnesku ráðstjórnarinnar. Hún hafði frest til þess að svara skeyti Þjóðabandalags- ins til kl. 6 í gærkveldi, en er sá frestur var liðinn var ekkert svar komið. Var þá tilkynt, að ef svarið yrði komið, er þingið kæmi saman á fund í dag, yrði svar- inu tekið eins og ef það hefði borist á tilskildum tíma. Og svar kom að lokum frá Molotov, forsætis- og utan- ríkismálaráðherra Rússlands, og var það eins og marg- ir höfðu óttast, að Rússar halda fram kommúnista- stjóminni í Terijoki, segja hana hina sönnu stjórn Finnlands, en Ryti stjórnina ólöglega og þar með beiðni hennar til Þjóðabandalagsins og afskifti þess af deil- unni. Molotov afþakkar því boð Þjóðabandalagsins um vopnahlé og friðarsamkomulagsumleitanir undir um- sjá þess. Rússar vilja því halda styrjöldinni áfram. Þjóðabandalagið mun vafalaust fordæma framkomu Rússa, en hvað svo tekur við vita menn ekki enn, nema að allar líkur benda til, að ýmsar þjóðir muni veita Finnum stuðning í verki, með því að senda þeim flug- vélar, skotfæri, matvæli, bensín, sjúkragögn og margt annað, sem þeir þarfnast. En með tilliti til hins gífur- lega liðsmunar er óvíst að sá stuðningur dugi þegar til lengdar lætur. EFTIR JHÁLFS MÁNAÐAR STYRJÖLD. ÓHEMJU LIÐSAFN- AÐUR RÚSSA. SÓKN ÞEIRRA AÐ BOTNISKA FLÓANUM. I fregn frá Helsingfors segir, að eftir hálfs mánaðar styrjöld hafi Rússar ekki náð fram til neinna mikilvægra borga í Finn- landi eða náð neinum hernaðarlega miklvægum stöðum á sitt vald. Það er leidd athygli að því í skeytum frá Helsingfors, að jafnvel þótt Rússar gæti sótt fram alla leið til Botniska flóans, eins og þeir leggja svo mikla áherslu á, er vafasamt hvort þeim verður sá árangur að því, sem þeir gera sér vonir um, því að það yrði afar erftt fyrir þá að halda opnum leiðum þangað til vista- flutninga? með stöðugar árásir Finna yfir höfði sér, því að Rússar mega ekki ætla, segir í þessum fregnum, að Finnar gefist upp, þótt Rússar brjótist í gegn að Botniska flóanum. Það er jafnvel ætlað, að Finnar noti hér hina gömlu aðferð, að láta Rússa sækja fram, til þess að ráðast á þá aftar. Reynslan er sú, að Rússar sækja hratt fram, þegar þeir geta, en gæta þess ekki, að koma nauðsynlegum birgðum til hersins, sem lengst er kominn, og þetta hafa Finnar æ ofan í æ notað sér, og gert skyndiárásir aftar, með ágætum árangri, og hindrað að- flutninga til fremstu hersveita óvinanna, og þar næst tekið þær til fanga. SÓKN RÚSSA FYRIR NORÐ- AN LADOGAVATN. I fimrn daga samfleytt hafa Rússar reynt að sækja fram fyrir norðan Ladogavatn. Hefir þeim orðið nokkuð ágengt, en nú virðist svo sem sókn þeirra þar hafi stöðvast. AÐALSÓKNIN ENN Á KYRJÁLANESI. Aðaláhlaup Rússa eru á Kyr- jálanesi, milli Kyrjálabotns og Ladogavatns, því að um það er höfuðleið þeirra inn í Finnland, en þarna verða þeir að hrjöt- ast í gegnum Mannerheimlín- una. Þar hefir þeim ekkert orð- ið ágengt ennþá, þótt þeir héldi því fram fyrir nokkrum dögurn að þeir væri búnir að brjótast í gegnum hana. ítalskar ut- varpsfregnir herma, að finsku hermennirnir séu að styrkja varnir Mannerheimlínunnar, og séu að grafa nýjar skotgrafir alllangt fyrir framan Manner- heimlínuna, og geri ráð fyrir að þessar skotgrafir verði veru- staðir þeirra í vetur. Ilverju á- lilaupi Rússa á fælur öðru hefir verið hrundið og hafa þeir beð- ið mikið manntjón. RÚSSAR TILKYNNA — Rússar tilkynna framsókn á öllum vígstöðvum. Þeir segjast vera á góðum vegi með að „kljúfa“ Finnland i tvo hluta, og hafa sótt 92 kílómetra inn i Finnland, i áttina til Uleá, sem er mikilvæg borg, á einni að- alsamgönguleiðinni milli Finn- lands og Svíþjóðar. RÚSSAR HALDA UPPI ÁRÁSUM Á HANGÖ. Eftir að herskip Rússa gerðu míshepnaðar tilraunir til þess að ráðast á Hangö hafa þeir nú gert loftárásir á bæinn, en ár- angurinn varð litlu meiri, nema að allmargir friðsamir borgar- ar biðu bana. Loftvarnabyss- urnar í Hangö voru teknar í notkun og ein af flugvélum Rússa var skotin niður. HEIM UM JÓLIN — Fjöldi fólks, sem lagði á flötta frá Helsingfors, er nú á leið þangað aftur. Það er engu líkara, segir ítalskur fréttarít- ari, en að hvað sem á dynur vilji menn vera lieima uin jólin. Á PETSAMO-YÍGSTÖÐV- UNUM. Á Petsamovígstöðvunum eru svo miklir kuldar, að Rússar geta ekki lialdið áfram sókn sinni, en Finnar sem eru liarð- fengari, betur húnir og æfðir, gera þeim stöðugt hinn mesta óleik. ÞEIR ÆTLUÐU YFIR VÖTNIN — Rússar liafa oft gert tilraunir til þess að senda hersveitir yfir ísi lögð vötn, til þess að stytta sér leiðir, og til þess að varast leyniskyttur Finna og fann- sprengjur. En Finnar hafa ráð undir liverju rifi. Þeir skjóta af fallbyssum á ísinn, til þess að hindra framannefnd áform Rússa. 130 þús. söfnuðust til aðstoðar Finnum í gær og hafa nú alls safnast í Noregi 750.000 krónur. Finnar hafa nú birt öll gögn varðandi samkomulagsumleit- anir Finna og Rússa. Til við- bótar því, sem áður er kunn- ugt kemur í ljós, að Finnar höfnuðu ákveðið kröfunni um að Rússar fengi að hafa flota- stöð í Hangö, einnig eftir að Rússar höfðu fallist á að slaka til á þeirri kröfu sinni að hafa þar 5000 m. setulið og láta sér nægja að hafa 400 menn þar. Á seinustu samningafundunum virðast Rússar hafa fallið frá kröfunni um að hafa flotastöð á ströndum meginlands Finn- lands, ef þeir fengi keyptar eyj- arnar Kooen, Kaestoe og Busoe, í nánd við Hangö. Finnar svör- uðu því, að þeir gæti ekki látið þessar eyjar af hendi þar sem þær væru innan finskrar land- helgi. Finnar vildu láta af hendi vesturhluta Fiskimannaskagans og að nokkuru leyti verða við kröfum Rússa að því er Kyrjá- lanes snertir, en ekki að ónýttar væri víggirðingamar þar á nes- inu. Finnar vildu einnig fallast á að láta af hendi eyjamar í Kyrjálabotni að undantekinni Björkö. Enn sem komið er hefir Rúss- um hvergi tekist að brjótast í gegnum víggirðingaraar á Kyr- jálanesi. Rússar hafa gert þar hvert áhlaupið á fætur öðru af miklum móði. En þeim var öll- um hrundið. Það var þarna, sem 4 rúss- neskar hersveitir stráféllu og margir skriðdrekar voru eyðí- lagðir fyrir Rússum. NRP—FB. Austurbæingar! Vetrarhjálpin kallar til ykkar. — Munið, engin gjöf er svo lítil, að hún komi ekki að notum. Hjónaefni. Síðastl. sunnudag opinberu'Öu trú- lofun sína ungfrú Margrét Þórðar- dóttir, Hallveigarstíg 9, og Hans H. Jónsson, starfsmaður hjá Raf- magnsveitunni. Þjóðabandalagið. Argentína hótar úrsögn EINKASKEYTI frá U. P. London, í morgun. Seinustu fregnir frá Genf herma, að Argentína hafi lagt það til, er þing Þjóða- bandalagsins kom saman á fund í morgun, að Rússar væri reknir úr Þjóðabanda- laginu fyrir innrás sína í Finnland, — ef Þjóða- bandalagið gerði það ekki myndi Argentína segja sig úr því. Búist er við, að Uruguay og fleiri ríki Suður-Ame- ríku taki afstöðu með Ar- gentínu. Fundurinn var stuttur og var frestað þar til síðar í dag. Páfi fær tangaáfatl. VONBRIGÐI HANS ÚT AF ÞVl, AÐ FRIÐARVIÐLEITNI HANS HEFIR EKKI BORIÐ ÁRANGUR. • London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. I símfrégll frá vatikanborg- inni segir, að samkvæmt áreið- anlegum hdmildum niiíni páfi fresta að veita álieyrnir frá og með deginum í dag, að ráði einkalæknís síns, Galeazi. Samkvæmt óvéfengjanlegum heimildum hefir páfi fengið taugaáfall, og er það aðallega þrent, sem telja má liöfuðor- sakir þess, í fyrsta lagi að styrj- öldin braust úr, í öðru lagi, að tilraunir hans til þess að miðla málum báru ekki árangur, og loks í þriðja lagi, að páfi óttast að kommúnisminn breiðist út um álfuna. STÓRBORARBÖRN OG STYRJÖLDIN. Þegar styrjöldin hófst var alment búist við stórkostlegum loftárásum á borgir eins og París, London og helstu iðnaðar- borgir Frakklands og Bretlands. Var þvi margt íbúanna flutt á hrott, aðallega börn, veikt fólk o. s. frv. Bæði i Frakklandi og tíretlandi er þegar komið í ljós eftir þriggja mánaða sveitar- veru Parísar- og Lundúnabarna, að þau þrifast langtum betur í sveitinni heldur en i London. Flest taka svo örum líkamleg- um framförum, að þau „sprengja fötin utan af sér“, segir i einu Lundúnahlaðinu. Skátarnir og Vetrarhjálpin: Sigursæl herferð í gærkveldi. Austurbæingar! í kveld kemur röðin að ykkur. Söfnunin í gærkveldi gekk ágætlega — af peningum safnað- ist rúmlega 50% meira en í fyrra og af fatnaði alt að því helm- ingi meira. Af peningum kom inn í fyrra í þessum bæjarhlut- um 1310 kr., en nú kr. 2035, eða kr. 725 meira. I kvöld verður farið um austurbæinn og þar mun árangurinn varla verða verri en í gær. Skátarnir róma mjög mót- tökurnar, sem þeir fengu í gær. Það var elcki aðeins svo, að fólk he'fði það tilbúið, sem það ætlaði að gefa, heldur var fatnaðinum oftast vand- lega pakkað inn, til þess að sem minst færi fvrir honum. Peningarnir, sem söfnuð- ust, voru mest frá einni krónu upp i 10 kr., en sumir gáfu 20 eða 25 lcr. og einn maður, Magnús Benjamíns- son, úrsmiður, gaf 100 kr. Þéssi söfnun sýnir að Reykvíkingum er ljóst hveírn- ig ástatt er fyrir mörgum samborgurum þeirra, og eft- ir því sem erfiðleikarnir vaxa leggja þeir, sem betur mega, meira af mörkum til þess að bæta úr fyrir liinum. í kveld fara skátarnir um Austurbæinn. Þar söfnuðust í fyrra 2253 kr., svo að þar mun safnast a. m. k. 3500 kr. í lcvöld. Austurbæingar! — Hafið gjafir ykkar tilbúnar þegar skátarnir koma, til þess að gera þeim þetta sjálfboða- starf þeirra auðveldara. All- ar gjafir koma að notum, hversu smáar sem þær eru. London, 13. des. Einkaskeyti frá United Press. News Chronicle birtir niður- stöðu atkvæðagreíðslu, sem ! fram fór að tilhlután bresku stofnunarinnar „Public Opini- on“ (Almenningsálitið) og var að }>essu sinni spurt um, livort menn væri ánægðir með hvern- ig stjórnin reki styrjöldina. Af þeim, sem greiddu atkvæði, eru 01 af hundraði ánægðir, 18 ó- ánægðir, en aðrir vildu ekki láta neitt álit í ljós. Orsakirnar til þess, að menn láta sér vel líka við stjórnina, að því er stefnu hennar i styrj- öldínní snertir, er það, að hún. hefir loks tekið ákveðna af- stöðu til þess að uppræta á- gengni og ofbeldi í álfunni, í öðru lagi vegna þess, að hún gætir þess í hvívetna að fórna ekki mannafla þjóðarinnar að óþörfu. Hinir óánægður gagnrýna stjórnina fyrir ýmsar athafnir og framkvæmdir heima fyrir, á „heimavigstöðvunum", eins og það er orðað. Tyrklandsforseti í eftirlitsferð. Khöfn 13. des. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Istanbul hermir, að Tyrklandsforseti sé nú lagð- ur af stað í eftirlitsferð þá til austurlandamæranna, er hann frestaði á dögunum, er óvana- lega iskyggilega liorfði vegna hótana rússneskra blaða í garð Rúmeniu og Tyrklands. Með ríkisforsetanum á þessu ferða- lagi er Orbey herforingi, sem var yfirmaður tyrknesku her- málasendinefndarinnar, sem var í London.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.