Vísir - 19.12.1939, Síða 2

Vísir - 19.12.1939, Síða 2
v rsi& VtSIH DAG3LAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlar.gsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hve:fisgötu 12 (Gengið inn frá Ingóifsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377 Verð kr, 2,50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsniiðjan h/'f. Hvað hefír Jón á Akri unnið til saka? JTj NGINN maður liefir í seinni tíð orðið fyrir svæsnari og þrálátari árásum af hendi Al- þýðuflbkksins og Framsóknar, en Jón Pálmason, alþingismað- ur frá Akri. Vilmundur land- læknir, sem talinn er einhver ritfærasti maður flokks síns, hefir skrifað liverja greinina af annari fulla af óhróðri um Jón. Timinn hefir ráðist á hann í ritstjórnargreinum. Eysteinn Jónsson, viðskiftamálaráðherra, hefir reynt að gera lítið úr hon- um á þingfundum. Loks hafa þrír þingmenn, tveir úr Fram- sóknarfloklcnum og einn úr Al- þýðuflokknum ráðist á Jón I nefndaráliti á Alþingi með rót- arlegum getsökum, framsettum á svo ruddalegan liátt, að eins dæmi má heita í þingskjali. Hvað hefir Jón á Akri unnið til saka, að vera þannig eltur á röndum af þessum tveimur flokkum? Jón á Akri hefir af þingflokki sjálfstæðismanna verið kosinn endurskoðandi landsreikninganna. Hann liefir hent sú dauðasynd, að ganga samviskusamlega að því verki. Hann hefir ekki talið það hlut- verk sitt að þegja yfir misfell- um, sem hann hefir rekist á og ekkert skift sér af því, hvort þeim, sem hlut liafa átt að máli, hefir líkað betur eða ver. Hann hefir stungið á kýlunum og ekki hirt um það, þótt undan hafi sviðið. Jón hefir ekki að- eins sýnt fylstu samviskusemi í starfi sinu, heldur líka þá ein- urð og þann kjark, sem nauð- synlégt er hverjum þeim, sem lætur sér ekki Iynda að berast uiidail- ! straumi, lieldur tekur mannlega í taumana, þótt bokk- ar séu annarsvegar. Ef nokkur maður hefir af heílindum bar- ist gegn „linkunni“ í þjóðfélag- inu, þá ér það Jón á Alcri. Nú er það skiljanlegt að Al- þýðuflokkurinn þættist eiga sin í að liefna við Jón, því athuga- semdir lians komu býsna ó- þægilega við helsta átrúnaðar- goð þess íiokks: Hitt er miður skiljanlégt, hvað því getur vald- ið, að framsóknarmenn sjá rautt,' hvenær sem minst er á Jón á Akri. Þetta er því óskilj- anlegra, þegar þess er gætt að formaðúr Framsóknarflokksins hefir nú sagt „linkunni“ stríð á hendur og telur sig sjálflcjör- inn til forustu í þeirri baráttu. Jón á Alcri á sæti í fjárveit- inganefnd og mun formaður Framsóknar geta borið um það, að Jón liefir ekki af sér dregið í starfi, hvorki við endurslcoðun landsreikninganna, hin algengu fjárveitinganefndarstörf né við þau sérstöku störf, sem fjár- veitinganefnd hefir tekið að sér að þessu sinni og birst liafa í hinu svonefnda liöggormsfrum- varpi, sem mjög hefir verið umrætt og raunar úmdeilt hina síðustu daga. Hvað sem líður skoðunum manna um þær tillögur, sem fjárveitinganefnd hefir borið Jólahljómleikar Tónlistafélagsins Á þriðja búsund manns sóttu hljómleika Tónlistar- félagsins, sem haldnir voru í gærkveldi í bifreiðaskála Steindórs. Voru þar ríkisstjórn, þingmenn og bæjar- stjórn biskupar og prestar og flestir skólastjórar bæj- arins, sem voru gestir Tónlistarfélagsins. Hér fara á eftir ummæli söngdómara blaðsins um hljómleikana. Þessir hljómleikar voru líkari tónlistahátíð en venjulegum hljómleikum, svo hátíðlegir voru þeir, og vafalaust þeir merki- legustu og glæsilegustu, sem félagið hefir haldið En þetta er ekkert sérstakt fyrir starfsemi Tónlistafélagsins Það hefir altaf kept að því að hafa næstu hljómleika sína enn fullkomnari en þá síðustu og færa okkur þann veg fet fyrir fet nær heimsmenn- ingu tónlistarinnar. Það hefir verið sagt um „Sköpunina“ eftir Haydn og vafalaust með réttu, að þótt hann hefði aðeins skilið þetta eina verk eftir sig, þá liefði það nægt til að skipa honum á bekk með hinmn ódauðlegu meistur- um tónlistarinnar. Verkið er að mestu skrifað í björtum og glaðlegum „dúr“. Það e'r eins og tónskáldið hafi við samningu verksins fylst þeirri guðlegu gleði yfir tilverunni, sem ætla má að gagntekið liafi skapar- ann, er liann leit yfir verk sitt, „og sá að það var harla gott“. Söngur kórsins var nú allur samfeldari og hljómblærinn fegurri en áður og áttu „Kátir félagar“ sinn mikla þátt í því. En raddstyrk einstakra radda, sérstaklega bassanna, má enn auka nolckuð og verður það ef- Iaust gjört. Einsöngvararnir leystu lilutverk sín vel af hendi, og var gott samræmi á milli radda þeirra. Sungu þeir hver öðrum betur og allir vel. Sér- staklega góður var þó söngur frú Guðrúnar Ágústsdóttur,sem með hinni björtu og opnu sóp- ( ranrödd sinni fylti hin milclu salarkynni Steindórs, svo og söngur þeirra Sigurðar Markan og Arnórs Halldórssonar. Eg efast um að Hljómsveit Reykjavíkur liafi í annað sinn spilað betur og hefir þar eflaust ! valdið miklu um, hve ágætlega hljómaði í liúsinu, en jafnframt virðist sveitin enn búa að komu hr. Telmanyi og þeirri ágætu æfingu, sem hún fékk undir J hans stjórn. En einnig má þakka árangurinn hinni öruggu og þróttmiklu forustu Björns Ólafssonar. Ánægjulegt var að ! heyra hve blásturshljóðfærin voru yfirleitt góð, enda ágæt á köflum. Páll ísólfsson hefir með , hljómleikum þessum unnið þrekvirki mikið og markað tímamót í sögu islenskrar tón- listar. Gelur vafalaust enginn ó- kunnugur gert sér í hugarlund, hvert starf liggur hér i raun og veru á bak við. Fórst lionum, sem vænta mátti, stjórnin með fullum skörungsskap og góðri nákvæmni. Áliorfendur á liljómleikum þessum munu hafa verið rösk- j lega tvö þúsund og er það meira ! en þrisvar sinnum fleiri en áð- ur hefir verið hér á innihljóm- leikum, þegar best hefir látið. Mun þetta einhver liinn fjöl- j mennasti og jafnframt prúðasti , hópur Islendinga, sem komið hefir saman til innanhússskemt- unar hér á landi og virtist svo sem hver og einn vildi leggja sinn skerf til, að skemtunin færi sem best fram og aðbúnaður allur nægði. En jafnframt var hljómleikunum útvarpað og mun því Tónlistarfélagið hljóta alþjóðar þakkir fyrir. Ó. Þ. Eftir hljómleikana bauð Tón- listarfélagið öllum þátttakend- um til kaffidrylckju að Hótel Borg, og sátu hófið á 3. liundr- að manns. Voru þar ræður fluttar og því næst stíginn dans til kl. 3 um nóttina. „Eg minnist l>ín“, nýja danslagiÖ eftir Eirík Bjarna- son frá Bóli, sem sagt var frá í Vísi s.l. sunnudag, verður leikitS á Hótel ísland í kvöld. — Kjartan Sigurjónsson syngur. Fimleikaæfingar f.R. Síðustu æfingar í Í.R.-húsinu fyrir jól, ver'Sa mi'Övikudaginn 20. des. Hefjast aftur mánud. 8. jan. 1940. fram, efast enginn um einlægni Jóns í þeim efnum. Það kemur þess vegna hálf ónotaléga við mann, að þegar formaður Framsóknarflokksins og Jón frá Akri snúa bökum saman um baráttuna gegn „linkunni“, skuh einstakir þingmenn Fram- sóknar, annar ráðherra flokks- ins og aðalblað gera á hann harðari árásir en nokkurn annan. Menn spyrja, hvernig það megi vera, að Jónas Jóns- son skuli Iáta flokki sínum lialdast uppi, að ráðast sýknt og heilagt á þann mann, sem sýnt hefir, að honum er öðrum fremur alvara að útrýma „link- unni“ úr opinberu lífi. Hér virðist ekki geta verið nema um tvent að gera. Annað hvort er Jónasi Jónssyni ekki eins mikil alvara með barátt- una gegn „linkunni" eins og hann vill vera láta. Ellegar hann hefir ekki lengur svo mikil tök í sínum eigin flokki, að hann geti varið árásum þá menn, sem traustastir standa í þeirri bar- áttu, sem hann telur mest um vert að haldið sé uppi um þess- ar mundir. Jón á Alcri hefir ráðist svo að „linkunni“, að það er meira en lítil „linka“ af sjálfum „linkubananum“, að hreyfa hvorki legg né lið honum til varnar. Og Jónasi Jónssyni er óhætt að trúa þvi, að Jón á Alcri er sá drengskaparmaður, að hann lætur ekki óátalið ráðast á samherja sina í „linku“-stríð- inu, þótt um forna andstæðinga sé að ræða. a SUMARLANDSLAG. hefir sýningu á verkum sínum, aðallega frá í sumar, að heim- ili sínu Blátúni. Meðal þeirra mýnda á sýningunni, senl mesta atliygli vekja, er mynd sú er hér birtist og nefnist „Sumarlandslag“. Nokkrar af þeim myndum, sem hann sýnir þarna hafa þegar selst og að- sókn hefir verið góð að sýning- unni. Jón getur sér góðan orðstir víðar en hér á landi, og má í því sambandi nefna að fjórar af myndum hans eru nú á um- ferðasýningunni amerísku og hafa vakið mikla athygli. fþróttablaðið er nýkomið út, 24 bls. að stærð. Flytur það margar og skemtilegar greinar, svo sem um síðustu utan- farir ísl. íþróttaflokka, íþróttamót- in í sumar (sund, frjálsar íþróttir og knattspyrnu) ásamt ítarlegri gagnrýni á keppendunum, heim- sóknir erlendra íþróttaflokka, Drangeyjarsundið og aðra viðburði sumarsins á íþróttasviðinu. Einnig eru fróðlegar og skemtilegar grein- ar um það helsta, sem gerst hefir erlendis í sumar, bæði í sundi, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og hnefaleik. Þá eru greinar þessar prýddar skýrum og góðum myndum af íþróttamönnum. Eins og endra- nær er blaðið skemtilegt aflestrar, jafnframt því sem það er íþrótta- mönnum og íþróttavinum kærkom- in heimild þess, er gerist í íþrótta- lífi landsins. Blað þetta, sem er síð- asta tölublaðið á áriuu, flytur sömu- leiðis þær góðu fréttir, að frá næstu áramótum muni það koma út hálfsmánaðarlega. Er ekki að efa, að frétt þessi er öllum íþróttamönn- um hið mesta gleðiefni. B. Finnlandi- iöinunin. Finnlandssöfnunin gengur mjög að óskum og mun nú vera búið að safna um land alt 40— 50 þús. kr. Komnar eru til Rauða Kross ins skilagreinar fyrir 33 þús. kr„ en ókomnar eru skilagrein- ar fyrir margar þúsundir, svo sem frá söfnuninni á sunnudag á Alcureyri og ísafirði. En það er elcki aðeins í kaup- stöðum, sem söfnunin hefir gengið svo vel. í sveitum hafa bændur og búalið einnig safn- að og i gær fékk Rauði Kross- inn t. d. tilkynningu um það úr Mývatnssveit, að þar hefði safn- ast 980 kr. Frá Dalvík hafa borist fréttir um að þar hafi safnast 2000 kr„ og svo mætti lengi telja. Fyrsta árbdk knatt§pjrriinmaima Hún flytur margskonar fróðleik um reykvíska knattspyrnu frá byrjun. Ómissandi öllum knattspyrnumönnum. Fæst í Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar og Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju. Kiiattspp’imráð ICeyk|avíkin*. Hvers vegna að bíða ? Notfærið yður strax kosti hinna miklu framfara og þvoið með FLIK-KLAK, — sjálfvirku þvottadufti. FLIK-FLAK hlífir Röndunum og skilar þvottinum mjallahvítum eftir stutta stund. FLIK-FLAK leysir og fjarlægir öll óhreinindi, svo að þér þurfið að eins að skola þvottinn og þá er hann fullkomlega hreinn. — SJÁLFVIRKT ÞVOTTADUFT. BEST AÐ AUGLÝSA í VÍSI.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.