Vísir - 04.01.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Ri ’tstjórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Afgrreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
2. tbl.
SIBIRÍUHERSVEITIR
RÚSSA FÁ
ELDSKIRNINA
Frásögn Webb Millers
af því er Finnar ger-
sigrtiðu 163. herfylki
I »1
Fátt um kveðjur.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
ftalski sendiherrann í Moskva,
Rosso, lagði af stað heimleiðis
í gærkveldi. Engir stjórnarem-
bættismenn rússneskir voru
viðstaddir brottför hans, en
skrifstofustjóri utanríkismála-
ráðuneytisins var staddur á
stöðinni, vegna heimfarar
RÚSSAR endurtóku áhlaup sín á Mannerheimvíg-
girðingarnar í gær, er veður tók aS batna.
Hafa Rússar fengið liðsafla mikinn, sem fyrr
hefir verið getið, og streyma nú hermennirnir frá Sí-
biríu til Rússlands, og eru svo sendir áfram þaðan til
vígstöðvanna í Finnlandi, en Síbiríuhersveitunum
treystir rússneska herstjórnin nú best til að berjast við
Finna, þar sem í Ijós er komið, að hermenn þeir, sem
áður voru sendir til Finnlands, þola kuldann illa. Sibir-
íuhersveitirnar hafa þegar fengið „eldskírnina“ í sókn-
inni á Mannerheimlínuna, en þeim varð heldur ekki
neitt ágengt. Árásin í gær var gerð að undangenginni
stórkostlegri fallbyssuskothríð og gerði því næst fót-
göngulið áhlaup, en Finnar notuðu fallbyssur sínar og
vélbyssur óspart og tókst Rússum hvergi að komast
ánn á víggirðingasvæðið.
Webb Miller, aðalfréttaritari United Press, segir nánara frá
bardögunum á austurvígstöðvunum, í símskeyti í morgun, og
sést glögglega af frásögn hans hversu slyngir Finnar eru að
haga bardagaaðférðum sínum, þannig, að þeir koma Rússum
að óvörum þegar verst gegnir.
Samkvæmt fregn frá Kiantajarvi, segir Webb Miller, stöðv-
aði flokkur finskra skíðamanna undir stjórn ungs lautenants
hersveitir Rússa við Piijspajaervi, í fjóra daga samfleytt. Með
þessari hetjudáð gaf flokkurinn öðrum herflokkum Finna tæki-
færi til þess að treysta aðstöðu sína til þess að hindra undan-
hald Rússa. Þegar skíðaflokkurinn fyrrnefndi hafði tafið
fremstu hersveitir Rússa við Piispajajarvi, héldu þeir á brott
en Rússar héldu áfram undanhaldinu og hugðu sig ugglausa.
Fluttu þeir skriðdreka og fallbyssur með sér frá bækistöðvum
sínum og notuðu hesta til dráttar. En skíðamannahersveitir
Finna voru altaf nálægt án þess að láta Rússa verða vara við
sig. Voru skíðamannahersveitirnar beggja megin við Rússa á
undanhakli þeirra — og ávalt í hæfilegri fjarlægð.
Loks, þegar að hæð einni var komið, og Rússar orðnir þreytt-
ir og slæptir, hófu Finnar árásina. Þetta var þ. 26. desember.
Rússar gerðu tilraun til þess að komast undan, þar sem Kianta-
vatn er mjóst, en allstaðar höfðu Finnar lagt „gildrur“ fyrir
Rússa — allstaðar voru Finnar fyrir með vélbyssur sínar og
skutu á rússnesku hermennina, sem nú voru aðfram komnir,
en reyndu þó enn að berjast. Orustan stóð aðeins í eina klukku-
stund. Rússar skildu eftir skriðdreka, hesta, vagna, skotfæri,
hjúkrunargögn, og féll þetta alt í hendur Finna. Stráféll þarna
að kalla 163. herfylki Rússa, 15.000—18.000 menn, en mann.
tjón Finna var upp undir 1000 menn, fallnir og særðir.
þýsku viðskiftasamninganefnd-
arinnar.
Það er ekki búist við því, að
ítalski sendiherrann hverfi aft-
ur til Moskva í bráð.
Frá Sundhöllinni.
Minna má á, að það er á fimtu-
dagskvöldum kl. 8—g, sem veitt er
sundkensla, án þess að greiða þurfi
kenslugjald. Er kensla Jæssi aðal-
lega ætluð fyrir þá, sem hafa ver-
ið á námskeiðum Sundhallarinnar
og vilja æfa sig betur undir eftir-
liti sundkennara.
Guðspekinemar.
Fundur í Septímu annað kvöld.
Erindi: Meistarinn Milareta, Axel
Kaaber.
Þjóðaratkvæðið í
ítalska TyroL
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Úrslit eru nú kunn í þjóðar-
atkvæðinu í Bolzano-liéraði,
seni ítalir fengu upp úr heims-
styrjöldinni, en liéraðið til-
heyrði áður Austurríki. Búa
þarna aðallega þjóðverskir
menn. Eins og áður liefir verið
getið í fregnum, varð sam-
komulag um það milli Hitlers
og Mussolini, að fólk þetta væri
flutt til Þýskalands, en Musso-
lini lofaði íbúunum að láta álit
sitt í Ijós um það, livort þeir
vildi flylja á brott.
Samkvæmt opinberri til-
kynningu greiddu 185.365
menn atkvæði með því að flytja
til Þýskalands, en það er ekki
tekið fram, hversu margir tóku
LOFTVARNIR FINNA.
Rússnesk flugvél, sem finskt loftvarnalið hefir skotið niður. Flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum
loga fyrir utan Helsingfors.
þátt í atkvæðagreiðslunni, en í
liéraðinu eru taldir vera yfir
250.000 atkvæðisbærir menn af
þýskum stofni.
I. R. R. mennárnir
írsku sagðir
áforma að myrða
De Valera.
Víötækar ráðstafanir gerðar til þess að
hindra starfsemi I. R. R. og annara
ólöglegra fiokka.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Símfregn frá Dublin hermir, að fríríkisþingiS hafi
snemma í morgun samþykt frumvarp, sem heimilar rík-
isstjórninni hinar víStækustu ráðstafanir til þess að
hnekkja starfsemi I. R. A. eða „írska lýðveldisins“ og
annara ólöglegra flokka. Hafa I. R. A. menn haft sig
mjög í frammi að undanförnu heima fyrir á írlandi,
en á Englandi hefir verið svo að þeim þjarmað, að þeir
hafa lítið getað haft sig í frammi þar. Gerðu I. R. A.
menn fyrir nokkuru árás á virki í Phönix Park og af-
vopnuðu varðmennina og höfðu því næst á brott með
sér 8—10 smálestir af skotfærum. — Tóku á annað
hundrað menn þátt í árásinni og fluttu þeir skotfærin á
brott með sér í flutningabílum. Hefir mikið af þeim
náðst aftur og margir menn verið handteknir.
Það er til þess að hindra, að
slíkir atburðir endurtaki sig, að
þingið var kallað saman. Kom
þingið saman í gær og var eng-
um leyft að koma nálægt þing-
liúsinu, nema þeim, sem sér-
stakt leyfi höfðu. Sat þingið á
fundi í alla nótt og samþykti
fyrnefnt lagafrumvarp stjórn-
arinnar. M. a. heimila lögin
stjórninni að kyrrsetja menn,
sem grunur hvílir á um ólög-
lega starfsemi. Frumvarpið er
nú til umræðu í efri deild þings-
ins og verður afgreiðslu þess
þar hraðað svo sem unt er.
Við umræðurnar í neðri deild
þingsins sagði Dillon, leiðtogi
stjórnarandstæðinga, að stjórn-
in ætti að athuga sinn gang
vandlega, því að ef farið væri
fram af mikilli hörku gagnvart
írska lýðveldishernum, kynni
æstustu menn flokksins að gera
íilraun lil þess að myrða De
Valera og aðra ráðherra frírík-
isins.
í Corkhéraði, þar sem I.R.A.
menn og hinir róttækari lýð-
veldissinnar yfirleitt hafa alt af
haft mikið fylgi, hefir þegar
komið til óeirða. Hefir lögregl-
an þar handtekið allmarga leið-
toga lýðveldissinna og gripu
sumir þeirra og fylgismenn
þeirra til skotvopna sinna. All-
margir menn særðust, en einn
lögreglumaður féll ; Viðureign-
um þessum.
Náttúrufræðingurinn.
Þriðja hefti IX. árg. þessa ágæta
rits, er nýlega korniÖ út. I því er
m. a. þetta efni: Suðræn fiðrildi,
Gróður í St.raumlækjargili, Áva'rp
til lesenda. Um seli, Nokkrir ein-
kennilegir fiskar, Árangur íslenskra
fuglamerkinga o. m. m. fl. — Rit-
ið er mjög fróðlegt og læsilegt að
vanda.
Bændanám§keið
á Ilvsiimeyri.
Fyriplestpar. - Fundahöld. -
Ályktun í sjálfstæðismálinu.
Bændanámskeið hófst að Hvanneyri í Borgarfirði í gær og
stendur það í fjóra daga. Er námskeiðið f jölsótt og mun sein-
asti námskeiðsdagurinn verða — að vanda — nokkurs konar
miðsvetrarhátíð héraðshúa, sem þá fjölmenna að Hvanneyri,
til aukinna kynna og til þess að hlýða á ræður og söng o. s. frv.
Fyrirlestra á bændanám-
skeiðinu flytja Runólfur Sveins-
son skólastjóri, Guðm. Jónsson
og Haukur Jörundsson kennar-
ar, og ráðunautar Búnaðarfé-
lags íslands þeir Pálmi Einars-
son, Halldór Pálsson, Páll Ziop-
honíasson og H. J. Hólmjárn
loðdýraræktarráðunautur. As-
geir Ólafsson dýralæknir og
síra Eiríkur Einarsson Hesti.
Fimm fyrirlestrár voru flutt-
ir í gær. Guðm. Jónsson lcenn-
ari flutti erindi um búreikn-
inga, PáTmi Einarsson ráðu-
nautur um árangur íslenskra
lilrauna, HalTdór PáTsson um
dilkakjötsframleiðslu, Ásgeir
Ólafsson um mjólkurfram-
leiðslu og síra Eiríkur Alberts-
son um sjálfstæðismálið.
Um kvöldið var umræðu-
fundur og var sjálfstæðismálið
til umræðu. Var málið rætt ít-
arlega og af miklum áhuga. Að
lokum var samþykt eflirfarandi
ályktun:
„Fundurinn ályktar að lýsa
yfir því, að hann er samþykk-
ur áliti því, er fram hefir komið
á Alþingi 1928 og 1937, að vinna
Tvö innbrot
í nótt.
1 nótt voru framin tvö inn-
brot, annað i mjólkurbúðinni,
Bergþórugötu 23, og hitt í Harð
fisksöluna við Þvergötu.
Farið var inn í mjólkurbúð-
ina með því móti, að brotin var
rúða í liurð og síðan opnaður
smekldás. Þar var stolið um
20 kr. í skiftimynt og einhvcrju
af sælgæti.
í Iíarðfisksöluna var farið
inn á þann liátt, að brbtinn var
gluggi á bakhlið húsins. Litlu
sem engu mun hafa verið stol-
ið þarna, því að þar er ekkert
að hafa nema liarðfisk.
Málin eru í rannsókn.
beri að uppsögn dansk-íslensku
sambandslaganna."
Flutningsmenn voru þeir síra
Eirikur og Pálmi Einarsson.
í dag ern flutt þessi ei-indi:
Árangur islenskra rannsókna
(P. E.). Heyverkun (Run.
Sveinss.skólastj.), sauðfjárrækt
(3. erindi, Halldór Pálsson) og
um verkfæri (Guðm. Jónsson).
Tilhögun námskeiðanna er
þannig, að á daginn eru fyrir-
lestrar haldnir, en á kvöldin eru
umræðufundir haldnir og þá
rædd ýms álmga- og hags-
munamál bændastéttarinnar.
Á laugardagskvöld verður
námskeiðinu slitið og verða þá
ræður haldnar, skemt með leik-
sýningu og söng, og að lokum
verður dansað.
Enginn lögreglustjóri,
enginn sakadómari.
Samkvæmt frumvarpi því
um dómsmálastörf, lögreglu-
sljórn, gjaldheimtu o. fl. í Rvík,
sem samþykt var á Alþingi nú
nýlega sem lög, og lilotið hafa
þegar staðfestingu konungs og
gengu í gildi frá 1. jan. s.l., skal
lögreglustjóraembættinu tví-
skift og skipaður sérstakur
setudómari og sérstakur lög-
reglustjóri frá
degi að telja.
Samkvæmt
sem Yísir hefir
engar ráðstafanir enn þá verið
gerðar til þess að skipa menn
í þessi embætti, og er því eng-
inn sakadómari né lögreglu-
stjóri í bænum þessa dagana.
Þingfundir hafa staðið yfir all-
ar nætur að undanförnu, og
hafa annir valdið þvi, að Reyk-
víkingar eru þannig höfuðlaus
her í hili, en búist er við að em-
hættin verði veitt í dag eða á
morgun.
ofangreindum
upplýsingúm,
aflað sér, liafa
I