Vísir - 04.01.1940, Page 2
VISIR
Kaupg j aldið
© ©
est á illþingi
Vinnufriður trygður með
lögum til 1. jan. 1941.
í nótt var kaupgjaldsmálið afgreitt gegnum báðar deildir
Alþingis og afgreitt sem lög frá Alþingi. Hafði áður náðst sam-
[§ komulag innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna um
lausn þessa máls. Er kaupið þar með lögbundið til næstu ára-
móta og vinnufriður trygður í landinu.
Samkvæmt þessum lögum breytist kaupgjaldið ársf jórðungs-
lega, miðað við meðal verðlag næstu mánaða á undan.
lægra afnotagjald en aðrir út-
ammenrmKmjniamímMammmmusH
MGBLAi
Útgefandi:
BLAÐAtJTGÁFAN VfSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hveifisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377.
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Vinnufriður
trygður.
j£AUPGJALDSMÁLIN hafa
nú verið afgreidd með hin-
um mesta hraða á Alþingi.
Frumvarpinu var útbýtt síðdeg-
is í gær. Umræður hófust í
neðri deild um kl. 2 og síðan
rak hver umræðan aðra, þar til
málið var afgreidd frá deild-
inni. Síðan tók efri deild við
frumvarpinu kl. 12 á miðnætti.
Urðu umræður þar minni, því
enginn var til andmæla nema
Brynjólfur Bjarnason. Var öll-
um þremur umræðum lokið í
þeirri deild á 2 klukkustundum
og frumvarpið afgreitt sem lög
frá Alþingi kl. 2 í nótt. Þessi
afgreiðsla er ekki viðkunnanleg
og er því aðeins réttlætanleg að
málið hefir fengið rækilegan
undirbúning í rikisstjórninm
og innan þeirra flokka, sem að
hefnni standa. Er illa farið að
jafn mikilvægt mál og þetta
skyldi ekki geta hlotið fullkom-
lega þinglega afgreiðslu. Þvi
þótt ekki sé við því að búast, að
neinar stórvægilegar breyting-
ar hefðu verið gerðar á frum-
varpinu þótt afgreiðslu þess
hefði ekki verið hraðað svo sem
raun varð á, þá liefði þingið
með því að ætla því rýmri tíma
staðið betur að vigi gagnvart
þeirri tortrygni, sem vafalaust
verður reynt að ala á út af þess-
ari ráðstöfun. En eins og áður
hefir verið vikið að hér í blað-
inu verður Alþingi sjálft að
halda uppi virðingu sinni, ef
trausti þess meðal þjóðarinnar
á ekki að vera hætta búin. Ætti
lýðræðisflokkarnir að hafa það
jafnan hugfast, að gefa ekki
höggstað á sér í þessum efnum.
*
Þegar gengislögin voru sam-
þykt á Alþingi í aprílbyrjun i
fyrra sá enginn fjn'ir þá at-
burði, sem siðan liafa gerst.
Með þeirri dýrtíð, sem af styrj-
öldinni leiðir, skapast alveg
nýtt viðhorf í kaupgjaldsmál-
unum. Allar frændþjóðir okk-
ar hafa þegar Ieyst kaupgjalds-
málin með tilliti til hins nýja
viðhorfs. 1 Danmörku varð það
að samkomulagi, að kauphækk-
unin skyldi nema dýrtíðar-
hækkuninni að fullu, eða 100%.
t Noregi og Svíþjóð er greitt
sem næst 75% af dýrtíðar-
hækkuninni. Ilér er horfið að
því ráði að bæta kaupið með
alt að 80% af dýrtíðarhækkun-
inni þó svo, að 75% er sett sem
lágmark á lægstu laun. Fer
uppbótin siðan lækkandi að
hundraðstölu, eftir því sem
tímakaupið er hærra. í fyrsta
flokki eru þeir, sem liafa 1.50
eða minna um timann. Þeir fá
80% af dýrtíðarhækkuninni. I
næsta flokki eru þeir, sem hafa
1.51—2.00 um tímann og fá
70% af hækkuninni. I efsta
flokki þeir sem hafa 2.01 eða
meira og fá þá 55%.
Samkvæmt útreikningum
kauplagsnefndar er verðvísital-
an fyrir nóvember—desember
12% miðað við janúar—mars
1939. Kaupið eftir Dagsbrúnar-
taxta hækkar um 13 aura á íím-
ann fyrir karlmenn og 8 aura
fyrir konur.
>K
Með hinni nýju breytingu á
gengislögunum cr felt niður á-
kvæðið um það, að verðlag á
kjöt og mjólk skuli ókvarðas!
í ákveðnu Iilulfalli við verka-
kaupið. Er hætl við að ýmsum
þyki þetla ekki allskostar
tryggilegt. Iiinsvegar verður að
gera ráð fyrir því, að ríkis-
stjórnin sjái um að verðlag á
íslenskum afurðum verðið á-
kveðið í samræmi við kaupgetu
alls almennings, eins og hún er
ó hverjum tíma, enda yrði söl-
unni tæplega haldið uppi á ann-
an hátt, er til lengdar léti.
Ákvæði frumvarpsins náðu
upphaflega aðeins til verka-
manna, sjómanna, verksmiðju-
fólks og iðnaðarmanna, sem
taka kaup samkv. umsömdum
kauptöxtum milli stéttarfélaga
og atvinnurekenda. Hinsvegær
verður tæplega hjá því komist
að láglaunafólk alment fái kjör
sín bætt. Hefir og verið afnum-
ið úr gengislögunum ákvæðið,
sem bannar launahækkun til
annara en þar tilgreindra aðilja,
þó svo að óheimilt er að liækka
kaup fastra starfsmanna hlut-
fallslega meira en verkamanna.
í samræmi við þetla bætti neðri
deild því ákvæði inn í frum-
varpið, að ríkisstjórninni skuli
heimilt að ákveða í reglugerð
verðlagsuppbót á laun embætt-
ismanna og starfsmanna ríkis
og ríkisstofnana.
*
Þessi breyting, sem hér hefir
gerð verið er til þess að koma
i veg fyrir öryggisleysið, sem
óhjákvæmilega hefði leitt af
því að ekkert hefði verið að-
hafst. Varð fult samkomulag
um afgreiðlsu málsins innan
stjórnarflokkanna . Ef ekkert
befði verið aðhafst, hefði af-
leiðingin óhjákvæmilega orðið
sú, að alt liefði logað í kaup-
deilum innan lítils tíma. Með
samþykt þessara breytinga á
gengislögunum er vinnufriður
trygður á íslandi þetta nýbyrj-
aða ár. Af þeim sökum má
telja þessa lagabreytingu meðal
merkustu mála, sem þetta þing
liefir afgreitt.
a
Frá lögreglunnit
-■. % ff j_.j l—
Auknar slysatrygg-
ingar með hagkvæm-
um kjörum.
Vísir sagði frá því í gær, að
á síðasta fundi bæjarráðs hefði
verið lagt fram bréf frá lög-
reglustjóra, ásamt tilboði frá
Tryggingarstofnun ríkisins um
slysatryggingar lögregluþjóna,
að auka við skyldutryggingar
þeirra.
Hefir blaðið leitað sér frekari
upplýsinga um þetta mál.
Lögreglan fer frarn á það við
bæjarstjórn, að hún — bæjar-
stjórnin — hækki slysatrygg-
ingu lögregluþjónanna með
samningum um frjálsa trygg-
ingu, auk skyldutryggingarinn-
ar.
Verði þá tryggingarupphæðin
við örorku 20 þús. lu\, en við
dauða af slysi við starf 10 þús.
kr. Eins og nú standa sakir eru
þessar tryggingarupphæðir 6 og
4 þús. kr. hvor um sig.
Iíostnaðurinn við þessar
auknu tryggingar yrði fyrir alla
lögregluþjónana — 60 að tölu
—- kr. 2000 á ári.
Ef þessari auknu tryggingu
yrði komið í kring, þarf ekki að
efa það, að lögreglan getur
rækt starf sitt mildu betur, því
að þeir munu fáir vera til, sem
hætta vilja lífi sínu og limum,
ef þeir vita það, að bætur verða
litlar sem engar, ef illa fer.
Kaupgjaldinu er skift í þrjá
flokka: I. fl. kaup er nemur
kr. 1.50 eða minna á ldst., II.
fl. kaup, er nemur kr. 1.51—
2.00 á klst., og III. fl. kaup er
nemur kr. 2.01 eða meira á klst.
Er kauplagsnefndinni skylt,
með aðstoð Ilagstofu íslands,
að gera yfirlit um breytingar
á framfærslukostnaði í Reykja-
vík og fer kauphækkunin eft-
ir breytingunum, sem verða á
framfærslukostnaðinum.
Við útreikninginn er slept
broti úr stigi, hálfu eða minna,
en ella hækkað í heilt stig.
Kaupgjaldið skal breytast,
eins og áður er tekið fram, árs-
fjórðungslega, og miðast þess-
ar breytingar við 1. jan. 1940,
þá 1. apríl, 1. júlí og 1. okt.,
miðað við meðalverðlag í nóv.
—des. 1939, jan.—mars, apríl
—júní og júlí—sept. 1940. Fer
kaupgjaldsbreytingin fram skv.
eftirfarandi reglum:
Fyrir hvert stig, sem vísitala
kauplagsnefndar hækkar frá
grundvellinum jan.—mars 1939
(= 100) skal kaupgjaldið
hækka um 0.5% af kaupinu,
ef hækkun vísitölunnar nemur
5 stigum eða meira, en minna
en 10 stigum; en fyrir hvert
slig, sem visitalan hækkar þar
fram yfir, skal kaupgjaklið
hækka þannig:
I. fl. 0.8% af kaupi, sem nem-
ur kr. 1.50 eða minna á lclst.
II. fl. 0.7% af kaupi, er nem-
ur kr. 1.51—2.00 á ldst.
III. fl. 0.55% af kaupi, er
nemur kr. 2.01 eða meira á
klst.
Kaupgjaldshækkunin skal þó
aldrei nema minna samtals en:
í I. fl. %% af kaupgjaldinu
fyrir hvert stig vísitölunnar
fram yfir 100, i II fl. %% og
í III. fl. %%.
Eftirvinnu-, nætur- og helgi-
daga kaup skal bæta upji með
sama hundraðsliluta og venju-
legt dagkaup þeirra manna, er
fyrir því vinna.
Kaupgjaldsákvæðin ná til
verkamanna, sjómanna, verk-
smiðjufólks og iðnaðarmanna,
sem taka kaup samkvæmt
samningum milli stéttarfélaga
og vinnuveitenda, eða kaup-
töxtum, er stéttarfélög liafa sett
og giltu áður en lög þessi gengu
i gildi.
Annað kaupgjald má ekki
hækka meira en lögin heimila.
Ríkisstjórninni er hinsvegar
heimilt að ákveða í reglugerð
verðlagsuppbót á laun embætt-
ismanna og annara starfs
manna ríkisins, svo og ríkis-
stofnana. Undanþegið er þó
kaupgjald til sjómanna á ófrið-
artímum, er fá sérstaka áhættu
þóknun.
1 5. grein þessara laga eru
burtu feld ákvæðin í gengis-
lögunum um verðlag á mjólk
og kindakjöti, en um þessar
afurðir giltu sömu ákvæði og
kaupgjaldið. Aftur á móti var
ákvæðinu um húsaleigu í Rvík
ekki breytt.
Kauplagsnefndin, er gerir yf-
irlit um breytingar á fram-
færslukostnaðinum í Rvík er
skipuð þrem mönnum. Til-
nefnir hæstiréttur formann
hennar, en Alþýðusamband Is-
lands og Vinnuveitendafélag
Islands sinn manninn hvort.
Höggormurinn
dó kl. 6 í morgun.
Höggormurinn svonefndi
féklc lxægt andlát í nótt við 2.
umr. í neðri deild, en áður
lmfði hann verið leikinn þann-
ig, að fá dæmi munu finnast
slík í þingsögunni.
Eins og mönnum er kunnugt,
var það fjáveitinganefnd, sem
bar frumvarpið upprunalega
fram, en eins og um hnútana
var búið frá hendi nefndarinn-
ar, þótti afgreiðsla málanna ó-
þingleg, og voru því einstakir
liðir liöggormsins teknir sér-
staklega til meðferðar í E. d.
í frumvarpsformi og þeir af-
greiddir þar. Enn voru aðrir
liðir liöggormsins tengdir við
bandorminn svokallaða, og
látnir loða við liann í afgreiðslu
þingsins.
Hafði þá saxast svo á högg-
orminn, að aðeins voru þrjár
tillögur nefndarinnar eftir, eða
1) hann við því að opinberir
starfsmenn fengju aukavinnu
greidda; 2) að ríkisstofnunum
væri skylt að greiða mánaðar-
lega til ríkissjóðs allar þær
tekjur, sem stofnunum þessum
áskotnaðist, og 3) að útvarps-
notendur, sem ekki hafa
straumtæki, skyldu greiða
Amerískur blaðamaður sendi
eftirfarandi pistil frá Viborg í
Finnlandi, 2—3 dögum eftir að
innrás Rússa í Finnland hófst:
Viborg eða Viipuri er önnur
mesta borg Finnlands og at-
hygli allra þjóða lieims beinist
nú að henni, þar sem Rússar
leggja höfuðáherslu á, að ná
henni á sitt vald.
1 dag er alt kyrt og rótt í
Viborg. íbúarnir eru hugsi og
það er auðséð á svip þeirra, að
þessi spurning er efst í hugan-
um: Ilvað gerist næst?
Hvílíkur munur frá því fyr-
ir fáum vikum, er allir voru
starfsglaðir og bjartsýnir og
engar hendur iðjulausar. En
Viborg ei- aðeins tæpa 90 kíló-
mtr.frá landamærumFinnlands
og Rússlands, og margir ibú-
anna hafa þegar yfirgefið borg-
ina, og á höfninni, þar sem fyr-
ir fáum dögum gat að líta stafn
við stafn og reiða við reiða, er
nú fremur tómlegt um að lit-
ast.
Trjáviðinum er enn fleytt
niður ána úr skógum og frá
sögunarmylnum og skipað út
í flutningaskipin. En komast
varpsnotendur eða 20 kr.
Um þessa liði var rætl á
fundi n. d. i nótt og við atkvgr.
fóru svo leikar, að frv. var felt
til 3. umr. með 15 atkv. gegn 15.
FRÁ VITAMÁLASTJÓRNINNI
Nýr viti og sigl-
ingamerki.
Á Miðfjarðarskeri í utanverð-
um Borgarfirði, n. br. 64° 27'
03", v. 1. 22° 03' 23" liefir ver-
ið reistur nýr blossaviti, sem
sýnir 1 livítan, rauðan og græn-
an blossa á 10 sek. fresti þann-
ig: Ijós 1 sek., myrkur 9 sek.
Vitinn lýsir gi’ænt f. s. 43°
yfir Flesjur, hvítt 43°—62° út
fjörðinn, rautt 62°-—113° yfir
Þormóðssker, grænt 113°—209°
yfir Borgareyjar, hvítt 209°-—
211° inn fjörðinn, rautt f. s.
211° yfir Skarfaldett.
Hæð logans yfir sjó er 15 m.
Ljósmagn 570 Il.K. Ljósmál
12 s.m. fyrir livita ljósið, 10 s.
m. fyrir rauða ljósið og 8 s.m.
fyrir það græna. Vitahúsið, sem
stendur innarlega á skerinu, er
6.5 m. hár hvítur turn með lóð-
réttum svörtum röndum. Iiæð
vitans með ljóskeri er 9.5 m.
Logtími 15. júlí til 1. júní.
Á Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp liafa verið bygðar 2 vörð-
ur, sem sýna leiðina. Efri varð-
an 2.5 m. liá með þrihyrndu
toppmerki, en sú neðri 2.0 m.
bá með ferhyrndu spjaldi i
toppi. Vörðurnar verða málað-
ar livítar, sú efri með láréttri
rauðri rönd, en hin neðri með
lóðréttri rauðri rönd. Vörðurn-
ar standa á vestanverðu nes-
inu, Rejdcjarfjarðar megin, ca.
200 m. frá skólahúsinu. Efri
vai’ðan stendur 15 m. frá sjó,
en sú neðri 8 m. frá sjó, ca.
50 m. frá bryggjunni. Bilið á
milli varðanna er 40 m. Ljós-
kerum með hvítum ljósum
verður komið fyrir í vörðun-
um þegar báta er von, eða um
það er beðið. Vörðurnar sam-
an sýna leiðina inn að bryggju.
þau nokkru sinni til Englands,
Hollands og Belgíu og annara
ákvörðunarstaða? Tekst rúss-
nesku kafbátunum að skjóta
þau i kaf? Því að nú efast eng-
inn um, að Rússar reyni að
hindra eftir megni, að finskar
útflutningsvörur komist á
markaði annara landa. í verk-
smiðjunum er deyfð yfir öllu
og í sumum er ekki unnið.
Verkamennirnir liafa verið
kvaddir til herþjónustu í
skyndi, en konur þeirra og dæt-
ur eða mæður og systur, ganga
í hjálparsveitirnar. Hvarvetna
má nú sjá konur í gráum ein-
kenisbúningum, — það eru
„Lotturnar“ — konur úr hjálp-
arsveitum kvenna. En þessar
konur vinna margháttuð störf
fyrir þá, sem landið verja, elda
matinn handa hermönnunum
o. s. frv. og starfrækja stöðv-
arnar, þar sem særðum mönn-
um er veitt fyrsta aðstoð, og
vinna ótal mörg störf önnur.
Því að allir synir Finnlands,
sem hafa þrek til að bera vopn,
eru kvaddir í herinn.
Dagarnir styttast og það verð-
ur æ kaldara í veðri, en í skóg-
I VIBORG þe^ar inn
rás Riissa hófst.
unum, þar sem hermennirnir
grafa skotgrafir í óða önn,.
skartar björkin í vetrarskrúða
sínum. Einnig þar eru Lollurn-
ar og matbúa handa hermönn-
unuin, færa þeim „kalokukko“,
rúgkökur með innbökuðum,
sniáum valnafiski, eða „kalo-
suppa“, súpurétti, sem i eru
fiskur, kartöflur, mjólk, laulc-
ur og smjör.
í miðri borginni er markaðs-
torgið, stórt svæði kringum lág-
an, gildan turn, sem kallaður
er „Gilda Katrín“, sem fyrr á
tímum var ýmist í liöndum
Rússa eða Svía, þegar Finnland
var orustuvöllur þessara þjóða.
Þegar alt er með friði og
spekt, úir og grúir af söluvögn-
um og söluborðum kringum
„Gildu Katrínu“, og eru þarna
á boðstólum landbúnaðaraf-
urðir margskonar. Þarna koma
bændur með vagna hlaðna
grænmeti og fleiru, og eru
vagnarnir þannig gerðir, að slá
má upp hliðunum, til skýlis
viðskiftavinunum, þegar rignir.
Og þarna er mikið af blóm-
um, m. a. „fúshiuin“ í pottum,
en á þessari blómategund hafa
Finnar miklar mætur, og hvergi
hefi eg séð þessa blómtegund
fegurri en í Finnlandi. Þarna
geta inenn og fengið ágætis
rétti, hrísgrjóna- og fiskkökur.
Og smábændurnir sumir selja
vendi villra kornblóma, spæni
og sleifar úr tré og fleiri heima-
unna muni, tréskálar og trog
o. m. fl.
Þegar markaðsdagurinn er á
enda liðinn og öll söluborð-
liafa verið tekin burt og vagn-
arnir komnir af stað heimleið-
is, koma götulireinsararnir og
þvo torgið, og eftir skamma
stund er torgið tandurlireint.
Finnar eru lireinlát þjóð. Það
kemur fram víðar en í því, að
stunda böð í baðstofunum
frægu.
Efst í „Gildu Katrínu“ er veit-
ingasalur. Og þángað fara
margir á markaðskvöldum. Þar
er hljómsveit, litil borð og
snoturlega ldæddar fram-
reiðslustúlkur.
En í dag sitja hermenn í
veitingastofunni í „Gildu Kat-
rínu“ og afgreiðslustúlkurnar
eru „Lottur“, í sínum einföldu
en snolru einkennisbúningum.
Og það eru hermenn, sem
leika á hljóðfærin, en við og
við leika liljóðfæraleikarar úr
sveitunum á „kantele“ eða
finska hörpu — sem sagt er að
sé eilthvert elsta hljóðfæri álf-
unnar.
Á veggjunum eru myndir,
sumar skemtilegar á að líta,
eins og málverkið af Karli VII.
Svíakonungi, þar sem hann
krýpur á kné með eftirlíkingu
af Viborgarkastala, en alt í
kringum hann eru riddarar
með fjaðraskúfshatta, eða
myndir af alþýðu manna, sem
skemtir sér við sleðaakstur, og
minna myndirnar margar á þá
„gömlu, góðu tíma“, þegar all-
ir gátu „unað glaðir við sitt“.
En það er elcki mikil kæti á
ferðum í Viborg í dag. Andlits-
svipur hvers manns og konu
ber alvöru, festu og ákvörðun
vitni. 1 dag veit liver einasti
Finni, karl og kona, að stund-
in er komin, er leggja verður
alt í sölurnar til þess að lialda
dýrkeyptu frelsi og sjálfstæði.
Fyrir það eru allir Finnar
reiðubúnir að leggja alt í söl-
urnar.
Skriftarkensla
Ný námskeið byrja. Sér-
stök námskeið fyrir þá, sem
ætla að ganga inn í merita-
skólann eða aðra skóla.
Guðrún Geirsdóttir.
Sími: 3680.