Vísir - 05.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1940, Blaðsíða 3
VlSIR a Mló BéFn HaFdys dómara. Skemtileg og spenn- andi gámanmynd. Að- alhlutverkið leikur hinn röski leikari Miekey Booney Ennfremur leika LEWIS STONE og CECILIA PARKER. — KOLVIÐARHÓLL — heldur ÞRETTÁNDAFAGNAÐ að Kolviðarhóli laugardagskvöld 6. þ. m. aðeins fyrir skíða- deildarfélaga og aðra í.-R.-inga. Farseðlar og upplýsingar hjá BRUUN — Gleraugnabúðin Laugavegi 2. — Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og fjárhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöid falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu liftryggingariðgjaldi. — Kaupið Glugga, hurðir og lista — hjá stærstu timburverslun og — trésmiðju landsins — --Hvergi betra verð.- Kaupið gott efni og góða vinnu. Þegar húsin fara að eldast mun koma í ljós, að það margborgar sig. — TimbuFveFslunín ¥ðlundup li. f. REYKJAVÍK. iHjartkær eiginmaður minn og faðir, Hinrik A. Hansen, áður bóndi á Jófríðarstöðum, andaðist í nótt á sjúkrahús- inu í Hafnarfirði. 4. janúar 1940. Gíslína Egilsdóttir og börn. Sigmundur Guðmundsson Emleikakennasri. Því cr nú einhvern veginn þannig varið, að það er eins og við eigum okkur um jólin einna sist von skyndilegra og sorg- legra alburða. Við erum ])á svo sátt við alt og alla og höfum reynt að gleyma öllum sorgum og álivggjum liins daglega lifs. A þriðja degi jóla s. 1. barst mér alt í einu sú fregn, að þú værir dáinn. Þessi fregn var sannarlegt reiðarslag. Eg gat ekkert sagt um stund, svo ótrúlegt fanst mér þetta. Mér fanst blátt áfram alt í einu vera svo kalt. En svo iij’gg eg að mörgum fari, sem svo slcyndilega verður þess var, að hann hefi'r mist innilega góðan vin. Við kyntumst fyrst fyrir átta árum síðan, þegar þú varst nemandi minn i Kennaraskól- anum. Mér þótti þá strax vænt um þig fyrir dugnað þinn og áhuga fyrir öllum íþróttum, en þó meira fyrir skyldurækni þína, kurteisi og prúðmannlega framgöngu í daglegri umgengni. Mér duldist ekki að hér var mannkosta kennaraefni á ferð- inni. Enda reyndist svo síðar. Áhugi þinn fyrir íþróttum olli því að þú valdir þér iþrótta- kennarastarfið fyrir æfistarf. Undanfarin fjögur ár höfðum við verið starfsbræður liér í bænUm og átt mikið saman að sælda. Samstarf okkar hefir verið mjög ánægjulegt. Áliugi þinn var mikill og skilningur þinn á öllu, sem viðkom starfi okkar mjög glöggur og skýr. Miðbæjarskólinn hefir þess vegna mist ötulan og góðan starfsmann, þar sem þú varst. Og sæti þitt verður fyrir margra hluta sakir vandfylt. Eg veit, að hinir ungu vinir þínir í skólanumi sakna þín mikið og munu verða hljóðir og dáprir í fvrstu tímunUm á nýja árinu, þegar þeir verða þess varir fvrir alvöru, að þeir mæta þér ekki. En svo fyrnist yfir þann söknuð að nokkru smátt og smátt, eins og hjá börnum er títt. En það fyrnist aldrei yfir þau Iieilbrigðu upp- eldisáhrif, sem nemendur þínir hafa ldotið af samvistunum við þig, af starfi þínu. Við, sem lif- um þig, en þektum þig best, hörmum það að eins sárt, live æfi þín var stutt og hve altof fáir urðu aðnjótandi hinna á- gætu starfskrafta þinna og hæfileika. Þú varst sönn fyrirmynd ungra drengja sökum liógværð- ar þinnar og prúðmensku. Trygð þín og einlægni brást aldrei öll þessi ár, sem eg þelcti þig. — Eg hafði í rauninni ald- rei gert mér grein fyrir þvi til hlýtar, hvað þú varst mikið karlmenni í lund, fyr en núna fyrir nokkrum vikum. Við hitt- umst snemma morguns i íþróttahúsinu þar sem við unn- um svo oft saman. Eg bauð þér góðan daginn með galsa og gamanyrðum eins og oft gerðist milli okkar. En eg skildi það ekld fyi’ en síðar um daginn, þegar eg’ frétti að systir þin, sem þú unnir svo heitt, hefði látist um nóttina, hvers vegna þú varst svo þögull og alvarlegur um morguninn. En þú komst til starfs þíns eins og ekkert hefði í skorist. Meðslíkum hætti geta þeir einir tekið sárri sorg, sem eiga mikið andlegt þrek og karlmannslund. Við starfsbræður þínir sökn- um þín allir og hörmum það, að missa þig svona ungan úr hópi okkar. Við þökkum inni- lega prýðilegt samstarf. Þú átt fölskvalausa virðingu okkar. Minning þin lifir í hugum okk- ar. Yfir henni er ekkert ský. Hún verður ávalt jafn björt og heið. Vertu sæll, kæri vinur. Guð blessi þig. Aðalsteinn Hallsson. Anna Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. F. 10. júlí 1910. — D. 6. okt. 1939. I N M E M O R I A M. Hverjum er í huga rótt? Hærra fjöllum mörg rís sorgar alda. Ungum þrátt er hallað hljótt á heljarsvæfilinn bleika, jökulkalda. —o— Söngfugl hver suðurs leitar þá syrtir að í svaldölum. Hverfa bragháir brúðsvanir fyrr en vetur að völdum sest. Lýstur Ijóssprota við lífsþátta skil, eldur örlaga og efni skiftir. Hrökkva sólir af hringbraut stjarnkerfa. Leitar alt síns upphafs að álagadómi. Lagðir þú líkn hinu lítilsiglda. Bygðir hug borgir á bjargi sannmála. Meiri meykosti en mildi þína engum verður auðið að finna. Hjarta þitt var heilagur reitur. Helg kirkja heil frá grunni. Kraftur fórnar og kærleikssemi réð í þínu rausnar eðli. Göfug og glöggskygn gekstu vegþinn: veg þann hinn vandfarna. Krafðir þú réttar fyrir ranglæti. Laukst upp laundyrum, lýstir smágróðri. Hvað eru sannindi þar sókn og vörn tefla? Hvað er réttlæti fyrir ríkum og snauðum? Hvað er hvað? heimur spyr. Er lífiðjíf, er lýtur dauða? Lífslögmáli lýtur hver með einum og öðrum hætti. Líða ljósvökur til lágnótta. Af óttutíð endurvekst dagur. Kaupmannahöfn, 21. nóv. 1939. Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum. í dag var opnuð ný Fi§kMð á Ránargötu 15. Hefir ávalt allar tegundir áf fiski. — Góð afgreiðsla. Slmi 3932 cttí i JiyrrTtiTn raxa!|3x53 M. So Helgi hleður til Vestmannaeyja fyrir liádegi á laugardag næstkomaudi. Fyrir liádegi á mánudag n. k. hleður skipið til Ólafs- víkur, Stykkishólms, Pat- reksfjarðar, Bildudals, Þing- eyrar og Flateyrar. Hangikjöt nýreykt. NÝTT KÁLFAKJÖT, DILKAKJÖT. DILKASVIÐ. GRÆNMETI. Goðaland Bjargarstíg 16. Sími 4960. Söguleg stórmynd frá Fox í vesturbænnin Lítil verslun í fullum gangi til sölu strax. Afgreiðslan visar á. Þingstörfum lok- ið í gær. Þingslit föris fram kl. 11 i niorg^issi. Þingslit Alþingis fóru fram kl. 11 í dag. Forseti sameináðs þings, Haraldur Guðmundsson, setti fundinn og las yfirlít yfír störf þingsins. Það hefir staðið frá 15. febr. til 26. apríl 1939 og frá 1. nóv. sama ár til 5. jan. 1940, eða samtals 137 daga. Alls hafa 236 þingfundir verið haldnir, 104 í n. d., 105 í e. dk og 27 í sameinuðu þingi. 142 lagafrumvörp hafa verið lögð fyrir þingið, 22 stjómar- frumvörp, en 120 þingmannafrumvörp. Auk þess 29 þíngæ- ályktunartillögur. Af þessum frumvörpum hafa stjórnarfrumvörpin öll vearlð samþykt, en 59 þingmannafrumvörp, svo að alls hafa 81 ISg verið afgreidd á þessu þingi. 53 þingmannafrumvörp urðu ekM útrædd á þinginu, 2 verið, feld og 5 vísað til ríkisstjórnarínnar. Að skýrslu sinni lokinni hélt forseti stutta ræðu og skýrði á- stæðuna fyrir hinni löngu þing- setu. Kvað hann orsaka liennar vera að leita til hinna vaxandi erfiðleika innanlands og til ó- friðarástandsins i heiminum. Mintist hann síðan á afgreiðslu einstakra laga, taldi t. d. tolla- löggjöfina liafa verið gerða ein- faldari en áður, iþróttalögin væru nýsmíði í íslenskri lög- gjöf, fjárlögin hefði orðið að afgreiða hærri nú en áður, og væru ástæðurnar fyrir því tvennar. Önnur ástæðan væri verðíall islenskrar krónu, en hin ástæðan væri hinir fyrir- sjáanlegu atvinnuörðugleikar í landinu vegna styrjaldarinnar og hefði því þurft að hækka ýmsa útgjaldaliði, til að tryggja mætti atvinnu í landinu. Merk- asta málið, sem fyrir þinginu lá, liefði þó verið breytingarnar á verðgildi íslenskrar krónu og hinar nýju ráðstafanir i sam- bandi við þær. Loks færði forseti þinglieimi og alþjóð árnaðaróskir sínar og kvaðst vona að allir gætu tekið undir þá ósk með sér, að störf Alþingis í heild mættu verða ís- lensku þjóðinni til heilla og blessunar. IJann þakkaði þing- mönnum gott samstarf og ósk- aði þeini, er heima ættu utan Réykjavikur, góðrar lieimferð- ar. Jakob Möller fjármálaráðh. þakkaði forseta fyrir funda- stjórn, en forsætisráðherra las konungsbréf um þingslit. Að því loknu bað hann þingmenn að standa úr sætum sinum i virðingarskyni við konung. Loks var lirópað ferfalt liúrra fyrir íslandi. B OBiOP fréttír I.O.O.F. 1 = 1211581/2 = Veðrið í morgun. í Reykjavík 2 st., heitast í gær 7, kaldast i nótt x st. Úrkoma í gær og nótt 2.5 mm. Heitast á land- inu í rnorgun 5 st., á Siglunesi cg í Vestmannaeyjum, kaldast—-I st., á Raufarhöfn. — Yfirlit: LægiS fyrir suðvestan og vestan land- — Horfur: Suðaustan gola. fírkoimi- Jaust að rnestu. Skiðadeild Í.R. xxefir þrettándafagnað að Kol- viðarhóli annað kvöld. Farseðíar fást i Gleraugnaversluninni Lauga- vegi 2, til kl. 6 annað kvöld. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sanxaii í hjóna- band ungfrú Þóra Hafstein, dóttír Júlíusar Hafsteins sýslumamis, og Bárður Jakobsson stud. juríst Vons þau gefin sarnan á heimili föðtir hrúðarinnar að Húsavík.. Breskur tog-ari, Sarpeton frá Grimsby, kom hlng- að í gær með tvo slasaða menm, Sarpetotx er útbiiinn einni faílbyssu' og er hann einn úr hópi sex bresfera togara, sem hafa fylgst að hingaiS til veiða, Næturakstux-. Geysir, ICalkofnsvegi, sínxi 163^, hefir opið í nótt. Næturlæknir. Halldór Stefánsson,. Ránargöto 12, sírni 2234. Næturvörður i Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apotekL Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 íslenskukensfa, r. íli 18.40 Þýskukensla, 2. fL — iguao Þingfréttir. 19.50 Fréttfr. 20.15 Vegna stríðsins: Erindi. 20.30 Út— varpssagan: „Ljósið, sem hvarf**,. eftir Kipling. 21.00 Hljómplötorr Létt lög. 21.05 HeiIbrigSisþátttrr (Jóhann Sæmundsson IæknirJ. — 21.05 Strokkvartett utvarpsinsr Kvartett nr. n, D-dúr, eftir Mo- zart.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.